Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 45 börnum þeirra. Einnig öllum öðr- um nánum ættingjum hennar, eins og Sigríði systur hennar, en með þeim veit ég að var alla tíð sérstaklega kært. Þessu fólki öllu sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur og bið því guðsblessunar í harmi þess, um leið og ég kveð sjálfur þessa mág- konu mína hinstu kveðju. Helgi Helgason Horfin er yfir móðuna miklu mæt mannkostakona. Hugljúf verður mér minningin um Dagg- rðs. Hvorki voru kynnin löng né ná- in, en óll voru þau á eina lund. Með björtu brosi sínu varpaði hún gullnum geislum á veg okkar, sem áttum með henni samfylgd. Sár- þjáð gat hún miðlað öðrum hugg- un og von. Hún var vorsins barn í sinu innsta eðli með vermandi viðmót og innileika alúðarinnar í allri framgöngu. í hetjulegri baráttu við vágest- inn voðalega var hún ævinlega æðrulaus og sterk; auðvitað sagði hún allt hið bezta, áhyggjur og umhyggja hennar sneri að öðrum, þar sem hún var hinn örláti veit- andi sannrar hjartahlýju. Það var því að vonum, að vina- hópur hennar yrði stór, hvar sem hún fór. Svo var á Reykjalundi 1979, þar sem fundum okkar bar fyrst saman. Aðlaðandi og elsku- leg framkoma þessarar bjartleitu, fríðu konu fékk jafnvel þá fáskipt- ustu til að brosa og tala. Falslaus var gleði hennar og hláturinn hlýr, hvergi örlaði á biturð eða beizkju, það fann ég bezt í fyrra, er ég ræddi við hana alltof stutta stund. Enn ljómaði bros á vör og glettið blik í auga, enn var vonin í öndvegi, enn var hlýjan söm til allra, sem hún minntist. Örlaganornir spunnu henni vef veikinda og þjáninga, en óbuguð hvarf hún á vit þess, sem æðra er, sönn hetja í hversdagsins önn og amstri dægranna. Aðeins skal stiklað á æviatrið- um. Fædd var hún í Hergilsey 10. nóvember 1929 og voru foreldrar hennar hjónin Guðný Guð- mundsdóttir og Stefán Jónsson. Ung missti hún föður sinn, er hann drukknaði í Breiðafirði. Þurfti ekkjan þá að koma börnun- um sínum fyrir í smátíma, en al- systkini Daggrósar voru Hafliði Þórður, sem fórst með togaranum Júlí 1959 og Sigríður, húsmóðir í Reykjavík. Um tíma bjó Daggrós hjá frænku sinni á Patreksfirði, þar til fjölskyldan sameinaðist aftur og fluttist að Bakka í Tálknafirði. Þar gerðist Guðný ráðskona hjá Sigurði Heiðberg, bónda og kenn- ara þar. Til Reykjavíkur fluttist fjöl- skyldan svo 1944 og þar átti Daggrós heimili upp frá því. Þann 18. nóvember 1953 giftist hún Halldóri Helgasyni, prentara. Eignuðust þau sex börn, sem öll eru uppkomin. Þau eru: Ragnar Örn, Stefán Þröstur, Hafdís Guð- ný, Hafliði Þórður, Bryndís Sig- riður og Arndís Auður. Barna- börnin eru nú 8. Það kom engum á óvart, þó allir kunnugir ljúki upp einum rómi um það, hversu góð móðir og myndar- leg húsmóðir Daggrós hafi verið. Slíkt bar hún með sér, hvar sem leið hennar lá. Með virðingu og þökk er hún kvödd þakklátum huga þess, er varð vináttu hennar aðnjótandi alltof skamma stund. Það er mik- ilvægur þáttur lífsgæfunnar að mega eiga samleið með slíku af- bragðsfólki. Það merlar um minn- ingu Daggrósar í mínum huga og með söknuði er henni send hinzta kveðjan. Eiginmanni, börnum og öllum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Vinhlý verður kveðja margra í dag með ívafi tregans tæra, sem fylgir hinni mætu minningu Daggrósar. Helgi Seljan. f dag er til moldar borin einlæg vinkona mín, Daggrós Stefáns- dóttir, Didda eins og hún var köll- uð, hafði hún í rúm fjögur ár bar- ist við þann sjúkdóm sem allt of marga hefur lagt að velli. Mér er minnisstætt hve lítið hún talaði um veikindi sín, alltaf stóð hún brosandi upp úr þeim. Kynni okkar hófust árið 1970 þegar við fluttum í sama hús, að Dvergabakka 8. Yngri börn okkar voru á svipuðu reki og varð því mikill samgangur á milli fjöl- skyldna okkar, og hittumst við daglega yfir kaffibolla. Við fórum saman í ferðalög og áttum saman dýrmætar og ánægjulegar stundir, sem seint líða mér úr minni. Hin seinni ár kom þó Betur í ljós hversu hún þjáðist mjög og varð það ljóst að eiginmaður minn og hún áttu við sama sjúkdóm að stríða. Efst er mér í huga þakklæti fyrir þann styrk sem hún sýndi mér og börnunum mínum á síð- astliðnu hausti. Didda hélt mjög upp á yngstu dóttur mína, Döggina sína, og þeg- ar ég sagði henni frá andláti henn- ar, varð henni að orði: „Nú er Didda hjá pabba á himnum." Ég og fjölskylda mín vottum fjólskyldu hennar og óðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. j Hafðu þökk fyrir allt og allt." Laufey Kristjánsdóttir 1. maí þegar sólin skein sem skærast og vorið var óðast að boða komu sína kvaddi þennan heim vinkona mín, Daggrós Stefáns- dóttir. Ekki að það hafi komið mér svo á óvart, því veikindi höfðu dregið svo mjög úr lífsþrótti henn- ar nú síðustu vikur og vitað var að hverju stefndi. Engu að síður var andlát hennar mér sem reiðarslag því þar fór einstök kona og mikill vinur vina sinna. í huga mínum birtast ljósar og Ijúfar minningar um gæsku og gleði þess tíma er kynni okkar Diddu hófust fyrir um það bil 35 árum, er við báðar byrjuðum að vinna hjá sælgætisgerðinni Vík- ingi, þá strax varð mér ljóst hve góð og heilsteypt stúlka hún var. Hjúskapur og barnauppeldi settu svip sinn á líf okkar beggja og í mörg ár átti ég því láni að fagna að búa í næsta nágrenni við hana. Þrátt fyrir veikindi hennar á síðustu árum dáðist ég alltaf af lífsorku hennar og dugnaði. Það var sama hvað amaði að, hún var alltaf sem sólargeisli, brosandi og falleg og bar með sér birtu og yl hvenær sem hún kom í heimsókn. Að taka eitt fram yfir annað þegar hugurinn reikar um farinn veg í vináttu okkar Diddu í gegn- um árin, er ekki hægt, þó kemur aftur og aftur í huga mér mynd frá fögrum degi á liðnu sumri, er við ókum saman til Hafnarfjarðar í stutta heimsókn. Að heimsókn- inni lokinni fórum við víða um bæ- inn í góða veðrinu og áttum saman stund er verður mér ógleymanleg og dýrmæt í safni minninga um hana. Þakklæti býr mér efst í huga á þessari stundu fyrir tryggðina og vináttuna traustu í gegnum árin og fram á síðasta dag, ég bið góð- an guð að geyma Daggrósu Stef- ánsdóttur. Eftirlifandi eiginmanni Hall- dóri Helgasyni, börnum og öðrum ástvinum sendum við hjónin okkar dýpstu samúðarkveðjur með ósk um blessun guðs. Sigga vinkona Ingólfur Blöndal læknir — Minning Fæddur 21. júlí 1912. Dáinn 20. apríl 1984. Andlát Ingólfs vinar okkar kom okkur vissulega mjög á óvart, er fregnin um það barst hingað til lands. Hann hafði veikst skyndilega er hann var í heimsókn hjá dóttur sinni og tengdasyni í Japan og var látinn að viku liðinni. Ingólfur var bekkjarbróðir okkar í Menntaskóla Reykjavíkur og lukum við stúdentsprófi saman árið 1931. Við höfum því margs að minn- ast frá samvistum okkar við hann á menntaskólaárunum, ljúfar endurminningar um góðan dreng. Allir fórum við í Háskóla Is- lands, og stunduðum þar nám samtímis. Treystust þá vináttu- böndin enn frekar. Ingólfur var mjög vel gefinn og afbragðs námsmaður og lauk hann læknaprófi með ágætri ein- kunn í febrúar 1937. Ásamt honum luku þá embætt- isprófi í læknisfræði Erlingur Þorsteinsson, Gunnar J. Cortes og Höskuldur Dungal. Af þeim er nú Erlingur einn á lífi, starfandi læknir í Reykjavík. Skömmu eftir að Ingólfur lauk námi hér hélt hann tíl Danmerkur til framhaldsnáms. Fyrsta árið var hann námskandidat á Amts- og borgarspítalanum í Vejle. Að því loknu hóf hann nám í skurð- lækningum hjá frænda sínum Daniel Bartels, yfirlæknir við Sjúkrahúsið í Viborg, en hann og móðir Ingólfs voru bræðrabörn. í Vejle mun Ingólfur hafa kynnst eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnhild, hjúkrunarkonu, og stofnuðu þau heimili þar. Þau eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son. Hann starfaði á ýmsum sjúkra- húsum í Danmörku að almennum skurðlækningum en þó einkum að kvensjúkdóma- og fæðingarhjálp. Farnaðist honum mjög vel í störf- um sínum enda var hann duglegur og samviskusamur læknir. Ingólfur hætti að starfa á sjúkrahúsum árið 1951, en hélt áfram að stunda lækningar í Vejle á lækningastofu sinni þar til hann hætti alveg störfum árið 1979. Eftir að hann fluttist til Dan- merkur urðu samfundir okkar strjálli. Þó kom hann alloft hingað til lands og sumir okkar hittu hann i Danmörku nokkrum sinn- um. Árið 1951, þegar við bekkjarfé- lagarnir vorum orðnir tuttugu ára stúdentar, tókum við upp þann sið að hittast og halda fagnaðarfund fyrsta laugardagskvöld í þorra. Síðan höfum við haldið þessa fundi árlega á heimilum okkar til skiptis. Við söknuðum þess þá mikið að hafa ekki Ingólf vin okkar með og höfðum fyrir reglu að senda hon- um símskeyti við þau tækifæri. í okkar bekkjardeild voru að- eins tíu nemendur. Smám saman hefur fækkað í hópnum, þar eð nokkrir eru látnir, svo að síðustu árin höfum við aðeins verið fjórir á þessum fundum, þar til í fyrra að Ingólfur var staddur hér í borg og slóst þá að sjálfsögðu í hópinn. Það var okkur mikil ánægja þótt það væri í fyrsta og einasta skipt- ið sem hann var með okkur á slík- um fundi. Ingólfur var afbragðs félagi, stilltur og prúður en þó ræðinn og skemmtilegur, traustur og ábyggi- legur og góður vinur vina sinna. Betri og umhyggjusamari fjöl- skylduföður er vart hægt að hugsa sér. Ragnhild eiginkona hans er dóttir Kristians Valdimars Krist- offersen, landbúnaðarráðunauts í Vejle og eiginkonu hans, Marie Kristoffersen f. Andersen. Bjó Ragnhild manni sínum fagurt og vistlegt heimili og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Foreldrar Ingólfs voru Ole Pet- er Jósepson Blöndal, póstritari í Reykjavík og eiginkona hans, Hedvig Dorthea Henriksdóttir, kaupmanns í Reykjavík, Bartels. Þau eru bæði látin. Við bekkjarbræður Ingólfs sendum ekkju hans, börnum og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum honum Guðs blessunar á þeim leiðum er hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Egill Sigurgeirsson, Erlingur Þorsteinsson, Þormóður Ögmundsson, Þorsteinn Björnsson. Valur Smári Geirs- son og Engilbert Eiðs- son — Minning 1 minningu svila minna, er fór- ust með m/b Hellisey, þeirra Vals Smára Geirssonar og Engilberts Eiðssonar, vil ég láta þessi orð falla, sem vott um það að ég hef engu gleymt í minningunni um þá, og mun engu gleyma. Örlögin eru miklir leikstjórar. Leiksvið þeirra það stærsta og margbrotnasta sem til þekkist. Þau ráða yfir þeim stærsta hópi leikenda, sem til er. Áhrifamáttur þeirra svo mikill, að sumum er ekki sjálfrátt í höndum þeirra. Enda finna held ég allir fyrir því á lífsleiðinni, hvernig þeir eru knúð- ir áfram af mætti þeirra, þar sem auðna litlu ræður. Margir hljóta þó umbun erfiði síns, rísa hátt sem sigurvegarar, eins og leikendur, eftir að hafa unnið stóran leiksigur. Þakkir hljóta þá örlögin fyrir blíðar hendur. Kannski láta sumir það vel í höndum örlaganna, að leiksigur þeirra hafi verið það stór, að þeim beri að fá tækifæri á æðri stöðum. Það sé það sem átt er við með máltækinu: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Þannig var mér innanbrjósts, þegar ég sat í Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 7. apr- íl, er minningarathöfnin um þá ungu menn er fórust með m/b Hellisey fór fram. Ráðþrota sat ég meðal syrgj- enda, og fann hversu lítill maður getur orðið á stund sorgarinnar. Stóð mig að þeim breyskleika, að vera ósáttur við það sem skrifað stendur, að vegir Guðs séu órann- sakanlegir, en róaðist við orð prestsins, þegar hann minnti okk- ur á kærleika Guðs og þá mein- ingu er fellst í faðirvorinu. Hvern- ig máttur hans hafði brotist fram á örlagastund, er þeir báðu faðir- vorið á kili bátsins. „Verði þinn vilji, svo á jórðu, sem á himni," mæltu þessir ungu menn. Ég átti því láni að fagn að kynn- ast þeim Smára og Engilberti. Þeir voru mætir menn og að mínu skapi. Höfðu báðir góðar persónur að bera, þar sem hæglát og fáguð framkoma var aðalsmerki. Ég hafði líka góðar spurnir af fram- tíðaráætlunum þeirra, húsa- og bílakaupum er þeir höfðu lagt í. Þeir ætluðu sér að gera gott í þessum heimi og veðjuðu á þau gjöfulu mið sem eru umhverfis Vestmannaeyjar, sér til fulltingis. Það er sárt að sjá að baki svo góðum drengjum, sem þeir voru, og sárast fyrir mágkonur mínar, og litlu börnin hans Smára, að njóta ekki blíðra handa þeirra. Það er líka mikill missir fyrir sjómannastéttina, sem ekki má við stórum höggum, að missa unga menn, sem eru það hugaðir að leggja til orustu við líf, sem er fullt af hættum. Menn sem eru sáttir við að fá umbun erfiðisins einn dag á ári. Þar sem fánar blakta börnin dreymir í rigníngunni að bera sverð og skjðld svo nál fálkaorðunnar fái hvergi stúngið í hjartastaö. Að vísu þekkti ég Smára betur en Engilbert. Hann hafði fyrr gifst inní fjölskyldu konu minnar. Þau tengsl urðu líka upphaf að góðum kynnum við foreldra hans. Það góða fólk, sem þurft hefur að sjá á eftir tveim af sonum sínum „í gin hafsins". Það þarf stórar sálir, til að bera svo þungan harm. Ég veit hversu erfitt þið syrgj- endur eigið, þegar vonir bresta og stoðum er kippt undan fótum. Hvað huggunarorð vega lítið mót sorgarskálinni. Þegar framtíðar- draumar verða að ösku við fætur manna og menn verða að byggja úr öskunni, áður en þeir sjá sól- skinsblett í heiði. Já, lífið er ekki eins strengs hljóðfæri, heldur hljóðfæri margra strengja, sem þenja má án afláts, þótt sumir strengir bresti. Hljómkviða þess heldur áfram, þó svo hún hefði fegri verið, ef enginn strengur hefði brostið. Janus Hafsteinn Engilbertsson t Þökkum auðsýnda samúo og vinsemd viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, RAGNARS KRISTJÁNSSONAR. fyrrum vörubítreiðarst|óra Ólafur Ragnarsson. Asta Guðiónsdóttir, Knst|án Ragnarsson, Guðvetg Arnadóttir, Þorvaldur Ragnarsson. Asdis Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.