Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 25 Nýtt heimsmet ANISOARA Cusmir frá Rúm- eníu bætti heimsmet sitt t langstökki um helgina þegar hún stökk 7,43 metra á al- þjóðlegu móti um helgina. Hún bætti sitt fyrra met um 22 sm. Danmörk ÚRSLIT í dönsku knatt- spyrnunni um helgina. Árhus — Vejle 5—2 Odense — Herning 2—0 Ikast — Esbjerg 2—2 Broendby — B 1903 3—0 Lyngby — Hvidovre 5—0 Næstved — Koge 0—0 Kolding — Bronshoj 2—0 B 93 — Frem 3—1 Staðan í Danmörku eftir ellefu umferðir er nú þessi: 11 8 2 1 28—10 18 11 6 1 4 21—11 13 11 6 1 4 26—17 13 11 6 1 4 16—13 13 11 5 3 3 15—14 13 11 5 3 3 12—13 13 11 4 4 3 12—13 12 11 5 15 16—16 11 11 4 3 4 10—11 11 11 3 4 4 12—13 10 11 4 2 5 10—15 10 11 3 4 4 10—16 10 11 3 3 5 14—17 9 11 3 2 6 9—15 8 11 2 3 6 9—14 7 11 0 5 6 4—16 5 Pele sagt upp STÆRSTA sjónvarpsstöðin í Mexíkó þefur nú ákveðið að Pele verði ekki meöal þeirra sem sjá um að lýsa leikjum fyrir þá þegar næsta heims- meistarakeppni fer fram 1986. Ástæðan er sögö vera sú, að ráðamenn stöðvarinn- ar eru óánægðir með þann stuöning sem Pele veitti Bandaríkjunum í baráttu þeirra fyrir að fá að halda keppnina þar í landi. Eins og kunnugt er, voru fleiri frægir menn sem stóöu í þessari baráttu og var Kissinger þar fremstur í flokki, en allt kom fyrir ekki og úrslitakeppnin veröur haldin í Mexíkó. Sjónvarpsstööin verður ekki í vandræöum með þekkta menn til aö lýsa leikj- um fyrir sig, þó að Pele fái ekki að vera með. Þeir hafa gengið frá samningi við Ces- ar Luis Menotti og fleiri. Menotti er fyrrverandi þjálf- ari argentínska landsliðsins, en nú þjálfar hann Barcelona á Spáni. Juventusí undanúrslit JUVENTUS sigraöi ítölsku meistarana Roma í bikar- keppninni, 2—0, um helgina og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum. Þaö voru þeir Tardelli og Boniek sem skoruöu og voru bæöi mörk- in gerö í seinni hálfleik. Wilander tapaði fyrir Noah MIKIL gleöi ríkir í Frakklandi eftir að Yannick Noah sigr- aði Mats Wilander á opna franska meistaramótinu í tennis. Þetta var merkilegur sigur sem Noah vann, því þaö hefur ekki gerst síöan 1946 að Frakki sigrar í þessu móti. Sigur Noahs var aldrei í hættu, hann sigraöi 6—2, 7—5 og 7—6 við mikinn fögnuð áhorfenda, sem hvöttu landa sinn óspart til dáöa. Lyngby Brendby AGF OB Ikast Hvidovre Esbjerg Vejle Koge Frem B 93 Brenshe) Næstved Herning Kolding B 1903 Alboreto sigraði í Grand Prix: Prost er stigahæstur MICHELE Alboreto, 26 ára gamall ítali, sigraöi í Grand Prix-appakstrin- um sem fram fór í Detroit á sunnudaginn. Alboreto komst fram úr Piquet þegar aöeins níu hringir voru eftir. Piquet, sem haföi haft forustuna mestallan tímann, varð aö láta skipta um dekk hjá sór og á meðan þaut Alboreto fram úr og sigraöi. Annar í þessari keppni var núverandi heimsmeistari, Keke Rosberg frá Finnlandi, en hann kom í mark 24 sek. á eftir sigurvegaranum. Rosberg setti hraöamet í síðasta hringnum en þá náði hann rúmlega 241 km hraða, en Alboreto sigraði og var meöalhraði hans 130 km. Þriðji var John Watson frá N-írlandi og Piquet hafnaði í fjórða sæti. Laffite frá Frakklandi varð í fimmta sæti og í sjötta sæti varð Nigel Mansell frá Englandi og kom hann í mark einum hring á eftir Alboreto. Það voru þeir Rene Arnoux og Piquet sem tóku forustuna í upp- hafi og var Piquet á undan þar til í tíunda hring er Arnoux skaust fram úr og náði góöu forskoti. Þegar keppnin var hálfnuö þurfti Arnoux að taka eldsneyti og láta skipta um dekk hjá sér og tók hvort tveggja aðeins um 13 sek. á meöan Ros- berg, sem nú var í öðru sæti, not- aöi 8 sek. til þess. Þrátt fyrir þetta góöa forskot dugöi þaö Arnoux ekki til sigurs því aö skömmu seinna kom upp bilun í rafkerfi hjá honum og varö hann að hætta keppni. Þátttakendur í þessum kapp- akstri voru 26 en aðeins 12 luku keppni. Þaö gekk ekki vel aö koma keppendunum af staö. Þegar allt var tilbúiö, keppendur búnir aö aka upphitunarhringinn og biöu eftir því aö þjóta af staö gaf einn keppandinn merki um aö bíllinn hans væri ekki í gangi og því þurfti aö bíöa i nokkurn tíma eftir aö því væri kippt í liöinn. Staðan í heimsmeistarakeppn- inni, eftir aksturinn í Detroit, er nú þessi: stig 1. Alan Prost, Frakklandi 28 2. Nelson Piquet, Brasilíu 27 3. Patrick Tambay, Frakklandi 23 4. Keke Rosberg, Fjnnlandi 22 5. John Watson, N-írlandi 15 • Heimsmeistarinn í „Grand Prix“-kappakstri, Finninn Keke Rosberg, setti hraöamet I stöasta hringnum. Ók þá á rúmlega 241 km hraöa. Hór sóst kappinn í bíl sínum. „Sýnir hve slakir við vorum í fyrri leiknum" „VID NÁÐUM skemmtilega sam- an á köflum og það var mikiö lótt- ara yfir liðinu en síöast,“ sagði Lárus Guðmundsson. „Þaö var líka miklu meiri barátta hjá okkur en gegn Spáni. Þessi leikur sýnir okkur einnig hve óhemju slakir viö vorum er viö töp- uðum fyrir Möltu á Sikiley í haust. • Sigurður Jónson í sínum fyrsta A-landsleik. Hann er yngsti leikmaðurinn sem fengiö hefur tækifæri á að spreyta sig með íslenska A- landsliðinu. Viö áttum urmul af færum í þeim leik en þaö gekk bara ekkert upp." Lárus sagöi aö þaö heföi létt mikiö á liöinu er markiö kom því fram aö því heföi liöiö pressaö mikiö. „Viö heföum átt aö gera fleiri mörk — en tvö stig eru tvö stig, og þaö eru þau sem skipta mestu máli. En þaö ánægjulegasta viö leikinn var hin mikla barátta sem viö náöum — án hennar eig- um viö aldrei neina möguleika," sagöi Lárus. — SH. Sigurður Jónsson: „Fann ekki fyrir neinni spennu“ Þaö kvaö viö mikiö lófaklapp á Laugardalsvellinum þegar Sigurö- ur Jónsson frá Akranesi kom inná í sinn fyrsta A-landsleik í knatt- spyrnu á sunnudaginn. Pétur Pét- ursson yfirgaf völlinn vegna smá- vægilegra meiösla og Siguröur tók stööu hans á miöjunni. Siguröur er fæddur 27. sept 1966 og er því aöeins 16 ára gamall. Hann er yngsti leikmaöurinn sem tekiö hef- ur þátt í A-landsleik hér á landi. Jafnframt er Siguröur fyrsti knatt- spyrnumaöurinn sem leikur i fjór- um landsliöum á sama árinu. Landsliöi 16 ára og yngri, 18 ára og yngri 21 árs og yngri og svo A-landsliöinu. Siguröur komst mjög vel frá sínu hlutverki í lands- leiknum og sýndi aö hann býr yfir miklum hæfileikum sem knatt- spyrnumaöur. Vonandi nær hann aö nýta sér þá og komast í fremstu röö. — „Ég fann ekki fyrir neinni spennu eöa óþægindum þegar ég vissi af því aö ég ætti aö fara inná í leiknum. Mér hefur verið vel tekið í landsliöshópnum og andrúmsloft- iö er þægilegt," sagöi Sigurður eft- ir leikinn. — „Liö Möltu var nú frekar slakt aö minum dómi, og ekki erfitt viö þá aö eiga,“ sagöi Siguröur. Þegar hann var inntur eftir því hvort hann heföi áhbga á aö kom- ast í atvinnumennsku sagöi hann: — „Já ég hef mikinn áhuga á því en mun ekki ana aö neinu. Ég hef gaman af því aö leika knatt- spyrnu og fái ég eitthvert gott til- boö mun ég athuga það vel. Ég veit aö F.C. Barcelona ætlar aö fylgjast eitthvaö meö mér. En tím- inn veröur aö skera úr um hvaö veröur." — ÞR. MflHR ... • Eina mark íslands gegn Möltu í uppsiglingu. Atli Eðvaldsson sem sést lengst til hægri á milli tveggja varnarmanna Möltu hefur sent boltann með þrumuskoti að marki Möltu. Markvörðurinn kom engum vörnum við. Þrátt fyrir látlausa sókn skoraði Island aðeins eitt mark ÞAÐ ER SENNILEGA einsdæmi að knattspyrnumaður skori fimm mörk fyrir lið sitt í deildarleik, og daginn eftir skori svo sami maður sigurmark landsliðs síns í Evrópukeppni. Þetta gerði Atli Eðvaldsson um helgina. Sex marka helgi hjá Atla, helgi sem hann mun alltaf muna eftir. Sigurmark íslands í landsleiknum gegn Möltu var mjög glæsilegt. Pétur Pétursson, einn besti leikmaður íslenska líðsins, meðan hans naut við, átti heiðurinn af glæsilegri fyrirgjöf sem var beint á Atla sem var vel staðsettur inni í vítateignum. Atli tók boltann viðstöðulaust á lofti og sýndi áhorfendum hvernig á að skora mörk. Þrumuskot hans söng í netinu án þess að vörn og markvörður Möltu kæmu nokkrum vörnum við. Sigur Islands gegn Möltu var sann- gjarn, en hann var ekki nægilega mikill. íslenska liöið átti aö skora fleiri mörk. Mark Janusar Guölaugssonar í síöari hálfleik var fullkomlega löglegt, en þaö var dæmt af. í fyrri hálfleiknum • Pétur Ormslev lék eins og Atli sinn annan leik á tveimur dögum, eftir langt ferðalag. Hér sést Pétur skjótast á milli tveggja leikmanna Möltu, sem gera hvað þeir geta til þess aö stöðva hann. átti aö dæma vítaspyrnu á Möltu þar sem boltinn hrökk mjög greinilega í hendi varnarmanns Möltu. Bæöi þessi atriöi sjást mjög vel á sjónvarpsmynd sem tekin var af leiknum. Þar komu þessir hlutir vel í Ijós. ísland i.n — Malta IbW Liö islands sótti látlaust allan leik- inn, lék vel úti á vellinum, en nokkuð vantaði á að reka endahnútinn á sókn- irnar. Allt önnur stemmning var nú yfir leik liösins en gegn Spáni á dögunum. En aö sjálfsögöu ber þess aö gæta, aö styrkleiki mótherjanna var miklu minni. Liö Möltu var þegar á heildina er litiö frekar slakt og sýndi ekki sérlega mikla baráttu. Gangur leiksins: íslenska landsliöiö tók leikinn þegar í sínar hendur og sótti látlaust allan fyrri hálfleikinn. Boltinn gekk vel á milli leikmanna úti á vellinum, en meiri brodd vantaði í sóknirnar. Fyrirgjafirn- ar voru ekki nægilega góöar og engin góö skot sáust á markið. Litlu munaöi aö Janus kæmist í gegn á 3. mínútu, en hann missti bolt- ann frá sér. Á 26. mínútu kom lagleg sókn. Atli skallaði þá laglega út i teig- inn til Lárusar sem náöi góðu skoti sem fór rétt yfir þverslána. A 34. mín- útu átti liö Möltu sæmilega sókn og náöi þá góöu skoti á mark Islands. Þorsteinn var vel á veröi og varöi auö- veldlega. Var þetta eina skotið sem kom á mark íslands í leiknum. Mark íslenska liösins kom á 44. mín- útu. Pétur Pétursson fékk sendingu fram völlinn. Hann braust í gegn á kantinum af miklum krafti. Brunaöi al- veg upp aö endamörkum, gaf þar glæsilega vel fyrir markiö á Atla sem var utarlega í teignum. Atli sýndi yfir- vegun, tók snilldarlega vel á móti bolt- anum og skaut viöstööulaust þrumu- skoti alveg út viö stöngina og skoraöi. Sjötta mark Atla um helgina. Var mjög vel að þessu marki staöiö. Löglegt mark Janusar dæmt af — Þaö skall oft hurö nærri hælum við mark Möltu í síöari hálfleiknum. Mjög litlu munaöi aö þeir skoruöu sjálfsmark, er einn varnarmanna þeirra skallaöi að eigin marki. Boltinn fór millimetra frá stönginni. Á 67. mín- útu skoraöi Janus Guðlaugsson, fyrir- liði íslenska liðsins, fullkomlega löglegt mark. Hann tók fyrirgjöf laglega og skallaði í markiö af stuttu færi. Dómar- inn dæmdi markiö af. Sagöi eftir leik- inn aö Janus heföi stjakaö viö leik- manni Möltu. En svo var ekki. Þar yfir- sást honum illilega. Mikil pressa var að marki Möltu undir lok leiksins. Á 80. mínútu fengu Islendingar þrjár hornspyrnur í röö, en engin þeirra skapaöi verulega hættu. Tveimur mínútum síöar átti Atli þrumu- skalla sem fór rétt framhjá. Var þetta besta tækifæriö í síöari hálfleiknum. Leikmenn Möltu áttu ekkert marktæki- færi. Vantar samæfingu islenska landsliðiö lék oft á tíðum mjög vel í leiknum, en þrátt fyrir þaö komu kaflar á milli þar sem leik- mönnum gekk illa aö skilja hvern ann- an. Þaö er alveg greinilegt aö meiri samæfingu þarf. En því má heldur ekki gleyma aö þaö eru nýir menn aö koma inn í landsliöshóp sem veriö hefur óbreyttur í allmörg ár. Lítið reyndi á öftustu vörn íslenska liösins. Ólafur Björnsson skilaöi sinni stööu með sóma. Þá komst Ómar Rafnsson mjög vel frá bakvaróarstööu sinni. Skilaði öllum boltum vel frá sér og lék með sjálfsöryggi. Janus Guólaugsson lék vel á miðjunni, hélt boltanum vel og byggói upp. Pétur Pétursson sýndi mikinn kraft og geröi usla hvað eftir annaö í vörn andstæö- inganna. Hann átti gullfallegar send- ingar á samherja sina og sýndi mjög frískan og góöan leik. Nafni hans, Pót- ur Ormslev, geröi margt laglegt, en geröi sig sekan um aö halda boltanum um of, gaf hann oft seint frá sór eða missti hann. Lárus og Atli voru góðir frammi. Báðir mjög marksæknir, en á ólíkan hátt. Atli var yfirburóamaöur í skalla- boltunum. Þá hefur hann mikla rósemi til aö bera. Pétur Pétursson varð að yfirgefa völlinn í síðari hálfleiknum. Siguröur Jónsson kom inn á í hans staö og stóö hann sig mjög vel í sinum fyrsta lands- leik, gaf fallega bolta frá sér og sýndi aö það er engin tilviljun aö hann er yngsti knattspyrnumaóur sem fengió hefur tækifæri til þess aö spreyta sig í íslenska knattspyrnulandsliöinu. Þaö þarf ekki aö fara mörgum orö- um um liö Möltu, enginn leikmaður sýndi neitt sérstakt. Í STUTTU MÁLI: Landsleikur: ísland — Malta 1-0 (1-0). MARK íslands: Atli Eövaldsson á 44. mínútu, eftir fyrirgjöf frá Pétri Póturs- syni. GUL SPJÖLD: Einn leikmaöur Möltu fékk gult spjald. DÓMARI: Jacobsen frá Danmörku. Dæmdi hann sæmilega, en yfirsást tví- vegis illa. ÁHORFENDUR: 5.718. LID íslands var þannig skipaö: Þor- steinn Bjarnason, Viðar Halldórsson, Ólafur Björnsson, Sævar Jónsson, Ómar Torfason, Janus Guölaugsson, Pétur Pétursson, Árni Sveinsson, Pét- ur Ormslev, Lárus Guðmundsson, Atli Eövaldsson. Siguröur Jónsson kom inn á fyrir Pétur Pétursson í síöari hálf- leik. — ÞR Fyrirliði Möltu: „I heildina var leikurinn slakur" „Við vorum undir mikilli pressu allan leikinn. Og aö mínu mati tókst okkur bara að verjast nokkuð vel. íslenska landslíðið lék ekkert sérstak- lega vel. Að mínum dómi béru þrír leikmenn nokkuð af. Pétur Pétursson, Atli Eðvaldsson og Lérus Guðmundsson. Enda eru þeir allir atvinnumenn. Okkur fannst völlurinn vera góður og þaö var ánægjulegt aö koma hingað til lands og leika. Vonandi komum viö hingaö aft- ur. Hvaö leikinn sjálfan snertir þá vil ég segja aö í heildina var hann frekar slakur,“ sagði fyrir- liði Möltu. — ÞR. Jóhannes Atlason: „Áttum að geta skorað fleiri mörk“ „Ég er ónægður með að sigur skildi vinnast í leiknum. Við lék- um undir mikilli pressu, þar til greina. Það er því létt af manni fargi núna þegar þessu er lokið. En við hefðum átt aö skora fleiri mörk. Janus skoraði eitt sem var löglegt og það var tekiö af okkur. Við áttum aö fá vítaspyrnu augljóslega en hún var ekki dæmd. Þannig gengur þetta fyrir sig í knattspyrnunni. Allir mínir menn reyndu allan tímann aö leika góöa knatt- spyrnu og spila saman. Þaö tókst vel úti á vellinum, en viö áttum erfitt meö aö skora. Þaö vill oft vera erfitt þegar annaö liöiö leggur alla áherslu á aö verjast. Nú vorum viö líka í ööru hlutverki en áöur. Viö þurftum að sækja en ekki verjast. Ég átti von á því aö leikmenn Möltu yröu baráttuglaöari, og myndu leika fastar. Þeir léku mun betur gegn Spáni en gegn okkur," sagöi Jóhannes Atlason landsliösþjálfari. — ÞR. „Getum leikið mun betur en í dag“ — sagöi landsliðsþjálfari Möltu „Viö getum leikið mun betur en í dag. Mínir menn fundu ekki réttan takt í leik sinn og vantaöi meiri baráttu. Þaö sem geröi gæfumuninn á liðunum var að þiö stillið upp fimm atvinnu- mönnum en við erum eingöngu meö áhugamenn. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hér. Völlurinn var góöur og veörið líka. Þá hafa allar móttökur af hálfu KSÍ verið til fyrirmyndar," sagði þjálfari landsliös Möltu. — ÞR. Pétur Ormslev: „Stjórnuðum leiknum“ „ÞETTA var með léttari leikjum sem viö höfum spilaö," sagöi Pétur Ormslev, eftir landsleik- inn. „Viö vorum meö boltann allan tímann og stjórnuöum leiknum. Staðan EFTIR leik íslands og Möltu á sunnudaginn er staðan í sjöunda riðli Evrópukeppninnar þannig: Spánn 6 5 1 0 11:5 11 Holland 4 2 1 1 9:3 5 írland 5 2 1 2 7:7 5 ísland 6 1 1 4 3:7 3 Malta 5 1 0 4 4:12 2 enda uröum viö aö vinna þennan leik. Ég er á því aö viö getum tekiö a.m.k. eitt stig í leiknum gegn Hollendingum úti í haust. Ef viö spilum meö aðeins meiri krafti er þaö raunhæfur mögu leiki," sagði Pétur. Um leik Dússeldorf og Frank- furt daginn áöur sagöi Pétur, aö einn maöur hefði átt þann leik algerlega: Atli Eövaldsson. Á því væri enginn vafi. „Þaö er verst aö keppnistimabilið skuli vera búiö núna úti, vegna þess að undan- farið hefur gengið mjög vel. En auövitað er gott að komast í frí. Þaö veröur vonandi áframhald á þessari velgengni Dússeldorf næsta keppnistímaþil." — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.