Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 27 Jón Baldvin Haimibalsson: „Minn flokkur samþykkur grundvallaratriöi í aðgerðum stjórnarinnar“ Svipmynd frá Alþingi Stuttar þingfréttir: Staðgreiðsla skatta ekki á stefiiuskrá - krefst 100—200 nýrra ríkisstarfsmanna Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði í umræðu um frum- Garðar Sigurðsson: 60 fiskar af hverjum 100 horfnir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði efnislega á Alþingi í gær að unnið vaeri að mótun fiskveiði- stefnu fyrir komandi ár. Sú stefna þyrfti að byggja á því meginmarkmiði, að veiða þann fisk, sem fiskifræðileg rök leyfa, með sem minnstum kostn- aði, og vinna hann þann veg, að við fengjum sem hæst söluverð fyrir hann erlendis. KJARTAN JÓHANNSSON (A) mælti fyrir tillögu til þingsályktun- ar ,um athugun á veiðileyfastjórn á fiskveiðum", sem gengur út á það að kjósa 7 manna nefnd, sem geri til- lögur — í samráði við hagsmunaað- ila — „um veiðileyfastjórn á fisk- veiðum. Nefndin skili tillögum og greinargerðum til Alþingis. GARÐAR SIGURÐSSON (Abl.) taldi meiri þörf á því að taka nú þegar upp aflakvóta á skip á þorskveiðum, en slík veiðistjórn hefði gefizt vel á síld, loðnu og í fleiri þáttum veiða. Þessi tillaga, sem fjallaði nánast um að auglýsa eftir tillögum að veiðistjórn, hefði takmarkað gildi. Þorskafli hefði verið 470.000 tonn 1981 en nú væri taiað um 200.000 tonnn 1984. Þetta þýðir að 60 fiskar af hverjum 100 eru horfnir úr helzta tekjustofni þjóðarbúsins. varp um launamál (bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar) sl. mánudag: „Hefur afstaða stjórnar- andstöðunnar í heild verið mjög neikvæð til þessara að- gerða? Ég segi nei. Burtséð frá því, hver heildarmynd er af fréttaflutningi fjölmiðla, sem er venjulega undir hæl- inn lagt, þá er það staðreynd, að minn flokkur hefur t.d. lýst því yfir að hann er sam- þykkur því grundvallaratriði í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem felst í lögbundnu afnámi vísitölukerfisins. Það er ekk- ert smávægilegt atriði. Við höfum ekki lýst andstöðu við það. Við lýstum því yfir fyrir kosningar að við teldum að vísitölukerfið hefði gengið sér til húðar; við tókum þá af- stöðu í stjórnarmyndunar- umræðum við aðra flokka, að vð vildum að þetta kerfi yrði lagt niður. Og það er megin- atriðið í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, það er fyrst og fremst það sem máli skiptir í viðureigninni við verðbólg- una, þó að það eitt dugi hvergi nærri til. En stjórnarand- staðan, a.m.k. minn flokkur, höfum ekki tekið neikvæða afstöðu til þessa grundvallar- atriðis, þvert á móti, við höf- um lýst yfir stuðningi við það.“ Hinsvegar gagnrýndi JBH það „að svipta aðila vinnu- markaðarins samningsrétti", taldi það óskynsamlega að- ferð og skaðlega. ★ ★ Staögreiðsla skatta er ekki á stefnuskrá núverandi ríkis- stjórnar, sagði Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, á alþingi í gær. Málið verður hinsvegar í athugun áfram. Halldór Ásgrímsson (F) sagði að staðgreiðslukerfi þýddi þörf fyrir milli 100 og 200 nýja ríkis- starfsmenn. ★ ★ Uppsafnaður rekstrarhalli járnblendiverksmiðju um nk. ára- mót verður u.þ.b. 950 m.kr., að sögn Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, í svari við fyrirspurn á Alþingi í gær, en rekstrarhorfur hafa farið batn- andi í ár. Vænlegasti kosturinn, sem nú er fyrir hendi, sagði ráð- herra efnislega, að væri ganga til samninga við ELKEM og SUMITOMO um eignaraðild hins síðarnefnda, en nauðsynlegt er að endurfjármagna fyrirtæk- ið. ★ ★ Byggingarkostnaður þjóðar- bókhlöðu verður í árslok 1983 90 m.kr. á framreiknuðum kostnaði og miðað við verðlag um mitt þetta ár. Alþingi kveður svo á um framhaldið, þ.e. fram- kvæmdir 1984, við afgreiðslu fjárlaga þess árs. Þannig svaraði Ragnhildur Helgadóttir, efnis- lega, fyrirspurn um þetta atriði. ★ ★ Byggingarkostnaöur nýs út- varpshúss verður nálægt 144 m.kr. á verðlagi 1. október sl., í lok þessa árs. Ráðgert er að verja 87 m.kr. til byggingarinnar 1984. Þetta kom fram í svari Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra, við fyrir- spurn um þessa framkvæmd. ★ ★ Ótímabærar þunganir ís- lenskra stúlkna á aldrinum 15—19 ára eru mun fleiri, hlut- fallslega, heldur en annars stað- ar á Norðurlöndum, sagði Krist- ín Halldórsdóttir (Kvl.) efnis- lega, er hún mælti fyrir spurn- ingu um framkvæmd 8 ára gam- alla laga um fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, og Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, svöruðu í yfirgripsmiklu máli, hvern veg væri staðið að fræðslu um þetta efni og hvað væri ráðgert og verður vikið að þeim svörum nánar hér á þingsíðu fljótlega. ★ ★ Endurflutt hefur verið frum- varp til breytinga á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuvega, sem flutt var á síðasta þingi, og fjallar einkum um verkefni og markmið Hafrannsóknastofnunar. Samkvæmt frumvarpinu verður stofnunin sjálfstæð ríkisstofnun, sem heyrir undir sjávarútvegsráðu- neytið. ★ ★ Karl Steinar Guðnason (A.) og fleiri þingmenn Alþýðuflokks flytja tillögu til þingsályktunar um athugun á möguleikum ís- lenzkra fiskiskipa til veiða í er- lendri fiskveiðilandhelgi (ríkja í N-Ameríku og V-Afríku). ★ ★ Geir Gunnarsson (Abl.) spyr forsætisráðherra, hver hafi ver- ið kostnaður ríkissjóðs af funda- höldum ráðherrans til kynn- ingar á efnahagsaðgerðum, sem og kostnaður vegna ritlings, er sendur var inn á heimili til kynningar á sama efni. ★ ★ Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) spyr viðskiptaráðherra, hvernig háttað sé verðlagseftirliti með þjónustugjöldum banka og hvort fyrirhugaðar séu breytingar þar á. ★ ★ Kristín S. Kvaran (BJ) spyr landbúnaðarráðherra, hvort Áburðarverksmiðja ríkisins hafi leyfi til rekstrar gömlu fram- leiðslurásarinnar og hvort Reyk- víkingar megi þá vænta áfram- haldandi mengunar af völdum köfnunarefnistvísýtings og ann- arra tilheyrandi óhreininda? ★ ★ Skúli Alexandersson (Abl.) spyr sjávarútvegsráðherra, hvort reglugerð um eftirlit og mat á ferskum fiski sé enn í gildi (nr. 55/1970) og hvort fræðslu- mynd ráðuneytisins um vinnu- brögð við aðgerð um borð í fiski- skipum verði senn tekin úr um- ferð. Ferskfískeftirlit og afurðamat skilið að - Afurðamat einfaldað og ábyrgð framleiðenda aukin Frumvarp um ríkismat sjávarafurða: Fram hefur verið lagt á Alþingi frumvarp um ríkismat sjávarafurða. í greinargerð er vitnað til lokaskýrslu nefndar, sem Björn Dagbjartsson var formaður fyrir og unnið hefur að endurskoðun laga um þetta efni. Þar leggur nefndin m.a. eftirfarandi til: • 1. Lagt er til, að sett verði á stofn Fiskmatsráð, skipað fulltrúum hagsmunaaðila og sjávarútvegsráðherra, er hafi með höndum yfir- umsjón gæðaeftiriits og mats á sjávarafurðum. • 2. Gert er ráð fyrir því, að ferskfiskeftirlit og afurð- amat með útfluttum sjáv- arafurðum verði skilið að. Afurðamatið verði einfald- að og ábyrgð framleiðenda aukin, en ferskfiskeftirlitið byggt upp af opinberum trúnaðarmönnum í hverri löndunarhöfn og sérstök- um fiskeftirlitsmönnum, hliðstæðum veiðieftirlits- mönnum sjávarútvegs- ráðuneytisins. 3.» Lögð verði sú skylda á sölu- samtök og útflutningsaðila, að þeir komi á fót eigin framleiðslueftirliti ella kaupi þeir þá þjónustu sér- staklega af afurðamati ríkisins eða öðrum viður- kenndum eftirlitsaðilum. • 4. Sérstök hreinlætis- og bún- aðardeild verði lögð niður en slíkt eftirlit í vinnslu- stöðvum falið almennum afurðamatsmönnum, undir yfirstjórn gerlafræðings er starfi hjá stofnun þeirri, er annast afurðamat. • 5. Lagt er til að hafist verði handa um að endurskoða allar reglugerðir og opin- ber fyrilrmæli um fiskmat undir yfirstjórn Fisk- matsráðs strax er það hef- ur störf. • 6. Mælt er með því að gefnar verði út samræmdar matsreglur og leiðbein- ingar um fiskverkun og fiskmat. Þann 29. janúar 1982, skipaði sjávarútvegsráðherra fimm menn í nefnd er kallast Fisk- matsráð og hefur eftirgreind verkefni: 1. Vera ráðuneytinu og forstjóra Framleiðslueftirlits sjávar- afurða til ráðgjafar um fram- leiðslumál og eftirlit og mat á sjávarafurðum. 2. Endurskoða starfshætti, verklag og reglur Fram- leiðslueftirlitsins eftir því, sem ráðinu sýnist nauðsyn- legt. 3. Fylgjast með starfsemi Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða og taka fyrir til umfjöll- unar þau vandamál og ágrein- ingsmál, sem upp koma hverju sinni. 4. Fiskmatsráð skal í störfum sínum hafa samráð og sam- vinnu við forstjóra Fram- leiðslueftirlitsins. Meginatriði þessara tillagna koma fram í frumvarpinu. í VI kafla frumvarpsins eru eftirtalin nýmæli, sem ekki eru í gildandi lögum: A) Gert er ráð fyrir því að fisk- vinnsla til útflutnings verði leyfisbundin. B) Ákveðið er verkaskipting milli framleiðenda og út- flytjenda annarsvegar og ríkismatsins hinsvegar. C) Gert er ráð fyrir aukinni ábyrgð fiskiðnaðarins sjálfs á eigin framleiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.