Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 3 Eyvindarstaðaheidi: Skagfirðingar ráku 160 hross á afrétt Jónssonar gerð í dag ÚTFÖR Ingólfs Jónssonar, fyrnim riðherra, verður gerð frá kirkjunni í Odda á Rangárvöllum kl. 14 í dag. Séra Jón Ragnarsson, bróðursonur Ingólfs, jarðsyngur ásamt séra Stef- áni Lárussyni, sóknarpresti í Odda. Kirkjukór Oddasóknar syngur. Likfylgd nánustu ættingja og vina leggur af stað frá Reykjavík kl. 11.30 í dag. Við aðalstöðvar Kaupfélags Rangæinga á Hellu verður staldrað við stutta stund en Ingólfur var kaupfélagsstjóri og sfðar stjórnarformaður kaupfé- lagsins allt frá upphafi, 1935. Á næsta ári hefði hann verið búinn að vera í forystu fyrir kaupfélag- inu í hálfa öld. ; 1 aye' ", ■ • r’ HIGH RESOLUTION FUJI-liðið er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympíu- leikanna í Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur i sambandi við Olympíuleikana 1984. Á Olympíuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - i þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOR HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litrikari myndir en áður hefur þekkst Nýja FUJICOLOR HR filman markar timamót í litf ilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Þess vegna á FUJI vel heima á OLympiuleik- unum - þvi þar eru aðeins þeir bestu FUJI PHOTO FILM CO., LTD. ,o;9ya3Jao"n/ —........... ^ 'I . I ■ ....... ■|f Ný onj&uiL/i^ filma SKIPHCX.TI 31 Ljósm. Mbl. KEE. Frá blaðamannafundinum í gær: Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, borgarstjóri, Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt, Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri, og Gunnar Friðbjörnsson, arkitekt. Hugmyndasamkeppni um Arnarhólinn Allir landsmenn geta verid þátttakendur „ÞESSI hugmyndasai íkeppni er nýstárleg fyrir þær sakir að gert er ráð fyrir að allir landsmenn geti tek- ið þátt í henni. Arnarhóll er ekki óumbreytanlegur, nýting hans hefur stöðugt farið minnkandi, og þótti okkur að nú væri kominn tími til að huga að breytingum," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, á fundi með blaðamönnum í gær þar sem kynnt var hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg og Seðlabanki ís- lands hafa ákveðið að efna til um „hlutverk og mótun Arnarhóls og umhverfis hans“. Borgarstjóri sagði, að bygging seðlabankahússins væri komin vel á veg, ráðgert væri að ljúka henni á árinu 1986. Svæðið sunnan seðlabankahússins, ofan á þaki bifreiðahúss Reykjavíkurbcrgar, yrði við aðalinngang bankans og væri því órjúfanlega tengt honum og Arnarhóli. Því hefði þótt tíma- bært að efna til hugmyndasam- keppni um þetta svæði og nýtingu þess í framtíðinni. Samkeppnin verður í tveimur þrepum, þar sem í fyrsta þrepi verður leitað eftir heildarhug- myndum um svæðið og stöðu þess í miðbæjarmyndinni, til athafna og útilífs. í öðru þrepi verður verð- launahöfunum síðan falið að vinna nánar úr tillögum sínum. Samkeppnissvæðið afmarkast af eftirtöldum götum: Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Skúlagötu. Allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir menn, sem eru búsettir á íslandi, geta tekið þátt í sam- Útför Ingólfs keppninni. Þátttakendum ber að skila skipulagsuppdrætti í mæli- kvarðanum 1:500 og uppdráttum (útlitsmyndum, skurðum o.fl.) t.d. í mælikvarðanum 1:500 eða 1:200, sem sýni sem gleggst hugmyndir höfundar, til dómnefndar. Einnig eru þátttakendur beðnir um að skila greinargerð þar sem lýst er hugmyndum og færð fram þau rök, sem þátttakendur kjósa að láta styðja hugmyndir sínar. Auk þess er þátttakendum heimilt að senda inn skýringarmyndir að eig- in vali. Þátttakendur geta beint fyrir- spurnum til dómnefndar, en þær skulu vera skriflegar og berast fyrir 10. september nk. Skilafrest- ur fyrir fyrri hluta keppninnar rennur út 31. október nk. Dóm- nefndin mun velja þrjár til fjórar tillögur til frekari útfærslu í öðru þrepi. Veitt verða 150 þúsund króna verðlaun fyrir hverja þá til- lögu sem fyrir valinu verður. Ennfremur er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur sem athyglis- verðar þykja fyrir allt að 250 þús- und krónur samtals, án þess að höfundum verði falin frekari út- færsla eða þátttaka i öðru þrepi samkeppninnar. Þegar úrslit liggja fyrir í fyrsta þrepi samkeppninnar mun dóm- nefnd fela höfundum valinna til- lagna nánari úrvinnslu á tillögum sínum á grundvelli endurskoðaðr- ar keppnislýsingar. Miðað er við að sú tillaga sem hljóta mun 1. verðlaun í öðru þrepi komi til út- færslu. Dómnefnd skipa Davið Oddsson, borgarstjóri, fulltrúi Reykjavík- urborgar, Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, fulltrúi Seðlabanka Islands, Guðmundur Kr. Guð- mundsson, arkitekt, sameiginleg- ur fulltrúi Reykjavíkurborgar og Seðlabankans, Gunnar Frið- björnsson, fulltrúi Arkitektafé- lags íslands, og Þórarinn Þórar- insson, arkitekt, fulltrúi Banda- lags listamanna. Ritari dómnefnd- ar er Hjörleifur B. Kvaran, skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings, en trúnaðarmaður dóm- nefndar er Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri Byggingaþjónust- unnar. Varmalæk, 25. júlí. Frá Yaldimar Kriatinssyni. UM KL. 7 í morgun lögóu Skagfirð- ingar frá níu bæjum í Seylu- og Lýt- ingstaðahreppi af stað í upprekstur með hross á Eyvindarstaðaheiði. Ráku þeir hrossin eins og venja er til upp Mælifellsdal og þaðan fram Haukagilsheiði. Um hádegisbilið voru þeir komnir að gangnamanna- kofanum við Bugavatn. Af þessum sem lögðu af stað frá Mælifellsá voru bændur úr framparti Seylu- hrepps og útparti Lýtingsstaða- hrepps, eins og heimamenn kalla það. Við gangnamannakofann bætt- ust við hross frá fimm bæjum og var talið að fullorðin hross væru þá um 160 í rekstrinum. Þegar koraið var að gangnamannakofanum við Buga- vatn voru menn að matast og ríkti góð stemmning á meðal þeirra og greinilegt var að mikil samstaða rík- ir meðal Skagfirðinga gegn banninu. Meðal þeirra sem barna voru var Hafsteinn Lúðvíksson, Vallholti, en hann er fjallskilastjóri Seylhrepp- inga. Tók blaðamaður hann tali og var hann spurður hvert ferðinni væri heitið með hrossin. „Við förum með hrossin suður í Guðlaugstungur, sem eru sunnan við Ströngukvísl, sem rennur í Blöndu. Þar er mjög gott hrossa- Lögbirtingarblaðið auglýsti fyrir skömmu, að vegna utanfarar Stein- gríms Hermannssonar, forsætis- ráðherra, hefði Halldóri Ásgríms- syni, sjávarútvegsráðherra, verið fal- ið að gegna störfum forsætisráð- herra um stundarsakir. Ekki hefur verið venjan að auglýsa slík ráðherraskipti á undanförnum árum en að sögn Guðmundar Benedikts- sonar, ráðuneytisstjóra I forsætisráðuneytinu, þótti rétt að gera það í þessu tilfelli. „Þetta var stundum gert hér áð- ur fyrr, en það hefur aldrei verið land og hefur verið venja að reka hrossin þangað frá því fyrir alda- mót.“ Einnig var Hafsteinn spurð- ur hvernig honum litist á ástand afréttarins. Kvað hann fjölda mörg ár síð- an afrétturinn hafi litið svona vel út og taldi hann það i samræmi við árferði nú í sumar og í vor. „Þó teljum við að hlífa verði honum eftir svo mörg köld ár, sem verið hafa síðan 1979,“ sagði Haf- steinn. Virtist öllum þeim sem blaðamaður tók tali bera saman um að afrétturinn væri með besta móti. Um fimmleytið voru hrossin rekin yfir Ströngukvísl og var komið á leiðarenda rétt fyrir kl. 7 í kvöld. Reksturinn gekk vel fyrir sig og var engin viðstaddu" frá lögreglu eða sýslumanni, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun sýslumaður ekki hafa haft vitneskju um reksturinn. Þá voru rekstrarmenn spurðir hvort þeir ættu von á aðgerðum stjórn- valda t.d. það að hrossin yrðu rek- in niður með lögregluvaldi og voru svör þeirra á þá leið að þeir ættu nóg af ólúnum hrossum heima. regla á þessu,“ sagði Guðmundur. „Þetta þótti formlegra að þessu sinni, því þetta er staða forsætis- ráðherra og viðkomandi gæti því þurft að vera við embættistöku forsetans sem einn af þremur handhöfum forsetavalds. Það varð því að ráði að gera þetta núna, en hvort það verður regla í framtíð- inni skal ég ekki segja um. Og ég býst ekki við að þetta verði tekið upp varðandi önnur ráðherraemb- ætti,“ sagði Guðmundur Bene- diktsson, ráðuneytisstjóri. Við erum komnir í Olympíu- liðið resoluhO" ^jicolQP . Offída/ FHm of I the Los AngeJes 1984 Otynyjics QPP Fjarvera forsætis- ráðherra auglýst í Lögbirtingarblaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.