Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 19

Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 19
MORGUNBLAÐLÐ, FIM^ITUDAGUR 10. MAÍ 1984 I 19 PRNKnSTRIk Tívolírekstur í Reykjavík í sumar: „Gætum opnað um mánaðamót“ „EF ALLT fer að óskum gerum við okkur vonir um að geta opnað upp úr næstu mánaðamótum," sagði Sigurð- ur Kárason hjá Kauplandi, sem sótt hefur um lóð við fót Óskjuhlíðar und- ir rekstur skemmtigarðs í sumar. „Okkur er ekkert að vanbúnaði, áhóldin eru komin til landsins, og nú bíðum við bara eftir ákvörðun borg- aryfirvalda.“ Sigurður sagði Kaupland hafa langa reynslu í rekstri leiktækja og hugmyndina ekki vera nýja. „Þetta er búið að vera draumur hjá okkur lengi og okkur fannst að nú væri annað hvort að hrökkva eða stökkva. Hér er ekki verið að flana að neinu, við erum búnir að kynna okkur þennan rekstur í mörg ár og vitum að hverju við göngum. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.“ Auk hefðbundinna Tívolí-tækja sagði Sigurður að boðið yrði upp á skotbakka, auk þess sem skemmti- atriði yrðu um helgar. Þá yrði sett- ur upp lítill veitingasalur. Hug- myndin væri að opna garðinn um miðjan dag og hafa opið fram undir miðnætti. Opið yrði jafnt á virkum dögum sem um helgar. Ætlunin væri að hafa opið til hausts og að loknu sumri yrði dæmið gert upp og ákvörðun tekin um framhald. Bílstjórar hjá Landleiðum sam- þykktu í vikunni nýgerða kjarasamn- inga, sem fela í sér launahækkun á bilinu 7,52% upp í 11,29%, að 5% hækkuninni 1. mars sl. meðtalinni. Atkvæði féllu þannig á fundinum að 8 greiddu atkvæði með samningnum en 6 voru á móti. Leiðsögumenn felldu á félags- fundi sínum sl. sunnudagskvöld nýgerða kjarasamninga og kom þar fram megn óánægja með kjör leið- sögumanna þannig að búast má við því að leiðsögumenn og viðsemj- endur þeirra hittist fljótlega á nýj- an leik í húsakynnum ríkissátta- semjara að Borgartúni 22. Alþingi: Eldhúsdagsumræð- ur nk. þriðjudag KÍKISNTJÓKNIN ákvað á fundi sín- um á þriðjudag, að almennar stjórn- málaumræður, svonefndar eldhús- dagsumræður, fari fram á Alþingi samkvæmt þingsköpum, n.k. þriðju- dagskvöld, 15. maí nk. Eldhúsdagsumræðunum verður útvarpað að venju, en ekki er ljóst hvort þeim verður einnig sjónvarp- að. . , M Pnf I Landleiðir sömdu Leiðsögumenn felldu Ir, nátío HEIMSREISU ■ jr; KLÚBBSINS í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. maí. Húsiö opnaö kl. 19.30. Veisla og skemmtun með Heimsreisubrag. Kynning á Heimsreisu V. Minningar í myndum frá Heimsreisu IV. Glæsilegur matseöill. Blandaöir kaldir smáréttir. Hvítlaukskryddaöur lamba- hryggur. Súkkulaðikaka skreytt meö marineruöum appelsínum. Verö aðeins kr. 890,-. Rúllugjald innifalið. Skemmtiþáttur og dans. Feröaskrifstofan Útsýn kynnir starfsemi Heims- reisuklúbbsins. c Inojrel/ Í4M Fyrri þátttakendur í Heimsreisum Útsýnar eru sérstaklega velkomnir ásamt gestum sínum, en öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Miöasala er í anddyri SúlnasaJar í dag, milli kl. 16—19. Borðapantanir og nánari upplýsingar í símum 20221 — 29900. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.