Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 37 Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu ÚT ER komin bókin Nordfjördur, saga útgeröar og fiskvinnslu. Höf- undur er Smári Geirsson, skóla- meistari í Neskaupstað, en útgefend- ur Samvinnufélag útgerðarmanna, Neskaupstað, og Síldarvinnslan hf., Neskaupstað. Prentsmiðjan Hólar annaðist setningu, prentun og bók- band. Bókin skiptist í fjóra hluta og fjallar um útgerð og fiskvinnslu á Norðfirði, Neskaupstað, frá upp- hafi og fram á þessa daga. í for- mála útgefenda segir meðal ann- ars: „Með riti þessu er minnst 50 ára afmælis Samvinnufélags út- gerðarmanna í Neskaupstað og 25 ára afmælis Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en Samvinnufélagið var stofnað 2. júlí 1932 og Síldar- vinnslan 11. desember 1957. Samvinnufélag útgerðarmanna eða Sún, eins og félagið hefur ver- ið kallað á heimaslóðum, var stofnað af 18 útgerðar- og sjó- mönnum í Neskaupstað, þegar heimskreppan mikla þjarmaði sem harðast að öllum atvinnu- rekstri og afkoma sjómanna og út- vegsmanna var að komast í þrot. Saga Sún og Síldarvinnslunnar er veigamikill þáttur atvinnusögu Norðfirðinga á liðnum 50 árum. Smári Geirsson, skólameistari í Neskaupstað, hefur tekið saman þetta rit. Útgefendur kunna hon- Smiri Geirsson ísafjörður: Jólasveinar útbýta gjöfum ísafirði, 13. desember. KIWANISMENN á ísafirði hafa, eins og nokkur undanfarin ár, samið við nokkra velþekkta jólasveina um að koma til ísafjarðar á Þorláks- messu. Gert er ráð fyrir því, að þeir verði á ferðinni um klukkan 16 í neðanverðu Hafnarstræti. Verða þeir með söng og hljóðfæraslátt og líklega munu þeir útbýta einhverjum gjöfum. Á aðfangadag munu jóla- sveinarnir síðan ganga í hús með jólapakka fyrir Isfirðinga, sé þess óskað. Pökkunum þarf að skila í Kiwanishúsið á Skeiði milli klukkan 13 og 17 á Þor- láksmessu. — Úlfar. um þakkir fyrir verkið og vænta þess, að það verði til fróðleiks og gagns fyrir alla þá sem áhuga hafa á þróun atvinnumála í sjáv- arútvegsbæ á þeim tíma sem ritið tekur til umfjöllunar." HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Úrval góðra reyrmuna Blaöagrind kr. 720.-. Handgeröar indverskar helgimyndir í reyrramma. Kr. 970.-. Speglar í reyrramma. Margar gerðir. Blómasúla meö 3 pottum. Kr. 975.- Verokina-stóll. Kr. 3.180.- með sessu. Prinsessuborð. Kr. 2.150.-. Símaborð með gleri. Kr. 1.980.-. Prinsessustóll. Kr. 3.470.- með sessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.