Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 39 Ég og f jölskylda mín varðveit- um minningar um bjartar sam- verustundir og kveðjum hann með þökk, ríkari fyrir að hafa kynnst hans fögru lífsmynd. Til þín, Margrét mín, og barna þinna, vil ég segja þetta. Þið hafið öll mikið misst, en eruð líka rík af fögrum fjölskylduminningum með honum, sem þið búið að og yljið ykkur við í framtíðinni. Þær verða aldrei frá ykkur teknar. Ég bið góðan Guð að blessa vin- inn okkar og leiða hann inn í ljóss- ins ríki Jesú Krists, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Karl Kristjánsson Hann kvaddi inn í sumarið af sömu hógværðinni og einkennt hafði lífshlaup hans allt; fékk sér morgunblund og var ekki meir. Hávaði og umsláttur var ekki aðal Þórðar Marels Jónssonar í gegn- um tíðina, og oft tóku menn þá fyrst eftir að hann hafði verið þegar hann var farinn; verkin stóðu eftir og báru þáveru manns- ins vitni og þess var saknað að hann hafði ekki staldrað við leng- ur. Mér er Þórður í barnsminning- unni sem hluti af heimsmyndinni; svona rétt eins og Esjan var mér á vetrum og Skarðsheiðin og Skessutindur á sumrum, nema hvað hann var bæði sumar og vet- ur og virtist líkt og holdgast útúr engu í hvert sinn að eitthvað þarfnaðist viðgerðar á heimili for- eldra minna, hvort heldur var heima á Bjarkargötu eða í sumar- húsinu við Strauma; löngu seinna unnum við saman að endursmíði gamals sumarbústaðar fyrir þau uppi á Kjalarnesi — og það var eins og bernskan hefði verið í gær og ekkert breyzt utan að Esjan var ekki lengur árstíðabundin, því Þórður hafði haft lag á að láta barni finnast það smiður og smið- urinn barn. Að Þórður yrði mér ungum samruni lífsmyndarinnar er auð- sætt; hann réðist til starfa við fyrirtæki föður míns, hf. ölgerð- ina Egill Skallagrímsson, í þann mund að ég leit heimsljósið, 1939, — og hirti síðan ekki um vista- skipti meðan starfsorkan entist; nær fjörutíu ár. Hann varð strax heimagangur hjá foreldrum mín- um; einstök prúðmennska, hand- vcrkslagni og snyrtileg umgengi svo af bar, gerðu hann mikinn au- fúsugest — og það var fátt sem honum var ekki falið að lagfæra, ef á þurfti að halda. Ungur mun hann hafa haft hug á að læra hús- gagnasmíði, en fjárráðin skorti, og hann fór á sjóinn. Þóttist reyndar góður að hafa fengið pláss, því tímar voru erfiðir og lítið um vinnu, en seinna hafði hann gam- an af að segja frá þessum árum; siglingum til hafnarborga Bret- lands fyrir stríð — og því sem þar hafði borið fyrir augu. Mér býður í grun, að örbyrgðin sem hann sá þarna í hafnarhverfunum hafi mótað hann meir en hann hefði sjálfur viljað viðurkenna síðar; innbrennt honum nægjusemi og sátt við eigið hlutskipti umfram það sem nútímaþjóðfélagið myndi viðurkenna þegnum sínum hollt. Vjst er um það, að vandað hand- bragð hans og einstök umgengni hefði opnað honum dyr hvaða hús- gagnaframleiðanda sem var, eftir að þjóðin fór að rétta úr kútnum — en Þórður Marel yfir- gaf ekki vini sína fyrir það óþekkta, né heldur það atvinnuör- yggi sem hann vissi sig hafa í þeirra garði. Þórður var í eðli sínu mikið náttúrubarn; fæddur í sveit, að Núpum í Ölfusi, og hafði held ég alltaf sveitina í sér. Á yngri árum ferðaðist hann mikið um landið, í völdum hóp ferðafélaga, og unni stórbrotinni náttúru þess alla tíð. Gróður var honum hugleikinn og hann var natinn við hann; kannski var þessi gróðurnatni tengd barngæsku hans, en þeim var hann slíkur að seint gleymist. Þegar ég sjálfur hafði eignast börn, urðu þau eldri sömu gæfu aðnjótandi og faðir þeirra í æsku; að fá á stundum lánaðan hamar og jafnvel nagla hjá Þórði; að fá að vera umhverfissmiður augnabliks- ins — og, það sem hvað mest var um vert fyrir barn, að fá að taka þátt í umræðu við fullorðinn mann í augnhæð; — fá að vera jafningi um stund. Á vinnustað var Þórður hvers manns hugljúfi. Afstaða hans til lífsins og tilverunnar, á stundum jafnvel barnslega einlæg og sak- laus, vakti sumum undrun í upp- hafi, en síðan væntumþykju sem varði. Hann staðfesti ráð sitt seint, en varanlega; kvæntist mik- illi ágætiskonu, Margréti Árna- dóttur, sem bjó honum hamingju- rann í íbúð þeirra að Baldursgötu 7, en það hús mun hann hafa reist með föður sínum og systkinum. Þau Margrét og Þórður eignuðust þrjú börn: Jón, Líney og Árna — öll vel menntaða og nýta borgara, sér og sínum til sóma. Mér hefur sagt starfsfólk á Vífilsstaðaspít- ala, hvar Þórður dvaldi síðustu ár, að leitun sé á slíkri ástúð og um- hyggju, sem Margrét og börnin auðsýndu honum hin erfiðu ár uns yfir lauk, en það kom mér ekki á óvart; Þórður hafði uppskorið eins og hann sáði. Síðustu starfsár Þórðar voru honum í raun um megn. Hann fékk astma, sem ágerðist — og gufur þeirra efna sem tengjast smíðum voru honum hreint eitur. Áhugi hans að vinna fyrirtækinu og húsbændum þess var hinsvegar slíkur, að ég held hann hafi oftar en ekki gleymt þessari bitru stað- reynd viljandi — og árið 1977 var starfsþrekið að fullu þrotið. Það vel tel ég mig hafa þekkt þennan vin minn, að ástandið hefði orðið huga hans óbærilegt, hefði for- sjónin ekki gripið í taumana og veitt honum gleymsku frá stund og stað; veitt honum þessa líkn ell- innar, sem þó veldur ástvinum hryggð meðan varir. Að leiðarlokum skilur Þórður eftir sig ástúðarblandinn trega hjá þeim sem kynntust honum; trega og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þessu góðmenni, sem fór af slíkri kurt- eisi gegnum lífið, að engan né ekk- ert meiddi — heldur miðlaði svo einstakri hlýju hvar sem hann kom, að yljar um ókomin ár. Mér og minni fjölskyldu eftirlét hann þau blóm ein, sem ekki ná að fölna. Tómas Agnar Tómasson. léttir Báröi störfin Það er í mínum verkahring að sjá um að salurinn sé alltaf búinn stólum og borðum í samræmi við þörfina hverju sinni. T.d. þegar sýna á börnunum kvikmynd þarf ég að vera fljótur að skutla inn svona hundrað stykkjum handa þeim stuttu. Ef leikfélagið er svo með sýningu um kvöldið þarf ég að bæta öðru eins við og kræki stólunum saman á hliðunum svo raðirnar haldist beinar. Svo þarf auðvitað allt að vera orðið tómt morgun- inn eftir áður en skólaleikfimin byrjar. Þetta er ekkert mál með Stacco stólunum sem við eignuðumst í fyrra. Ég geymi þá eina fjögur hundruð í litlu áhaldageymslunni okkar, ásamt þrjátíu Stacco borðum, sem auðvelt er að smeygja fótunum undan til að spara plássið. Stólarnir staflast hreint ótrúlega vel, - mér reikn- ast til að fjörutíu stykkja stafli sé rúmur metri á hæð! Þegar þeir héldu ráðstefnuna um daginn gerði ég mér lítið fyrir og rúllaði þrjúhundruð stykkjum inn í salinn og lagði síðan skrifplötu í hvern þeirra þegar ég var búinn að raða upp. Ráð- stefnugestir smelltu plötunum síðan á með einu handtaki. Núna er ég svo að undirbúa salinn fyrir dansleik og þá er auðvitað tilvalið að raða upp borðunum og svona fimm til sex stólum í kring um hvert þeirra, - annars eru menn nú ekkert gefnir fyrir að sitja mikið þegar dansinn dunar á góðu balli, - annálaðir dansmenn allt saman! En auðvitað finnst þeim gott að tylla sér niður í notalegan stól öðru hverju. Já Stacco stólarnir hafa sparað honum mörg sporin, enda sniðnir fyrir þessar aðstæður. Arkitekt: Pétur B. Lúthersson JSl stálhúsgagnagerd *%wSTEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SÍMAR: 35110,39555,33590 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.