Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 30

Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Gunnar G. Schram, alþingismaður: „Uppbygging íslenzks at- vinnulffs á nýjum grunni og eftir nýjum leiðum“ „Afnám samningsréttarins óyndisúrræði“ Kaflar úr „jómfrúræÖu“ Hér fer á eftir hluti af „jómfrúr- ræóu“ Gunnars G. Schram, annars þingmanns Reyknesinga, sem flutt var í neðri deild fyrir skemmstu í umræðu um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar. Yfirskrift og kaflafyr- irsagnir eru Mbl. ALLIR SAMMÁLA Þegar núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í maílok var öllum ljóst að gera varð róttækar ráðstafanir í íslensku efnahagslífi. Um það voru allir flokkar sammála og á það lögðu þeir allir megin- áherslu í kosningabaráttunni. Einn flokkurinn sem nú er í stjórnar- andstöðu gekk m.a.s. svo langt að lýsa því yfir að gera þyrfti sérstaka neyðaráætlun til fjögurra ára til þess að koma þjóðarskútunni aftur á réttan kjöl. Sú tillaga olli nokkru fjaðrafoki og gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar sem þá var þegar hún kom fram, en ég held að hún hafi falið í sér raunhæft mat á því hvernig ástandið var orðið enda sett fram af þeim mönnum sem einna best var kunnugt um ástand þjóðmála þá eftir áralanga setu í ríkisstj. Um markmiðin voru á þeim tíma, í kosningabaráttunni í vor, allir flokkar sammála. Deilan stendur hins vegar um það hvort þær ráðstafanir sem gripið var til í sumarbyrjun hafi reynst líklegar til þess að ná árangri og hvort lagt hafi verið í of mikinn fórnarkostn- að við framkvæmd þeirra. Hér er meginspurningin sú hvort unnt hefði verið að vinna bug á verð- bólgunni án þess að taka vísitöluna úr sambandi og skerða kjör laun- þega í landinu í verulegum mæli um nokkurt skeið. Við þessari spurningu gaf ríkis- stjórnin sitt svar og það svar þekkja menn. Hún taldi ekki ann- arra kosta völ en að fara þá leið sem þetta frumvarp ber með sér. Þar er um að ræða leið sem aðrar þjóðir hafa farið og þar hefur borið góðan árangur þótt við mun minni erfiðleika væri að etja en hér á landi. Má þar minna sérstaklega á aðgerðir Dana á síðasta ári og þær ráðstafanir sem ríkisstjórnir Nor- egs og Hollands hafa einnig gripiö til við svipaðar kringumstæður. Þegar þessi úrræði sæta nú harðri gagnrýni er ekki nema eðli- legt að spurt sé hvaða aðrar leiðir komu til greina sem árangri hefðu náð í sama mæli. Og þá er eðlilegt að spurt sé: Hvar voru úrræði og tillögur stjórnarandstöðunnar nú- verandi um lausn þessa mikla vanda? Þau úrræði sáu aldrei dags- ins ljós, engin samstaöa var um lausn vandans," engar ábendingar um heildarlausn vanda íslensks efnahagslífs sem að gagni mættu koma. Eg vil taka það fram að það var ekki vegna þess að góðan vilja skorti, um hann held ég að þurfi ekki að efast. Það var einfaldlega vegna þess að samstaða náðist ekki um aðgerðir. EKKI TRÚVERÐUG GAGNRÝNI Það er auðvelt að gagnrýna en sú gagnrýni verður ekki ýkja trúverð- ug þegar hún kemur frá þeim stjórnmálaflokkum sem sjálfir höfðu setið í þrjú ár við völd en enga lausn þó fundið út úr ógöng- unum. Þegar menn reyna að vega það og meta hvort ráðstafanir rík- isstjórnarinnar nú í efnahagsmál- um hafi verið skynsamlegar eða óskynsamlegar er óhjákvæmilegt að líta á það hvern árangur þær hafa borið. Að vísu eru ekki nema fimm mánuðir liðnir síðan þeim var fyrst ýtt úr vör og það er ekki langur tími til árangurs í jafnviða- miklum og erfiðum málum. Engu að síður er fróðlegt að sjá hverju hefur fengist áorkað á þessum stutta tíma sem liðinn er. Lítum fyrst á verðbólguna, sem er mál allra mála í þessum umræð- um og í stjórnmálaumræðu í þjóð- félaginu á liðnum mánuðum og misserum. Allir flokkar hafa lýst yfir því að meginmarkmið þeirra sé að koma verðbólgunni á kné þar sem hún sé óumdeilanlega mesti bölvaldurinn í íslensku efnahags- lífi. í upphafi sumars var eins og öllum er kunnugt árshraði hennar rúmlega 130%. Nú er sambærileg tala 100 prósentustigum lægri. Hér er um svo mikil umskipti að ræða að jafnvel áköfustu fylgismenn stjórnarflokkanna hefðu látið segja sér þau tvisvar á liðnu vori. Nokkru áður höfðu verkalýðssamtökin sent frá sér ályktun þar sem áhersla var lögð á að meginverkefnið væri að draga úr verðbólgunni. Ég minni í því sambandi á ályktun Sambands- stjórnar Verkamannasambands ís- lands sem gerð var hér á síðasta vetri, 22. febr. Með leyfi herra for- seta stendur þar orðrétt: „Sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands telur að sú mikla verðbóiga sem geisar í íslensku þjóðfélagi ógni atvinnuöryggi allr- ar alþýðu í landinu og telur það augljósa hagsmuni alls verkafólks að með sameiginlegu átaki takist þjóðinni að færa verðbólguna niður þannig að hún verði ekki meiri en hjá öðrum nálægum þjóðum." Hér er mjög skynsamlega mælt. Og ekki mundi ég vilja mæla gegn einu einasta orði í þessari ályktun. Hér er tekið karlmannlega og vit- urlega á kjarna málsins. Þessa ályktun Verkamannasambandsins frá því í febrúar í vetur túlkaði síð- an forseti ASÍ, Ásmundur Stef- ánsson, í fjölmiðlum, m.a. í sjón- varpsumræðum, á þá lund að fyrir hver tíu stig sem verðbólgan lækk- aði þá mætti meta þann áfanga sem tveggja vísitölustiga kjarabót. Það var hans mat og ég hygg að hér sé ekkert of í lagt þó vitanlega geti menn alltaf haft mismunandi skoð- anir á því hvernig eigi að meta ár- angurinn í baráttunni við verðbólg- una í tölum. Mér hefur heyrst í þessum um- ræðum að menn hafi sumir hverjir gleymt þessari ályktun og þeim merka boðskap sem í henni felst, því hún hefur ekki verið höfð hér mjög í hámæli. En vitanlega er inntak hennar jafnrétt nú eins og á nýbyrjuðu vori. Um það þarf eng- inn að efast. ATVINNULEYSI VOFÐI YFIR í öðru lagi voru menn almennt sammála um það fyrir hálfu ári að stórfellt atvinnuleysi vofði yfir ef ekki væri gripið til nýrra ráðstaf- ana í efnahagsmálum. Afleiðing efnahagsráðstafananna er sú að tekist hefur a.m.k. enn sem komið er, hvað sem verða mun síðar á vetrinum, að halda fullri atvinnu í þjóðfélaginu þrátt fyrir verulegan Gunnar G. Schram aflabrest og samdrátt á ýmsum sviðum. Efnahagsráðstafanirnar hafa því ekki leitt til atvinnuleysis svo sem haldið var fram, heldur þvert á móti komið í veg fyrir það. Þær hafa styrkt íslenskt atvinnu- líf, svo sem glögglega hefur verið undirstrikað af forystumönnum at- vinnuveganna, nú síðast íslensks iðnaðar í ræðu formanns Lands- sambands ísl. iðnaðarmanna, en ársþing þess var haldið fyrir rúm- lega viku. Þá kom þetta mat for- mannsins glöggt fram. Þáttur í því dæmi er að um gengisfellingar hef- ur ekki verið að ræða á tímabilinu, fyrir utan þá sem framkvæmd var í upphafi, svo hækkanir á verði inn- fluttrar vöru, sem áður voru dag- legt brauð, eru nú að mestu úr sög- unni. fyrir kosningar. Og það kemur til framkvæmda nú um áramótin þeg- ar húsnæðislánin hækka um 50%. Það er rétt að undirstrika það hér að með því er framkvæmt meira í einum áfanga en Sjálfstæðisflokk- urinn hafði lofað fyrir kosningar. Sú hækkun lánanna auk vaxta- lækkunarinnar gerir fjölmörgum húsbyggjendum nú loksins kleift að komast klakklaust út úr myrkviði húsnæðisskulda á sæmilega lygnan sjó. ERLEND SKULDASÖFN- UN OG VIÐSKIPTAHALLI I fimmta lagi er rétt að líta á viðskiptahallann. Hann var 11% á síðasta ári og hafði þá aldrei verið slíkur í allri sögu þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að á þessu ári muni hann ekki verða nema um fjórð- ungur af þeirri tölu, eða 2—2,5%. Hér hefur því blaðinu algjörlega verið snúið við, þótt efnahagsráð- stafanirnar hafi ekki tekið gildi fyrr en á miðju ári. í sjötta lagi má nefna hina er- lendu skuldasöfnun sem að hluta til tengist hinum gífurlega við- skiptahalla. Þær skuldir jafngilda nú 60% af þjóðarframleiðslunni sem margoft hefur verið tekið fram. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hve þar er teflt á tæpasta vaðið. Hluti af efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar er að stöðva þessar erlendu skuldaaukningar svo sem fjárlagafrumvarpið ber glöggt með sér. Blandast nokkrum hugur um að það er rétt ákvörðun hjá fjármála- ráðherra og mönnum hans og ríkis- stjórnarflokkunum og raunar óhjákvæmileg, ef við eigum ekki að gerast bónbjargarþjóð. Ég held að sú stefna verði ekki gagnrýnd með nokkrum rökum þótt það kosti að hægja verður á fjárfestingarferð- inni í bili. VEXTIR OG HÚS- NÆÐISMÁL í þriðja lagi skulum við líta á vextina. Þeir hafa nú lækkað um 10% á einum mánuði, eða u.þ.b. um fimmtung. Þetta er ekki aðeins meginmál fyrir alla húsbyggjendur í landinu, heldur einnig fyrir at- vinnureksturinn almennt, sem undan vaxtabyrðunum var að slig- ast. Og því verður ekki með rökum móti mælt að hér er um verulegan árangur að ræða á þessu stutta tímabili og í fyrsta sinn um langt árabil sem vextir lækka í stað þess að hækka óðfluga. í fjórða lagi eru það húsnæðis- málin, sem nátengd eru vaxtamál- unum eins og öllum er Ijóst. Allir flokkar landsins voru um það sam- mála að þar þyrfti að gera stórátak svo grátt sem verðbólgan hafði leikið húsbyggjendur þessa lands og raunar alla þá, hvort sem þeir eru að byggja eða kaupa sér hús- næði. Það átak hefur nú þegar ver- ið gert, sem allir flokkar ræddu um TEKJUSKATTUR — RANGUR SKATTUR Síðasta atriðið sem ég vildi hér nefna eru skattamálin. Ár frá ári hafa bæði beinir og óbeinir skattar hækkað hér á landi og ríkið tekið æ meira í sinn hlut úr vösum ein- staklinga og fyrirtækja. I fyrsta sinn um langt árabil er nú snúið við á þeirri braut. Á síðasta ári runnu 30,2% af þjóðartekjunum til ríkisins í formi skatta og annarra álaga, en á næsta ári lækkar sú tala og hún lækkar í fyrsta sinn um mjög langt árabil niður í 26,8%. Hér er því um mikil og tímabær umskipti að ræða. Þau umskipti eru í fullu samræmi við þá yfirlýs- ingu stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að skattar og tollar sem nú leggjast með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavörur verði lækkaðir. Á næsta ári munu því skatttekjur ríkisins lækka um 3,4% miðað við þjóðartekjur, en það er hlutfallslækkun sem svarar til 2,2 milljarða kr. frá fyrra ári, og er Stefán Benediktsson: SÍS á Framsóknarflokkinn — Millifærsla frá fólki til forstjóra — Kafli úr „jómfrúræðu“ Hér fer á eftir kafli úr fyrstu þing- ræðu, „jómfrúræðu", Stefíns Bene- diktssonar, þingmanns Bandalags jafnaðarmanna, sem flutt var í um- ræðu um stefnuræðu forsætis- ráðherra: „Hvar er uppgjörið við fortíð- ina? Hvar er tekist á við tekjutap, skuldir og óreiðu? Hæstv. forsæt- isráðherra hefur setið í ríkisstjórn sl. fimm ár. Allan þann tíma talar hann nákvæmlega eins og áðan, þegar hann þurfti að sannfæra landsmenn. Hann heldur nú áfram sömu framsóknarstefnunni og fylgt hefur verið síðustu 10 ár- in, lengst af fyrir tilstilli sjálf- stæðismanna. Hæstv. forsætisráð- herra segir að fyrstu aðgerðir rík- isstjórnarinnar hafi verið rót- tækar. Það er alrangt. Margnotuð úrræði eru ekki róttæk, þó að framkvæmd þeirra sé gerræðisleg. Þegar ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hóf göngu sína í vor hugsuðu ef- laust margir: Ef eitt er látið yfir alla ganga, þá get ég ekki kvartað. Ríkisstjórnin fór í vasa launa- fólks, tók einn milljarð og afhenti fyrirtækjunum. í leiðinni tók stjórnin af þessu sama fólki sjálfsögð mannréttindi. Stór hluti þessa fólks tilheyrir þeim hópi sem fjármálaráðherra hefur svo smekklega kallað „manninn með bogna bakið". Síðan hófst biðin eftir hinum aðgerðunum. Ekkert gerðist nema fundahöld og ferða- lög ráðherra og nú þessi lognmolla hérna í kvöld. Þeim sjálfstæðismönnum hefði verið hollara að hlusta á gagnrýni Ólafs Björnssonar prófessors í Morgunblaðinu á dögunum. Ólafur er talsmaður þeirra sjónarmiða að ríkisvaldið komi hvergi nærri samningagerð, mönnum beri ein- faldlega að taka sjálfir ábyrgð á eigin samningum. Ólafur benti á að í raun fari fram tvenns konar samningar í þessu landi: annars vegar þeir hefðbundnu samningar sem allir þekkja og hins vegar baktjaldamakk ríkisvalds og at- vinnurekenda. Á þessi tengsl telur prófessor ólafur að eigi að skera. Á þessi tengsl vill Bandalag jafn- aðarmanna skera. En á þessi tengsl þorir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að skera. Þvert á móti hlaða þeir undir ríkisrekið slysavarna- kerfi fyrirtækjanna og þá gildir einu hvort fyrirtækin eru vel stöndug eða ósjálfbjarga. Sann- leikurinn er sá, að aðgerðir þess- arar ríkisstjórnar miðast við það eitt að millifæra milljónir frá fólkinu til forstjóranna. Það er ekki ráðist að orsök vandans held- ur afleiðingum. Forsætisráðherra segir að þess verði ekki að vænta, að gengið verði fellt til að koma til móts við óraunhæfa samninga eða samn- ingum breytt með opinberum að- gerðum. Við skulum vona að hann sé maður til að standa við þetta og hafi nú loksins kjark til að stand- ast kröfur þrýstihópanna. En reynslan hefur því miður kennt okkur að taka hóflega mark á þessum hæstv. ráðherra, þegar hann tjáir sig á opinberum vett- vangi. í byrjun stjórnartíma síns töl- uðu framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn um væntanlegar kerf- isbreytingar, sem fylgja mundu í kjölfar fyrstu aðgerða. Hafi ein- hver trúað þeim, þá þarf hann ekki annað en taka sér framlagt Stefán Benediktsson fjárlagafrumvarp í hönd. 1 þessu fjárlagafrumvarpi eru allir sömu gjalda- og tekjuliðir og í því sein- asta. Sjóðþurrð er ekki kerfis- breyting, því að þó að sleppt sé framlögum til nokkurra sjóða, þá eru þeir ennþá starfandi og geta tekið botnlaus lán þegar þrýst verður á. Þegar þetta fjárlagafrumvarp verður samþykkt hefur líf núv. sóunarkerfis verið framlengt um eitt ár. Ríkisstjórnin gekk ekki á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.