Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 lífi sínu, en sl. rúmt eitt ár hafði hann oft áður átt í erfiðu návígi við dauðann og farið með sigur af hólmi, þó stundum hafi tæpt sýnst, og því héldu venslafólk hans og vinir í vonina um enn einn varnarsigur. En enginn má sköp- um renna. Og nú þegar þessu er lokið verður manni fyrst fyllilega ljóst af hve miklum hetjuskap og æðruleysi Kristinn barðist gegn þeim sjúkdómi, sem fyrst upp- götvaðist með honum fyrir rösku ári. Kristinn vissi fullvel, að nú var ekki um það að ræða að kljást við meinlítið kvef eða aðra smákvilla. Hann gerði sér fulla grein fyrir þeirri alvöru sem yfir hann hafði dunið. En hann lét þungan örlaga- dóm ekki smækka sig í sniðum. Hann bjó sig undir gjöfult lax- veiðisumar og sigurvænlega golf- vertíð í væntanlegum tómstund- um komandi sumars, og hafði ný- verið hafið byggingu nýrra húsa- kynna fyrir starfsemi íyrirtækis síns. Enginn skyldi sjá á honum nokkur merki uggs eða uppgjafar. Og það er ég viss um, að þegar sú stund skyldi upp renna, þá hefði Kristinn helst kosið að mæta dauða sínum á flosmjúku „gríni" golfvallarins eða við silfurskyggða laxá, standandi í báða fætur. Kristinn Bergþórsson fæddist hinn 6. júlí 1922, og var því aðeins tæplega 61 árs að aldri er hann lést. Hann var sonur merkishjón- anna Bergþórs Bergþórssonar, sem bóndi var á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi, og konu hans, Ás- gerðar Skjaldberg Þorvarðardótt- ur, bónda og sveitahöfðingja frá Leikskálum í Haukadal. Móðir hans lifir í hárri elli, en faðir hans er látinn fyrir nokkrum árum. Kristinn var næstelstur í hópi sjö systkina, og eru nú þrír bræðr- anna látnir úr þeim hópi. Kristinn var þannig kominn af merkum bændaættum um Dali og Mýrar, og það er ég viss um, að hann hefði ekki orðið eftirbátur forfeðra sinna sem bænda- og hér- aðshöfðingi, hefði hann ílenst í sveitinni. Hann bar sterkt svip- mót og einkenni beggja ættstofna. Hann var stór maður vexti og mikill að vallarsýn, sviphreinn og bar sig ætíð höfðinglega. Hann var léttur í viðmóti, skrafhreifinn og kunni vel að segja frá. Hann hafði einarðar skoðanir og lét þær óhikað í ljós, hvort sem um var að ræða þjóðmál eða hver önnur mál- efni, sem á góma bar. Það þurfti enginn að láta sér leiðast í návist hans. Hann átti auðvelt með að afla sér kunningja, enda kunn- ingjahópur hans stór, en hann gleymdi ekki þeirra vegna gömlum vinum sínum, enda var hann tryggur þeim, sem hann batt vin- áttuþönd við. Á æskuárum Kristins hafði heimskreppan lamað allt efna- hags- og atvinnulíf hér á landi. Þeir miklu erfiðleikar sem þá var við að glíma, hafa ugglaust ráðið miklu um það, að ekki þýddi fyrir sveitapiltinn að huga að lang- skólanámi, sem þó hefði vafalaust legið mjög vel fyrir honum. En hann lét slíkt ekki há sér, þegar til alvöru lífsins kom. Áræði, einbeitni og óbilandi vilji til þess að sigra í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, voru skap- gerðareinkenni, sem mér sýndust fylgja honum, hvort heldur var í starfi eða leik. Þegar hann því ungur að árum stofnaði eigin heildverslun, þá var ekki um neitt annað að ræða í hans huga, en að sigrast á öllum erfiðleikum, sem á veginum hlutu að verða, og fyrir- tæki sitt rak hann með hinum mesta myndarskap og fyrirhyggju til hinstu stundar. En það var ekki einvörðungu í starfinu, sem áðurnefndir eigin- leikar komu skýrt í ljós. Kristinn átti sér margvísleg áhugamál, sem hann sinnti í tómstundum sínum. Og það var eins með þau, þar var engin hálfvelgja á ferðinni. Hann tók þau föstum tökum og af fullri orku og einbejtni, sökkti sér niður í þau, hvort sem það var í félags- starfi eða leik. Og honum var býsna margt til lista lagt. Á yngri árum sínum var hann í hópi al- bestu bridgespilara landsins, margfaldur íslandsmeistari í þeirri íþrótt, og keppti oft fyrir Islands hönd á erlendum vett- vangi og við mjög góðan orðstír. Á síðari árum sótti hann marga ynd- is- og heilsubótarstund á golfvelli landsins og hann varð með elju sinni og ástundun mjög sterkur golfleikari. Þó hygg ég að yfir sumartímann hafi laxveiðin átt enn sterkari ítök í honum, en við straumlygna veiðiá á sumarkyrr- um degi kunni hann vel að una sér. Keppnisskapið var eins og ávallt ríkti f honum, einnig við veiðarnar, en hann var jafn snort- inn og aðrir sannir veiðimenn af hinum margvíslegu tilbrigðum ís- lenskrar náttúru við veiðiárnar okkar. Samverustundir með Kristni í slíkum ferðum eru mér að minnsta kosti ógleymanlegar, og þá hvað minnst aflans vegna. Kristinn var vel lesinn, og þá helst í íslenskum fróðleik, og átti hann orðið mjög gott bókasafn. ís- lenskar fornsögur voru honum til- tækt lestrarefni, og þótt hann væri af Mýramannakyni kominn í ótal ættliði, þá greip hann alls ekki oftast til Egilssögu. Njála var hans bók. Hana las hann oft, og honum var tiltæk mörg tilvitnun- in úr henni. Þetta listaverk ís- lenskra bókmennta kunni Krist- inn vel að meta. En hann bar gott skyn á fleiri þætti lista en bókmenntir. Hann hafði mjög mikið yndi af tónlist, og sjálfur var hann mjög liðtækur söngvari, og gerði sér allt far um, eins og ávallt, að ná svo langt á því sviði sem nokkur kostur var. En auk þess að vera víða virkur þátttakandi sjálfur, þá var Krist- inn mikill áhugamaður um hvers konar íþróttir og listir og studdi mjög hvers kyns störf á þeim svið- um. Það er því víða skarð fyrir skildi þegar Kristinn fellur nú langt um aldur fram. Eftirlifandi eiginkona Kristins er Aðalbjörg Ásgeirsdóttir. Þeim varð tveggja barna auðið, en þau eru Ásgeir Bolli og Sybil Gréta. Eru þau bæði uppkomin. Við, frændfólk Kristins og venslafólk í Keflavík, þökkum honum nú þegar leiðir skiljast fyrir bróðurþel og vinarhug og all- ar ánægjustundirnar, sem við átt- um með honum á liðnum árum. Við vottum aldurhniginni móður hans, eiginkonu, börnum og barnabörnum, og öðrum nákomn- um ættingjum hans, okkar inni- legustu samúð, og biðjum þann drottin sem öllu ræður og yfir okkur vakir, að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Blessuð veri ætíð minningin um góðan dreng og hjartaprúðan. T.T. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Hallfríður Finnboga dóttir frá Horni Fædd 11. júlí 1889. Dáin 27. maí 1983. „Nú er ég að deyja eins og þú sérð,“ þetta sagði hún þegar ég kom seinast til hennar. Eg leitaði í huga mér að huggunar- eða hughreystingarorðum — en sá að það var dæmalaust fánýtt. Öll sýndarmennska var henni líka svo fjarri. 93 ára gömul kona hefur lokið hérvist sinni. Hún vann hörðum höndum alla tíð eins og flest 19. aldar fólk, það var ekki mulið und- ir hana. Eiginmaður hennar, Frí- mann Haraldsson, féll frá þegar börnin voru ung og seinna missti hún einkason sinn, óskar, hugljúf- an ágætismann. Einhver hrjóstugasti og harð- býlasti staður á íslandi eru Hornstrandir, þar fæddist hún í Bolungarvík á Ströndum. Foreldr- ar hennar voru Finnbogi Jónsson og Jóhanna Þorleifsdóttir. Móðir Hallfríðar var margfróð og minnug og einn aðalheimildar- maður Þorvaldar Thoroddsens þegar hann var á ferð um Hornstrandir til þess að skrifa Lýsingu íslands. Öll byggð lagðist af á Horn- ströndum 1951 og margir fluttust til ísafjarðar. Alveg frá því ég man eftir mér skipaði þetta Strandafólk eins og það var nefnt á ísafirði alveg sérstakan heið- urssess í huga mér. Pabbi minn safnaði þjóðsögum. Einhverjar fyrstu minningar mínar eru að kaldri lúku var smeygt í stóra, hlýja hönd pabba og við löbbuðum af stað og áður en varði vorum við komin í hús, hann sestur með pappír og skriffæri og ég á kistil. Einhver þulurinn upplauk munni og sagan var sögð á alveg sérstak- an hátt sem verkaði einstaklega heillandi á telpukornið á kistlin- um. Þetta fólk sagði ekki frá með uppskrúfuðum leikrænum hætti — það stærði sig ekki af mannr- aunum. Ég heyrði aldrei stór orð, aldrei nefnt að lífsbaráttan hefði verið erfið, aldrei kvartað, en oft söknuð eftir Hornströndum. í huga mínum skapaðist ímynd af geysiháum fjöllum og björgum, blómastóði og silungsám og ógrynni af fugli í svimháum fugla- björgum. Mikið langaði mig þang- að. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég komst og skildi þá strax viðhorf og tilfinningar fólks- ins. Ég var með tíu mánaða lang- ömmubarn Hallfríðar í fanginu og í fylgd með frændfólki hennar. Þetta var allt eins og þau höfðu sagt og allar sögurnar sem hún lagði til í Vestfirzkar þjóð- sögur rifjuðust upp fyrir mér. Síðar átti ég þátt í því að eiga hana að heimildarmanni um ým- islegt varðandi 'vinnubrögð og landshagi á vegum Þjóðminja- safnsins. Þar var eins og áður ekki komið að tómum kofanum jafn fróð og minnug og hún var. Hún talaði góða íslensku og sagði svo skipulega frá að margur maðurinn hefði eetað öfundað hana yfir þvf. Það var mikið happ að sá fróðleik- ur sem hún lét í té hafi ekki glat- ast. Hallfríður fluttist til fsafjarðar 1943 og vann þar í fiski fram á elliár. Löngu eftir sjötugt vann hún í frystihúsi því miklum verk- manneskjum líkar illa að hafa ekkert að starfa. Þessi aldraða ekkja varð fyrir því að misvitur yfirvöld lögðu á hana þunga skatta — raunar u.þ.b. fjórum sinnum meira en á nokkra at- hafna- og umsvifamenn bæjarins. Ég skrifaði smábréf með velvöld- um orðum til hæstvirta yfirvalda sem varð til þess að hún fékk leið- réttingu — en þetta sýnir hvernig oft er búið að þeim sem enga hafa vörnina. 1896 var hræðilegt óþurrkasum- ar á Ströndum. Þungbúin skýin héngu yfir og ekki sást til sólar dögum saman. Sumarið er stutt og það varð að heyja handa skepnun- um, annars var lífsjörgin í voða. Þetta var fyrsta sumarið sem Hallfriði var ætlað verk á túni. Blaut, lúin og vanmegna varð litla stúlkan að berjast með hrífuna sína í níðþungum flekkjunum. Þá bar svo við að sendiboði kom frá prestinum á Stað í Grunnavík með þau skilaboð að næsta sunnudag yrði domsdagur. Vont árferði var talið boða endalok heimsins á mið- öldum. Hallfríður spurði móður sína hvað þetta þýddi eiginlega. Jóhanna hafi auðvitað Biblíuna á reiðum höndum og sagði henni frá Opinberun Jóhannesar þar sem segir frá dómsdegi og nýjum himni og nýrri jörð. Mikið hlakkaði Hallfríður til vistakiptanna — fá nýja jörð þar sem allt var bjart og þurrt og sól- arhiminn, eilíf birta, hlýja og feg- urð — það var nú ekki til að kvíða fyrir. Ég vona að henni hafi orðið að barnatrú sinni um nýja jörð þar sem ekkjur með smábörn þurfa ekki að strita, þar sem réttur lít- ilmagnans er ekki fyrir borð bor- inn, þar sem smábörn þurfa ekki að vinna til þess að lífsvon fjöl- skyldunnar sé ekki í hættu. Um leið og ég votta Rósu og Elínu, dætrum hennar og öllum skyldmennum einlæga samúð kveð ég konu sem lét ekkert smækka sig, konu sem skilaði miklum menningararfi með lífi sínu og starfi og skilur eftir óbrotgjarnan mimisvarða um sanna konu. Erna Arngrímsdóttir. Fædd 11. júlí 1889 Dáin 27. maí 1983 Kveðja frá dótturdóttur. Þann 27. maí lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar amma mín, Hallfríður Finnbogadottir. í dag verður útför hennar gerð frá Fossvogskapellu, en hún lögð til hinztu hvíldar við hlið sonar síns í kirkjugarðinum í Hafnar- firði. Hún var fædd í Bolungarvík á Ströndum þann 11. júlí 1889, dótt- ir hjónanna Jóhönnu Þorleifsdótt- ur og Finnboga Jónssonar. Var Hallfríður þriðja í röðunni af átta systkinum. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi: Þorleifur búsettur í Reykjavík og Guðrún á Dalvík, en látnir eru bræðurnir Grímur, Jón- as, Reimar, Jónatan og Guðmund- ur. Hún ólst upp í foreldrahúsum í Bolungarvík og einnig dvaldi hún í barnæsku hjá frændfólki sínu í Furufirði. Um tvítugsaldurinn bjó hún um tíma á ísafirði og nam þar saumaskap. Var hún síðar í kaupavinnu, en um þrítugt giftist hún Frímanni Haraldssyni Stígs- sonar og settust þau að á föður- leifð hans, Horni í Hornvík. Hófu þau þar búskap og stundaði Frí- mann smíðar, en hann var smiður góður eins og hann átti kyn til. Að Horni fæddust börnin þrjú: Elín, húsmóðir í Reykjavík. Guðmundur Óskar, dáinn fyrir allmörgum ár- um og Rósa íþróttakennari. Hjá þeim ólst einnig upp frá tíu ára aldri Jóhann Vigfússon vélstjóri, dáinn fyrir tæpum tveimur árum. Fjölskyldan fluttist árið 1935 til Látravíkur, er Frímann tók við stafi vitavarðar. Hann lézt þar á miðjum aldri og sneri Hallfríður þá aftur til Hornvíkur ásamt tveimur yngri börnum sínum. Hún bjó þar stutt og fór síðan alfarin til ísafjarðar. Þar bjó hún óslitið í 40 ár til dánardægurs. Ævin er löng og Hallfríður lifði miklar þjóðfélagsbreytingar. Hornstrandirnar lögðust í eyði, en þar sleit hún barnsskónum og stofnaði síðar heimili. Eftir sat minning um eldri tíma, sem varð- veittist vel þar eð minnið var gott og konan fróð. Við tóku nýjir tím- ar á ísafirði, en þar undi hún hag sínum vel, enda félagslynd og naut sín vel á mannamótum. Hún var hagmælt og átti til að kasta fram stökum eða vísum við hin ýmsu tækifæri. En er á ævina leið og þó reyndar ekki fyrr en hin allra síðustu ár tók Elli kerling að herða ólina heldur betur og lá Hallfríður þunga legu á Sjúkrahúsi Isafjarð- ar, þar sem líkamlegir kraftar voru að þrotum komnir, en hugur- inn hélzt að mestu óskertur. Á starfsfólk sjúkrahússins beztu þakkir skildar fyrir frábæra um- önnun. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matth. Joch.,> K.B. Sœmundur Einar Þór- arinsson — Minning Fæddur 11. janúar 1971 Dáinn 21. maí 1983 Hann er farinn frá okkur, litli frændi okkar, aðeins 12 ára gam- all. Þeessi hrausti og glaðlyndi drengur sem hafi hugann opinn fyrir öllu því sem var að gerast í kringum um hann. Hann Sæmi hafði áhuga á öllu sem var tæknilegs eðlis og reyndi að afla sér sem mestrar þekkingar á því sviði og hann átti auðvelt með að læra og var fluggáfaður, enda drengur sem margir bundu vonir sínar við. Ég man eftir honum sem litlum hnokka með ljósa lokka og rauðar kinnar, sífellt á ferð og flugi, og gegnum öll sín ár alltaf svo glaður og hræddist aldrei neitt. Það er óskiljanlegt að svona ungur og hraustur drengur skuli kveðja okkur svona snögglega, en þeir sem guðirnir elska deyja ung- ir. Þó að við sem eftir lifum syrgj- um hann sárt, mun vissan um að Guð geymir hann milda þann söknuð brátt. Við vottum Sollu, Helga og Brynju, ættingjum og vinum, inni- lega samúð okkar. Ingunn og Solla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.