Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
47
Man. Utd. áfram í Mjólkurbikarnum
Fré Bob Henne.iy, fréttamanni Morgunblaöaina i Englandi.
MANCHESTER United komst
áfram í Mjólkurbikarnum í
gærkvöldi er liöið sigraöi Col-
chester 2:0 á útivelli. Bæöi mörk-
in komu í fyrri hálfleik. Gordon
McQueen skoraöi fyrra markið
strax á 7. mínútu með hörku-
skalla eftir hornspyrnu Arthur
Graham, og Remi Moses geröi
seinna markiö á 23. mínútu.
Colchester reyndi hvað þaö gat
til að ógna 1. deildarliöinu, en
aldrei skapaöist verulega hætta
við mark United.
Fulham og Liverpool geröi jafn-
tefli, 1:1, á Craven Cottage í Lond-
on í frábærum leik, aö sögn frétta-
manna BBC, en leiknum var lýst
þar. Bæöi lið léku skemmtilega
sóknarknattspyrnu. Fulham var á
undan aö skora, Kevin Lock gerði
markið úr vítaspyrnu á 64. mínútu
eftir aö Gordon Davies haföi veriö
felldur í teignum. „Fulham á þetta
fyllilega skiliö," sagöi Emlyn Hugh-
es, fyrrum fyrirliöi Liverpool og
enska landsliösins, sem var á
meðal þula BBC á leiknum.
En fréttamennirnir voru enn aö
tala um mark Lock er Liverpool
haföi jafnað. Sextíu sekúndum eft-
ir markiö haföi lan Rush skoraöi
sitt 14. mark á tímabilinu. Leik-
menn Liverpool geröu sig greinilga
ánægöa meö jafntefli og eftir mark
Rush héldu þeir boltanum vel.
Fulham fékk varla færi. Liöin þurfa
aö mætast á nýjan leik 22. nóv-
ember og veröur þá leikiö á An-
field Road í Liverpool.
Úrslit annarra leikja í Mjóikur-
bikarnum uröu:
Birmingham—Notts County 2:2
Preston—Sheff. Wedn. 0:2
Rotherham—Southampton 2:1
Stoke—Huddersfield 0:0
Walsall—Shrewsbury 2:1
West Ham—Brighton 1:0
Wimbledon—Oldham 3:1
Dave Swindelhurst skoraói sig-
/ %
urmark West Ham átta mínútum
fyrir leikslok meö skalla eftir send-
ingu Alan Devonshire. Leikurinn
var mjög jafn. Imre Varadi og Gary
Shelton skoruöu fyrir Sheffield
Wednesday. Þau úrslit sem vekja
mesta athygli eru sigur Rotherham
á Southampton. Peter Shilton lék
aö visu ekki meö Southampton,
hann er meiddur. Varamarkvörö-
urinn Spearing slasaöi Wright,
framherja Rotherham í leiknum er
hann hljóp úr markinu og ætlaöi
aö góma boltann. Þess má geta aö
Rotherham sló annað 1. deildarlið
úr bikarnum í síöustu umferð, Lut-
on. Crystal Palace sigraöi Cardiff
1:0 í 2. deild í gærkvöldi.
Piontek velur fyrir Grikkjaleikinn:
Danir verða að vinna
EFTIR eina viku, þann 16. nóv-
emberleika Danir sinn þýóingar-
mesta landsleik í knattspyrnu um
langt árabil. Þá mætir danska
landslióiö því gríska f Aþenu.
Leikur liðanna er síöasti leikur
Danmerkur í riölakeppninni í Evr-
ópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu. Danir eru meö forystu í
þriöja riðli, hafa hlotið 11 stig, en
Englendingar eru meö 10 stig.
Sigri Danir gríska landslióiö hef-
ur lióió tryggt sór sigur f riðlinum
og jafnframt þátttökurétt í
úrslitakeppninni í Frakklandi á
næsta ári. Englendingar eiga eftir
aó leika gegn Luxemborg og
verða aö teljast öruggir sigurveg-
arar í þeim leik.
Landsliösþjálfari Dana, Sepp
Piontek, valdi í gærdag 15 leik-
menn í landsliöshópinn fyrir leikinn
gegn Grikkjum. Hópurinn er
skipaöur eftlrtöldum leikmönnum:
Markveröir: Ole Kjær, Esbjerg,
og Ole Quist, KB.
Aörir leikmenn: Seren Busk,
Ghent, Ivan Nielsen, Feyenoord,
Morten Olsen, Anderlecht, Jan
Molby, Ajax, Jens Jorn Bertelsen,
Seraing, John Lauridsen, Espanol,
Allan Simonsen, Vejle, Soren
Lerby, Bayern Munchen, Frank
Arnesen, Anderlecht, Jesper
Olsen, Ajax, Klaus Berggreen,
Pisa, Michael Laudrup, Lazio, og
Preben Elkjær Larsen, Lokeren.
Einum leikmanni veröur bætt
viö þennan hóp og veröur þaö aö
líkindum varnarmaöur. Annaö-
hvort Ole Rasmussen hjá Herta
Berlin eða Ole Madsen sem leikur
með Brondby. Flestir eru leik-
mennirnir atvinnumenn meö
þekktum liöum í Evrópu. Gifurleg-
• Danski landsliótþjáifarinn f knattspyrnu, Sepp Piontek, ásamt
dönsku landsliðsmönnunum sem leika hjá Anderlecht. Frá vinstri:
Kenneth Brylle, Morten Olsen, Per Frimann og Frank Arnesen.
ur áhugi er á leiknum gegn Grikkj-
um heima í Danmörku og búist er
viö aö ekki færri en 6.000 Danlr
fari til Grikklands til aö horfa á
leikinn, þrátt fyrir aö um beina
sjónvarpsútsendingu veröi aö
ræöa.
• Janus Guólaugsson á æfingu meö íslenska landsliöinu, Viöar Hall-
dórsson fyrirliöi landsliösins fylgist vel meö.
I
Janus hefur skorað
síðustu fjórum leikjum
JANUS Guölaugsson skoraöi
mjög glæsiiegt mark um helgina
er lið hans Fortuna Köln vann
Oberhausen 3—1, í 2. deild
vestur-þýsku 2. deildar keppn-
inni í knattspyrnu. Janus sem
leikur nú sem miövallarspilari
hefur skoraö mark í síöustu fjór-
um leikjum F-Köln og spilaö
mjög vel og fengið góöa dóma.
— Mark mitt gegn Oberhausen
var sérlega glæsilegt þó svo aö óg
segi nú sjálfur frá. Ég náöi aö
skjóta viöstööuiaust þrumuskoti
sem fór alveg efst í markhornið
óverjandi fyrir markvöröinn, sann-
kallaö draumamark og sennilega
þaö fallegasta sem ég hef skoraö
um dagana, sagöi Janus þegar
Mbl. spjallaöi viö hann.
Aö sögn Janusar þá hefur For-
tuna Köln gengiö vel í vetur. Liöiö
er skipað sömu leikmönnum aö
mestu og á síöasta ári sem þekkja
vel hver inná annan. Janus sagöi
aö tvö stig skildu á milli Kölnar-
liösins og liðsins sem væri í þriöja
sæti í 2. deild.
„Viö gerum okkur góöar vonir
um aö veröa i baráttunni um efstu
sætin í deildinni í vetur. Þaö er
sterkari heildarsvipur á liöinu en
oft áöur. Ég kann mjög vel viö mig
í stööu miðvallarleikmanns, þaö er
mun líflegri staöa heldur en staöa
aftasta varnarmanns," sagöi Jan-
us.
— ÞR.
Blakdeild Víkings
AÐALFUNDUR blakdeildar
Víkings verður haldinn f Vík-
ingsheimilinu á sunnudaginn,
13. nóv., og hefst kl. 17.
Norðurlandamótið í borðtennis í Laugardalshöll:
Sonja Gretberg og Jörgen
Person þrefaldir meistarar
Svíar voru mjög sigursælir á
Noróurlandamótinu f borðtennis
sem fram fór f Laugardalshöll um
helgina. Svíar fengu gull í fjórum
flokkum og Finnar í þremur.
Þaö kom í Ijós strax á föstu-
dagskvöld, aö Svíar voru meö yfir-
buröaliö í karlaflokki. Þá hófst
mótiö meö landskeppninni, en
henni lauk svo á laugardag meö
úrslitaleik Svía og Dana. Sænskur
sigur var mjög öruggur þar, Jan-
Ove Waldner og Jörgen Person —
tveir efnilegustu borðtennisleikar-
ar á Noröurlöndum voru þar
fremstir í flokki hjá Svíum. Þeir fé-
lagarnir mættust einmitt í úrslita-
leiknum í einliöaleik á sunnudag-
inn. Flestir bjuggust viö öruggum
sigri Waldner, sem er Evrópu-
meistari unglinga, en Persson lét
þaö ekki á sig fá. Hann sigraöi
landa sinn í skemmtilegri viöur-
eign.
Claus Petersen og Teis Jonas-
son frá Danmörku urðu í þriöja til
fjóröa sæti.
Svtar sigruðu í landskeppninni,
Danir uröu í ööru sæti og Finnar í
því þriðja. í kvennaflokki sigruöu
Svíar einnig í landskeppninni,
finnsku stúlkurnar uröu í ööru sæti
og Danir í þriöja sæti. I einliöa- og
tvíliöaleik sigruöu hins vegar
finnskar stúlkur — og var úrslita-
leikurinn í einliöa leik kvenna sér-
staklega skemmtilegur. Vel leikinn
og spennandi. Þar áttust viö Sonja
Gretberg, Finnlandi og Memi Veja-
des, Svtþjóö. Sonja sigraöi í þeirri
viöureign.
í tvíliöaleiknum hjá kvenfólkinu
sigruöu þær Sonja Gretberg og
Eva Malmberg frá Finnlandi. Memi
Veijades og Pia Elason frá Svíþjóö
uröu aö gera sér annaö sætiö aö
góöu. Sonja Gretberg hin finnska
lét ekki þar við sitja: hún sigraði
einnig í tvenndarleik ásamt landa
sínum Jaramu Jokkinen. Hún varð
því þrefaldur sigurvegari á mótinu.
Jörgen Person, Svíþjóö, varö
einnig þrefaldur sigurvegari á mót-
inu. Eins og áöur sagöi sigraði
hann í einliöaleik karla, hann var í
sigursveit Svía í landskeppninni,
og þá varö hann Noröurlanda-
meistari í tvíliöaleik karla ásamt
Jan-Ove Waldner. i tvenndar-
keppninni uröu Eva Malmberg og
Stefan Söderberg frá Finnlandi í
ööru sæti.
Þaö var mikið þrekvirki af Borö-
tennissambandi íslands aö ráöast í
þaö verkefni aö halda Norður-
landamótiö í borötennis en ekki er
hægt aö segja annaö en aö fram-
kvæmd mótsins hafi veriö meö
miklum ágætum. Þaö eina sem
vantaöi voru fleiri áhorfendur, en
þeir voru því miður mjög fáir í Höll-
inni keppnisdagana. — SH.
McLean neitaöi
Fré Bob Hennessy, fréttamanm
Morgunbtaösins í Englandi.
JIM McLean, framkvæmda-
stjóri Dundee United, hafnaöi
tilboði forráóamanna Glasgow
Rangers um aö taka við liöinu.
Rangers bauö honum 70.000
sterlingspund í árslaun, en
það samsvarar tæplega þrem-
ur milljónum íslenskra króna.
Þetta eru geysilega há laun,
enda er Rangers eitt alríkasta
félagslið á Bretlandseyjum, ef
ekki það ríkasta.
Forráöamenn Dundee Unit-
ed urðu yfir sig hrifnir þegar
Mclean hafnaöi tilboöi Rangers
og gáfu út þá yfirlýsingu að fé-
lagiö myndi halda góögeröaleik
fyrir hann, og myndi hann fá
um 40.000 sterlingspund í eigin
vasa út úr því. McLean geröi liö
Dundee Utd. aö skoskum
meistara í vor.
Þeir sem aðallega eru nefnd-
ir í sambandi viö framkvæmda-
stjórastööuna hjá Rangers
þessa stundina eru Jock Wall-
aca hjá Motherwell, Billy Bing-
ham, einvaldur noröur-írska
landsliðsins og Jack Charlton,
fyrrum stjóri Sheffield Wednes-
day.
Skotland
ÚRSLIT í skosku úrvalsdeildinm.
Dundee Utd. — Dundee 0—1
Hibernian — Hearts 1—1
Motherwell — St. Mirren 0—0
Rangers — Celtic 1—2
St. Johnstone — Aberdeen 0—5
Staöan t úrvalsdeildinni.
Aberdeen 11 8 1 2 31: 7 17
Celtic 11 7 2 2 29:14 16
Dundee Utd. 10 7 1 2 22 : 9 15
Hearts 11 6 3 2 14: 9 15
Hibernian 11 5 1 5 16:21 11
Dundee 11 4 1 8 15:23 9
Rangers 11 3 1 7 16:21 7
St. Mirren 10 1 5 4 9:15 7
Motherweli 11 1 5 5 6:18 7
St. Jonstone 11 2 0 9 10:33 4