Morgunblaðið - 25.07.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 25.07.1984, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 37 Ólympíuleikarnir: Kostar okkur um 10 millj. kr. — segir Gísli Halldórsson, forseti íslensku Ól-nefndarinnar Gísli Halldórsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ og núver- andi forseti íslensku Ólympíunefndarinnar, er einn þeirra sem fara á Ólympíuleikana meö keppendum okkar. Gísli hefur starfaö mikiö fyrir íþróttahreyfing- una í gegnum árin og eru þetta fjóröu Ólympíuleik- arnir sem hann fylgist meö. Gísli Halldórsson forseti ís- lensku Ólympíunefndarinnar. „Ég var ekki á síöustu Ól-leikum í Moskvu en næstu þrennum þar á undan var ég á og nú er ég aö leggja upp til Bandaríkjanna til aö fylgj- ast meö þar,“ sagöi Gísli í stuttu samtali viö Mbl. Gísli sagöist mundu sitja fundi bæöi meö Norðurlöndunum og eins yröu haldnir fundir hjá Evrópuþjóöunum en fundi Alþjóöasambandsins heföi veriö frestaö og yröi hann ekki í tengslum viö Ólympíuleikana aö þessu sinni. Gísli sagöi aö viö ís- lendingar heföum ekki nein sérstök mál sem viö legðum áherslu á á þess- um fundum aö þessu sinni, heldur væru menn þarna fyrst og fremst til aö skiptast á skoöunum. „Mér líst mjög vel á þessa leika og þátttöku okkar í þeim. Þetta er stærsti hópurinn sem far- iö hefur og núna eigum við mikiö af mjög góöum íþróttamönnum sem ég er sannfæröur um aö eiga eftir aö halda merki Is- lands hátt á loft. Ég tel aö viö veröum fyrir ofan miðju, en þar settum viö markið.“ Gísli sagöi aö þátttaka okkar í leikunum væri mjög dýr og teldi hann aö þegar allt væri tekiö meö yröi kostnaöurinn um 10 milljónir. „Meö hjálp þjóö- arinnar mun þetta tak- ast,“ sagöi Gísli Hall- dórsson aö lokum. Þau verða meðal keppenda áOL Moses einokar 400 m grindahlaup Edwin Moses tapaði síóast í 400 metra grindahlaupi þann 26. ágúat árið 1977. Hér á eftir eru nokkur af helstu afrekum þessa frábæra hlaupara. Heimsmet: Moses hefur fjórum sinnum bætt heims- metið í 400 metra grindahlaupi: 47,64 (1976); 47,45 (1977); 47,13 (1980) og 47,02 (1983). • Ól-leikar: Sigurvegari 1976 á nýju Ól-meti, 47,64. • Heimsmeistari: 1983. • Heimsbikarhafi: 1977, 1979 og 1981. • Bandarískur meistari: 1977, 1979, 1981 og 1983. • Keppt á Ól.: 1976. • Hæstur hjá Track and Field-blaðinu: 1976, 1981 og 1983. • Sigrar Moses og bestu tímar frá árinu 1977: 1977: Vann 4 úrslitahlaup. Tíminn 47,45*. 1978: Vann 14 úrslitahlaup. Tíminn 47,94. 1979: Vann 22 úrslitahlaup. Tíminn 47,53. 1980: Vann 19 úrslitahlaup og tvo riöla. Tíminn 47,13*. 1981: Vann 13 úrslitahlaup og einn riöil. Timinn 47,14. 1982: Keppti ekki vegna meiösla og veikinda. 1983: Vann 15 úrslitahlaup og þrjá riöla. Tíminn 47,02*. 1984: Vann eitt úrslitahlaup og tvo riöla. Timinn 48,25. • Heimsmet. Carol Lewis þykir nokkuð frambærileg íþróttakona. Hún mun keppa á Ól-leikunum sem hefjast (Los Angeles á sunnu- daginn. Hún á ekki langt að sækja það að vera góður íþróttamaöur því hún er systir eins besta og fjölhæfasta íþróttamanns sem keppir á Ólympíuleikunum, Carl Lewis. Bandaríkjamaöurinn Tom Petronoff keppir í spjótkasti ffyir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. Hann var heimsmethafi þar til síðasta föstudag en honum hefur ekki gengið vel í sumar. Hann og Einar Vilhjálmsson munu berjast um það á Ól-leikunum hvor þeirra getur kastaö spjótinu lengra. EDWIN MOSES Daly Thompson frá Englandl veröur meðal keppenda ( tugþraut á Ólympíuleikunun (Los Angeles sem hefjast á sunnudaginn. Thompson veröur að teljast nokkuð sig urstranglegur (tugþrautinni og hann, ásamt JUrgen Hingsen frá Vestur-Þýska- landi, eru taldir tveir bestu tugþrautarmenn heimsins um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.