Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 5 Þýskur vísindamaður: ísland breikkar að meðaltali um 10 sm á ári — segir þýskur vísindamaður Hér á landi er staddur sjö manna hópur jarðfræðinga frá tækniháskól- anum í Braunschweig í V-Þýska- landi. Þeir vinna vid rannsóknir á Kröflusvæðinu og hafa þær rann- sóknir staðið yfir í árabil. Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi norður og hafði tal af pró- fessor Reinhard Richter og innti hann eftir því hvað verið væri að rannsaka. Hann sagði að rann- sóknirnar hefðu hafist 1938, en síðari heimsstyrjöldin hafi bundið enda á þær. Á miðjum sjöunda áratugnum voru hafnar rannsókn- ir að nýju sem stöðugt hefði verið haldið áfram síðan. Fyrst og fremst væri verið að rannsaka Tap á Lista- hátíð 6 millj. SAMKVÆMT endurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri, sem lagt var fyrir fulltrúaráðsfund Listahátíð- ar í gær, nemur tapið á hátíðinni í ár um 6 milljónum króna. Bjarni ólafsson, framkvæmdastjóri Listahátíðar, sagði í samtali við Mbl. að þetta endurskoðaða upp- gjör væri staðfesting á þeim tölum sem áður hefðu komið fram, þ.e. 5,5 milljón króna tap á Listahátíð og hálf milljón á Kvikmyndahátíð. landrekið á þessum slóðum, en eins og kunnugt er gliðnar landið stöðugt meira eða minna. Komið hefur í ljós að á tímabilinu 1975 til ’77 gliðnaði landið hvað mest. Mælingarnar eru framkvæmdar með aðstoð Landmælinga íslands sem annast töku loftmynda, sem landakort eru unnin eftir. Kortin eru síðan borin saman og fundið út að hve miklu leyti ákveðnir við- miðunarpunktar hafa fjarlægst hvor annan. Hraði gliðnunarinnar hefur verið misjafn, allt frá nokkrum sentimetrum upp í marga metra. Þ.e.a.s. hraðinn hef- ur fylgt eldvirkninni á hverjum tíma. Hægt er að segja að landið breikki að meðaltali um tíu senti- metra á ári. Eins og áður sagði annast Landmælingar Islands loftmyndatöku. Háskólinn í Braunschweig gerir kort eftir loftmyndunum sem koma að góð- um notum fyrir Landmælingar ís- lands. Ekki síður koma rann- sóknaniðurstöðurnar vel að notum við boranir sem fram fara á Kröflusvæðinu. Hægt er að kom- ast að hvar mesta gliðnunin er, og með tilliti til þess er hægt að finna út hvar minnst er hætta á að borholur eyðileggist. Reinhard Richter sagði að margir hópar frá mismunandi löndum væru við rannsóknir af og til á Kröflusvæðinu, sem lítið vissu af hvor öðrum. Það sagði hann mikinn galla og sagði að koma þyrfti á fót miðstöð sem all- ar rannsóknaniðurstöður færu til. 22 pundari úr Laxá í Dölum í heild hefur veiði gengið nokkuð vel í Laxá í Dölum í sumar, í gær voru komnir 614 laxar á land samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. aflaði sér í veiðihúsinu í Þrándargili. ís- lendingar voru að veiðum, annar hópurinn síðan útlendingar luku þar veiðum, en hópnum hafði ekki gengið sérlega vel, enda hafði áin hlaupið í óargafljót í rigningunum miklu. Þeim gekk betur, fslendingun- um sem renndu í ána næstir á eftir Bretunum, þeir fengu 101 lax á stangirnar 7 á 3 dögum. Stærsti lax sumarsins veiddist þá, 22 punda lax, en hann veiddi aflaklóin Þórarinn Sigþórsson á maðk í Höskuldsstaðastreng. Talsvert hefur verið að ganga upp á síðkastið og síðast veiddist í ánni lúsugur lax í morgun. Alltaf þessi eini í Breiðdalnum ... Hann lætur bíða lengi eftir sér, lax númer tvö í Breiðdalsá. í gær hafði aðeins einn lax verið færður í veiðibókina á Staðar- borg, 8 punda fiskur sem veidd- ist strax í júní. Það er mönnum hulin ráðgáta hvers vegna áin hefur hrunið svo gersamlega, en fá ár eru síðan hún gaf á fimmta hundrað laxa á sumri. Sigurður Lárusson á Gilsá sagði í samtali við Mbl. í gær, að bændur þar í sveit væru þeirrar skoðunar að Færeyingar veiddu mikið af Breiðdalslax- inum, vissulega gætu náttúru- legar aðstæður komið til, en það væri trú þeirra að veiðar Færey- inga hefðu úrslitaáhrif. Laugardalsá dauf Frekar slök veiði hefur verið í Laugardalsá við ísafjarðardjúp það sem af er sumri. Hún mun hafa losað rétt um 100 laxa eftir því sem veiðimenn sem þar voru nýlega sögðu. Fylgdi sögunni, að fremur lítið sæist af laxi og nýr lax sæist vart. Stærsti laxinn var rúm 16 pund. Stórlaxaganga í Álftá Veiði er enn góð í Álftá á Mýr- um og þar eru nú komnir um 200 laxar á land, sem telst mjög gott þó ekki sé það alveg eins gott og í fyrra. Veiðimenn sem nýlega voru að veiðum fengu 8 laxa yfir daginn og var meira en helming- ur aflans stórlax, 10 til 14,5 punda fiskar með halalús. Sáu sömu menn mikið af slíkum laxi víða um ána. Stærsti lax sumarsins er enn 19,5 punda fiskur sem veiddist snemma, hins vegar er meðalþunginn geysilega góður, eitthvað um 9 pund, og virðast 12 til 14 punda laxar vera sérlega algengir. Hins vegar virðist vanta mikið milli- stærð. Mest hefur veiðst á maðk, en einstaka menn fá afla sinn á flugu. Veiðin eftir góóan dag. VILHJÁLMSSON hfJFI IIAIT h Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202. flDDDREGHTA RÚMCÓÐUR, FRAMHJÓLADRIFINN, SPARNEYTINN FIAT-CÆDINCUR Höfum fengiö örfáa bíla til viöbótar á kynningarveröi. Tryggðu þér bíl strax — síðasta sending seldist upp á skömmum tíma. CÆÐI, ÖRYCCI, CLÆSILEIKI KYNNINGARVERÐ KR. 329.000, “ á götuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.