Morgunblaðið - 11.08.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.08.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 33 Minning: Sigríður Sesselja Hafliðadóttir Faedd 17. júní 1908 Dáin 1. ágúst 1984 Hún var fædd að Bergholtskoti 1 Staðarsveit, dóttir merkishjóna, Hafliða Þorsteinssonar bónda þar, og konu hans, Steinunnar Krist- jánsdóttur. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum þar i systkinahópi til ársins 1922, er foreldrar hennar fluttu að Stóru-Hellu við Hellis- sand og bjuggu áfram á þeirri jörð. Sigríður var fjórða elst ellefu alsystkina. Eftir tveggja ára bú- skap á Stóru-Hellu, missti Hafliði konu sína 17. mars 1924 frá ellefu börnum, því yngsta á fyrsta ári. Það var mikið áfall fyrir Hafliða og börnin, því Steinunn var stjórnsöm húsmóðir, mild og hjartahlý móðir sinna mörgu barna. Þá var Sigríður 16 ára, kom það í hlut hennar og elstu systkin- anna að hjálpa föður sínum við stjórn hins stóra heimilis þar til Hafliði kynntist ráðskonu, Guð- laugu Pálsdóttur, þau eignuðust tvær dætur, sem nú eru búsettar í Bandaríkjunum. Eftir skilnað þeirra tók Sigríður aftur við stjórn heimilis föður síns svo ár- um skipti eða þar til hún giftist Einari Ögmundssyni vélstjóra, 20. október 1930. Þau hófu búskap að Hraunprýði á Hellissandi og 1939 fluttu þau til Njarðvíkur og hafa búið þar síðan. Þau Sigríður og Einar hafa eignast mjög mannvænleg 8 börn. Elst er Hrefna, gift Guttormi A. Jónssyni verkstjóra; Hafsteinn múrarameistari, giftur Valgerði Jónsdóttur; Jóhanna Margrét, gift Oddi Sveinbjörnssyni kennara; Trausti múrarameistari, giftur Erlu Jónsdóttur; Sólmundur Tryggvi fiskifræðingur, giftur Ástríð Einarsson; Erna Sigríður, gift Jóni Sigfússyni bifvélavirkja; Sæmundur Þorsteinn rafvirkja- meistari, giftur Maríu Ögmunds- dóttur. Tryggva, sem var tvíbura- bróðir Trausta, misstu þau er hann var á fyrsta ári. Þeim Sigríði og Einari búnaðist vel, þau voru samhent í starfi og á þeirra heimili ríkti stjórnsemi og algjör reglusemi. Sigríður tók mikinn þátt í félagsstörfum, var ein af stofnendum kvenfélags Njarðvíkur, var leiðandi í áratugi í starfsemi barnastúkunnar Sumargjöf. Hún var ákaflega mild, hlý og kærleiksrík kona, þeirra eiginleika hennar hafa börn og eiginmaður notið. Siðari hluta ævi sinnar varð hún að ganga í gegnum mikil veikindi, varð þrisv- ar sinnum að fara til útlanda til hjartaskurðaðgerða. Hún missti mann sinn, Einar ögmundsson, eftir fjörutíu og fjögurra ára ást- úðlega sambúð hinn þriðja mars 1974. Þau Einar og Sigríður áttu það sameiginlegt að hafa gefið foreldrum sínum hluta af lífsst- arfi, sú kærleiksríka sáning þeirra hefur fært þeim uppskeru í þeim fjölmenna, dugmikla barnahóp, sem guð hefur þeim gefið. Þar kemur fram arfleifð góðra, kær- leiksríkra og stjórnsamra for- eldra. Nú er starfsdagur Sigríðar liðinn en handan við tjald lífs og dauða skín morgunroði nýs dags á æðri lífssviðum, þar sem kær- leiksríkra sálna bíða mörg verk- efni, en minningin um göfuga móður mun lifa meðal barna, barnabarna og annarra er henni kynntust. Rarvel Ögmundsson Þann 1. ágúst 1984 andaðist á Landakotsspítalanum i Reykjavík frænka min, Sigriður Sesselja Hafliðadóttir. Sigríður fæddist 17. júni 1908 i Bergholtskoti í Staðarsveit. For- eldrar hennar voru hjónin Hafliði Þorsteinsson frá Grenjum í Álfta- neshreppi, f. 11. nóv. 1877, d. 21. nóv. 1969, og Steinunn Kristjáns- dóttir frá Elliða í Staðarsveit, f. 12. okt. 1878, d. 17. mars 1924. Þau hjón hófu búskap 1903 í Berg- holtskoti og bjuggu þar i nitján ár, en fluttu árið 1922 að Stóru-Hellu við Hellissand. Börn þeirra: Krist- ján Víglundur, f. 1904, d. 1977, trésmiður á Hellissandi, kvæntur Guðmundsínu Sigurrósu Sigur- geirsdóttur, Halldóra Elínborg, f. 1905, d. 1949, gift Kristjáni Ágústi Bjarnasyni, sjómanni, Þorsteinn, f. 1906, d. 1950, sjómaður á Akra- nesi, Sigríður Sesselja, Elísabet Guðrún, f. 1909, hfr. Haga á Barðaströnd, síðar í Keflavík, gift Ingólfi Kárasyni, bónda, Sæma, f. 1910, d. 1941, hfr. á Hellissandi o.v., gift Guðmundi Breiðfjörð Jó- hannssyni, verkam., Valdimar, f. 11. okt. 1911, d. 1970, trésmiður í Reykjavík, kvæntur Ljósunni Jón- asdóttur, Jóhann Straumfjörð, f. 1914, d. 1968, kaupmaður í Reykja- vík, kvæntur Valgerði Sigur- tryggvadóttur, Kristjana Vigdís, f. 1918, hfr. á Akranesi, gift Jón Z. Sigríkssyni, verkam., Guðríður Jó- hanna, f. 1920, d. 1978, sambýlis- kona Björns Kristjánssonar sjó- manns Rifi, Steinunn Hafdís, f. 1923, hfr. Gríshóli, Helgafells- sveit, síðar á Akranesi, gift Illuga Hallssyni. Með ráðskonu sinni, Guðlaugu Sigríði Pálsdóttur, f. 1885, d. 1945, átti Hafliði tvær dætur: Lára Magnea, f. 1925, bú- sett í Ameríku, og Ásdis, f. 1927, búsett í Ameríku. Árið 1924 þegar Sigríður missti móður sína frá tiu systkinum sin- um, var hún orðin sextán ára göm- ul og farin að vinna fyrir sér í Reykjavík. Hún brá fljótt við og fór heim að Stóru-Hellu föður sín- um til aðstoðar með sitt stóra og þunga heimili. Þar var hún síðan þar til faðir hennar fór að búa með ráðskonu sinni, Guðlaugu. Á Hellissandi kynntist Sigríður mannsefni sínu, Einari ög- mundssyni frá Hellu i Beruvík, syni Ögmundar Andréssonar og Sólveigar Guðmundsdóttur. Þau gengu í hjónaband 19. okt. 1930 og bjuggu sér heimili í Hraunprýði á Hellissandi, en bjuggu þar síðan lengst af í Klettsbúð. Þau hjónin tóku móður mína, Kristjönu, syst- ur Sigríðar, inn á heimilið og var hún hjá þeim fram yfir ferming- araldur. Systrakærleikur þeirra var mikill og höfðu fjölskyldur þeirra æ siðan mikið og gott sam- band. Árið 1939 flytja þau Sigríður og Einar til Ytri-Njarðvíkur og áttu þar lengst af heimili á Þórustíg 20. Einar lauk vélstjóraprófi á því ári og starfaði sem vélstjóri á bátum í mörg ár, síðan vann hann um ára- bil í frystihúsi bræðra sinna, Karvels og Þórarins, en frá 1962 til dauðadags vann hann sem pipulagningamaður á Keflavikur- flugvelli. Einar var dugnaðarfork- ur til vinnu, ástrikur heimilisfaðir og ávallt geislaði frá hans léttu lund. Hann var fæddur 26. febr. 1899 og lést i Reykjavík 3. mars 1974. Sigríði voru margir góðir kostir gefnir. Hún var greind kona, fal- leg og glæsileg og framkoma hennar öll slik að eftir var tekið. Þau hjón voru bæði miklar félags- verur og á heimili þeirra var oft gestkvæmt og glatt á hjalla, og flesta daga voru miklar gestakom- ur á Þórustígnum. Sigríður starf- aði að ýmsum félagsmálastörfum í sinu bæjarfélagi, var ein af stofn- endum kvenfélagsins, meðlimur slysavarnafélagsins og málefni Góðtemplarareglunnar lét hún mjög til sín taka. Frændrækni var Sigríði i blóð borin og víst er, að hinn stóri frændgarður Sigriðar mun lengi minnast hennar fyrir ræktarsemi í garð fjölskyldunnar, hvort sem var á stund gleði eða sorgar. Lífsgleði og viljastyrkur Sigrið- ar var einstakur. Sjúkdómssaga hennar var löng og ströng, en ekki bar hún það utan á sér að hún gengi ekki heil til skógar, og það er kraftaverki næst hvernig hún vann sig ávallt í gegnum þær þungu þrautir. I áratugi barðist hún við erfiðan sjúkdóm og marg- ar voru ferðir hennar á sjúkrahús, heima og erlendis. Þrisvar gekk hún undir erfiðar og tvisýnar að- gerðir erlendis, en þessa miklu reynslu hefur hún ávallt yfirstigið með einstöku þreki og viljastyrk. Hún átti og því einstaka láni að fagna að samhjálp fjölskyldunnar hefur ávallt verið til mikillar fyrirmyndar í hennar veikinda- stríði. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna. Þau eignuðust átta börn. Fjölskylduböndin hafa ávallt ver- ið sterk og samheldnin mikil. Börn þeirra eru: 1. Þórveig Hrefna, f. 20. júní 1931, hfr. Ytri-Njarðvík, gift Guttormi Arnari Jónssyni, starfsm. á Keflavíkurflugvelli. Þau eiga fimm börn. 2. Hafsteinn, f. 4. júlí 1932, húsasmíða- og múr- aram. í Ytri-Njarðvík, kvæntur Valgerði Þórunni Jónsdóttur. Þau eiga fimm börn. 3. Jóhanna Mar- grét, f. 21. mars 1934, hfr. á Sel- fossi, gift Oddi Gunnari Svein- björnssyni, kennara. Þau eiga fjögur börn. 4. Trausti, f. 1. sept. 1935, múraram. í Ytri-Njarðvík, kvæntur Kristínu Erlu Jónsdótt- ur. Þau eiga fjögur börn. 5. Tryggvi, f. 1. sept. 1935, d. 4. júlí 1936. 6. Sólmundur Tryggvi, f. 24. des. 1941, fiskifræðingur í Hafnar- firði, kvæntur Astrid Karí Alex- öndru Einarsson. Þau eiga tvö börn. 7. Erna Sigríður, f. 24. maí 1944, hfr. Ytri-Njarðvík, gift Jóni Sigurðssyni, iðnverkam. Þau eiga þrjú börn. 8. Sæmundur Þor- steinn, f. 18. maí 1945, rafvirki Ytri-Njarðvík, kvæntur Mariu ög- mundsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Við erum mörg sem söknum Sigríðar Sesselju Hafliðadóttur, en minningin um góða konu lifir björt og heið. Veri kær frænka kvödd og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Afkom- endum Sigríðar og öðrum ástvin- um votta ég samúð mína. Þorsteinn Jónsson Elísabet Kemp Illugastöðum Þann 1. ágúst 1984 andaðist á Vífilsstöðum Elísabet Stefáns- dóttir Kemp. — Hún fæddist 5. júní 1888 í Jórvík í Breiðdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann- esson, bóndi og póstur í Jórvík, og kona hans, Mensaldrína Þor- steinsdóttir frá Þorvaldsstöðum i Breiðdal. — Móðir Stefáns Guð- björg Guðmundsdóttir 'oónda i T6- arseli, andaðist skömmu eftir fæð- ingu Stefáns, en faðir hans Jóhannes drukknaði ári siðar i Berufirði. — ólst Stefán siðan upp hjá afa sínum, Guðmundi, sem var gildur bóndi i Tóarseli. Stefán var mikill dugnaðarmað- ur um búskap og ferðalög. Hann þótti fjármaður góður og stundaði hestakaup og var póstur i fjögur ár milli Seyðisfjarðar og Akureyr- ar. Fórst honum það vel úr hendi þó illa viðraði. — Atorku hans var viðbrugðið og reyndist hann far- sæll maður i þvf sem hann tók sér fyrir hendur. — Kona hans, Mens- aldrína, þótti á sinni tíð fallegasta og efnilegasta heimasæta i Breiðdal. Hún var kona mikilhæf, góðum gáfum gædd. — Þau hjón eignuðust 13 börn, var Elfsabet yngst þeirra systkina. Hún bjó ekki lengi að móður- hlýjunni. Tveggja ára missir hún móður sína, 24. júní 1890. — Þetta var mikið áfall fyrir barnahópinn og heimilið. — Stefán faðir Elísa- betar kvæntist i annað sinn 19. sept. 1891 Bergþóru Jónsdóttur i Hornafirði. Eigi varð þeim barna auðið. Hún gekk börnum Stefáns f móðurstað. — Þá ólust upp hjá Stefáni þrjú börn að mestu eða öllu leyti. — Gestrisni var mikil hjá Stefáni í Jórvík og vildi hann leysa vandræði manna þó hann væri ekki auðugur maður en hafði jafnan nóg fyrir sig að leggja. — Báðar konur Stefáns voru mynd- arkonur og vel gerðar og hann sjálfur ágætis heimilisfaðir. Elísabet átti því til góðra að telja, hún var gjörvileg kona, frið sýnum og bar með sér mikinn persónuleika og menningu. Hún stóð sig vel á langri lifsgöngu sem húsmóðir og móðir margra barna. Hún giftist Lúðvík Rúdólf Kemp Stefánssyni 30. mai 1912 er var ungur og gjörvilegur maður frá Ásunnarstöðum f Breiðdal. Hann hafði framast víða, lauk prófi frá Flensborg 1909 og prófi frá Versl- unarskólanum 1911 og voru veitt réttindi til meistarabréfs i húsa- og múrsmíði 1938. Átti hann því margra kosta völ með þennan lærdóm að baki sér. Þá var hann ekki síður fjölhæfur á andlega sviðinu. Las mikið, manna mælsk- astur við gesti og gangandi. Hafði rika hneigð til skáldskapar og orti tíðavísur um daglega viðburði. Ritaði bókina Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi. Hann var trúrækinn og hugsaði um andleg mál. Má þar geta um að ættmenn hans í Danmörku voru kaupmenn og prestar, þar á meðal einn merk- ur Stiftprófastur á Sjálandi. Lúðvik Kemp örvaði til náms sr. Jón Skagan og kenndi honum und- ir skóla. Dvaldi hann þá á heimili þeirra hjóna. Tók hann þá um vor- ið próf upp í annan bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri. Telur sr. Jón þetta vinarbragð Lúðviks und- irstöðu gæfu sinnar. Lúðvik Kemp kunni vel til verka á hinu andlega sviði. Hann var i 30 ár í þjónustu vegamálastjóra, var verkstjóri við vegagerð, byggingu brúa, húsa og hafnargerð. Fórst honum þetta vel úr hendi. Þau hjón Elfsabet og Lúðvík hófu búskap á Hrafnagili i Skef- ilsstaðahreppi og fluttu 1914 að Illugastöðum f Laxárdal og bjuggu þar í 30 ár. Ég hefi oft furðað mig á þvi að þau skyldu að kalla má gerast landnemar á Illugastöðum er að vísu lágu áður fyrr í þjóð- braut en nú var orðið afskekkt býli, fremst í Laxárdal. Hann er fjarri hinu mikla graslendi og gróskumiklu haglendi Skagafjarð- ar, er gjöfult hefur verið búend- um. En Illugastaðir eru i þröngum dal, snjóþungum og harðviðra- sömum. Eru landshagir þar á aðra lund en f hinum veðursæla Breið- dal, með skógivöxnum hlíðum i landi Jórvíkur. — Þetta sýnir best dugnað þeirra hjóna. Þau byggja allt upp, íverushús stæðilegt og peningshús og ræktuðu það sem hægt var af landinu. Var þetta mikið átak og hlaut Lúðvik Kemp heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs níunda 1937. Elísabet Kemp mun ekki hafa verið fýsandi að hefja búskap á Illugastöðum, en hún var eigi sú sem var að víla hlutina fyrir sér, heldur reyndi að gera sitt besta. — Henni mun stundum hafa verið lífsróðurinn þungur á frumbýl- ingsárum þeirra á Laxárdal. Elísabet átti styrka skapgerð, haggaði ekki lund og átti trú á handleiðslu Drottins. — Búsforráð féllu henni vel í geð. — Á yngri árum fór hún til Reykjavíkur og lærði karlmannafatasaum hjá klæðskera, sem þótti nauðsynlegt nám á þeim árum. Einnig vann hún á Hótel ísland og kynntist þar matargerð og framreiðslu. Kom henni þetta til góða siðar í lffinu. Stjórnsemi Elísabetar og dugn- aður var einstök, samfara snyrti- mennsku og gestrisni. Mátti hún stýra heimili sfnu vikum saman með börnum og vinnufólki, þvi Lúðvik maður hennar var löngum við starfa sinn hjá Landssjóði i Skagafirði. — Á haustin um rétt- arleytið var mikil umferð um Lax- árdalinn og Þverárfjall til Norður- árdals i Húnaþingi. Rekstrarmenn ferðuðust á milli með búsmalann voru þá sinn hvoru megin heiðar- innar gestrisnir bæir með hús- freyjurnar Rakel á Þverá og Elísa- betu á Illugastöðum. Komu jafn- vel heilir langferðabilar sem veitt- ur var beini. Að vonum kom saumakunnátta Elisabetar sér vel, þar sem hún saumaði og prjónaði á alla fjöl- skylduna, sem titt var í þá daga. Stjórnsemi hennar var mikil og hagsýni. Hún sá alltaf úrræði i hverjum vanda, með festu og hógværð stjórnaði hún ungum sem gömlum. Þá var hún bók- hneigð sem maður hennar og fé- lagslynd. Starfaði hún f kvenfélag- inu og var um skeið formaður þess. Þeim hjónum var það mikið áhugamál að börn þeirra mönnuð- ust vel, lærðu það sem þau höfðu hneigð til. Þau hafa komist vel til manns. Þau hjón eignuðust niu börn. Rögnu, ekkju Guðmundar Tóm- assonar forstjóra á Akureyri, Stefán verkstjóra, kvæntur Ás- laugu Björnsdóttur, búsettur á Sauðárkróki, Friðgeir, kvæntur Elisabetu Geirlaugsdóttur, búa i Efra-Lækjardal, Engihliðar- hreppi, Helgu Lovísu, gifta Hrafn- keli Helgasyni yfirlækni á Vifils- stöðum, Stefaníu Sigrúnu, gifta Sigurði Helgasyni skrifstofustjóra Ríkisspitalanna i Reykjavík. Þá voru tvö bðrn þeirra hjóna Elísabetar og Lúðvíks Kemp f fóstri hjá Oddnýju Stefánsdóttur, systur Lúðvíks Kemp, og mann hennar Björgólf Stefánssonar kaupmanns i Reykjavík: Oddný, gift Pétri Thorsteinsson sendi- herra, Björgólfur, slökkviliðsmað- ur, kvæntur Unni Jóhannsdóttur. Látin eru: Júlíus Kemp, skip- stjóri, kvæntur Þóru Sigurðar- dóttur. Aðils trésmiður, kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur. Einnig ólst upp á heimili þeirra hjóna Pétur Stefansson hálfbróðir Lúðvíks Kemp, frá niu ára aldri. Pétur er kvæntur ólaffu Ás- geirsdóttur. Þegar aldur tók að færast yfir þau hjón, brugðu þau búi og seldu Illugastaði. Þau bjuggu tvö ár á Akureyri og sfðar í Höfðakaup- stað og urðu þá sóknarbörn mín. Þau eignuðust þar ágætt hús. Lúð- vík Kemp var gjaldkeri sjúkra- samlagsins og byggingarfulltrúi Höfðahrepps. Síðustu árin bjuggu þau i Reykjavík, þar andaðist Lúð- vík Kemp 1971. Sfðustu fjögur ár- in dvaldi Elisabet á Vífilsstaða- spítala í grennd við dóttur sína. Þar átti hún ævikvöld eins og best verður á kosið eftir langt dags- verk. I nafni aðstandenda hinnar látnu færi ég starfsfólki á II. deild Vífilsstaðaspítala alúðarþakkir fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu þau ár sem hún dvaldi þar. Pétur Þ. Ingjaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.