Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 22
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 22 Skothríðin frá líbýska sendiráðinu: Voru notaðar tvær byssur? London, 9. maí. AP. SKOTHRÍÐIN, sem varð breskri lögreglukonu að bana og særði 11 líbýska stúdenta í London, kom að Veður víða um heim Akureyri 7 lóttskýjað Amsterdam 12 skýjað Aþena 27 heiðskírt Barcelona 18 skýjað Beriín 14 skýjað BrUssel 14 heiðskírt Buenos Aires 22 heiðskírt Chicago 11. heiðskírt Oublin 13 skýjað Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 13 skýjað Qenf 12 heiðskfrt Havana 30 skýjað Hong Kong 29 heiðskfrt Jerúsalem 19 hefðskirt Jóhannesarborg 19 heiðskirt Kairó 30 heiðskfrt Kaupmannahöfn 11 skýjað Las Palmas 22 Mttskýjað Líssabon 17 rígning London 14 skýjað Lœ Angeles 36 heiðskfrt Mslaga 17 rigning Mallorca 17 siskýjað Mexfkóborg 27 heíöskfrt Miami 29 skýjað Montreal 16 rígning Moskva 24 heiðskírt New York 21 heiðekfrt Osló 10 skýjað París 17 skýjað Peking 30 heiðskírt Perth 19 rigning Reykjavik 8 mistur nn/ u« Juiien *J héiuvkln Róm 20 rigning San Francisco 27 heiðskírt Seoul 26 heiðskfrt Stokkhólmur 8 skýjað Sydney 17 rigning Tókýó 28 heiðskírt Vancouver 14 skýjað Vínarborg 21 skýjað Varsjá 14 skýjað Þórshöfn 9 skýjað öllum líkindum frá tveimur byssum og tveimur gluggum í líbýska sendiráðinu í borginni. Skýrði lög- reglan frá þessu í dag. Við rannsókn málsins fundu lögreglumenn 12 skothylki á göt- unni fyrir neðan sendiráðsglugg- ana og eru sérfræðingar vissir um, að þrjú þeirra séu úr annarri byssu. Einnig komu í ljós púður- leifar í gluggatjöldum tveggja glugga. Lögreglan hafði áður tal- ið, að skotið hefði verið úr einni byssu, 9 mm hríðskotabyssu af Sterling-gerð, og ýtti það undir þá trú, að vitni töldu skotdrun- urnar samfelldar og ekki eins og tveimur byssum væri beitt. Líbýumenn halda því fram eins og kunnugt er, að breska lögreglan hafi staðið fyrir skot- árásinni en á kvikmynd, sem tek- in var að beiðni líbýska sendi- ráðsins sjálfs af mótmælunum fyrir framan það, má sjá að skot- ið er frá sendiráðinu. Qlympíuleikamir: Páfa fagnaö á Salómonseyjum Símamynd AP. Mikill mannfjöldi fagnadi Jóhannesi Páli páfa á flugvellinum í Honiara, höfuðstað Salómonseyja í Suóur-Kyrra- hafí, er hann kom þangað í gær. Á myndinni sést einn innfæddra benda með staf í átt að páfa til merkis um aö fagnaðardans sé að hefjast. Óljósar ástæður fyrir ákvörðun Sovétmanna Moskvu, Los Angeles, 9. maí. AP. Sú ákvörðun Sovétmanna að hætta við að taka þátt í Ólympíuleik- ■jnnm í tna AnmUj ■ jnm;r hefijr minnt menn' á Ólympíuleikana í Moskvu árið 1980 þegar Bandaríkja- menn ákváðu að mæta ekki. Ástæð- ur Bandaríkjamanna voru innrás sovéska hersins í Afganistan en ástæðurnar, sem Sovétmenn hafa til- greint, eru hins vegar öllu óljósari. Fjarvera Bandaríkjamanna 1980 varð til þess, að Sovétmenn misstu af milljónum dollara í tekjum af ferðamönnum og þótt sovéskir embættismenn sverji fynr þsð þá tclja sáint insrgir, að Rússar þykist nú vera að hefna sín. Sjálfir vilja þeir þó ekki taka þannig til orða, að þeir séu að hundsa leikana, heldur halda þeir því fram, að framferði banda- rískra stjórnvalda hafi neytt þá til að taka þessa ákvörðun. { umkvörtunum sínum að und- anförnu hafa Sovétmenn minnst á andsovéska hópa í Los Angeles, sem séu staðráðnir í að gera þeim lífið leitt, og hafa vissulega nokk- uð til síns máls í því efni. Þar eru samtök iíianna, sem margir eiga ættir sínar að rekja til leppríkja Sovétmanna í Austur-Evrópu, og þau hafa rekið og ætluðu að reka harðan áróður gegn Sovétmönnum meðan á leikunum stæði. Þau ætl- uðu t.d. að hvetja sovéska íþrótta- menn til að leita hælis í Banda- ríkjunum og höfðu gertráðstafan- ir til að aðstoða þá við það. Voru þessi samtök stofnuð eftir að Sov- étmenn skutu niður suður-kóresku farþegaþotuna með 269 manns innanborðs. Ástæður Sovétmanna eru senni- lega af margvíslegum toga spunn- ar og vafalaust neyðast fylgiríki þeirra til að hætta einnig við þátttöku í ólympíuleikunum hvort sem þeim verður það ljúft eða leitt. Ef af því verður getur svo farið, að til varanlegs klofnings komi meðal þjóðanna að þessu leyti og að Ólympíuleikarnir verði hér eftir bara svipur hjá sjón. Marcelino Oreja Aguierre — kosinn framkvæmda- stjóri Evrópuráösins MARCELINO Oreja Aguirre, fyrrum utanríkisráðherra Spánar, var kjörinn framkvæmdastjóri Evrópuráðsins á fundi ráðgjafar- þings þess í Strassborg í dag. Hann hlaut 86 atkvæði. Tveir aðr- ir voru í framboði, dr. Frankz Karasek, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri að undanförnu, og Ole Álgárd sendiherra Norð- manna í Kaupmannahöfn. Kara- sek hlaut 39 atkvæði og Álgárd 34. Marcelino Oreja Aguirre, hinn nýi framkvæmdastjóri Evrópuráósins. Baráttu Harts enn ekki lokið Washinffton, 9. maí. AP. Öldungardeildarþingmaður- inn Gary Hart sigraði í forkosn- ingum demókrata í Ohio og Indi- ana í gær, en Walter Mondale bar sigurorð úr býtum í Norður- Karólínu og Maryland. Hart segir að ekki hvarfli að sér að hætta þátttöku í próf- kosningum þó að Mondale hafi verulegt forskot og sé almennt spáð sigri. Sigurinn í gær er hinn fyrsti sem Hart vinnur frá 27. mars sl. Samtals voru 368 fulltrúar kjörnir á flokksþing demó- krata í ríkjunum fjórum í gær, en þingið, sem kemur saman í júlí, greiðir atkvæði um fram- bjóðanda flokksins í forseta- kosningunum í nóvember. Mondale hreppti 186 fulltrúa, Hart 143 og þriðji frambjóð- andinn, Jesse Jackson, 37. Hagur AEG-Telefunken batnaði verulega 1983 — 32,5 milljónir til rannsókna á dag FYRIRTÆKIÐ AEG-Telefunken í Vestur-Þýzkalandi sýndi í fyrsta sinn hagnaö á síðasta ári eftir margra ára fjarhagsvandræði. Starfsemi fyrirtækisins efldist mjög, skuldir þess minnkuðu veru- lega og hófleg bjartsýni ríkir einn- ig um afkomu fyrirtækisins á þessu ári. Skýrði Heinz Diirr, aðal- framkvæmdastjóri fyrirtækisins, frá þessu á fundi með frétta- mönnum fyrir nokkrum dögum. Heildarsala á framleiðsluvör- um fyrirtækisíns nam 11,5 millj- örðum marka, en af því voru 45% seld erlendis. Framleiðsla fyrirtækisins nú og í framtíðinni byggist á margs konar vöruteg- undum á sviði rafmagnsiðnaðar, sjálfvirks útbúnaðar, útvarps og fjarskipta en einnig á margs konar heimilistækjum. Hreinn hagnaður af rekstri AEG-Telefunken sem heildar nam 37 millj. mörkum. í lok síðasta árs störfuðu 76.600 manns hjá fyrirtækinu og af þeim störfuðu 63.250 í Þýzka- landi en 13.350 víðs vegar um heim. Um 6.000 manns unnu að rannsóknum á vegum fyrirtæk- isins, sem varði að jafnaði 32,5 milljónum króna á dag til rann- sóknastarfsemi. Fjárfestingar fyrirtækisins námu 383 millj. marka og höfðu aukizt um 19%. Þar var mestu fé varið til hagræðingar og til að tryggja markaðsstöðu fyrirtæk- isins. Sala og pantanir hjá fyrirtæk- inu jukust á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs í samræmi við áætlanir. Sala fyrirtækisins á þessu tímabili nam 2,46 milljörð- um marka og pantanir á fram- leiðsluvörum þess námu 2,58 milljörðum marka. I marzlok var fjöldi starfandi fólks hjá fyrirtækinu 75.100. Á þessu ári verður allt kapp lagt á að bæta afkomu AEG- Telefunken og tryggja framtíð fyrirtækisins. Með tilliti til þess árangurs, sem náðist á árinu 1983, er ástæða til að ætla, að á þessu ári verði einnig hagnaður af rekstri þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.