Morgunblaðið - 11.08.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 11.08.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 17 Aftur inn í stofu Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið, leiklistardeild: K-421 eftir Odd Björnsson. Leikstjóri: Höfundur. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason, Andrés Sigur- vinsson, Kristín Kristjánsdóttir og Auður Guðmundsdóttir. Tæknimaður: Hreinn Valdimars- son. Oddur Björnsson notar Mozart óspart í leikritum sínum. K-421 dregur nafn af strokkvartett Mozarts. Það er alltaf gaman að heyra fallega músík. I K-421 kynnumst við tveim skrýtnum köllum, þeim Samúel og Betúel. Auk þeirra maetir ungi maðurinn Snúlli og konu- raddir berast til eyrna. Leikritið er umræða um mannleg samskipti og tilraun til að varpa ljósi á þau. Betúel hringir dyrabjöllu Samúels og er boðið inn þótt húsráðandi þekki hann ekkert. Þeir hafa báðir slæma reynslu af konum og rifja upp ýmislegt um þær. Samúel er reyndar meira fyrir kynbræður sína. í leikritinu tekur hann upp á því að deyja, en skömmu áður hefur Snúlli birst. Samræður þeirra Betúels og Snúlla eftir að Samúel er dáinn eru að mestu endurtekning. Snúlli er bergmál Samúels, eins konar yngri Sam- úel. „Konur eru plága,“ segir Betú- el. „Ekki segi ég það nú Oddur Björnsson kannski," svarar Snúlli. Betúel: „Ég ekki heldur — þá er allt komið á bakkann — og við rölt- um okkur aftur inn í stofu — hitt er svo annað mál — að það virðist stundum engin sérstök þörf fyrir þær.“ Svona eru samræður þessa út- varpsleikrits Odds Björnssonar. Leikritið á að sýna fram á hversdagsleik og það hve lífið er tilbreytingarsnautt og sífellt sama tuggan. Það tekst laglega hjá höfundi, en vakti ekki sér- staka eftirtekt undirritaðs hlustanda. Leikararnir fluttu textann eins og af gömlum vana. Það var helst Andrés Sigurvinsson sem gæddi hann lífi, hinir á stöku stað. Gítar- tón- leikar Tónlist Jón Ásgeirsson Pétur Jónasson var með þrenna tónleika i Skálholti um verslunarmannahelgina og lék verk eftir Eyþór Þorláksson, Milan, Atla Heimi Sveinsson, Sanz og Hafliða Hallgrímsson. Tvö fyrstu verkin eru eftir Ey- þór og nefnir hann þau Prelúdíu og Improvisacion I. Þetta eru geðþekk tónverk, einföld og skýr og voru fallega leikin. Það er ávallt mikill þokki yfir leik Pét- urs, sem kom hvað best fram í tveimur pavan-dönsum eftir Milan og í „Preludio o capricho arpeado" eftir Sanz. Verkin eftir Atla og Hafliða hefur Pétur ný- lega flutt og var leikur hans að þessu sinni mun öruggari og eins verkin nú lifnuðu í höndum hans. Vera má að því valdi nokk- uð að vel gerð verk batna við endurhlustun. Á þetta þá eink- um við um verk Hafliða og voru þrír fyrstu þættirnir — Pro- logue, Steinar og Svefn — sér- lega vel leiknir. Það er eins og losni um smíðatæknina hjá Haf- liða í tveimur síðustu þáttum „Jakobsstigans" og í síðasta þættinum sérstaklega, sem er eins og röð af „Kadensum". Eins og fyrr segir er leikur Péturs þokkafullur og sérkennilega yf- irvegaður, allt að því alvarlegur. Á þeim tónleikum sem haldnir hafa verið í Skálholti nú í sumar hafa kirkjugestir virt þá ósk að klappa ekki í kirkjunni og er það miður. Sú krafa að ekki megi klappa í kirkjum er i raun ein- hver miðaldabábilja og setur auk þess leiðinlegan svip á allt tón- leikahald. Að klappa er eins kon- ar afmörkun á framferli tónleik- anna, þátttaka áheyrenda, er getur verið örvandi fyrir flytj- endur. Ef kirkjuyfirvöld vilja viðhalda einhverri helgistemmn- ingu í kirkjunum ætti að banna allt túristaráp og sölumennsku og ef ekki að banna alit tónleika- hald, þá að minnsta kosti banna flutning á veraldlegri tónlist. Að banna fólki að klappa á tónleikum er í raun bann við því að láta í ljós gleði og þakklæti fyrir góða list. Kirkjan er al- menningseign og rétt að almenn- ingur verði látin skera úr um þetta atriði, svo áheyrendur þurfi ekki að fara eftir duttlung- um einstakra presta um það hvort megi klappa eða ekki. BRunnBúr AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055 Tryæingakaup eru í sjálfu sér ekki flókin - en |k> þarí aðmetamálin rétt eigi kaupin að vera hagstæð Með því að sameina í eina vátryggingu ýmsa áhættuþætti í atvinnurekstrinum, sem áður hafa verið sértryggðir, er hægt að auka vátryggingarverndina verulega. Tryggingarráðgjafar okkar aðstoða þig við áhættumatið, svo að verðmæti þín séu örugglega tryggð á raunvirði. Samningur þinn og félagsins um samsetta vátryggingu byggist á vátryggingarþörf þinni, raunréttu áhættumati og hagstæðum iðgjöldum. Samsett trygging er hagstæð trygging

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.