Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 31 Óvenjulegur en frábær Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Tom Waits Swordfishtrombone Ísland/Fálkinn Tom Waits er einn þeirra manna í poppinu, sem aldrei hafa hlotið það lof og þá hylli, sem þeir eiga í raun skilið. Vissulega á Tom Waits sína að- dáendur og þá jafnt hér á landi sem annars staðar en mig grun- ar að þeir séu allt of fáir, sem ekki hafa heyrt af þessum sér- stæða tónlistarmanni. Swordfishtrombone heitir nýj- asta plata Waits og er reyndar ekki svo voðalega ný af nálinni. Kom út síðasta haust, en var að mestu tekin upp árið 1982.1 mín- um eyrum er þetta ein sérkenni- legasta og þá um leið skemmti- legasta plata, sem rekið hefur á fjörur mínar um nokkurt skeið. Ekki aðeins eru lögin hvert öðru skemmtilegra heldur eru útsetn- ingarnar margar hverjar frá- bærar, jafn einfaldar og þær flestar eru. Ofan á allt saman bætist svo hin ráma rödd Waits. Svo aftur sé vikið að útsetn- ingunum og þá um leið hljóð- færaskipaninni er hvort tveggja óvenjulegt mjög. í einu laginu notar Waits aðeins kontrabassa sem undirspil við söng sinn, í öðru rafbassa og píanó. Hann notar marimba með góðum árangri í nokkrum laganna og einnig bregður fyrir ýmsum blásturshljóðfærum, sekkjapipu og gömlu pumpu-orgeli (fót- stignu orgeli væri kannski nær að segja). Saman-við þetta allt hrærir Waits áhrif úr jassi og blús og útkoman verður á köflum listi- lega góð. Vissulega eru lögin nokkuð misjöfn að gæðum, enda 14 talsins. Sé Waits góður laga- smiður er hann engu síðri texta- höfundur á köflum. í hans eigin flutningi verða lögin enn skemmtilegri en ella og af mörg- um góðum finnst mér Down, Down, Down, Swordfishtrom- bone, Frank's Wild Years og Shore Leave bestu lögin. Swordfishtrombone er plata sem ekki má fara fram hjá nein- um þeim, sem kann að meta hið óvenjulega en um leið frábæra í poppheiminum. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum verkfræðinga, hönnuða, og iðnaðarmanna í hinum ýmsu atvinnu- greinum þegar ákvörðun skal tekin um festingu hluta. Kannski er það satt að „ekkert er sterkara en veikasti hlekkurinn". Bresti veikur hlekkur eyðileggjast verðmæti svo tugum skiptir. Með þessa staðreynd í huga ákváðum við að spyrja Ólaf Kr. Guðmundsson, c/o Trévirki hf, nokkurra spuminga um reynslu hans af Thorsmans boltum: „Ólafur, hvað ert þú búinn að nota'úlXMMuIiíKSbolta lengi?" „Það er farið að skipta árum. Ég held það hafi verið 1977 sem ég tók nokkra bolta til reynslu og hef notað þá síðan." „Hvernig eru'ÖIXMsíSí3AC@boltarfrábrugnir öðrum boltum?" „Tvær hulsur þenjast út við herslu og þar af leiðandi gefa þeir betri festingu. Eðlilega eru til aðrar gerðir en þær duga bara ekki. Það er hólkurinn, eða hulsan, á Thorsmans boltum sem gerir reginmuninn og öll útfærsla þessara bolta. Þess vegna hefur maður tekið þá fram yfir aðra, því þeir hafa reynst best." „Nú ert þú fagmaður, - hvaða dæmi getur þú nefnt um ágæti^XMMuMISbolta?" „Ég tel það kost t. d. þegar maður gengur frá útihurðum, sem eru stærri og þyngri en innihurðir að geta rekið bolta í gegnum borgat í karmi. Stillir bara af og rekur bolta í gegn og er þess vegna helmingi fljótari að vinna verkið. Nú ég veit líkaaðjárniðnaðarmennogaðrirhafanotaðþessaboltamikiðogeruméralvegsammála umgildiThorsmansbolta. Og talandi um ágæti, þá get ég minnst á það hér að hönnuðir hafa bókstaflega krafist, þess að notaðir séu þessir boltar, og engir aðrir." „Þú getur sem sagt með góðri samvisku mælt með ÆM5@mIsE@boltum íj hvers konar festingu?" „Já, alveg hundrað prósent." „Nú er oft talað um lIXMI@xiM3ð fjölskylduna, þ. e. a. s. um boltana. tappana og rafstokkana. Kannast þú við tappana og rafstokkana?" „Ég hef séð rafstokkana, en ég hef hvorki séð né prófað Thorsmans tappana. En ef i þessir tappar eru litlu bræður boltanna, þá ætla ég svo sannarlega að prófa og dæma. "j .Æ^*$^ 51 Sundaborg GHF. Sími 84000 - 104 Reykjavík OPGL I y m ¦' ¦ .^LjjB 'jj&i'.Wtr! v3B íf * Komið og kynnist hinum frábæru OPEL-bílum af eigin raun Reynsluakiö Opel Ascona og Opel Corsa Opid í kvöld til kl. 22.00 BIFREIDADEILD SAMBANDSINS \M ¦% HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.