Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 45 Norræni fjárfestingarbankinn: ÍSNO fær lið- lega 7,6 millj. króna lán Bankinn afgreiddi 25 lán fyrstu átta mánuði ársins, að upphæð um 775 millj. norskra kr. í nýbirtri áfangaskýrslu Norræna fjárfestingarbankans kemur fram, að á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hafí bankinn veitt 25 lán að upphæð samtals 775 milljónir norskra króna. Þar að auki hafí bankinn gefíð fyrirheit um 8 fjárfestingarlán til verkefna, sem samtals nema um 500 milljónum norskra króna. Frá stofnun bankans 1976 hefur bankinn veitt 181 lán, samtals að upphæð sem nálgast 7 milljarða norskra króna. er mikilvægur þáttur í að bæta sambandið við hin Norðurlöndin, og til verksins er aðallega notaður búnaður frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lánið nemur 8 millj- ónum norskra króna. Áhuginn á norrænum lánum til fjárfestinga í sérstökum verkefn- um hefur verið mikill, bæði af hálfu fyrirtækja á Norðurlöndum, alþjóðlegra þróunarbanka og ein- stakra þróunarlanda. Frá því að slík útlán hófust 1. júlí 1982 hafa bankanum borist um 160 umsókn- ir. Stjórn bankans hefur fjallað um 20 lánsumsóknir. Fyrsta lánið til fjárfestingar 1 sérstöku verkefni var veitt Botsw- ana Power Corporation. Lánið hljóðar upp á 10 milljónir Banda- ríkjadala og á að nota til fjár- mögnunar á kolaknúnu raforku- veri. Fleiri aðilar taka þátt í fjár- mögnun raforkuversins, m.a. Al- þjóðabankinn. Fyrirtæki í þremur Norðurlandanna hafa sýnt áhuga á þátttöku í þessu verkefni. Að auki hefur bankinn veitt fyrirheit um fjárfestingarlán til 8 verkefna, sem nema samanlagt 520 milljónum norskra króna. Lánsloforð þessi taka til landanna Kolumbíu, Indlands, Kamerún, Portúgals, Suður-Kóreu og Ung- verjalands. Alþjóðabankinn, Sam- ameríski þróunarbankinn og Þróunarbanki Afríku eiga hlut að fjármögnun 5 þessara verkefna. Þau verksvið sem hér er um að ræða eru orkuframkvæmdir, iðn- aðarframkvæmdir, fjarskipti og samgöngur. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hafa fjárfestingar atvinnulífsins á Norðurlöndum í heild haldið áfram að dragast saman. Þó hefur bankinn á síðustu mánuðum orðið var við vaxandi fjárfestingar- starfsemi og aukna eftirspurn eft- ir lánum. Bankinn telur að útlán á öllu árinu 1983 muni ná sama marki og 1982, þ.e. fara í um 1,3 milljarða norskra króna. Á þessum 8 mánuðum hefur bankinn tekið 4 lán, að upphæð samtals 790 milljónir norskra króna. Samtals hefur bankinn þá tekið að láni nær 4,4 milljarða norskra króna, þar af 93% á hin- um alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Vaxtatekjur sjóðsins hafa auk- ist um 38%, fyrst og fremst vegna þess að heildarlán bankans voru á tímabilinu 1,2 milljörðum hærri en á sama tímabili árið 1982. Með- alútlánsvextir jukust úr 10,2% í 10,4%. Nettóafrakstur bankans á tímabilinu nam 97 milljónum norskra króna, sem er svipuð upp- hæð og fyrir sama tímabil árið 1982, og svarar til 11,4% arðs af eigin fé. Islenska fyrirtækið Isno hf. hef- ur fengið sitt annað lán vegna lax- eldisstöðvar í Lónum í Keldu- hverfi, en stöðin er reist í sam- vinnu við fyrirtækið A/S Mowi í Björgvin, sem er í meirihlutaeigu Norsk Hydro-samsteypunnar. Þetta nýja lán er að upphæð 2 milljónir norskra króna. Þá hefur bankinn einnig veitt sitt annað lán til landsíma Fær- eyja til stækkunar á símakerfi eyjanna. Stækkun símakerfisins 84 brautskráðir frá Háskóla íslands Ljósm. Mbl./ól.K.M. EFTIRTALDIR 84 stúdentar luku prófum við Háskóla fslands í upphafi haustmiss- eris. Embættispróf í guðfræði (1) Clarence Edvin Glad Embættispróf í læknisfræði (1) Örn Thorstensen Aöastoðarlyfjafræðingspróf (1) Robert Melax B.S.-próf í hjúkrunarfræði (3) Hildur Einarsdóttir María Gunnlaugsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Embættispróf í lögfræði (1) Óskar Magnússon Kandídatspróf í viðskiptafræðum (15) Bernharður Jóhann Kristinsson Birkir Leósson Guðmundur Jónsson Herbert Viðar Baldursson Katrín Atladóttir Kjartan G. Gunnarsson Kristján Guðmundsson Kristján Sigfús Sigmundsson Kristján Skarphéðinsson María Elínborg Ingvadóttir Matthías Hannes Guðmundsson Pétur Hafsteinn Bjarnason Sigurður Hallur Garðarsson Sturlaugur Sturlaugsson Þórður B. Guðjónsson KandídaUpróf í ísl. málfræði (1) Haildór Ármann Sigurðsson Kandídatspróf í ísl. bókmenntun (2) Kristinn Kristjánsson Sigurborg Hilmarsdóttir Kandídatspróf í sagnfræði (3) Guðmundur Jónsson Þórunn Valdimarsdóttir Ögmundur Helgason B.A.-próf í heimspekideild (23) Ágúst Tómasson Álfhildur Álfþórsdóttir Arnbjörn Jóhannesson Bára Björg Kjartansdóttir Brynja Baldursdóttir Clarence Edvin Glad Elísabet Guðbjörnsdóttir Erna Hildur Gunnarsdóttir Friðrik Magnússon Guðbjörg Gústafsdóttir Guðlaug Hermannsdóttir Guðrún S. Eyjólfsdóttir Gunnar Halford Roach Séð yfír hóp kandidata. Hrafnhildur Sveinsdóttir Inga Karlsdóttir Jóhanna Þráinsdóttir Jón Hallur Stefansson Jóna Pálsdóttir Kristín Sigurðardóttir Margrét Friðriksdóttir Margrét Guðmundsdóttir Óðinn Víkingur Jónsson Þórarinn Friðjónsson Próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta (1) Glen Eric Jakobson Verkfræði- og raunvísindadeild (19) Lokapróf í rafmagnsverkfræði (1) Kristinn Sigurjónsson B.S. próf í tölvunarfræði (5) Bragi Leifur Hauksson Hafdís Einarsdóttir Hrafnkell V. Gíslason Ólafur Guðmundsson Stefán Hrafnkelsson BJS.-próf í eðlisfræði (1) Þóra Jónsdóttir B.S.-próf í matvælafræði (2) Gunnar Kristinsson Herdís M. Guðjónsdóttir B.S.-próf í líffræði (4) Árni Ingason Arnór Þórir Sigfússon Hafliði J. Ásgrímsson Valur Emilsson B.S.-próf (jarðfræði (2) Ásdís Ingólfsdóttir Olgeir Sigmarsson B.S.-próf í landafræði (4) Björg Þórarinsdóttir Bryndís H. Bjartmarsdóttir Bryndis G. Róbertsdóttir Jón Júlfus Eliasson B.A.-próf í félagsvísindadeild (13) B.A.-próf í bókasafnsfræði (2) Dögg Hringsdóttir Steinunn Ósk Guðmundsdóttir B.A.-próf í sálarfræði (4) Auður Róberta Gunnarsdóttir Guðrún Guðmunda Gröndal Heiðdis Sigurðardóttir Klaus Dieter Wiedman B.A.-próf í uppeldisfræði (4) Eiríkur Hilmarsson Jóhann Geirdal Gíslason Kristjana Bergs Ragnheiður K. Benediktsson B.A.-próf í félagsfræði (2) Guðrún Valsdóttir Gunnar V. Valgeirsson B.A.-próf í mannfræði (1) Hermann Ottósson Auk þess luku 11 nemendur námi í uppeldis- og kennslufræði til kennslu- réttinda, en alls hafa 368 nemendur lokið því námi frá stofnun félagsvís- indadeildar 1976. r ra brautskráningarathöfninni í Háskólabíói. Meðal gesta má sjá menntamálaráðherra, frú Ragnhildi Helgadóttui og við hlið hennar Guðmund Magnússon, rektor Háskóla íslands. Húnavaka 1983: Grein um Svínvetninga- brautarfélagið meðal efnis MORGUNBLAÐINU hefur borist ritið Húnavaka, 23. ár — 1983. Út- gefandi er Ungmennasamband Austur-Húnvetninga en ritið kemur út árlega um Húnavöku þeirra Húnvetninga. í ávarpi ritstjóra Húnavöku, Stefáns Á. Jónssonar á Kagað- arhóli, segir meðal annars: „Efni og útiit þessarar Húnavöku er með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á þeim 23 árum sem Húna- vaka hefur komið út, hefur verið birt efni eftir 285 höfunda — 222 karla og 63 konur. Mest af þessu efni hefur verið tengt þjóðlegum fróðleik og sögu héraðsins á einn eða annan hátt eða um 215 þætt- ir. Þá hafa birst 57 viðtöl, um 50 smásögur, nær 40 erindi eða ræð- ur, 35 ferðasögur, 146 ljóð og um 450 vísur. Frá því árið 1965 hafa verið birt stutt æviágrip allra þeirra er látist hafa í héraðinu á ári hverju og eru þetta orðin nær 300 æviágrip og auk þess 45 minningargreinar með mynd, þar sem æviferill manna hefur verið rakinn nokkuð ítarlegar. Á hverju ári hefur verið annáll frétta úr héraðinu í máli og myndum. Áður en þessi 23. ár- gangur fór í prentun var ritið orðið samtals 4.023 blaðsíður fyrir utan auglýsingar." Húnavaka 1983 er að venju fróðleg og fjölbreytt. Meðal efnis má nefna stórfróðlega grein Ingvars Þorleifssonar í Sólheim- um um Sveinvetningabrautarfé- lagið. Segir þar frá baráttu bænda og búandmanna í Svína- vatns- og Torfalækjarhreppum fyrir vegi frá Blönduósi um Torfalækjarhrepp og í Svína- vatnshrepp, sem síðar var nefnd- ur Svínvetningabraut. En vegar- lagning þessi mun einstakt fram- tak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.