Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Bandaríska háskólameistaramótið í frjálsíþróttum: Allir íslendingarnir komust í úrslitin í sínum greinum Allir íslenzku frjálsíþrótta- mennirnir, sem kepptu á banda- ríska háskólameistaramótinu, stóðu sig meö miklum ágætum og voru þjóð sinni til sóma á mót- inu. Hefur frammistaða þeirra vakið verðskuldaða athygli vestra og á ugglaust eftir að greiða götu þeirra íslenzkra frjáisíþrótta- manna sem á eftir kunna að fylgja i framtíðinni. Svo rifjuð sé upp í stuttu máli frammistaða íslendinganna á mótinu, bera hæst sigrar Einars Vilhjálmssonar UMSB í spjót- kastinu og Þórdísar Gísladóttur ÍR í hástökki. Einar vann glæsi- legt afrek er hann náði fimmta bezta árangri heims á þessu ári meö nýju Islandsmeti sínu, og Þórdís varöi titil sinn frá í fyrra og setti fslandsmet í leiðinni. Óskar Jakobsson ÍR varð þriöji í kringlukasti og fjóröi i kúluvarpi og hefur samtals unniö til þriggja verölauna á þessu móti. Hann hef- ur átta sinnum á fjórum árum oröiö „All American", sem er sæmdartit- ill, sem þeir hljóta sem hafna í efstu sex sætum hverrar greinar á mótinu. Aö sögn Óskar hefur eng- inn nemandi viö háskólann í Austin unniö jafn oft til þessa titils. Þráinn Hafsteinsson HSK átti í haröri keppni í tugþrautinni og ör- lítil óheppni í einni grein, ef þannig má komast aö oröi, kostaöi hann jafnvel gullverölaunin. Svo mjótt var á munum aö hann hafnaði í fimmta sæti, jafn fjóröa manni aö stigum. Árangur Þráins var hans lengbezti hingað til, en sekúndu- brotsmeövindur í grindahlaupi ger- ir aö verkum að afrekiö fæst ekki staðfest sem íslandsmet. Vésteinn Hafsteinsson stóö sig einnig vel, varö fimmti í kringlu- kasti með 61,50 metra, sem er hans næstbezti árangur. Vésteinn var kominn í sitt bezta form, en óheppnin elti hann líka, hann togn- aöi í baki viku fyrir mót, en sýndi samt af sér hörku og mætti til leiks þótt hann gæti ekki beitt sér til fulls. Þessi íþróttamenn unnu allir „All American" sæmdartitil, og reyndar Oddur Sigurösson KR, einnig, því boðhlaupssveit skólans í Austin varö í fimmta sæti. Sveitin átti næstbezta árangur fyrir mótiö og haföi veriö spáö þriöja sæti, en hafnaði í fimmta í haröri keppni. Auk þessa komust spjótkastar- arnir iris Grönfeldt UMSB og Sig- urður Einarsson Ármanni, sem bæöi eru viö nám í Alabama, í úr- slitin. iris varö sjöunda og Siguröur tíundi. Siguröur vann á í úrslitun- um, var meö 14. bezta kastiö eftir undanúrslitin. • Enn einu sinni varð Þórdís Gísladóttir háskólameistarí kvenna í hástökki. Glæsilegur árangur sem verður seint leikinn eftir. „Erfitt að verja titilinn“ # — segir Þórdís Gísladóttir ÍR sem varð bandarískur há- skólameistari þriðja sinni „ÞAÐ ER erfitt að koma til svona móts og þurfa aö verja titil. Það var mikil pressa á mér, en gaman íris sjöunda í spjótkastinu ÍRIS Grönfeldt spjótkastari úr UMSB varö sjöunda í úrslitum spjótkastskeppninnar á banda- ríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum. íris kastaði spjótinu 50,86 metra, og er þaö í þriöja sinn sem hún kastar yfir 50 metra. íris missti naumlega af sjötta sætinu, sem gefið hefði hin eftirsóttu „All American'-verölaun, sem veitt eru fyrstu sex mönnum í hverri grein. íris keppir fyrir háskólann í Tuscaloosa í Alabama, ásamt Þráni og Vésteini Hafsteinsson- um, Þórdísi Gísladóttur, Sigurði Einarssyni og Pétri Guömunds- syni. aö sigra aftur og ánægðust er ég aö þessu skuli lokið,“ sagði Þór- dís Gísladóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, í samtali viö Morgunblaðið eftir að hún hafði varið meistara- titil sinn á bandaríska háskóla- meistaramótinu í frjálsíþróttum. Þórdís stökk 1,87 metra og jafn- aði íslandsmet sitt. Tvær aörar stúlkur, Wendy Markan frá Flórída og Sue Jones frá Arkansas stukku sömu hæö, en Þórdís fór yfir í fyrstu tilraun og vann á því. Þórdís sigraöi á sama móti í fyrra, er þaö fór fram í Provo í Utah, og stökk þá 1,86 metra. Þá sigraöi Þórdís á innanhússmeistaramóti banda- rískra háskóla í vetur og stökk þá 1,88 metra. „Ég fór alltaf yfir í fyrstu tilraun, en Markan og Jones felldu bæöi á 1,84 og 1,87. Við byrjuöum á 1,78, síöan 1,81, þá 1,84 og loks 1,87. Ég átti síöan mjög góöa fyrstu til- raun viö 1,90 og þaö var grátlegt aö sjá rána falla, ég fór vel yfir, en strauk hana meö hælunum á niö- urleiöinni. Nú er bara vona aö þessi hæö komi í sumar, ég er reyndar bjartsýn, því ég hef veriö meidd og átt erfitt uppdráttar, en nú er allt á réttri leið,“ sagöi Þór- dís. Eftir því sem Mbl. kemst næst er árangur Þórdisar í hástökkinu sá besti á Norðurlöndunum á þessu ári. Á mótinu í Houston stökk sænska stúlkan Annette Tannand- er 1,81 metra, en Suzanne Lor- entzon, sem á Noröurlandametiö, 1,91 metra, hefur ekki náö sér á strik ennþá utanhúss. Hún stökk 1,88 innanhúss í vetur eins og Þórdís. „Eftir sigurinn var mér dengt upp á sviö fyrir framan urmul af blaöa-, útvarps- og sjónvarps- mönnum og spurö spjörunum úr. Þeir undruöust mjög hvernig ís- lendingur gæti fariö aö því aö vinna þrjá meistaratitla, og fannst mikiö til um frammistööu okkar Is- lendinganna á mótinu," sagöi Þórdís, en Ijóst er aö frammistaöa frjálsíþróttamannanna hefur veriö góö en ódýr landkynning vestra. — ágás. • Óskar sannaði aö hann er í fremstu röð kastara í Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir að hafa átt við meiðsl að stríða, náði hann góðum árangri og var enn einu sinni á verðlaunapallí. „Stóð mig betur en búist var vió“ — segir Óskar Jakobsson, sem vann bronz í kringlukasti „ÉG NÁÐI mínu bezta í báöum greinum á árinu og get því vel við unað. Einnig haföi mér verið spáö áttunda sæti í kringlunni og fimmta til sjötta í kúluvarpi, svo ég stóð mig því betur en búist var viö,“ sagði Óskar Jakobsson frjálsíþróttamaöur úr ÍR í samtali við Morgunblaöið, en hann var í hópi þeirra íslenzku frjálsíþrótta- manna, sem þátt tóku í banda- ríska háskólameistaramótinu meö miklum glæsibrag. Óskar varö þriöji í kringlukast- inu meö 62,50 metra og fjóröi í kúluvarpinu meö 20,37, og hefur því samtals átta sinnum unniö til nafnbótarinnar „All American", sem hlýzt fyrir aö hafna í einu af sex efstu sætum í hverri grein mótsins. Aö sögn Óskars hefur enginn frjálsíþróttamaöur frá skólanum i Austin unnið jafn oft til „All Amer- ican“ titils. Óskar hefur fjórum sinnum tekiö þátt í mótinu og í öll skiptin oröiö í einu af sex efstu sætunum, bæöi í kúluvarpi og kringlukasti, einu sinni hlotiö silfur- verölaun í kúluvarpi og tvisvar bronz í kringlukasti. „Ég hef átt erfitt uppdráttar í vetur, veriö slæmur í ökkla vegna tognunar í haust. Þaö var ekki fyrr en fyrir um mánuöi aö ég fann fyrir góöum bata. Þá var of stutt í mótiö til aö pressa sig niöur í æfingum og hélt ég því mínu striki. Þannig er til dæmis meö kringl- una, aö vegna ökklatognunarinnar hef ég varla getaö snert á henni, og mótin í vor fleiri en æfingarnar í allan vetur. En nú vona ég aö betri tíö sé framundan og ég fæ gott tækifæri á næstunni til að fínslípa formiö," sagði Óskar. í kúluvarpinu sigraöi Mike Cart- er meö 20,90 varpi, John Bremner varö annar meö 20,67 og meistar- inn frá í fyrra, Dean Crouser, varö þriðji meö 20,57. Síöan kom Óskar meö 20,37 og fimmti maöurinn, Hank Kreitscher, varpaöi 20,13. í kringlukastinu varöi Dean Crouser titil sinn frá í fyrra og kast- aöi 65,84 metra, sem er mótsmet. Annar varö Rick Meyer frá Houst- on meö 63,50. Þá kom Óskar meö 62,50. Vésteinn góöur Vésteinn Hafsteinsson HSK, námsmaöur í Alabama, varö fimmti í kringlukastinu meö 61,50 metra. Frammistaöa Vésteins er mjög góö, því hann tognaöi í baki viku fyrir mót og hlaut svo matar- eitrun í millitíðinni. Var hann kom- inn í mjög gott form fyrir mótiö og því óheppinn aö hljóta þessi meiösli á síöustu stundu. Árangur Vésteins er hans næstbezti nokkru sinni. Þaö er af Óskari Jakobssyni aö segja aö hann kemur ekki til is- lands fyrr en viku af júlí. Veröur hann í Austin fram að heimsleikum stúdenta í Toronto í Kanada, þar sem hann veröur meöal keppenda. Vésteinn veröur einnig vestra þar til í júnílok en hann tekur þátt í prufu-ólympíuleikjum í Los Angel- es eftir rúmar tvær vikur, ásamt Þórdísi Gísladóttur ÍR. — ágás. Frjðisar fbröttir l.. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.