Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 ið að slíku í Danmörku og þá í tengslum við brezku stofnunina „Save the Children". Hann kvaðst hafa lengi dreymt um að aðstoða við slík verkefni með tónlistinni og nú væri sá draumur hans að rætast. Frá bhðamannafundinum í Biskupsstofu. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Snævarr framkvstj. útgáfu kirkjunnar, Skálholts, Gunnar Kvaran sellóleik- arí og Guðmundur Einarsson framkvstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar. Morfiibliéié/Giéjói. Hjálparstofnun kirkjunnar: Gunnar Kvaran heldur tón- leika víðs vegar um land í DAG leggur Gunnar Kvaran selló- leikarí upp í þriggja vikna tónleika- ferð um landið til styrktar starfi lljálparstofnunar kirkjunnar. í för með Gunnari verða Gunnlaugur Snævarr framkvæmdastjóri útgáfu kirkjunnar, Skálholts, og fulltrúi frá lljálparstofnuninni. Þá mun Skál- holt gefa út plötu með sellóleik (■unnars Kvarans í tilefni fararinn- ar, en allur ágóði af sölu hennar mun renna í neyðarsjóð Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Á fundi með blaðamönnum sagði Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar, að í ársbyrjun hefði Gunnar Kvaran komið að máli við biskup íslands, herra Pét- ur Sigurgeirsson, og boðið fram krafta sína í þágu Hjálparstofn- unarinnar. Niðurstaðan hefði orð- ið sú, að hann héldi tónleika víðs vegar á landinu og léki inn á hljómplötu, er seld yrði til ágóða fyrir hjálparstarf á vegum kirkj- unnar. Væri þetta framlag Gunn- ars einstætt og stæði Hjálpar- stofnunin í mikilli þakkarskuld við hann sem og aðra þá, er hefðu gert tónleikaferðina og útgáfu plötunnar mögulega. Tónleikar Gunnars Kvaran sellóleikara á landsbyggðinni munu nefnast „Ákall“ og verða þeir fyrstu 8. júní á Höfn í Horna- firði. Síðan er ferðinni heitið um Austur- og Norðurland og verða þeir síðustu á Hvammstanga í lok júní. Áformað er, að Gunnar fari um Vestfirði, Vesturland og Suð- vesturhorn landsins í haust. Á tónleikunum mun Gunnar leika tvær svítur fyrir einleik á selló eftir J.S. Bach, sónötu eftir Eccles og þekkt smálög. Sums staðar munu kirkjukórar taka þátt í dagskránni og organistar viðkom- andi byggðarlaga munu aðstoða við undirleik. Á tónleikum Gunn- ars mun fulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar gera grein fyrir starfi stofnunarinnar, en söfnunarfé rennur til neyðarsjóðs. Verkefni hans eru margvísleg, en nefna má aðstoð við líknarfélög innanlands sem og verkefni í Póllandi, Suð- ur-Súdan, Bangladesh og víðar. Þá mun Gunnlaugur Snævarr kynna útgáfu kirkjunnar, Skálholt. Áðspurður kvaðst Gunnar Kvaran ætíð hafa haft mikinn áhuga á hjálparstarfi og m.a. unn- VONDUÐ , VAKTÞJONUSTA | \W/ VARI S: 29399 Sérþjálfaöir öryggisverðir okkar vakta fyrirtækl, stofnan- ir, byggingalóöir, íbúöahús, geymsluport o.fl. allt eftir þörfum yðar. Öryggisveröirnir eru i stööugu talstöðvar- sambandi viö öryggismiðstöð okkar. Sérstök verkefni, s.s. peningaflutningar, daggæsla í stór- verslunum og önnur eftirlitsstörf vel og örugglega af hendi leyst. Fyllsta trúnaðar gætt. Öryggismiðstöð okkar — hin eina á landinu — er búin tölvustýröum rafeindabúnaöi. Miöstööin starfar allan sól- arhringinn og vaktar á „elektróniskan“ hátt stofnanir og fyrirtæki um allt land. Hjálparbeiönir næturvaröa og heimaliggjandi sjúklinga berast einnig til öryggismiö- stöðvarinnar á örfáum sekúndum. VAKTPJONUSTA vi6 erum líka ódýrari ,ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR* NORRÖNA VELKOMIM TIL AUSTURLAMD5 Færeyska bílferjan Norröna frá Smyril Line kemur í fyrsta skipti til Seyöisfjaröar á morgun, þann 8. júní kl. 13.00 Taflfélag Ólafs- fjarðar endurreist TAFLFÉLAG ólafsfjarðar hefur hafið starfsemi á ný en hún hafði legið niðri frá árinu 1976. Skák- þing ólafsfjarðar var haldið dag- ana 10. mars—21. apríl sl. og voru þátttakendur 16. Teflt var eftir Monrad-kerfinu. Skákmeistari ólafsfjarðar varð Frank Herluf- sen en unglingameistari Sigur- björn Gestsson. Þá var og haldið Hraðskákmót ólafsfjarðar og teflt við Fljótamenn og Dalvíkinga. í stjórn Taflfélags Olafsfjarðar eru Frank Herlufsen, Jón R. Krist- jónsson, séra Hannes Örn Blandon og Björn Dúason. Sumaráætlun 1983 koma - brottför 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 HANSTHOLM laugard. 1100 1600 04/6 11/6 18/6 25/6 02/7 09/7 16/7 23/7 30/7 06/8 13/8 20/8 27/8 03/9 BERGEN sunnud. 0800 1000 05/6 12/6 19/6 26/6 03/7 10/7 17/7 24/7 31/7 07/8 14/8 21/8 28/8 04/9 TÓRSHAVN mánud. 0700 0900 06/6 13/6 20/6 27/6 04/7 11/7 18/7 25/7 01/8 08/8 15/8 22/8 29/8 05/9 SCRABSTER mánud. 2200 2359 06/6 13/6 20/6 27/6 04/7 11/7 18/7 25/7 01/8 08/8 15/8 22/8 29/8 05/9 TÓRSHAVN þriðjud. 1500 1700 07/6 14/6 21/6 28/6 05/7 12/7 19/7 26/7 02/8 09/8 16/8 23/8 30/8 06/9 SEYÐISFJÖRÐUR miðv.d. 1300 1700 08/6 15/6 22/6 29/6 06/7 13/7 20/7 27/7 03/8 JO/8 17/8 24/8 31/8 TÓRSHAVN fimmtud. 1300 1600 09/6 16/6 23/6 30/6 07/7 14/7 21/7 28/7 04/8 11/8 18/8 25/8 01/9 BERGEN föstud. 1700 1900 10/6 17/6 24/6 01/7 08/7 15/7 22/7 29/7 05/8 12/8 19/8 26/8 02/9 Allarnánari upplýsingar veitir FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVOLL SIMI 26900 Umboðsmenn um landallt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.