Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 Samkomulag um feröapen- inga fyrir Tungnár- svæðið GENGIÐ var frá samkomulagi milli aðila að samræmdum virkjanasamn- ingi í gær, þess efnis að ákvæði Tungnársvæðissamnings um flutn- ing og ferðir fólks til og frá Tungn- ársvæðinu gildi, en fyrir misgáning féll þetta ákvæði niður þegar hinn nýi samningur var gerður, að sögn Hilmars Jónassonar, formanns verkamannafélagsins Rangæings. Hin nýi samningur hefur því ekki enn verið borinn undir atkvæði á virkjanasvæðinu við Tungná. Ákvæði nýja samningsins um Blöndusvæðið gilda áfram óbreytt Hilmar Jónasson sagðist búast við að nýi samningurinn yrði bor- inn undir atkvæði á virkjanasvæð- inu við Tungná eftir helgina á mánudag og þriðjudag, en kosn- ingin væri talsvert mikið verk, þar eð unnið væri á þrískiptum vökt- um og á átta stöðum á svæðinu. Norræna húsið: Fyrirlestur um íslensku handritin I)K. PHIL. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar, verður fyrirlesari í Opnu húsi í Norræna húsinu í kvóld, 26. júlí, kl. 20.30. Dr. Jónas segir frá íslensku handritunum og sýnir litskyggnur máli sínu til skýringar. Erindið verður flutt á dönsku. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Osvald Knudsen, Horn- strandir, og tekur sýning hennar 33 mínútur. í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á íslenskum skordýrum, sem sett hefur verið upp í samvinnu við Náttúrugripa- safn íslands og í bókasafni er sýn- ing á hefðbundnu íslensku prjóni. Kaffistofa og bókasafn eru opin gestum allt kvöldið. (Úr frétUtilkynningu) Ljósm. Mbl./Emilía. Almennur fundur um niðurrif Fjalakattarins NIÐURRIFI Fjalakattarins við Að- alstræti var haldið áfram af mikl um krafti í gær. Er kvikmyndasal- urinn nú horfinn og aðeins kjallar inn eftir. Gert er ráð fyrir að niður- rífl vestari hluta hússins Ijúki síð- ari hluta næstu viku. Húsið á alll að vera horflð fyrir áramót. Stjórn samtakanna Níu líf, sem stofnuð voru til að varðveita Fjalaköttinn, telur þó ekki „ástæðu til að gefast upp þótt illa horfi fyrir Fjalakettinum", eins og segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Hafa þau boð- að til almenns fundar á Hótel Esju í lcvöld kl. 20.30, þar sem lagt verður á ráðin. Slæmar heyskaparhorfur á Suðurlandi: Þurrkur hefur varla komið síðan í júní og menn þurft að henda heyi „ASTANDIÐ hér undir Eyjafjöll- um og í Landeyjum er mjög alvar- legt, og ég hygg að það sé svipað ástand þó farið sé bæði vestur og austur fyrir," sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöll- um í samtali við Morgunblaðið um þá ótíð sem hefur verið á Suður- landi síðan í byrjun mánaðarins. „Það er varla hægt að segja að þurrkur hafi komið síðan í júní, fyrir utan einn dag um síðustu helgi, og það er svo komið að menn hafa þurft að henda heyi, því það hefur verið orðið gult og ónýtt. Eggert ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, og synir hans þurf tu til dæmis að henda heyi af tveimur hekturum, því það var orðið svo illa farið," sagði Hall- dór. Kvað hann of mikla hita vera, þrátt fyrir rigninguna, og að hey- ið sprytti úr sér og því væri nauðsynlegt að slá það. Sagði hann að mönnum litist verr á ástandið nú en í fyrra, því þá gerði kuldinn það að verkum að heyin urðu betri þó þau hefðu legið á túnunum. „Nú eru túnin eiginlega orðin það blaut að það er að verða gjör- samlega ómögulegt að hirða í súrhey og útlitið er ekki gott eins og nú er ástatt. Grasið er orðið úr sé sprottið og það eru þó nokkrir bændur sem ekki eru komnir með bagga í hús. Þeir sem hafa náð einhverju inn eru þeir bændur sem náðu að nýta sér þurrkinn sem var síðustu dagana í júni, en þá var ekki orð- Gallerí Borg: Sýning Ingibjargar í dag hefst sýning i verkum lista- konunnar Ingibjargar Eggerz sendí- herrafrúar í listahúsinu Gallerí Borg. Þar sýnir hún 19—20 olíumál- verk sem eni máhið á árunum 1955—1970, og eru óll til stflu. Einn- ig verða hangandi nokkur verk eftir aðra listamenn sem einnig eru til kaups. Fyrir utan sýningar rekur Gall- erí Borg listaverkasölu í kjallara hússins og er þar að finna t.d. leirmuni, málverk eftir Dieter Roth, Jón Engilberts og Ásgrím Jónsson, grafík eftir Björgu Þor- steinsdóttur og fleiri og glermuni. Listaverkauppboð eru einnig hald- in og ýmiss konar uppákomur. Sýning Ingibjargar stendur til 8. ágúst og er op:ð virka daga frá kl.10—18 en um helgar frá kl. 14-18. Eggerz Ljósmynd Mbl. Emilla. Edda Óskarsdóttir og Halldóra Thoroddsen setja upp sýningu Ingibjargar. ið það sprottið að allir nýttu sér það. Annars hafa menn ekki al- veg látið deigan síga og reyna að vera bjartsýnir, en það verður að segjast eins og er að þetta lítur ekki vel út. Ef þessi ótíð heldur áfram þá er það alveg ljóst að það verður að byggja búskapinn að verulegu leyti á kornfóðri og fóðurbæti og ef skattlagning á þessum vörum á að halda áfram þá verður að taka tillit til þeirra aðstæðna sem geta skapast við ótíð sem þessa. Það er ekki hægt að láta ganga yfir allt landið skattlagningu á fóðurbæti þegar svona árar," sagði Halldór að lokum. Lakari heyskapur nú en í fyrra Á Þorvaldseyri, hjá Eggerti Ólafssyni bónda, fengust þær fregnir að það væri lítill hey- skapur og það Iittla hey sem komið væri í hlöðu vaeri ekki gott. „Síðan í júnílok hefur ekki komið nema einn þurr dagur hér um slóðir svo það er ekki við því a.ð búast að hér sé mikið um góð- an heyskap," sagði Eggert í sam- tali við Morgunblaðið. „Það hefur einungis komið einn þurr dagur í þessum mánuði og á undan hafði verið stórrigning þannig að væt- an gerði ekki meira en að síga úr þann daginn. Þeir sem slógu í júní fengu ein- hverja tuggu en svo eru það aðrir hér um slóðir sem ekki eru enn farnir að ná inn neinu heyi, því það voru ekki allir sem gátu byrjað að slá í júní. Núna er ástandið hins vegar þannig að grasið er of sprottið og orðið hálfgerður óþverri og það er útlit fyirr að það verði mun lakari heyskapur núna en var í fyrra. Ég hygg að þetta sé verst hér undir Eyjafjöllum, í Fljóts- hlíðinni, og Landeyjum, en um leið og kemur austur fyrir Höfðabrekkuheiði þá byrjar að létta til og fyrir austan Mýr- dalssand hafa þeir yfirleitt betri þurrk. Það mætti segja mér að í vetur mjólkaði illa á Suðurlandi, en á meðan skapa þeir náttúru- lega ekkert smjörfjall," sagði Eggert að lokum. Ástandið í heyskaparmálum er ekki betra í Fljótshlíð heldur en undir Eyjafjöllum og sagði Egg- ert Pálsson, bóndi á Kirkjulæk að í Fljótshlíðinni hefði ekki komið þurrkur síðan fyrsta júlí. „Það má eiginlega segja að ástandið hér að austanverðu í Rangárvallasýslu hafi verið verra en vestanmegin," sagði Eggert. „í júní var þó nokkur þurrkur og þá náðu sumir bænd- urnir bara töluverðu af góðu heyi en svo er það aðrir sem engu hafa náð. Þá hafa þeir sem eru með vothey getað hirt svolítið. En horfur í heyskap eru ekki góðar eins og er og það verður að fara að koma þurrkur ef allir bændur hér eiga að geta náð inn einhverju heyi," sagði Eggert að lokum. Á Bergþórshvoli, hjá Eggert Haukdal, var það að frétta að þeir sem hefðu getað nýtt þurrk- in í júní væru best á vegi staddir. „Júlímánuður er búinn að vera afar erfiður og sá þurrkur seni hefur komið hefur lítið notast því hann hefur verið svo stuttur," sagði Eggert Haukdal, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ef ekki fer að koma þurrkur þá er óhætt að segja að það muni horfa til vandræða. í fyrra var ekki bara vætutíð heldur var einnig fremur kalt þannig að grasið spratt ekki eins hratt, en núna er heitara í veðri, betri spretta, og má eiginlega segja að grasið sé farið að spretta úr sér. Það er hins vegar vonandi að veðurfarið fari að bregðast til hins betra því þá gæti þetta bjargast," sagði Eggert Haukdal að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.