Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Um útvarpsgagnrýni — eftirJón Viðar Jónsson Það verður víst talsvert rætt um útvarpsmál á næstunni. Frumvarp að nýjum útvarpslögum hefur ver- ið lagt fram á Alþingi, lögum sem m.a. eiga að búa svo i haginn að einkaaðilar geti hagnast á út- varpsrekstri. í því eru engin ákvæði sem tryggja að Ríkisút- varpið geti haldið áfram að gegna þeim skyldum sem á það eru lagð- ar, er það hefur misst hluta af tekjum sínum til einkastöðva, en eins og flestum mun kunnugt er starfsemi stofnunarinnar að veru- legu leyti fjármögnuð með auglýs- ingum. Sjálfsagt er ástæða til að endurskoða íslenska útvarpslög- gjöf og laga að nýjum viðhorfum, en vitaskuld má fara ýmsar aðrar leiðir til þess en þá sem hér er valin. Má t.d. minna á þá sem Sví- ar hafa kosið að fara, en hjá þeim hefur þróun útvarpsmála í átt til aukins frjálsræðis og valddreif- ingar farið að mestu fram innan vébanda sænska Ríkisútvarpsins. Ég hef ekki hugsað mér að fjalla hér almennt um svo viðamikið og flókið mál sem setning nýrra út- varpslaga hlýtur að vera. Mig langar aðeins til að segja nokkur orð um annað efni sem varðar stöðu útvarps í íslensku samfélagi og ástæða er til að vekja athygli á nú þegar þessi mál eru ofarlega á baugi. Það er viðleitni íslenskra blaða til að halda uppi reglulegri umfjöllun um dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Þetta kann að virð- ast fremur lítilfjörlegt mál þegar rætt er um framtíð þessara fjöl- i miðla, en þó hygg ég að það geti | haft sína þýðingu þegar á allt er , litið. Höfuðkostur hins nýja út- | varpslagafrumvarps er t.d. sá að það knýr menn til að hugleiða og taka afstöðu til þess hvers konar útvarp við viljum hafa hér í fram- tíðinni; hvort við kjósum að hljóð- | varp og sjónvarp gegni áfram svo fjölþættu menningarhlutverki sem þessir miðlar gera nú eða þeir verði hafðir til annarra nota. Um þá hlið málsins hafa fylgismenn einkaútvarps — sem þeir í áróð- ursskyni nefna aldrei annað en „frjálst" útvarp — að vonum sagt Verkamanna- samfoandið tuttugu ára Verkamannasamband ís- lands er 20 ára um þessar mundir, en það var stofnað í Reykjavík 9. maí 1964. í tilefni þessara tímamóta verð- ur sambandsstjórnarfundur VMSÍ, sem haldinn verður í sal Rafiðnaðarsambands fslands að Háaleitisbraut 68, í dag og á morgun, að miklu leyti helgaður 20 ára afmæli sambandsins. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Verkamannasam- bandinu, þar sem ennfremur segir að á fundinum verði formlega tek- ið í notkun merki, sem gert hefur verið fyrir VMSÍ. Fundurinn hefst kl. 10 í dag, fimmtudag og á sama tíma á morgun, föstudag. Meðal umræðu- efnis eru kjaramál, starfsemi sambandsins og hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar í íslensku þjóðfélagi. Fyrsti formaður Verkamanna- sambandsins var Eðvarð Sigurðs- son, en hann lét af formennsku 1975. Siðan hefur Guðmundur J. Guðmundsson gegnt formennsku á VMSÍ og Þórir Daníelsson hefur verið framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins frá upphafi. fátt, en látið nægja almennar full- yrðingar og vígorð um nauðsyn frjálsræðis og heilbrigðrar sam- keppni. Þeir hafa þá látið sem við íslendingar gætum tekið mið af milljónaþjóðum á borð við Breta og Bandaríkjamenn sem hafa bol- magn til að standa undir fjölda útvarpsstöðva og þar sem sam- keppnin getur verið bæði holl og sjálfsögð. í fámennu þjóðfélagi á borð við okkar eru aðstæður hins vegar allt aðrar og óhugsandi að staðbundnar einkastöðvar geti haldið uppi jafn fjölbreyttri dagskrá og ríkisfjölmiðlarnir leit- ast við að gera nú. í grófum drátt- um virðist sem slíkar hljóð- varpsstöðvar geti aðeins orðið tvenns konar: Afþreyingartæki með tónlist, auglýsingum og ein- faldri dagskrárgerð — eins og heyra má á rás 2 Ríkisútvarpsins — eða þá miðlar skoðanahópa af öllu hugsanlegu tagi; en menn skyldu hafa í huga að hljóðvarp er ugglaust eitt áhrifamesta áróð- urstæki sem upp hefur verið fund- ið. Auðvitað kann málið að horfa eitthvað öðru vísi við ef fjársterk- ir aðilar ná að sameinast um rekstur útvarpsstöðvar, eins og allt bendir til að muni verða, og hugsjónin um frjálst útvarp verð- ur í raun ekki annað en barátta einokunaraðila um markað og mannafla. Bf það er slíkt ástand sem áhangendur einkaútvarps vilja koma á — en í sjálfu sér er lítil ástæða til að ætla að svo sé ekki — ættu þeir að leggja spilin hreinskilnislega á borðið í stað þess að fela ásetning sinn með glamuryrðum. Færi hins vegar svo ólíklega að margar litlar stöðvar yrðu til hlytu þær með ýmsum hætti að veikja stöðu Ríkisút- varpsins, stuðla að lélegri dagskrá þess, án þess að taka að sér menn- ingarhlutverk þess sem fæstir bera opinberlega brigður á. Hér er því margs að gæta og óskandi að alþingismenn taki ekki ákvarðanir fyrr en þeir hafa kannað málið frá öllum hliðum og gert sér skýra grein fyrir liklegum afleiðingum. Það hefur oft heyrst að Ríkis- útvarpið hafi staðnað og jafnvel hunsað óskir og smekk fjölmennra hópa hlustenda í skjóli einokunar- aðstöðu sinnar. Þetta kann vel að vera rétt að einhverju leyti og skyldu menn þó gæta þess að stoðnunin kynni að eiga sér undir- rót víðar, s.s. í manneklu, erfiðu og óhentugu húsnæði, slæmum launakjörum og fleiru af slíku tagi. Hljóðvarp og sjónvarp eru ekki aðeins rekin sem upplýsinga- miðlar og afþreyingartæki, heldur fer þar einnig fram margháttuð sköpunarviðleitni, hvort sem hún birtist í listflutningi eða almennri dagskrárgerð. Stöðnunar og þreytu mun því skjótt taka að gæta í dagskránni séu þeir sem að henni vinna ekki bæði frjóir og kröfuharðir og hirði ekki um að rækta sambandið við hlustendur. Jón Viðar Jónsson „Tilgangurinn með þessari grein er að benda á eitt, sem mér þykir alls ekki hafa ver- ið reynt hér 1 il neinnar hlítar, og það er að öll dagblöðin leitist við að halda uppi vandaðri gagnrýni á dagskrá út- varpsins, hljóðvarps og sjónvarps, eins og þau gera þar sem viður- kenndar listgreinar eiga í hlut." Ef útvarpsmenn sofna á verðinum á að sjálfsögðu að hrista duglega upp í þeim og kunna að vera ýmis rað til þess. Tilgangurinn með þessari grein er að benda á eitt, sem mér þykir alls ekki hafa verið reynt hér til neinnar hlítar, og það er að öll dagblöðin leitist við að halda uppi fastri gagnrýni á dagskrá útvarps, hljóðvarps og sjónvarps, eins og þau gera þar sem viðurkenndar listgreinar eiga í hlut. I nágrannalöndum okkar telja flest blöð með menningar- lega sjálfsvirðingu þetta skyldu sína og er íslenska Ríkisútvarpið vonandi orðið svo fagmannlegt í vinnubrögðum eftir rúmlega fimmtíu ára starf að það eigi slíka umfjöllun skilið. Vissulega veit enginn hvernig til tekst fyrr en á reynir, en með þessu móti myndu þó bloðin a.m.k. sýna í verki vilja til að efla útvarpsmenningu þjóð- arinnar, sé slíkt á annað borð á stefnuskrá þeirra. Nú fer því að vísu fjarri að út- varpsgagnrýni hafi aldrei sést í ís- lenskum dagbloðum. Þvert á móti hafa sum þeirra haft í frammi ýmsa tilburði í þá átt á seinni ár- um. En gagnrýni hefur ekki áhrif nema til hennar sé vandað. Ég skal ekki fara í felur með að þættu mér nefndar tilraunir hafa tekist vel og vera líklegar til að stuðla að betra útvarpi myndi ég vart vera að tala um þessi mál. Aðeins eitt íslenskt dagblað, Ðagblaðið Vísir, er svo nútímalegt að það birtir daglegar umsagnir um dagskrá útvarps og sjónvarps. Annað blað, Helgarpósturinn, er nýfarið að birta stutta dálka um dagskrá lið- innar viku; í Tímanum, Alþýðu- blaðinu og Þjóðviljanum hefur mér vitanlega aldrei birst efni af þessu tagi. Morgunblaðið hefur stöku sinnum fengið menn til að rita vikulegar greinar um þessi efni, en af einhverjum sökum hafa þær tilraunir orðið skammvinnar og um þessar mundir er enga út- varpsgagnrýni að finna f stærsta blaði landsins. Ég sé landsmála- blöð sjaldan og veit því ekki hvort einhver þeirra standa sig betur í þessum efnum. Það væri trúlega til litils að freista þess að leggja mat á frammistöðu þeirra sem blöðin hafa hingað til fengið til að rita útvarpsgagnrýni. Hún hefur verið misjöfn og verulega markverð hafa skrif þeirra sjaldnast orðið. Aðalatriðið er hvernig ritstjórnir blaðanna hafa haldið á spilunum, hvaða stefnu þær hafa leitast við að marka. Eins og má sjá af upp- talningunni hér að ofan hafa þær búið þessari umfjöllun nokkuð mismunandi form og hefur lang- mest reynt á stefnu DV; væri öll útvarpsgagnrýni blaðanna lögð saman og mæld í dálksentimetr- um kæmi í ljós að það hefur birt miklu meira lesmál af þessu tagi en bæði Morgunblaðið og Helgar- pósturinn. En magn og gæði fara ekki alltaf saman og því miður hefur ritstjórn DV ekki séð ástæöu til að vanda sérstaklega til þessara dálka. Þetta eru langoft- ast algerar málamyndaumsagnir sem blaðamenn skiptast á um að skrifa og leggja fæstir nokkurn sýnilegan metnað í; stundum gengur subbuskapurinn svo langt að þeir hafa hvorki heyrt né séð þá dagskrá sem þeir eiga að tjá sig um. Víst má stöku sinnum finna skynsamlegar athugasemdir og réttmæta gagnrýni í dálkum þess- um, en það breytir ekki miklu; heildarsvipurinn er slíkur að manni finnst tæpast ómaksins vert að hlupa yfir þetta. Mér dett- ur ekki í hug að firra blaðamenn- ina allri ábyrgð á ástandinu, en mesta sökina á þó ritstjórnin sem virðist standa á sama þó kastað sé höndum til þessara hluta en það á kannski eftir að breytast þegar blaðið verður sjálft farið að reka sína frjálsu, óháðu útvarpsstöð. Kosturinn við stuttar umsagnir sem birtast daglega er einkum sá að þær eru ferskar og fljótlesnar. Þær krefjast markvissrar og líf- legrar framsetningar og er ekki að efa að í höndum lipurra penna geta þær orðið skemmtilegasta blaðaefni. Ókostur þeirra er hins vegar sá að í þær vill skorta nauð- synlega yfirsýn yfir dagskrána og verður sá skortur tilfinnanlegast- ur þegar margir skipta með sér verkinu, eins og hefur sýnt sig í DV. Á því er miklu minni hætta þegar farin er sú leið sem Morgun- blaðið og Helgarpósturinn hafa reynt, að fá utanaðkomandi aðila til að rita vikulegar yfirlitsgrein- ar. Bæði ættu þessi form þó að geta orðið vettvangur raunveru- legrar útvarpsgagnrýni, taki höf- undarnir starf sitt alvarlega og séu vandanum vaxnir. Hvaða kröfur á þá að gera til þess sem er ráðinn til að fjalla um dagskrá hljóðvarps og sjónvarps? Er t.d. æskilegt að hann sé mennt- aður í fjölmiðlafræðum eða er nóg að hann hafi góða almenna þekk- ingu og áhuga á viðfangsefninu? Við slíkum spurningum eru ekki til nein einhlít svör, enda er út- varpsdagskrá svo fjölþætt fyrir- bæri að hana má nálgast með ýmsum hætti. Útvarpsumfjöllun dagblaðs má aldrei verða sér- fræðileg og þurr; hún á að vera persónuleg og lifandi, en einnig yfirveguð og studd rökum. Má í þessu sambandi benda á nokkrar greinar sem Steinn Steinarr skáld skrifaði í Alþýðublaðið árið 1955 um dagskrá hljóðvarps í liðinni viku (birtar í Kvæðasafn og grein- ar) og eru að öllurn Ifkindum fyrsta — og jafnframt ein sú besta — útvarpsgagnrýni sem hér hefur verið skrifuð. Einn maður kemst að sjálfsögðu ekki yfir að fylgjast með dagskrá útvarps í heild, en hann verður þó að kynna sér sem flesta liði hennar, lýsa þeim og leggja á þá dóm. Skorti hann fag- lega þekkingu til að fjalla náið um einstaka þætti er eðlilegast að hann láti öðrum það eftir, en trú- lega gæti slíkt einkum átt við um listflutning af ýmsu tagi. Raunar er enn of mikill misbrestur á því að listgagnrýnendur blaðanna sinni eins og vert væri þeirri list sem útvarpið, einkum þó hljóð- varpið, flytur og er vonandi að þeir eigi eftir að taka sig á í því efni. Heittrúaður frjálshyggjumaður sagði nýverið í blaðagrein að Ríkisútvarpið væri óþörf stofnun og er auðsæilega ekki einn um þá skoðun. Þróun útvarpsmála er ekki aðeins komin undir duttlung- um tæknilegra framfara, hún er einnig háð ákvörðunum manna sem ráða í hvaða farveg þeir veita þróuninni; það er ekkert náttúru- lögmál að hljóðvarp gegni víðtæku menningarhlutverki í stað þess að einbeita sér að flutningi tilkynn- inga og léttrar tónlistar. Ef það er slík framtíð sem menn vilja búa íslensku hljóðvarpi er vitaskuld tilgangslaust að krefjast þess að um dagskrá þess sé fjallað eins og hverja aðra skapandi starfsemi. Óski menn þess hins vegar að gæðakröfurnar séu auknar og hertar, til hljóðvarps ekki síður en sjónvarps, þá ætti vönduð og skynsamleg útvarpsgagnrýni að geta orðið að miklu gagni. Fjör í menningarlífinu á Skagaströnd Skagastrund, 1. maí. SEGJA MÁ að nóg sé um að vera í menningarlifinu hér þessar vikurn- ar. í beinu framhaldi af Húna- vöku sem lauk á annan í páskum komu hingað á vegum Höfða- skóla skáldin Þórarinn Eldjárn og Olga Guðrún Árnadóttir. Lásu þau úr verkum sínum fyrir almenning á miðvikudagskvöld en fyrir nemendur skólans á fimmtudagsmorgun. Allir sem á skáldin hlýddu voru mjög hrifnir og sammála um að svona heim- sóknir þyrftum við að fá mun oftar. Á föstudagskvöld hófst svo tölvunámskeið sem stóð fram á mánudagskvöld. Var kennt í Olga Guörún Árnadóttir og Þórarinn Eldjárn lesa úr verkum sínum. tveimur flokkum og voru þeir báðir fullskipaðir og biðlistar þar sem ekki komust allir á námskeiðið sem sóttu um, vegna þess að fjöldi þátttakenda var takmarkaður. Allan laugardaginn var svo bridgemót í Fellsborg með kepp- endum af norð-vestanverðu landinu á vegum bridgeklúbbs- ins á Skagaströnd. Sunnudaginn kl. 15.00 sýndi svo leikfélag Blönduóss gamanleikinn Spanskfluguna í félagsheimilinu við góðar undirtektir áhorfenda. Og í dag, 1. maí, var víðavangs- hlaup yngstu borgaranna á veg- um Umf. Fram fyrir hádegi en söngskemmtun á vegum Tónlist- arfélags A-Hún. eftir hádegið. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan má segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi af menningu hér á Skagaströnd í nýliðinni viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.