Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 59

Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 59 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wr/Jsunm’UM-JU Kirkjukórar hornrek- ur guðsþjónustunnar Ingvar Agnarsson skrifar: „Nýjustu söng- og hljómleika- hallir íslendinga, og þær eru margar, eru byggðar með nokkuð undarlegum hætti: Allt söng- og hljómlistarfólkið er haft uppi und- ir þaki á bak við áheyrendur, svo enginn megi það augum líta. Hafið þið heyrt aðra eins full- yrðingu? Þið, sem þessar línur les- ið, haldið nú e.t.v. að ég fari hér með staðlausa stafi, en það er öðru nær, eins og raunar flestir ættu að vita. Lítið á allar kirkjurnar, sem byggðar hafa verið á undanförn- um árum. Þær eru að vísu guðshús og reistar í trúarlegum tilgangi meðal annars. En engu að síður eru þær einnig og ekki síður must- eri ræðulistar, sönglistar og tón- listar, svo sem vera ber. En með þessu fyrirkomulagi sem neytt er upp á kirkjugesti, er fyrir því séð, að áheyrendur geta engan séð, nema prestinn einan. Hvers á söfnuðurinn að gjalda? Hví er svo um hnútana búið, að enginn geti notið nema til hálfs, þeirrar listar sem flutt er í þessum veglegu hús- um? Allir vita, að fagurra hljóma getur enginn notið, nema þeir ber- ist úr réttri átt, þ.e. framan að áheyrendum. Allir snúa sér í þá átt, sem hljóðið kemur úr, sé þess nokkur kostur. Enginn temur sér að snúa baki í útvarp, sem hlustað er á og menn snúa ekki bökum hver í annan þegar þeir tala sam- an. Neir, þeir snúa hver að öðrum. Að þessu leyti er eðlilegum lög- málum tilverunnar snúið öfugt þegar um kirkur er að ræða, alla- vega flestar hverjar. Ef einhverj- um finnst eðlilegt að snúa baki í flytjendur söng- og hljómlistar, finnst þá ekki þeim sama að einn- ig ætti að snúa baki í prestinn, flytjanda guðsorðsins? Ég sé ekki mikinn mun á þessu tvennu. í báð- um tilvikunum er um flutning að ræða, sem áheyrendur eiga rétt á að njóta, án óþarfa hindrana. En hverjir stjórna þessu fárán- a a« Það er von bréfritara að er bygging Hallgrímskirkju lýkur, verði kirkju- kórnum þar gert hærra undir höfði en almennt hefur tíðkast í kirkjum landsins. lega fyrirkomulagi? Helst dettur manni í hug að hér komi einkum tii greina andlegur sljóleiki arki- tektanna (byggingarlistamann- anna), sem ekki geri sér grein fyrir tilgangi þessara húsa, og api svo hver eftir öðrum sömu vitleys- una án hugsunar. Ég get varla ímyndað mér að prestarnir eða safnaðarstjórnir eigi hér hlut að máli. Til þess er þeim of kunnugt álit þeirra sem kirkjurnar sækja. Einhvers staðar í stjórn eða skipulagi kirkjubygginga hlýtur að vera við ramman reip að draga. Einhverjir andlega steinrunnir yf- irmenn eða stjórnendur kirkju- mála, hljóta að vera hér Þrándur i Götu, fyrir eðlilegum breytingum til bóta. Nú er langt komið byggingu stærsta og veglegasta trúarmust- erins landsins, Hallgrímskirkju, i hjarta höfuðborgarinnar. Von mín er sú, að þar megi ríkja meiri frelsisandi i staðsetningu kirkju- kórs en í flestum öðrum kirkjum, sem risið hafa að undanförnu, svo allir gestir hennar megi njóta að fullu þeirrar listar, sem þar verð- ur flutt i búningi orða, söngs og tóna, en i öllum þessum greinum listarinnar er guðsþjónusta fólgin. Þessum skilningi má ekki gleyma. Og eitt vil ég benda á að íokum, atriði sem e.t.v. er hið mik- ilvægasta: Tilgangur guðsþjón- ustu er 8amstilling við hinn mikla mátt, hinn mikla verund alheims- ins, svo allir komi út úr helgistaðnum hlaðnir lífsorku, meiri en er þeir gengu inn. Því verður að haga svo til í slíku húsi að boðskapurinn sem þar er fluttur, nái tilgangi sínum sem best, verki samstillandi og magn- andi, hverjir svo sem flytjendurn- ir eru. En rétt staðsetning þeirra á áreiðanlega mikilvægan þátt i því að allir megi vel njóta. Kirkjukórar skyldu njóta verð- ugrar sæmdar, en ekki vera horn- rekur guðsþjónustunnar, svo sem nú tíðkast. Flytjum útimark- aðinn 7589-8109 skrifar: „Háttvirtu borgarráðsmenn. Hvenær ætlið þið að hreinsa til í Austurstræti? Er ekki mál að ósómanum linni? Okkur eldri Reykvíkingum er mikil raun að því að horfa upp á niðurlægingu þessarar aðalgötu borgarinnar. Við leggjum til að grjótgarðar, bekkir og moldarflag verði fjarlægt svo og sölutjöld. Væri ekki skömminni skárra að flytja útimarkaðinn upp á Arnar- hólstún og setja gamla söluturninn þar sem hann var áður, við hornið á Hverfisgötu og Arnarhóli? Fyrir nokkrum árum var hreins- un gerð á Arnarhólstúninu og var útigangsmönnum meinað að liggja undir blikkgirðingunni á hólnum, en nú er öllu liðinu stefnt niður í mitt Austurstræti og þar liggur það og flatmagar. Ég hef oft undrast umburðar- lyndi það er bankastjórar og bankaráðsmenn Útvegsbankans hafa sýnt undanfarin ár, horfandi á þessa fallegu byggingu niður- lægða með allskonar druslum hangandi um allt húsið, að ógleymdum hávaðanum sem glym- ur utandyra daglangt. Takið ykku nú taki og gerið úrbót á þessari vanvirðu hið bráðasta." Bréfritari er þeirrar skoðunar að fjarlægja eigi sölutjöldin úr Austurstræti og flytja þau upp á Arnarhólstún. 53? S\ú6A V/öGA í VLVZ.9AU Veriö velkomin. ópavogsbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokað á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Aðeins 14 sett efftir og koma ekki aftur Gættu þess að missa ekki af þessum eftirsóttu barnasamstæðum, sem eru allt í senn, rúm, hirslur og klæöaskápar. Verksmiöjan hefur skift um fram- leiösluvörur og við fáum samstæöurnar ekki meir. Lengd: 274 cm. Hæö 167 cm. Dýnubreidd 190x75 cm. Eigum skrifborð í stíl Aðeins 14.960.- með dýnum + 3 púðum K ^ Borgaöu útborgun meö greiölukorti HISGACNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REVKJAVÍK * 91-41199 oq 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.