Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 29 Sveinn Ginarsson skýrir frá þörf- Séð yfir fjölmennið í sal Háskólabíós á fundinum á laugardag. inni fyrir tónleikahús á Islandi. Morgunbladið/KÖE. 700 hafa skráð sig f áhugafélag um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík: „Kemur á óvart hversu mikill áhugi ríkir fyrir þessu“ - segir Jón Þórarinsson, einn 12 manna í sérstaklega kjörinni undirbúningsnefnd „Við gerðum okkur vonir um að ná 3—4000 manns í þessi áhugasam- tök og ef marka má þessa byrjun held ég að það reynist ekki erfiðleikum bundið. Mér kemur sannast sagna á óvart hversu mikill og almennur áhugi virðist ríkja fyrir þessu,“ sagði Jón Þórarinsson, tónskáld, er Morgunblaðið reddi við hann. Um 700 manns hafa nú þegar skráð sig í áhugamannafélag um byggingu tónleikahúss á íslandi. Jón er einn tólf manna, sem búningsnefnd fyrir formlega kjörnir voru í sérstaka undir- stofnun þessa áhugafélags, en nefndin var kjörin á mjög fjöl- mennum fundi, sem efnt var til í Háskólabíói að loknum endur- flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á 9. sinfóníu Beethovens á laugardag fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Hákon Sigurgrímsson, stjórn- arformaður Sinfóníuhljómsveit- ar Islands, setti fundinn fyrir hönd fundarboðenda og tilnefndi síðan Erlend Einarsson fundar- stjóra. Raeðumenn auk hans voru Sveinn Einarsson, Ármann Örn Ármannsson og Ingi R. Helgason. Gerði Sveinn grein fyrir þörfinni fyrir hús af þessu tagi og Ármann ræddi tæknilegu hliðina við byggingu slíks húss. Ingi R. skýrði hins vegar frá til- lögum um samþykkt á byggingu tónlistarhúss. Eftirfarandi tillaga var síðan samþykkt á fundinum: „Almenn- ur fundur áhugamanna um tón- list, haldinn í Háskólabíói 4. júní 1983 að loknum flutningi 9. sin- fóníu Beethovens, samþykkir að stofna samtök um að reisa tón- listarhús í Reykjavík." Var þessi tillaga samþykkt bæði með handauppréttingu og svo dynj- andi lófataki. Á fundinum var sem fyrr sagði kjörin tólf manna nefnd, sem vinna á að að undirbúningi formlegs stofnfundar áhugafé- lags um byggingu tónlistarhúss síðla sumars eða í haust. í hana voru kjörnir, auk Jóns, eftirtald- ir: Ármann Örn Ármannsson, Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri, Einar Jóhannesson, klar- inettleikari, Finnur Torfi Stef- ánsson, lögfræðingur, Gunnar Egilsson, hljóðfæraleikari, Há- kon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri, Ingi R. Helgason, forstjóri, Jón Nordal, tónskáld og skólastjóri, Karólína Eiríks- dóttir, tónskáld, Ruth Magnús- son, söngvari og Sigurður Helga- son, forstjóri. Að sögn Jóns hefur nefndin þegar komið saman einu sinni og skipt með sér verkum. Tekur hver þriggja manna hópur að sér sérstakt verkefni og einum þess- ara hópa er ætlað það hlutverk að kynna áhugamannasamtök þessi og afla fleiri félaga. Hann lagði á það áherslu að málið væri ennþá allt á undirbúningsstigi þrátt fyrir fjölmennan og vel heppnaðan fund. Sagði hann að tólf manna nefndin myndi vinna af fullum krafti í sumar og væntanlega yrði efnt til sam- keppni um teikningu hússins. Áður en af því gæti hins vegar orðið þyrfti að gera sér ná- kvæma grein fyrir hvernig það ætti að vera. Hefðu komið fram hugmyndir um 15.500 manna að- alsal, auk tveggja minni, en þær þyrftu ekki að vera endanlegar. Kjörorð „efnahagsstefnu** Karnabæjar valið: Islendingar sýna á sér batamerki „MJÖG fljótlega eftir að við kynntum „efnahagsstefnu** Karna- bæjar í Morgunblaðinu — þar sem við hvöttum til bjartsýni, kjarks, elju og ábyrgðar í stað barlóms og volæðis — urðum ég og starfsfólk mitt vör við mikinn áhuga og góðar undirtektir hjá almenningi, svo ekki sé meira sagt Var það til þess að við ákváðum að efna til sam- keppni um einkunnarorð fyrir „efnahagsstefnuna**, sera væru fá og hnyttin, en samt með alvarleg- um undirtón. Móttökurnar urðu betri en við áttum von á, og vorum við þó vongóð. Á annað þúsund bréf bárust, öll mjög jákvæð." Þetta sagði Guðlaugur Berg- mann, bjartsýnismaðurinn í Karnabæ í samtali við Morgun- blaðið í gær, en nú liggur fyrir niðurstaða fjögurra manna dóm- nefndar um bestu kjörorð stefnu Karnabæjar í efnahagsmálum. Sá sem verðlaunin hlaut — utanlandsferð á vegum Úrval og fataúttekt í Karnabæ — heitir Einar Matthíasson, en hann er greinilega glúrinn hugmynda- smiður, því hann vann einnig í hugmyndasamkeppni Félags ís- lenskra iðnrekenda vegna vænt- anlegrar Iðnaðarsýningar. í bréfi vinningshafans segir m.a.: „Þið segið réttilega að þjóðin eigi við efnahagssjúkdóm að stríða og að með réttri efna- hagsstefnu sé hægt að sigrast á meininu, þ.e. með efnahags- stefnu Karnabæjar verði óvinur- inn bugaður. Gott. Það er mjög erfitt að segja þetta í einni stuttri setningu sem kemst fyrir á barmnælu. Gott, þá gerum við það á svolítið ann- an hátt. Guðlaugur Bergmann blaðar í tillögum um einkunnarorð efnahagsstefnu Karnabæjar. Á annað þúsund bréf bárust. Þið segið að þjóðin sé efna- hagssjúklingur og viljið sjá á henni batamerki. Nú þá skuluð þið bara gefa henni batamerki, gefa öllum íslendingum sem hafa vilja eitt batamerki. Merkið heitir einfaldlega, með snyrti- legri útfærslu og merki ykkar, Batamerki Karnabæjar Auglýsingin um þessa merki- legu gjöf gæti verið á þessa leið: Nú ætlum við að koma lagi á efnahagsheilsu þjóðarinnar og gefa öllum íslendingum bata- merki sem þeir geta brugðið á sig i staðinn fyrir efnahagsvol- æðisfölvann og bölmóðinn. Nei, bíddu nú, það er ekki hægt að gefa neinum batamerki, batamerki eru einkenni þess að sjúklingi sé að batna krankleiki og slíkt er ekki hægt að fá gef- ins. O jú, sjáðu til, BATAMERKI KARNABÆJAR er ávísun á bata og betra líf fyrir þá sem fylgja vilja efnahagsstefnu Karnabæjar. Sú stefna byggir á þrauthugsuðum grundvallarlög- málum sem felld hafa verið í fimm meginatriði: 1. að brosa 2. að vinna vel 3. að bæta allt sem íslenskt er 4. að vera jákvæð(ur) Batamerki júnímánaðar. 5. að standa með öllum sem sýna BATAMERKI í barmi og/eða verki" Guðlaugur sagði að upp úr þessu bréfi Einars hefði sprottið sú hugmynd að láta gera sér- stakt „batamerki" fyrir hvern mánuð ársins. Búið er að teikna fyrsta merkið, fyrir júnímánuð, og fyrir valinu varð slagorðið „Islensk spjör. Betri Kjör“. Þessi hugmynd er ættuð úr tveimur landshornum, en tvær stúlkur, Anna Pálsdóttir frá ísafirði og Oddrún Pétursdóttir frá Hafn- arfirði, sendu þessa tillögu inn. Munu þær skipta með sér verð- launum, sem eru 5 þúsund króna fataúttekt í Karnabæ. Teiknari merkisins er Ásgeir Th. Daní- elsson, bróðir Guðlaugs Berg- mann. Guðlaugur bjóst við að merkið yrði tilbúið á morgun, miðviku- dag, og stæði til að gefa það í verslunum Karnabæjar. Þá er hugmyndin að færa Sverri Her- mannssyni iðnaðarráðherra merkið fyrstum manna að gjöf. Og hugmyndasamkeppnin held- ur áfram, fólki er frjálst að senda inn tillögur að slagorðum fyrir batamerki næstu mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.