Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 m&nwn CI9<1 Umyrtol Pffll Syndicof 72-2.2. » 1%^ er annar AsK-rnatsöLusiaður oibri d Laucjauegi. Kann«k.i hefuráu ó.bt oúb hittcL hana fpcxr-11 ást er... 3/2— ... að óska honum velfarnaðar í heimsreisunni. TM Reg U S Pat Oft — all rights reserved C|983 Los Angetes Times SynOfcate Úr því þú heimtar morgunkafflð í rúmió þá gjöröu svo vel. Kg fullvissa þig um að það er ekki erfitt að vinna hér hjá mér. Sjáðu, hér eru meðmæli frá einum af fyrri einkariturum mínum. Neytendur, sameinist! Reynir Ármannsson, fyrrver- andi formaður Neytendasam- takanna, skrifar: „Velvakandi! Tilefni þessara skrifa er hin svívirðilega hækkun á land- búnaðarvörum sem tók gildi 2. þ.m., samkvæmt úrskurði hinnar alræmdu sexmanna- nefndar. Að mínu mati á eng- inn fulltrúi frá hendi neytenda sæti í henni, enda dró fulltrúi ASÍ sig út úr nefndinni fyrir mörgum árum. Þessi síðasta hækkun land- búnaðarvara er algjört kjafts- högg framan í allan landslýð, sem þarf á þessari nauðsyn- legu vöru að halda, og þá fyrst og fremst unga kynslóðin. Hvergi á Vesturlöndum og vart í svörtustu Afríku væri hægt að bjóða neytendum annað eins. En hér á landi er neytandinn sem næst rétt- indalaus. Sú hækkun sem nú hefur átt sér stað, byggist á löngu úreltum lögum um verð landbúnaðarvara. Það er ósk og von neytenda að hið háa alþingi endurskoði þessi lög strax á vetri komanda. Ágætu íslensku húsmæður! Hugsið ykkur að slík verð- hækkun ætti sér stað í ná- grannalöndum okkar. Henni yrði mætt með öldu mótmæla frá kvenfélögum, launþega- samtökum og öflugum neyt- endasamtökum. Ef þessum mótmælum yrði ekki sinnt, myndu neytendur skera upp herör um að hætta að kaupa vöruna um tíma. Það er eina vopnið sem þeim hefur dugað. Það er talið að 70—80% launa- tekna heimila hér á landi fari um hendur húsmæðra. Á þessu getið þið séð hvað vald ykkar er mikið ef þið beitið ykkur. Þessi skrif beinast ekki að bændum sem sjálfir fá 8% hækkun á laun sín. Ég vil skora á bændur þessa lands að koma til móts við neytendur og ýmis samtök þeirra, milli- liðalaust. Þið vitið að milli- liðakostnaðurinn er óbærilega hár. Að lokum skora ég á Kven- félagasamband íslands, Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, launþegasamtökin og Neyt- endasamtökin að sameinast í þá sterku fylkingu sem neyt- endur eru, ef þeir hafa vit og þor til að standa saman. Virðingarfyllst." Yndislegt og ógleymanlegt Sveinn Sveinsson, skrifar: „Mig langar til að færa frú Maríu Markan óperusöngkonu hjartans þakkir, þótt síðbúnar séu, fyrir frábæran söng hennar á kvöldvökum heilsuhælis Náttúru- lækningafélags íslands í Hvera- gerði um síðastliðin jól og áramót. Auðvitað bar röddin hennar Maríu alls staðar af, en svo var eins og hún gæti fengið alla til að syngja með sér. Kapellan dunaði af söng langt fram á ganga. Það var yndislegt og ógleymanlegt. Við sem höfum orðið þeirra for- réttinda aðnjótandi að kynnast Maríu Markan og söng hennar, Ijúfmennsku hennar og látleysi, hyllum hana með fögnuði, sem fylgir henni hvert sem hún fer. Kæra María. Þökk fyrir stund- irnar frá í vetur. Lifðu heil.“ María Markan Er keldusvínið hætt að verpa hér á landi? Fuglaáhugamaður skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Mér þætti gaman að fá að vita svar við eftirfarandi spurningum: Er keldusvínið hætt að verpa hér á landi? Ef svo er ekki: Hvar er helst möguleiki á að finna þennan fulg hér á landi? Árni Waag kennari svaraði spurningunni þannig: — Þetta er nú ekki eins einföld spurning og hún lítur út fyrir að vera. Mér er ekki kunnugt um, að keldusvíns- hreiður hafi fundist hér á landi síðastliðið ár, en þó hafa keldusvín sést hér og hvar, t.d. suður með sjó, í Ölfusi og svo í borgarland- inu. Ég held, að aldrei hafi verið vitað með vissu, hversu mörg keldusvín hafi verið hér, en þau voru um allt land, þar sem að- stæður voru fyrir fulginn til að verpa, þ.e. mjög vel grónar mýrar. Annars staðar verpir hann ekki, svo að það er sennilegt, að fram- ræsla hafi haft einhver áhrif á stofnstærðina. Þessir hringdu . . . Eg var að vona að nú yrði breyting á Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það velk- ist dálítið fyrir mér núna, hvernig ég eigi að þakka fyrir mig. Það tíðkaðist nefnilega í mínu ung- dæmi, að menn þökkuðu fyrir sig. Nú fékk ég 8% hækkun á ellilíf- eyrinum mínum um mánaðamót- in, en sé í blaðinu, að landbúnað- arvörur hækka um 20—30% frá sama tíma, fyrir utan allar hækk- anir sem hafa orðið nýlega, t.d. á rafurmagni og hita og strætis- vögnum og væntanlega hækkun á símagjöldum, aldrei þessu vant. Og nú er ég að velta þvi fyrir mér, hvernig útkoman verði hjá mér. Hvernig á ég svo að þakka fyrir mig og fyrir hvað á ég að þakka? Ætli ég geti fengið einhverjar upplýsingar um það? Er það fyrir afganginn sem verður hjá mér? Ég get ekki reiknað dæmið og fengið afgang. Það var nú kenndur reikningur, þegar ég var krakki, svona smávægilega, en það dugir mér ekki, ég get ekki reiknað þetta út. Ég var að vona, að nú yrði breyting á og þessum eltingaleik á milli kaups og vöruverðs yrði hætt. En mér sýnist sama kapp- hlaupið ætli að halda áfram. Kaupið hækkar og varan hækkar þre- eða fjórfalt á við kaupið, svo að það er sami dansinn áfram. Ætli þetta verði svona áfram? Hefði ekki verið nær að halda þessu öllu óbreyttu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.