Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 33 Af gömlum draugum - eftir Hugo Þórisson í Morgunblaðinu, sunnudaginn 30. október síðastliðinn, birtist grein eftir Guðmund Magnússon (GM) er fjallaði um sálfræðiþjón- ustu í grunnskólum. Því miður úir og grúir af gömlum draugum, for- dómum og fáfræði í greininni. Þar eð málið er mér skylt, því að ég starfa við þessa þjónustu, get ég ekki látið grein GM ósvarað. í upphafi greinar sinnar lætur GM að því liggja, að sálfræðingar og félagsráðgjafar séu að troða sér inn í grunnskólana, „hafa haslað sér völl í skólum og tekið að sér ... verkefni." Ég vil benda á að ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skóla er til kom- in m.a. vegna kröfu kennara og samtaka þeirra. Vitna þar um fjölda margar samþykktir, eins og lesa má m.a. í félagsblaði KÍ frá 1981 - 3. tbl. 1: 9. tbl. 3, 7. Einnig dregur GM í efa sér- hæfni starfsmanna á Sálfræði- deildum skóla, „sem eiga að heita sérfræðingar á þessu sviði". Er það ekki í eina skiptið sem GM lætur efasemdir í þessa áttina hanga í lausu lofti. Nefnir hann m.a. að verið sé að fara inn á réttmætt svið foreldra, kennara, presta eða „góðhjartaðs og skiln- ingsríks fólks". Og einnig leggur hann til að við þetta starfi „fjöl- skrúðugur hópur fólks og að starf- ið sé ... byggt á ... þeirri mann- þekkingu, sem sprottin er af hversdagslegri íhugun og athygli venjulegs fólks og reynslu kyn- slóðanna". Mér er spurn, — hvers konar erfiðleikar og vandamál heldur GM að það séu, sem koma til kasta starfsfólks Sálfræðideilda skóla ef hann heldur að það sé nóg að hafa heilbrigða skynsemi að vopni. Að sjálfsögðu þarf hún að vera til staðar, en það er langt frá því að það sé nóg. Ég vil segja GM það, að til sálfræðiþjónustunnar er komið með alls konar vandamál, sem kennarar, foreldrar og annað hjartagott fólk hefur gefist upp við eða að þeim finnst nauðsynlegt að leita sér ráðgjafar og aðstoðar. Ennfremur vil ég segja GM, að það starfsfólk sem vinnur á Sál- fræðideild skóla, bæði sálfræð- ingar og félagsráðgjafar eru sér- fræðingar, sem í krafti menntunar sinnar og þekkingar, vinna að úr- lausn félagslegra, tilfinningalegra og námslegra vandamála skóla- barna og öllu sem þeim tengist. Auk þess sem hér hefur verið rakið, eru nokkur önnur atriði í greininni, sem ég vil koma nánar inn á. GM virðist efast um hversu gott starfið er, sem unnið er á Sál- fræðideild skóla, vegna þess að starfsfólk þar noti orð eins og „fatur" og „ýgi“. Ég verð að segja GM það, að ég hef starfað við sálfræðiþjónustu í Reykjavík í næstum 5 ár og aldrei heyrt né notað þessi orð, þannig að ef þetta eru þær forsendur, sem efasemdir hans byggjast á, finnst mér þær léttvægar. í greininni er látið að því liggja, að fjölgun starfsmanna á sál- fræðideild hafi í för með sér að sum börn, sem annars hefðu „sloppið", verði talin vandamál. „Liggur það enn fremur ekki í augum uppi, að samhengi er á milli fjölgunar í stétt skólasál- fræðinga og fjölgunar þeirra vandamála, sem þeir glíma við.“ Þarna er gamall draugur á ferð. Sálfræðingar búa til vandamál, til að hafa eitthvað að gera. Hvar hefur GM verið síðastliðin 10—20 ár? Hefur hann ekki verið í því þjóðfélagi, sem hefur verið og er að fara í gegnum gjörbyltingu. Fjölskylduformið, útivinnandi for- eldrar, hjónaskilnaðir, einstæðir foreldrar, neysluþjóðfélag, hraði, verðbólga, streita, sjónvarp, video, örtölvubylting og endalaust mætti telja. „Hvar hefur GM verið síðastliðin 10—20 ár? Hefur hann ekki verið í þjóðfélagi, sem hefur verið og er að fara í gegnum gjörbyltingu. Fjölskylduformið, úti- vinnandi foreldrar, hjónaskilnaðir, einstæð- ir foreldrar, neysluþjóð- félag, hraði, verðbólga, streita, sjónvarp, video, örtölvubylting og enda- laust mætti telja.“ það er virkilega þörf á að ræða þessi mál. Því það er eitthvað að, þegar 15% barna fara einhvern tíma til Sálfræðideildar skóla, á meðan þau eru í skóla. Það er eitthvað að, þegar sér- kennslan innan skólanna er farin að taka 15—20% af kennslumagn- inu (í nágrannalöndum okkar stefnir það í 25—30%). Það er eitthvað að, þegar sífellt fleiri börn verða undir í því um- hverfi, heima fyrir og í skóla, sem við búum þeim. Það er nauðsynlegt að fá um- ræður um þessi mál. En það gerist ekki með því að draga í efa rétt- mæti og starf þeirrar þjónustu, sem fyrir hendi er, og þar sem reynt er að taka á þeim vandamál- um sem upp eru komin. Foreldrar, kennarar, skóla- stjórnendur o.fl. hafa í vaxandi mæli leitað sér sérfræðiaðstoðar til að leysa úr vandamálum barna „sinna“. Það eru ekki sérfræð- ingarnir sem troða sér inn. Þess vegna eru athugasemdir, eins og þessi hjá GM, „ef ástæða er til að reka hana (þ.e. sálfræðiþjónust- una) á annað borð ...“, vanmat á öllum þeim sem leita sér aðstoðar. Einmitt nú á tímum þegar verið er að yfirvinna efasemdir og skömm fólks við að leita sér að- stoðar vegna sálrænna erfiðleika, kemur andinn í grein GM eins og forneskjulegur draugur. Reykjavík 2.11.1983. Hugo Þórisson, sálfræóing- ur, slarfar hjá Sálfræðideild skóla. Hugo Þórisson Hvar hefur GM verið, þegar verið er að tala um hve snautt um- hverfi barna okkar er. Sér hann ekki hvað við bjóðum þeim? — Umhverfi þar sem sífellt fækkar fullorðnu fólki, en jafn- öldrum fjölgar hlutfallslega í lífi hvers barns. — Umhverfi þar sem börnum er sífellt meir boðið upp á tilbúið efni. Þau þurfa æ sjaldnar að beita sjálfum sér eða sýna sköpun- argleði. — Umhverfi sem speglar glitr- andi lífsstíl og neyslu, í búðar- gluggum og auglýsingum, lífsstíl sem ekki er raunveruleiki fyrir meirihluta barna. Heldur GM að þessar þjóðfé- lagsbreytingar hafi ekki haft áhrif á foreldra, — á uppeldið, — á börnin sjálf. Heldur GM að það sé hægt að takast á við erfiðleika barna á örtölvuöld með aðferðum sögualdar. Að mínu mati væri nær að GM hefði spurt: Liggur það ekki í augum uppi, að samhengi er á milli þeirra að- stæðna, sem við búum börnum okkar í dag og fjölgunar þeirra vandamála, sem sálfræðingar þurfa að glíma við. Fleira gæti ég tínt til, sem mér finnst miður við grein GM, eins og t.d. hvað á hann við með þessu? „Þótt sumt sem þeir (þ.e. sálfræð- ingarnir) taka sér fyrir hendur kunni að orka tvímælis." Ég verð að segja eins og er, að ef GM treystir sér ekki til að gera nánari grein fyrir svona sleggju- dómum, bið ég þess að hann sleppi þeim. Ég á erfitt með að sitja þegjandi undir svona aðdróttun- um. Það er leiðinlegt, að þá sjaldan að fjallað er um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustuna í dagblöðun- um, skuli koma grein með þeim anda sem einkennir grein GM, því

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.