Morgunblaðið - 20.12.1983, Page 12

Morgunblaðið - 20.12.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 SKILABOÐ Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: SKILABOÐ TIL SÖNDRU. Leikstjóri: Kristín Fálsdóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir, Árni Þórarinsson, Kristín Páls- dóttir. Kvikmyndataka: Einar Bjamason, Alex de Wall. Hljóð: Böðvar Guðmundsson, Martien Coucke. Leikmynd: Hákon Oddsson. Upptökustjóri: Árni Þórarinsson. Sýningarstaður: Háskólabíó. Á haus pappírsarkanna sem ég fæ frá Mogganum og ætlaðar eru til vélritunar greina um bíó og leikhús stendur framan við einn dálkinn: Skilaboð. Venju- lega læt ég nægja að hripa nafn mitt í þennan dálk því sjaldnast dettur mér neitt spes í hug sem erindi á til uppsetningarmanna eða annarra sem koma greinum mínum í endanlegt form í blað- inu. Á þeim stundum er hégóma- girndin flæðir úr sálinni skil ég dálkinn eftir auðan, ég sé ein- faldlega enga ástæðu til að fylla ekkert með engu. Skáldsaga Jök- uls Jakobssonar Skilaboð til Söndru fjallar um mann sem af hégómagirnd finnur sig knúinn til að fylla út í auðan dálk, tekst það ekki og endar sem kaffihúss- eigandi á eyju í Eyjahafi. Kynni mannsins af stúlkukindinni Söndru verða til þess að hann gefst uppá að fylla út í dálkinn auða. Hugljúf er saga Jökuls af þessum fágæta sigri ástarinnar á hégómagirndinni og ljúft það hugarþel er býr að baki textan- um. En ósjálfrátt verður mér lit- ið til auða dálksins efst á Mogga- örkinni er ég hugsa til ummæla Guðnýjar Halldórsdóttur og Kristínar Pálsdóttur í þá veru að lengi hafi þær stöllur leitað að heppilegu söguefni að festa á filmu er þær fengu skilaboðin frá Söndru. Er hér ekki verið að reyna að fylla inní auðan dálk með engu, á ekki söguefnið að leita svo á listamanninn að hon- um verði ekki vært, að hann verði að stökkva útúr þeim sál- arreit er honum er skipaður af samfélaginu og yfir á marka- lausar lendur listarinnar, þar sem hann getur opinberað reynslu sína og létt á hjarta sínu. Ég get ekki að því gert en mér finnst einsog kvikmyndin Skila- boð til Söndru sé fyrst og fremst uppáskrift á ávísun sem lengi hefir staðið óútfyllt. Það varð að skrifa út upphæðina að finna söguefni. Það er sárt að verða að taka svo til orða en ég get með engu móti fundið í texta Jökuls efni sem vænlegt sé að festa á filmu. Textinn er nánast eintal Jónasar rithöfundar og síðar kaffihússeiganda. Þetta er eins- og áður sagði ljúfur texti borinn upp af hugarþeli Jökuls. En þetta er hljóóur texti sem seitlar inní sálina og opnar örlítil hólf í hjartanu, eigum við að segja uppá hálfa gátt. Kvikmyndin er hinsvegar ekki hljóðlátur miðill og við skulum láta textanum eft- ir þau svið sem aðeins opnast, þegar maðurinn nýtur samvista við hann í einrúmi eða í návist hundsins síns. Sá er þennan texta ritar hefir undanfarin tvö ár dvaldist í nánu persónulegu sambandi við hugsýnir nokkurra skálda. Þegar glíman við hina hljóðu veröld skáldsins var orðin næsta óbæri- leg, var skroppið á bíó — þar var líf, fjör og skarkali. Og þegar skarkalinn var orðinn óbæri- legur var aftur haldið inná dúnmjúkar lendur skáldskapar- ins þar sem prinsessur búa í gagnsæjum köstulum. Þannig bjargaðist sálartetrið og grunur minn óx í þá veru að til að bjarga mönnum óbrjáluðum frá heimi kvikmyndarinnar verði að gefa þeim kost á að njóta kyrrð- ar skáldskaparins. Zen prestur í Japan var eitt sinn spurður að því hvers vegna hann gengi ekki útúr klaustrinu útí japanska efnahagsundrið: Menn leita hingað ... svaraði presturinn. Já, menn munu leita til skáldskaparins einsog hann birt- ist á bók en líka til skáldskapar eins og hann birtist af filmu. En menn munu ekki leita til bóka sem eru ritaðar eins og kvik- myndahandrit né til kvikmynda sem eru filmaðar einsog bækur. Kvikmynd Umba sf. Skilaboð til Söndru er þannig bók sem er færð í búning kvikmyndar. Óvíða er vikið frá texta Jökuls og hvergi kemur neitt á óvart þeim er þekkir bókina. Ég held raunar að litlu máli hefði skipt þótt hoppað væri frá hugmynda- heimi Jökuls við og við því eins- og áður sagði er texti hans fyrst og fremst bundinn tilfinningu þess er segir frá og leitast við að ræða persónulega við lesandann. Menn lesa ekki af slíkri bók yfir þúsund manns. ó þó, getur Bessi Bjarnason ekki leyft sér ýmis- legt sem við hin þorum ekki einu sinni að stinga uppá i einrúmi? Ég er ekki frá því að Bessi hafi lífgað svo uppá Jónas rithöfund og kaffihússeiganda að Jökull hyrfi úr huga manns en þess í stað stæði fyrir framan mann galtómur smáborgari með skáldadrauma. Vel að verki stað- ið, Bessi, sérstaklega þar sem til- svörin voru í styttra lagi. Ásdís Thoroddsen leikur Söndru, þá er miklu konu er fyllir útí auða dálkinn í lífi Jón- asar. Jökull lýsir svo þessari veru: .,. ljóst slegið hár, skær blá augu, í skósíðum indverskum kyrtli með indíánaband um enn- ið og aleiguna í axlartösku úr leðri ... Ásdís Thoroddsen er dökkhærð, brúneyg, klæðist lopapeysu í myndinni. Snjallt hjá þeim Kristínu og Guðnýju. En mér varð hugsað til allra þeirra glæsilegu ungu leik- kvenna sem ég hef horft á und- anfarin ár niðrí Lindarbæ þreyta sína frumraun á leiksviði Leiklistarskóla íslands. Á þetta glæsilega leikmenntaða unga fólk að ganga endalaust um göt- ur borgarinnar í leit að hlut- verki. Hjá því er í það minnsta framsögnin í fullkomnu lagi en slíkt verður sjaldnast sagt með nokkrum sanni um amatöra. Ég vil nota tækifærið hér til að skora á kvikmyndagerðarmenn að mæta á sýningar hjá Leiklist- arskóla íslands. Þar er að finna frjómögn íslenskrar leikara- stéttar. En svo ég haldi áfram að tí- unda frammistöðu leikaranna í þessari mynd þá get ég ekki stillt mig um að hæla Bryndísi Schram sem leikur hér pornó- drottninguna Eyrúnu. Bryndís er orðin svo sviðsvön að hún kippir sér ekki hætishót upp við kvikmyndavélina. Fannst mér hún lyfta myndinni og sömuleið- is Rósa Ingólfsdóttir sem er kómísk í meira lagi. Þá er Birna Þórðardóttir einsog sköpuð í hlutverk rannsóknarlögreglu- mannsins. Er ég viss um að ag- inn í lögreglunni myndi batna mikið ef Birna fengi þar inni, þó ég kjósi nú fremur hinar ljúfu löggur af gamla skólanum. Jón Laxdal fer vel með hlutverk kvikmyndaleikstjórans Peter Dunhill í fremur kurteisislegri pornósenu í húsi því er pornó- drottningin Eyrún ræður í sam- vinnu við mann sinn John Stew- art Taylor sem Elías Mar leikur. Þá er einkar ánægjulegt að sjá gamlan skólabróður, hinn færa leikstjóra Andrés Sigurvinsson, í hlutverki Kobba, sem nefndist Jón frú í bókinni. Jú og ekki má gleyma þeim bræðrum Þorláki Kristinssyni og Bubba Morthens sem leika pörupiltana Þorlák og Nonna. Þeir bræður hafa senni- lega verið hrekkjusvín á unga aldri þó annar sé nú orðinn virðulegur nýlistarmaður og hinn ódauðlegur söngvari. Kostulegasta týpan í mynd- inni er samt Brúsi. Slíkir menn eru verðmæti og er ég á því að Guðný Halldórsdóttir hafi kom- ið auga á þennan ágæta mann, því hún hefir þegar sýnt í félags- heimilisþáttunum næmt auga fyrir hinum kostulegri hliðum tilverunnar. Er synd að Guðný skuli ekki standa ein að handriti myndarinnar, þó svo ég viti að Árni Þórarinsson sé manna skarpastur á kvikmyndir, þá kann aldrei góðri lukku að stýra að margir vasist í handritsgerð. Kristínu Pálsdóttur leikstjóra og handritshöfund þekki ég ekki en óska þess að hún verði heppnari með texta næst þegar hún leggur útí kvikmyndagerð. Ég vil að lokum þakka hljóðupptöku- mönnunum Böðvari Guðmunds- syni og Martien Coucke fyrir að hvert orð kemst til skila af þeim viðkvæma texta er hér hljómaði. Ljúf tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar og Bubba Morthens á drjúgan þátt í þeirri angur- væru, ljóðrænu stemmningu sem umlykur þessa mynd og á vafa- laust eftir að laða marga í Há- skólabíó yfir hátíðirnar. Per- sónulega kýs ég fremur að njóta slíks meðal mynda og ljóða, en hver hefur sinn smekk. Pelsar- kjólar- dragtir Stórglæsilegur og vandaóur fatnaöur frá tískukóngi Parísar Karl Lagerfeld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.