Morgunblaðið - 25.07.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.07.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 Ungfrú Ameríka skilar titlinum — vegna nektarmynda í Penthouse New York, 24. jálí. AP. UNGFRÚ Ameríka, Vanessa Willi- ams, afhenti á mánudagskvöld tit- ilinn sem hún hefði fengið i feg- urðarkeppninni að kröfu dóm- nefndar keppninnar. Vanessa er fyrsta svertingjastúlkan sem vinn- ur titilinn. Ástæðan fyrir því að hún sagði tigninni lausri var að hún hafði setið berstrípuð fyrir hjá tímaritinu Penthouse. Myndirn- ar voru teknar áður en hún tók þátt í keppninni, en tímaritið með myndunum kom svo út ný- lega. Suzette Charles frá New Jersey, sem varð númer tvö í keppninni, tók síðan við kórón- unni og sagðist harma öll þessi leiðindi og bar hið mesta lof á Vanessu. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að leyfa Vanessu að eiga kórón- una sína og peningaverðlaun að upphæð 125 þúsund dollarar. Hún hafði einnig fengið 25 þús- und dollara styrk til náms og fær að halda honum. Aðstand- endur keppninnar hafa nú pant- að nýja kórónu handa Suzette og Vanessa íhugar málsókn á hend- ur Penthouse. Danmörk: Útflutningur iðn- varnings til Banda- ríkjanna óx um 70 % BANDARÍKIN eru um það bil að ýta Svíþjóð til hliðar sem þriðja mikilvægasta útflutningsmarkaði Danmerkur. Talið er að vindmylluútflutningurinn til Bandaríkjanna fari í nærri milljarð danskra króna. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs óx útflutningurinn á Banda- ríkjamarkað um 70% miðað við sama tima í fyrra. Er það met- aukning að því er þennan mark- að varðar. Arið 1981 var aukn- ingin 42%, 1982 25% og í fyrra nam útflutningsaukningin enn 43%. í viðtali við Berlingske Tid- ende telur Carsten Schmidt, verslunarráðgjafi danska utan- ríkisráðuneytisins, að aukningin miðað við allt árið 1984 verði um 50%. Carsten Schmidt telur, að miðað við skýrslur frá fyrra helmingi þessa árs, muni um- fang útflutningsins vaxa um 35-40%. Húsgagnaútflutningurinn gengur mjög vel og vindmyllu- útflutningur hefur aukist veru- lega. Árið 1982 seldu dönsk fyrirtæki Bandaríkjunum „vind- orku“ fyrir um 10 milljónir d.kr. Á þessu ári nemur þessi sami útflutningur um 900 millj. d.kr. Útflutningur á dönskum land- búnaðarafurðum til Bandaríkj- anna hefur tekið mjög verulega við sér eftir að þar var gefið leyfi til innflutnings á fersku kjöti. Mun þessi útflutningsgrein að öllum líkindum tvöfaldast að umfangi og nema rúmlega þrem- ur milljörðum d.kr. á þessu ári, segir Carsten Schmidt. Treholt leiður á einangruninni Mál hans kemur ekki fyrir rétt fyrr en næsta vor FYRST nssta vor á mál nórska njósnarans Arne Treholts að koma fyrir rétt, en hann hefur nú setið um hálft ár í varðhaldi og einangrun. Verjandi hans, Ulf Underland lög- maður, hefur nú krafizt þess, að Tre- holt fái að losna úr þeirri einangrun, sem hann hefur mátt búa við til þessa í fangelsinu í Drammen. En lögreglan er þessu ekki sam- mála. Enn eru svo mörg atriði óljós í lífi Treholts, að lögreglan getur ekki fallizt á, að einangrun- inni verði algerlega aflétt. Treholt er vel á sig kominn andlega og líkamlega. Hann býr ekki heldur við algera einangrun, segir lög- reglan, sem bendir á, að hann fái að vera áskrifandi að erlendum tímaritum, hann fái að lesa sum norsk blöð, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp undir eftirliti lögreglunnar. Þá sé honum ennfremur leyft að taka við heimsóknum nánustu fjöldskyldumeðlima sinna. Þau at- riði, sem Treholt óskar eftir, að verði rýmkuð, eru heimildir hans til þess að taka á móti bréfum og heimsóknum, segir lðgreglan. Arne Treholt Lúxemborg hyggst koma upp 16 rása sjónvarpshnetti LÚXEMBORG kann að vera á góðri leið með að verða ráðandi afl í kap- alsjónvarpsbyltingunni í Evrópu. Árið 1986 hyggst Lúxemborg skjóta á loft 16 rása sjónvarpshnetti og eru Frakk- ar þegar orðnir uggandi, þar sem þeir óttast, að með þessu verði spillt mjög fyrir áformum þeirra á þessu sviði. En stjórnvöld I Lúxemborg eru ákveðin í því að láta Frakka ekki hindra sig í að koma þessum áform- um í framkvæmd. Þar í landi eru tekjur af hljóðvarpsrekstri og sjón- varpsrekstri verulegur hluti af tekjum ríkisins og sú kynslóð, sem vaxið hefur upp eftir strið, hefur alizt upp við að hlusta á þessa stöð, enda þótt margir Frakkar séu haldnir þeim misskilningi, að hér sé um franska útvarpsstöð að ræða. Ef sjónvarpsáform Lúxemborgar ná fram að ganga, þá mun landið skipa enn þýðingarmeiri sess en áð- ur á þessu sviði og útsendingar það- an eiga að nást jafnt i Hamborg sem í Marseille. Þá eiga tekjurnar af starfsemi „Coronet“ — en svo nefnist hið nýja fyrirtæki — eftir að nema geysilegum fjárhæðum. Hin öra þróun í beinni útsend- ingartækni veldur því, að sjón- varpsáhorfendur munu geta náð þessum útsendingum beint með þvi að koma fyrir sérstökum móttöku- útbúnaði uppi á húsþakinu hjá sér og hefur þessi möguleiki enn orðið til þess að vekja ugg hjá frönskum stjórnvöldum, en þar hefur rfkið um langt skeið haft einokun á allri sjónvarpsstarfsemi. Þá hefur þaö ekki bætt úr skák að mati Frakka, að þessi áform kunna að spilla mjög fyrir sjónvarpshnetti þeirra, sem gengur undir nafninu TDF-1, en fyrirhugað var, að Lúx- emborg keypti hlut í þessum sjón- varpshnetti og stæði einnig undir kostnaði við hann. Nú eru mögu- leikarnir á því ekki framar fyrir hendi. Heymæðilyf EFNI í líkamanum, svokölluð lúkó- tríen-peptíð, eru aðalorsakavaldur heymæði, segir í ritinu New England Journal of Medicine. í tilraun sem 16 sjálfboðaliðar tóku þátt í á Good Samaritan- sjúkrahúsinu í Baltimore, upp- götvuðu læknar, að veruleg aukn- ing varð á lukótrien-peptíðum hjá sjálfboðaliðunum, þegar þeir urðu fyrir áreiti af frjódufti ákveðinna plantna og fóru að hnerra. „Von okkar er sú,“ segir dr. Pet- er Creticos í viðtali við fyrrnefnt tímárit, „að hægt verði að búa til lyf við lúkótríen-peptíðunum, sem nota megi jafnhliða hefðbundnum lyfjum til að vinna á sjúkdómn- um.“ Clay T. Whitehead, höfundur ráða- gerða um að gera Lúxemborg að stórveldi í sjónvarpsmálum. Börn létust í skólahruni Peking. 24. júlí. AP. Ttl'lUGU OG eitt barn og einn kennari fórust þegar skóli hnindi I Shanxi-héraði eftir miklar rigningar og hvassviðri. Björgunarsveitir komu þegar á vettvang. Nokkuð e- um liðið síð- an atburðurinn átti sér stað að sögn AP og ekki liggur fyrir af hverju fréttin barst ekki fyrr til Peking. Þá er rifjað upp að fyrir nokkru hrundu svalir á landsbyggðarleik- húsi. Þá létust fjögur börn og 107 slösuðust. Eftir þennan siðari at- burð hafa kínversk blöð gert sér tíðrætt um þessi mál og hvatt til að reynt verði allt sem unnt er til að slíkt gerist ekki. Uppnám f Englandi: Kykvendið reyndist vitamein- laus Euryvantha Cacarata Hurbiton, Ea(lnndi, 24. júli. AP. JAMES nokkur Payne var að vinna úti á akrtinum sínum á dögunum og rakst þá á furðulegt skorkvikindi og ákvað að fara með það heim til sín ef ske kynni að konunni hans, Ritu, þætti gaman að fá furðudýr á heimilið. Rita brást hin versta við og skipaði Payne að hypja sig með það hið snarasta. Payne var að vonum sár yfir þessum viðbrögðum, en setti þó kvikindið í kassa og gaf því að eta. Fulltrúi Hinna konunglegu dýraverndarsamtaka Bretlands, John Paul, var nú kvaddur á vettvang og eftir að hafa skoðað þetta fyrirbrigði sagði hann að hárin hefðu risið á höfði sér af skelfingu og furðu. Paul var engu nær en Payne um hvaða skordýr væri hér á ferðinni en lýsti því á eftirfarandi hátt: „Skordýr með sex lappir, á hliðum þess beittir þreifarar sem minna á fiskbein, tvö augu lítil og hvöss. Lappirnar ekki ósvipaðar og á köngullóm og með sogblöðkur neðst á þeim. Ekki vottar fyrir vængjum og dýrið hoppar eins og engispretta." Sérfræðingar hvaðanæva að úr dýragörðum komu nú til að kanna málið, sem olli bæði hug- arangri og æsingi. Loks upplýst- ist málið. Hér er um að ræða Euryvantha cacarata, vitamein- laust skordýr sem lifir einkum á Papúa-Nýju-Gíneu. Hvernig Euryvantha cacarata komst hins vegar á akur Paynes rétt fyrir vestan London er enn óráðin gáta, en hinir skelfdu skoðendur varpa öndinni léttar yfir því að kvikindið reyndist ekki hættu- legt. jo í6í>8 n í-Lm óiblsv ref i; i 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.