Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Fjöldamorð í Úganda London, 6. júní. AP. UM fimmtán þúsund manns kunna að liggja í valnum eftir að hersveitir stjórnarinnar og lögregla tóku til sinna ráða í héruðum uppreisnarmanna norður af Kampala í Úganda nýlega, sagði í Lundúnablaðinu Sunday Telegraph um helgina. Um eitt hundrað þúsund manns hafa misst heimili sín, segir í fréttinni ennfremur, og hefur um þriðjungi þeirra ver- ið safnað saman í sérstakar kvíar undir ströngu eftirliti. Upplýsingarnar um dauðsföll- in munu hafa komið frá hern- um í Úganda og uppreisnar- mönnum. Drepsótt í Ghana Arcra, Ghana, 6. júní. AP. MEIRA en fjörutíu manns hafa látið lífið af völdum kól- erufaraldurs að sögn ríkisút- varpsins í Ghana í dag. Líkur benda til að orsök sóttarinnar sé eitrun vatnsbirgða eftir harða þurrka í nokkra mánuði. Börn í árekstri ( ullompton, Englandi, 6. júní. AP. Árekstur varð í dag milli flutningabifreiðar og strætis- vagns með skólabörnum með þeim afleiðingum að kennari lét lífið en fjörutíu og þrír særðust, meirihlutinn skóla- börn. Áreksturinn varð við bæ- inn Cullompton í Suðvestur- Englandi og voru börnin á leið í sumarleyfi til Frakklands. Konur lifa lengst Washington, 6. júní. AP. í Bandaríkjunum lifa nú þrjátíu og tvö þúsund manns, sem náð hafa hundrað ára aldri, og eru þrír fjórðu hlutar þeirra konur, að sögn mann- talsskrifstofu í Washington í dag. Samkvæmt sömu heimild búa nú meira en 232 milljónir manna í Bandaríkjunum og er það fimm milljóna aukning frá árinu 1980. RóiÖ um götur Kölnar Mikil flóð hafa verið víða í Vestur-Þýskalandi í vor vegna þrálátra rigninga og hafa margar ár flætt yfír bakka sína. Rín hefur í tvígang lagt undir sig gömlu borgina í Köln og þá hafa menn orðið að bjargast á þann hátt, sem hér sést, með því að róa eftir götunum. AP Koivisto sækir Andropov heim Krá Harry Granberg, fréttaritara Mbl. í Finnlandi, 6. júní. FORSETI Finnlands, Mauno Koivisto, kom í dag til Moskvu til fímm daga heimsóknar þar sem hann mun endurnýja til tuttugu ára vináttu- og viðskipt- asamning Finnlands og Sovétríkjanna. Þetta er fyrsta heimsókn Koivistos til Moskvu og er hann jafnframt fyrsti vestræni leiðtoginn sem heimsækir Sovétríkin síðan Yuri Andropov kom til valda. Vináttu- og viðskiptasamningur ens forseta. Finnlands og Sovétríkjanna, sem verið hefur einn af hornsteinum finnskrar utanríkisstefnu eftir stríð, var í upphafi undirritaður árið 1948. Hefur hann síðan verið endurnýjaður með vissu millibili og síðast árið 1970, í tíð Kekkon- Finnsk sendinefnd fór til Moskvu fyrir tveimur vikum til að semja um nýjan viðskiptasamning við Sovétmenn. Var tilgangur samningsviðræðnanna sá, að auka innflutning til Finnlands frá Sov- étríkjunum, en viðskipti landanna voru Finnum hagstæð um u.þ.b. 925 Bandaríkjadali árið 1982. Ráð- gera Finnar nú að kaupa jarðgas, hráolíu og fullunnar vörur af Sov- étmönnum í ríkari mæli en áður. Einnig hefur sovézka fréttastofan TASS skýrt frá því að í bígerð sé samvinna á sviði skipasmíða, efna- og pappírsiðnaðar, í bygg- ingu iðnvera og í lagningu jarð- gasleiðslu til Finnlands. Munu viðræður Koivistos við Sovétmenn koma inn í mál sem þessi. Iðnríki brýnd til að gefa eftir Belgrad. JúgÓNlavíu, 6. júní. AP. í RÆÐU sem hann hélt í dag við setningu sjöttu ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um þróun og viðskipti (UNCTAD) hvatti aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Javier Perez de Cueli- ar, til „samstöðu um aðgerðir“ auk tilslakana af hálfu iðnríkja við þróunarlöndin varðandi fjárhags- aðstoð og viðskiptakjör. Aðalritarinn sagðist efa að efnahagsbata væri að vænta í iðn- ríkjunum ef fátækum þjóðum væri ekki gert kleift að örva hag- vöxt hjá sér. Búist er við að tals- Sjötta þjóðþingið kemur saman í Kína: Javíer Perez de Cuellar, aðalritari Forseti kjörinn og steftia Dengs studd Peking, 6. júní. AP. ZHAO ZIYANG, forsætisráðherra í Kína, setti í dag sjötta þjóðþingið og lýsti því í setningarræðu sinni, að miklar framfarir hefðu orðið í landinu og að stjórnmálaástandið væri sem óðast að komast í „eðlilegt horf“. Þrjú þúsund fulltrúar sitja þingið, sem haldið er í Alþýðuhöll- inni í Peking og stendur í 17 daga. Talið er, að fyrir þinginu liggi fyrst og fremst tvö mál, að kjósa forseta, þann fyrsta í 14 ár, og að lýsa yfir stuðningi við áætlanir Deng Xiaopings, leiðtoga komm- únistaflokksins, um nútímalegar framfarir í landinu. Talið er víst, að nýi forsetinn verði Li Xiannian, 78 ára gamall fjármálasérfræð- ingur, en lítil sem engin völd fylgja forsetaembættinu í Kína. Þjóðþingið kom síðast saman árið 1978 eftir að „fjórmenningaklík- unni“ hafði verið steypt og menn- ingarbyltingin var um garð geng- in. I ræðu sinni sagði Zhao, að vegna breyttrar stefnu hefði mik- ill hagvöxtur verið í Kína á síð- ustu árum og að t.d. hefði orðið 32,6% framleiðsluaukning í iðnaði og landbúnaði milli áranna 1978 og 1982. „Landbúnaðurinn hefur losað sig úr viðjum langvarandi stöðnunar og sótt fram á öllum sviðum," sagði Zhao og benti á, að hagvöxturinn i landbúnaði hefði orðið 7,5% á ári þrátt fyrir mikil áföll af náttúrunnar hendi. Kín- verskir bændur fá nú greitt eftir afköstum og er það breyting frá því, sem áður var þegar öllum var tryggt framfæri án tillits til vinnuframlags. í Kína voru með- altekjur á mann í landbúnaði árið 1978 um 1625 kr. ísl. en eru nú um 3250 kr. SÞ. menn þróunarlandanna, sem var- að hafa við yfirvofandi gjaldþroti nokkurra ríkja, muni mælast til þess að vestræn ríki auðsýni meira örlæti en þau hafa gert á undanförnum árum. Á hinn bóg- inn var svo að sjá sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar myndu taka þvert fyrir kröfu þróunarríkjanna um 90 billjónir dala til viðbótar við það fé sem ákveðið hefur verið að veita þeim á árinu 1984—1985. Einnig er útlit fyrir að Bandaríkin muni neita að fallast á meiri hátt- ar áætlun um að tryggja lág- marksverð á mikilvægum hráefn- um frá þriðja heiminum. Þessi sjötta þróunar- og við- skiptaráðstefna SÞ mun standa dagana 6.—30. júní og sækja hana um þrjú þúsund og fimm hundruð fulltrúar frá um hundrað og sex- tíu löndum. Talið er að skuldir þróunarlandanna muni verða eitt helzta þrætuepli ráðstefnunnar, en álitið er að skuldirnar nemi nú um 700 billjónum Bandaríkjadala. Sovétríkin: Vísað úr landi fyr- ir njósnir Moskvu, 6. júní. AP. BANDARISKUR sendiráðsmaður hefur verið rekinn úr landi í Sovét- ríkjunum fyrir njósnir og sagði TASS-fréttastofan sl. laugardag, að rússneska öryggislögreglan, KGB, hefði staðið hann að verki. Sendiráðsmaðurinn, Louis Thomas að nafni, er annar Banda- ríkjamaðurinn, sem vísað er frá Sovétríkjunum á þessu ári fyrir njósnir. í apríl sl. vísuðu Banda- ríkjamenn tveimur Sovétmönnum úr landi fyrir sömu sakir. Þann nítjánda fyrra mánaðar skýrðu sovésk yfirvöld frá því, að barnfóstra í bandaríska sendiráð- inu í Moskvu hefði verið gripin í borginni Kalinin, um 150 km frá Moskvu, þar sem hún var að dreifa trúarritum til fólks í söfnuði Votta Jehóva. Hún var tekin föst en sleppt aftur og vísað úr iandi. Moskva: Saumuðu handlegginn aftur á Moskvu, 6. júní. AP. SOVÉSKUM skurðlæknum tókst nú fyrir skemmstu að græða handlegg á sjö ára gamla stúlku, en hún hafði misst hann þegar hún varð fyrir árás bjarnar í æskulýðsbúðum í Moskvu. Komsomolskaya Pravda, mál- gagn æskulýðssamtaka komm- únistaflokksins, skýrði frá þessu sl. laugardag. Litla stúlkan, Oxana, dvald- ist hjá ömmu sinni í einu út- hverfa Moskvuborgar þegar hún frétti af því, að í æsku- lýðsbúðum skammt frá væri björn í búri, sem kallaður væri Maxim. Dag einn þegar amm- an var í vinnunni, fór Oxana að skoða björninn. Henni tókst að troða hendinni í gegnum vír- netið fyrir búrinu og skipti þá engum togum, að björninn réðst á hana og læsti kjaftin- um um handlegginn. Starfsmenn í búðunum komu stúlkunni strax til hjálpar en þá var björninn búinn að slíta handlegginn af. Þeir fóru með stúlkuna og handlegginn á sjúkrahús og þar var handlegg- urinn saumaður á og tók að- gerðin sex klukkutíma alls. Ox- ana litla getur nú hreyft fing- urna og allar horfur á að hönd- in muni koma henni að fullu gagni í framtíðinni. Sjö Pólverjar og Rússi í mótmæla- svelti í Höfn Kaupmannahdfn, 6. júní. AP. SJÖ Pólverjar og einn Sovétmaður fasta nú í Kaupmannahöfn til þess að þrýsta á yfírvöld í heimalöndum sínum til að sleppa ættingjum þeirra úr landi. Sovétmaðurinn, Alexander Rezn- itsky, hóf í morgun 18. dag mót- mælaföstu sinnar. Reznitsky er sov- éskur gyðingur og fékk að fara úr landi fyrir tveimur árum. Hann hef- ur misst 11 kíló og segist reiðubúinn að halda eins lengi áfram og þörf krefur. Hann berst fyrir því að sjö- tugri móður hans verði sleppt úr landi og leyft að fara til Vestur- landa. Aðeins hálfum kílómetra frá hon- um hafast sjö Pólverjar við á sólstól- um, umvafðir teppum og svefnpok- um. Pólverjarnir fasta af svipuðum ástæðum og Reznitsky. Þeir eru að berjast fyrir þvf að fá eiginkonur sínar og börn til Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.