Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Þrír sjómenn voru heiðraóir. Talið f.v. Sigurjón Stefánsson fyrrverandi skipstjóri, Haraldur Sigurjónsson bátsmaður og Emil Pétursson vélstjóri. Lengst t.h. á myndinni er Pétur Sigurðsson sem heiðraði þá fyrir hönd Sjómannadagsráðs. Sjómannadagurinn í Reykjavík: Þrír sjómenn heiðraðir Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í 45. sinn í Reykjavík á sunnudaginn. Dagskrá dagsins var með hefðbundnum hætti. Fyrir hádegið var messa í Dómkirkjunni, séra Þórir Steph- ensen þjónaði fyrir altari og herra Pétur Sigurgeirsson minntist þriggja sjómanna sem drukknuðu á þessu ári. Á sama tíma og athöfn- in fór fram var lagður blómsveigur að minnisvarða drukknaðra sjó- manna í Fossvogskirkjugarði. Að vanda voru útihátíðarhöid- in í Nauthólsvík og þrátt fyrir vestan strekkingsvind og kulda var allmargt um manninn. Bíla- umferð var allnokkur en talsvert var um að fólk héldi sig inni í bílunum. Hátíðarhöldin hófust með ræðum þeirra Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráð- herra, Finns Jónssonar, útgerð- armanns, Guðmundar Hall- varðssonar, formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og Péturs Sigurðssonar, formanns Sjómannadagsráðs. Þá tóku við skemmtanir dags- ins og kappleikar. Meðal þess sem keppt var í var sigling seglbáta og róður. Sigurvegari í kappróðri landsveita var A-sveit verksmiðjunnar Vífilfells en í öðru sæti var sveit Sendibíla- stöðvarinnar hf. en hún hefur unnið þessa keppni sex undan- farin ár og hafði reyndar gefið þann bikar er nú var keppt um. í flokki skipshafna sigraði sveit Ásbjarnar RE-50 en hún var eina sveitin sem reri í þess- um flokki. í flokki kvennasveita sigraði sveit BÚR. Einnig var keppt í koddaslag en keppni í stakkasundi féll niður vegna þátttökuleysis. Um kvöldið var síðan sjó- mannadagsskemmtun að Hótel Sögu. Það er vissara að halda sér fast. Meðal skemmtiatriða var „koddaslagur" og eins og sjá má var allmargt um manninn í Nauthólsvíkinni. Ljósm. Mbl. KÖE. Eskifjörður: Sjóminjasafnið opnað í Gömlu búð SÍÐASTLIÐINN laugardag var á Eskifirði formlega opnað Sjóminja- safn í Gömlu búð. Fjölmenni var við athöfnina og komu gestir víða að. Stjórn safnsins hélt kaffisamsæti fyrir gesti í félagsheimilinu Valhöll, en um veitingarnar sáu Slysavarna- konur á Eskifirði. Hilmar Bjarna- son, sem hefur verið einn helsti frumkvöðullinn að stofnun safnsins ásamt Geiri Hólm, flutti ræðu þar sem hann ræddi aðdragandann að stofnun safnsins. Auk hans tók til máls Þorsteinn Gunnarsson, sem l Dansinn dunar í íþróttahúsinu. Þakjárn litaö eöa ólitaö. Aluzink — margföld ending. Réttar lengdir. Rétt iir eöa sérsmíöi Allir Gæöi t- Reynsla1 onusta HEÐINN = Storas 4. 210 Garðabæ. Simar 52922 — 52416. Hátíðahöldin í Hafnarfirði: Bæjarfulltrúar fluttu gamanvísur Á laugardagskvöldið var haldinn dansleikur, sem var lokapunkturinn á vikulöngum hátíðahöldum Hafn- firðinga í tilefni 75 ára afmælis bæj- arins. Þar var flutt óvænt skemmti- atriði, er bæjarfulltrúar fluttu frum- samdar gamanvísur. Mbl. hafði tal af Árna Grétari Finnssyni forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar varðandi hátíða- höldin og kvað Árni þau hafa tek- ist vel í heild. Hátíðin hófst laug- ardaginn 28. maí en lauk svo á laugardaginn var. Um daginn voru skátarnir í Hafnarfirði með ýmis konar starfsemi í gangi, en sökum veðurs var þátttaka dræmari en gert hafði verið ráð fyrir. Um kvöldið var svo ætlunin að dansað yrði á götum úti, en veður kom í veg fyrir að slíkt væri mögulegt. Dansleikurinn var því fluttur inn í íþróttahúsið og var hann vel sótt- ur að sögn Árna. Á annað þúsund manns á öllum aldri dönsuðu þar fram eftir kvöldi og sáu hljóm- sveitin Vaka og Dansbandið um tónlistina. Mesta athygli vakti þó óvæntur flutningur bæjarfulltrúa á frumsömdum gamanvfsum. Ell- ert Borgar söng vísur eftir Hörð Sófaníasson við undirleik Markús- ar Á. Einarssonar, en þeir gegna allir störfum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Árni taldi hátíðahöldin í Hafn- arfirði almennt hafa gengið mjög vel fyrir og þátttöku almenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.