Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
17
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Ozal sigurvegari kosninganna í Tyrklandi:
„Saga lýðræðis okkar er ekki löng
— sníðum okkur því stakk eftir vexti“
Turgut Ozal greiðir atkvæði í kosn-
ingunum á sunnudag.
„Saga lýðræðisins í Tyrklandi er ekki löng — því skulum við sníða
okkur stakk eftir vexti,“ sagði Turgut Ozal, formaður Föðurlandsflokks-
ins og sigurvegari kosninganna þar í landi á sunnudag. Sigur Ozals kom
þeim ekki á óvart, sem höfðu fylgzt með framvindu kosningabaráttunnar.
Frá því Ozal fékk leyfi herforingjastjórnarinnar til að stofna flokk sinn á
síðasta sumri þótti sýnt, að hann hefði mikinn byr. Heildaratkvæðamagn
Föðurlandsflokksins varð tæp 45 prósent og þingmenn sennilega um
215—220 af 400 sem eiga að Uka sæti á nýju tyrknesku þingi.
sent og um 70 þ'ingsæti. Alþýðu- /V,
demókratar undir forystu Necd- / * N.
et Calp fengu mun meira en bú- -g &
izt hafði verið við, eða um 30 § \
prósent og 115—117 þingmenn. * Nk -- ^ jgl
Af öllu mátti marka að Evren \
óttaðist að lýðhylli Ozals myndi \ WRkm wKSI M
fleyta honum langt, enda lét
stjórnin banna tvö blöð í Istan-
bul í sl. viku vegna þess að þau
höfðu látið að því liggja, að Ozal
væri sigurstranglegur í kosning-
unum.
Margir veltu því fyrir sér þeg-
ar úrslit kosninganna lágu fyrir,
hvort Evren myndi grípa til þess
ráðs að beita því valdi sem hann
hefur samkvæmt nýrri stjórn-
arskrá, láta Þjóðaröryggisráðið,
sem hefur setið í landinu, lýsa
óhæfa ýmsa forystumenn Föð-
urlandsflokksins, þar á meðal
Ozal, og halda áfram öllum völd-
um í sínum höndum. Eftir öllum
sólarmerkjum að dæma ætlar
Evren ekki að grípa til þess,
enda myndi það án efa kalla
fram mikla reiði og hörkuleg
viðbrögð hjá Tyrkjum. AP-
fréttastofan sagði í skeyti í gær,
að ekki léki á tveimur tungum,
að langflestir Tyrkir — meðal
alþýðu manna — hefðu stutt að-
gerðir herforingjastjórnarinnar
meðan hún vann að því að upp-
ræta ógeðfellda hryðjuverka-
starfsemi sem viðgekkst í land-
inu síðustu árin, áður en hún tók
völdin. Nú þætti mörgum sem
herstjórnin hefði setið of lengi
og tími væri kominn til þess að
Tyrkir fengju að spreyta sig á að
búa við lýðræði á nýjan leik.
Sama skoðun kom raunar fram í
viðtali við tyrkneskan blaða-
mann, Mehmet Yasin, ristjórn-
arfulltrúa hins virta blaðs
Gumhurieyh, sem var hérlendis í
fyrri viku.
Turgut Ozal er fæddur árið
1927 í Malatya í austurhluta
Anatolíu. Hann nam rafmagns-
verkfræði við Tækniháskólann í
Istanbul og þótti afburða náms-
maður. Hann vann síðan við
grein sína næstu fimmtán ár, en
árið 1965 skipaði þáverandi for-
sætisráðherra, Suleyman Dem-
irel, sem yfirmann Skipulags- og
hagsýslustofnunar ríkisins. Þeg-
ar herforingjastjón tók svo völd-
in í landinu sex árum síðar, réðst
Ozal til starfa hjá Alþjóðabank-
anum í Washington. Eftir að
Demirel tók við forsætisráð-
kerfi ekki komið á í einum hvelli,
enda gæti það leitt til að Tyrkir
kollsigldu sig á ný og því segist
hann vilja vinna að endurbótum
á skipulagðan hátt og án of mik-
illar róttækni. „Við verðum
smátt og smátt að endurheimta
eða endurbyggja sterkara og
frjálslyndara efnahagskerfi, en
það verður ekki gert í einu vet-
fangi.“
Þrátt fyrir að tyrkneskur al-
menningur hafi orðið að taka á
sig miklar byrðar í kjölfar efna-
hagsráðstafana þeirra sem Ozal
var höfundur að, öðlaðist hann
mikið traust og vinsældir meðal
Tyrkja. Hann hefur á síðustu
mánuðum hvað eftir annað látið
í ljósi — varfærnislega þó — að
hann stefndi að sigri. „Ég hef
verið númer tvö í mörg ár,“ segir
hann. „Ég á eftir svona sex sjö
góð starfsár og þá vil ég vera
númer eitt.“ Ozal er hlynntur þvi
að efla samskipti við ríki þriðja
heimsins, en ekki sízt við Araba-
löndin. En hann er einnig sagður
hlynntur betra samstarfi við
Vesturlönd og er eindreginn
stuðningsmaður þess að Tyrkir
séu áfram innan Atlantshafs-
bandalagsins.
Turgut Ozal er lágvaxinn,
Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn hélt uppi harðri baráttu en það dugði ekki til.
herraembættinu aftur árið 1979
varð Ozal aðstoðarforsætisráð-
herra og sérlegur efnahagsráð-
gjafi ríkisstjórnarinnar. Því
starfi hélt hann eftir að Kenan
Evren og herforingjar hans tóku
völdin 1980. Hann fékk þá frjáls-
ar hendur til að reyna að reisa
úr rústum hruninn efnahag
landsins. Honum tókst að ná
verðbólgu niður í 27 prósent úr
130 prósentum. Útflutningur
jókst í 6,1 milljarð dollara árið
1982 úr 2,3 milljörðum dollara
árið 1979. Hann herti mjög eftir-
lit með ríkisstofnunum og fjár-
reiðum þeirra, reyndi að ein-
falda hið flókna og seinvirka
skrifstofubákn landsins og
hvatti til aukins einstaklings-
framtaks og var meðmæltur er-
lendri fjárfestingu. Hann hefur
sjálfur sagt að hagfræðilegur
grundvöllur sé frjálslynt frí-
verzlunarkerfi að vestrænni
fyrirmynd. En hann hefur einnig
bent á að samkvæmt nýju
stjórnarskránni verði þessu
dökkhærður með gróskumikið
yfirskegg. Hann er þrekinn og
þénugur í vexti, sagður kurteis
maður í viðmóti, þolinmóður og
ákaflega samvinnufús og reiðu-
búinn að hlýða á aðrar skoðanir
en þær sem hann fylgir og er þó
fastur fyrir. Ozal er kvæntur og
á tvo syni, eina dóttur og tvö
barnabörn.
Lýðræðissinnar um allan hinn
vestræna heim hljóta að fagna
kosningasigri Ozals og stjórn-
málaskýrendur lofa reyndar
mjög þá dómgreind sem hinn al-
menni tyrkneski kjósandi hafi
sýnt í kosningunum. Þó að Evren
hafi gagnrýnt Ozal og sletzt hafi
upp á vinskap þeirra fyrr á þessu
ári, vonast menn til að Ozal fái
það tækifæri og það umboð, sem
tyrkneska þjóðin hefur ótvírætt
veitt honum.
Jóhanna Kristjónsdóttir er blaóa-
maður á Morgunblaðinu.
Enn um Grund
- eftir Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur
Nú fyrir nokkrum dögum barst
inn á skrifstofu til mín þétt-
skrifaður undirskriftalisti með
svohljóðandi yfirskrift:
„Vegna endurtekinna blaða-
skrifa um Elli- og hjúkrunarheim-
ilið Grund, þar sem ausið er
óhróðri yfir starfsfólk og stofnun-
ina, viljum við mótmæla. Við sjá-
um engan tilgang í svona skrifum
og skiljum ekki það hugarfar, sem
á bak við liggur.“
Undir þetta rita 97 starfsmenn
á Grund, flestir úr mínu félagi.
Tilefnið mun vera grein í Helgar-
póstinum um Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund. Sú grein særði
marga ómaklega og það er erfitt
að gera sér í hugarlund að hún
hafi glatt nokkurn mann.
Allir sem koma nálægt sjúkra-
húsmálum vita, að jafnvel á þeim
stofnunum sem búin eru góðum
tækjum og sérhæfðu fólki, getur
sitthvað komið fyrir, sem betur
hefði ekki skeð. Mannleg mistök,
segja menn og svo er ekki meira
um það. Kannske er þögnin of
mikil, en vafalaust sprottin af því
að menn vilja ekki ræna þá ör-
yggiskennd, sem þangað leita. En
á ekki gamla fólkið sama rétt?
Á stofnunum fyrir aldraöa, van-
gefna og geðsjúka vinnur margt
ófaglært fólk, og gengur þar í
lærðra manna verk. Vinnan er erf-
ið og launin lág. Við búum við það
óréttlæti, að því erfiðari sem vinn-
an er, þvi lægra er kaupið einkum
þar, sem konur eru í meirihluta.
En allir sem þekkja til vita að það
fólk, sem ílendist í þessum störf-
um er gott og gefandi fólk. Ég tek
undir það með Guðrúnu Gísladótt-
ur, þegar hún segir að 95% af
starfsfólkinu á Grund sé úrvals-
fólk.
„ ... allir sem þekkja
til vita aö það fólk, sem
flendist í þessum störf-
um, er gott og gefandi
fólk.“
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
Grundar, hefur oft verið umdeild-
ur maður, en um eitt verður ekki
deilt: Hann hefur áratugum sam-
an barizt fyrir því að aldrað fólk
ætti skjól og athvarf í ellinni. Eft-
ir hann liggur mikið verk, bæði
hér og í Hveragerði. Hann getur
verið snöggur í svörum, en hann er
líka fljótur að rétta hjálparhönd
ef við liggur. Það vilja félagar
mínir á Grund að komi fram, en
um það er sjaldan talað. Ég tek
undir með starfsfólkinu á Grund.
Ég sé engan tilgang í skrifum eins
og þeim sem birtust í Helgarpóst-
inum. Þau eru engum til sóma.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er
formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar.
Suðurlandsundiriendið val-
ið sem sérstakt rannsóknar-
svæði vegna jarðskjálftavarna
Á VEGUM Evrópuráðsins er starf-
andi nefnd sem skipuleggja á sam-
starf Evrópuþjóða í jarðskjálftavörn-
um. Tveir nefndarmanna, Mendes
Victor forstjóri portúgölsku jarðeðl-
isfræðistofnunarinnar, en hann er
formaður nefndarinnar, og Ole
Dalman yfirmaður jarðskjálftarann-
sóknardeildar rannsóknarstofnunar
sænska hersins, voru hér á landi
fyrir skömmu og funduðu með þeira
sem hér starfa að jarðskjálftarann-
sóknum og -vörnum.
Á blaðamannafundi sem boðað
var til í tilefni heimsóknarinnar
var sagt frá starfi nefndarinnar.
Nefndin var skipuð 1979 og hefur
hún síðan aðallega unnið að upp-
lýsingasöfnun og samanburði á
reynslu í hinum einstöku löndum.
Mendes Victor sagði meðal annars
að þar sem ekki væri hægt að
komast hjá jarðskjálftum yrði
fólk að læra að búa við þá. Ýmis-
legt væri hægt að gera til að
minnka þá hættu sem ávallt skap-
ast af jarðskjálftum, og væri það
verkefni nefndarinnar að fást við
og samræma.
Kom fram að Suðurlandsundir-
lendið hefur verið valið sem sér-
stakt rannsóknarsvæði ásamt
svæðum í 5 öðrum Evrópulöndum.
Telja vísindamenn að í ljósi sög-
unnar megi búast við jarðskjálfta
á Suðurlandsundirlendinu og með
rannsóknum á svæðinu fram að
þeim tíma megi varpa mikilvægu
Ijósi á aðdraganda jarðskjálfta.
ATHUGASEMD
I grein sem undirritaður skrifaði
um ríkisfyrirtæki og birtist í Mbl.
þann 16. sept. sl. nefndi ég að senni-
lega mundi gæta tregðu í viðskipta-
ráðuneytinu ef innleiða ætti frjálsari
verslunarálagningu.
Nokkrir mætir menn hafa vakið
athygli mína á þvi, að með tilliti
til þess sem sagði síðar í greininni
um ísl. embættismenn, þá hafi
mátt skilja orð mín svo að emb-
ættismenn þess ráðuneytis og þá
sérstaklega ráðuneytisstjórinn,
Þórhallur Ásgeirsson, væru likleg-
ir til að standa gegn slikum breyt-
ingum.
Af þessum sökum stendur það
engum nær en mér að minna á að
Þórhallur Ásgeirsson hefur átt
sæti í a.m.k. tveimur opinberum
nefndum, sem lagt hafa til aukið
frelsi i verslunarálagningu.
Ábyrgðin á þeim seinagangi sem
átt hefur sér stað í þessu máli
skrifast því á þá stjórnmálamenn
sem með völdin hafa farið.
Bæta má við að þó að ég sé ekki
sammála öllu því sem gert er í
viðskiptaráðuneytinu, einkum þó
því er lýtur að veitingu útflutn-
ingsleyfa, skal ekki standa á und-
irrituðum að viðurkenna að þau
ánægjulegu umskipti sem áttu sér
stað í ísl. þjóðlífi með afnámi ára-
tugagamalla innflutningshafta og
inngöngu í fríverslunarsamtök eru
einkum og sér í lagi verk tveggja
manna, þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar
og Þórhalls Ásgeirssonar. Það
væri því út í hött að væna Þórhall,
sem öðrum fremur hefur barist
fyrir frjálsum verslunarháttum til
hagsbóta fyrir allan almenning,
um seinagang í að innieiða frjálsa
verslunarálagningu.
Gunnl. M. Sigmundsson.