Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 47 hefur haft með breytingu Gömlu búðar í sitt upprunalega horf að gera, en Gamla búð er eitt elsta hús- ið á Eskifirði. Safnvörður hefur verið ráðinn Geir Hólm, en hann hefur unnið að uppsetningu safnmuna ásamt Ragnheiði Þórarinsdóttur minja- verði. Sjómannadagurinn var haldinn á Eskifirði í blíðskapar- veðri og sól. Hátíðahöldin voru með hefðbundnum hætti utan þess, að þyrla Landhelgisgæslunn- ar kom og sýndi björgun úr sjó, en þyrlan var síðan til sýnis. Á laugardagskvöld var kappróð- ur og kepptu 16 sveitir. í flokki skipshafna sigraði sveit Sæljóns- ins. í flokki landsveita sigraði sveit íþróttafélagsins Austra og í kvennaflokki sigraði sveit giftra kvenna. Hátíðahöld sunnudagsins hóf- ust með hópsiglingu skipa og var í sumarblíðunni siglt inn í botn Reyðarfjarðar. Um 50 skip tóku þátt í þessu og tók fjöldi manna sér far með skipunum. Sjómanna- messa var haldin í kirkjunni en síðan var gengið að minnisvarða drukknaðra sjómanna, þar sem stutt athöfn var. Hilmar Bjarna- son var heiðraður fyrir hönd aldr- aðra sjómanna, en hann var skip- stjóri i mörg ár. Við sundlaugina og á íþrótta- vellinum við íþróttahúsið voru síð- an skemmtiatriði og um kvöldið var dansað fram á nótt í félags- heimilinu Valhöll. Sjómannadagurinn á Húsavík: Geiri Péturs fékk Lands- bankabátinn NYTOLVA FYRIRÞASEM HAFAVANIST IBM S/34 OGVIUA MEIRAAF ÞVÍGÓÐA! liúsavík, 6. júní. Frá frétta- ritara Morgunblaésins. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins á Húsavík hófust með messu kl. 10.30 og prédikaði séra Björn H. Jónsson. Klukkan 14.00 kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi björgun manna úr sjávarhsaka og þótti áhorfendum mikið til koma. Kvennadeild slysavarnafélags- ins hafði kaffisölu í Félagsheimil- inu og voru þar verðlaun afhent fyrir unnin afrek í íþróttum og leikjum. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Friðfinnur Kristjánsson og Þormóður Krist- jánsson. Aflakóngur var heiðrað- ur, en hér er það ekki sá sem flest tonnin flytur að landi, heldur sá sem fær hæsta meðalverð fyrir innveginr bolfisk síðastliðið ár og nú fékk Geiri Péturs Landsbanka- bátinn og var meðalverð krónur 5,56 á kíló og næstur var Sigþór með 5,52. Af bátum undir tíu tonn- um, hafði Árný hæst meðalverð, krónur 5,71. Veður var hið feg- ursta og töldu margir það þriðja góðvirðisdaginn á sumrinu. Fréttaritari System/36 VÖXTURÁNVERKJA! IBM kynnir aukna möguleika með System/36 Nýja tölvan frá IBM, System/36, er hin fjórða i röðinni af almennum fyrirtækjatölvum, sem IBM hefur framleitt sérstaklega fyrir minni og meðalstór fyrírtæki. Hinar þrjár eru S/32, S/34 og S/38. Af þeim þrem sem fyrir eru má segja að IBM S/34 sé lang vinsælust, enda hefur hún uppfyllt flestar kröfur sem íslensk fyrirtæki hafa gert til tölvuvinnslu. Peir sem notið hafa þjónustu IBM S/34 hafa þvi vanist góðu og vilja því vitanlega meira af slíku. IBM System/36 er því I reynd viöþót við S/34 með auknum möguleikum til stækkunar, fleiri skermum og prenturum, meiri afköstum og ýmsum nýjungum i hugþunaði t.d. svokallað .Office system". Pá er það glfurlegur kostur, að öll þjálfun starfsfólks við S/34 kemur nú að fullum notum við IBM System/36 Og fjöldi þaulreyndra notendaforrita er fyrir hendi. IBM System/36 tölvan er eins og að fá gamlan vin til aðstoðar, - reyndan og ráðagóðan með nýtísku starfsaðferðir i pokahorninu Skaftahlíð 24 Slmi 27700 105 Reykjavík ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI Draumaferð með rútu um fegurstu héruð Þýskalands 2ja og 3ja vikna ferðir til Þýskalands. Siglt með M/S Eddu til Bremerhaven og síðan ekið með (s- lenskum langferðabílum um fegurstu héruð og borgir Þýskalands. Fjölbreytt og áhyggjulaus ferð. Brottför 15. júní - örfá sæti laus í þessa ferð. Mallorca paradísin A uglýsingu r Gf hönnun s VIÐ ERUM: Alþjóðleg Ferðaskrifstofa. VIÐ BJÓÐUM ÞÉR: Alhliða farseðla- þjónustu, erlendis og innanlands. & bíll þar sem þér hentar...' Við útvegum þér flug og bíl til allra helstu 22ja daga sólarferð til perlu Miðjarðar- \ borga heims. Til dæmis: Luxemborgar, hafsins, Mallorca. Brottför 15. júnf og \ Frankfurt, Parísar, Osló, Kaup- 6. júlí. Örfá sæti laus. Góðar íbúðir og \ mannahafnar, London, Stokk- hótel, m.a. hótel Jardin del Sol, nýtt og \ hólms o.fl. Þú bara hringir við glæsilegt hótel á Santa Ponsa-ströndinni \ könnum málið strax fyrir þig AÐSETUR OKKAR ER: Kirkjustræti 8, SÍMAR: 19296 & 26660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.