Morgunblaðið - 11.08.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.08.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 35 Minning: Ingibjörg Kristjáns- dóttir frá Hálsi Ingibjörg Kristjánsdóttir, eða Inga frá Hálsi, eins og við vinir hennar kölluðum hana, var jarð- sett frá Narfeyri, eftir minningar- athöfn í Stykkishólmskirkju 27. júlí sl., en hún lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 20. sama mánaðar. Ingibjörg var fædd í Litla Langadal á Skógarströnd 18. mars 1898, dóttir hjónanna Ingibjargar Illugadóttur og Kristjáns Daníels- sonar er þar bjuggu þá. Þar ólst hún upp. Snemma langaði hana til að læra að sauma og það auðnað- ist henni. Hún lærði saumaskap hjá Rannveigu Jónsdóttur í Stykk- ishólmi. Hlé varð á að hún nýtti þá þekkingu, því um það leyti varð systir hennar, sem gift var Sigurði Ögmundssyni á Hálsi, veik og fór Inga henni til hjálpar og annaðist heimilið og barnahópinn svo sem hún sjálf ætti. Varð þar lengur en ráð hafði verið gert, eða til þess að börnin gátu farið að hjálpa til svo um munaði og systir hennar komst til nokkurrar heilsu. Þá lá leiðin til Stykkishólms þar sem kaupfélagið hafði komið á fót saumastofu og þar varð starfs- vettvangur Ingu um lengri tíma. Starfaði hún þar alls með 4 klæð- skerameisturum. En þegar saum- stofunni var lokað saumaði Inga mest á eigin vegum eða þar til hún fékk pláss á dvalarheimili aldr- aðra hér í bæ og var þar í dvöl til æviloka. Þetta er í stuttu máli ævisaga Ingibjargar, en ósagðir þeir hlutir sem mest prýddu hennar líf, en það var að geta orðið öðrum að liði, sjálf sat hún á hakanum. Góð- vild hennar, hlýja og hjálpsemi er vel þekkt hér í bæ. Hún átti marga vini, mat þeirra vináttu og það var hennar gleði þegar líða tók á ævina. Ég minnist hennar sérstaklega fyrir vináttu hennar og tryggð við okkur hjón og heimilið okkar, og þá ekki minnst fyrir það að frá því ég kom hingað fyrir 42 árum saumaði hún öll min föt og frá- gangur þeirra var þannig að betur varð ekki á kosið. Ánægja mín að fylgjast með, máta og ræða þá við Ingu voru sólskinsstundir er seint þverra og gleymast. Aldrei held ég Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum Fæddur 10. október 1902 Dáinn 24. júlí 1984 Miðvikudaginn 1. ágúst fór fram í Fossvogskirkju minningarathöfn um Geir Sigurðsson frá Skerð- ingsstöðum. Hann var jarðsettur á heimaslóðum sinum, Hvammi í Dölum, 2. ágúst. Geir hefur skilað löngu dags- verki og farið það vel úr hendi. Verið bóndi hátt á fjórða áratug og jafnframt gegnt ótal trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Geir steig sín fyrstu spor i fé- lagsmálum innan ungmennafélag- anna og hefur það eflaust reynst honum góður skóli. Hann er formaður Umf. Auðar djúpúðgu 1922—’25 og formaður Ungmennasamb. Dalamanna 1933-1936. Og önnur félagsmál taka við. Hreppsnefndaroddviti Hvamms- hrepps 1938—’50. Sýslunefndar- maður 1942—’66. I stjórn kf. Hvammsfjarðar 1946—’65. For- maður skólanefndar 1938—’42. í skattanefnd 1949—’66 og fleira mætti telja. 1962 er Geir hefur misst konu sína snýr hann sér að kennslu og ferst það vel úr hendi sem og ann- að sem hann tekur fyrir. Nám Geirs annað en í barnaskóla var: nám í ungmennaskóla í Hjarðar- holti 1920—’21 og í Samvinnuskól- anum 1924—'25. En Geir lét ekki staðar numið. Hann las mikið og fylgdist vel með. Hann hreifst af góðskáldum okkar og hugsjóna- mönnum. Leiðir okkar Geirs lágu fyrst saman haustið 1969. Ég kom þá að Djúpárskóla i Þykkvabæ, en Geir var þar kennari fyrir. Við áttum þar ánægjulegt samstarf tvo næstu vetur sem mér er ljúft að minnast. Ég man ekki eftir Geir öðruvísi en hressum og kátum fullum af áhuga. Geir var afbragðskennari sem ávann sér trúnað og vináttu nem- enda sinna. Eftir að Geir hætti kennslu vann hann við ýmis störf hér í borg, svo sem á Skattstofunni (tima á ári) í Búnaðarbankanum og við innheimtustörf. Geir ritaði allmikið af greinum sem birtust í blöðum og tímarit- um. Á síðasta ári kom út eftir hann bókin Minningar frá morgni aldarinnar. Geir var kvæntur Maríu ólafs- dóttur frá Gerði. Þau hjón eignuð- ust eina dóttur, Sigurrós Helgu. Hún er gift Finni Kr. Finnssyni og eiga þau þrjú börn, Mariu, Sig- rúnu og Sigurgeir. Geir átti heima hjá dóttur sinni og fjölskyldu hér í borg. Fyrst bjuggu þau á Rauða- læk 45, en síðustu 4 árin hafa þau átt heima á Bugðulæk 5. Þarna hafði Geir stórt og gott herbergi. Þar hafði hann bækurn- ar sínar og gat unnið að hugðar- efnum sinum. Það var dýrmætt að geta starfað svona lengi og verið í samvistum við dótturina, tengdas- oninn og börnin og kunni Geir vel að meta það. Geir andaðist í Landspítalanum 24. júlí eftir örstutta legu. Að leiðarlokum vil ég þakka samverustundirnar og góðar minningar. Helgu, Finni og fjölskyldu fær- um við hjónin innilegustu samúð- arkveðjur. Jóakim Pálsson að tíminn sem fór i þau verk hafi verið mældur að verðleikum og á saumaskapnum varð hún aldrei rík, enda ekkert atriði. Rikidæmi hennar lá á allt öðrum vettvangi, þeim sem ryð og mölur nær ekki til. Hún vann ábyggilega fyrir sínu, og veraldleg verðmæti skilur hún litil eftir, en þeim mun meira af sólargeislunum, sem nú skína yfir hennar moldum. Ég kom á dvalarheimilið eftir jarðarförina. Það fór ekki á milli mála að þar var hennar saknað. Félagarnir höfðu misst mikið og þakklátir hugir létu söknuðinn i ljósi og báðu fyrir þakklæti fyrir góða samfylgd. Við hjónin söknum hennar. Vissum að löngum og gæfurikum starfsdegi var lokið, hvíldin kærkomin og þráð lausn. Ég vil með þessari minningar- grein, þakka Ingu fyrir alla þá geisla sem hún sendi inn til mín, vinsemd hennar til fjölskyldunnar og þá ekki síst barnanna. Hún var mínu heimili jafnan kærkomin og því minningarnar margar. Hún var ekki i vafa um tilgang lífsins. Dagfar sitt miðaði hún við lærdóm við móðurkné, þar sem henni voru innrættar bænir og guðskristni. Það sem þú vilt að aðrir menn geri þér, skaltu þeim gera. í friði og sannri trú kvaddi hún þessa tilveru og fagnaði ann- arri, sem hún var sannfærð um að bið hennar. Guð fylgi góðum vini, blessi henni umskiftin og leiði um ljóssins sali. Blessi hann okkur vinum hennar minningu góðrar og grandvarrar konu. Árni Helgason. Þegar ég með fáum orðum kveð góða vinkonu mína, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, þakklátum huga, rifjast margar minningar upp fyrir mér. Við áttum langa sam- leið. Fyrst á saumastofu kaupfé- lagsins, siðar var hún í heimili mínu nokkur ár og síðast vorum við á sama gangi á dvalarheimil- inu hér. Er því margs að minnast. Ég vil það komi skýrt fram að öll þessi ár var kært á milli okkar sem systra. Ingibjörg var sérstök kona. Fórnfús, lagði öllum gott til og síðast en ekki síst var hún glöð og hógvær. Umgengi hennar við aðra var til fyrirmyndar. Mörg at- vik gæti ég rifjað upp en það er ekki tilgangur þessara orða, held- ur hitt að minnast samskifta okkar hér á vettvangi jarðlífs. Ég veit að látinn lifir. Það hefir bless- aður frelsarinn okkar sannað með upprisu sinni. Ég veit og trúi að vinkonu minnar bíði á nýjum leið- um trúrra þjóna laun og á þeim starfsvettvangi munum við hittast og endurnýja forna vináttu. Ég fel hana góðum guði í bænum mínum og þakka henni fyrir alt hið liðna. Blessuð sé minning hennar. Karólína SVAR MITT eftir Billv Graham Undirgefni Jesús sagði: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálf- um sér... “ Hvernig á að útskýra þetta, þegar haft er í huga, að sálfræðingar segja, að sjálfshafning sé nauðsynleg til þess að þroska skapgerðina? Þér þurfið ekki að óttast, að Drottinn brjóti í bága við undirstöðuþætti heilbrigðrar sálarfræði. Hér er hann þó ofar þessum þáttum og setur fram reglu, sem umbreytir mönnum, svo að þeir verða sem nýir menn. „Sjálf“ okkar er eigingjarnt. Það vill hindra, að við öðlumst fyllingu lífsins. Það fær okkur t.d. til að halda, að við getum frelsað okkur sjálf og að náð Guðs sé óþörf. Meginsjónarmið þess er: „Gerðu það sjálfur." En Biblían segir: „Af náð eruð þér hólpnir orðnir, og það er ekki yður að þakka, heldur gjöf Guðs.“ Þessu ruglaða „sjálfi", sem er afvegaleitt og vill enga aðstoð, verðum við að afneita og framselja það undir vald Guðs. Okkur ber líka að afneita og snúa baki við holdleg- um girndum, sem koma í veg fyrir, að við öðlumst andlega fyllingu. Óvani, ósáttfýsi, bræði, þetta á ekki að ríkja í hjarta, þar sem Kristur er. Ef þér kallið saman fólk, reynið þér að fá samstæð- an hóp, sem samlagast vel og á eitthvað sameiginlegt. Það er margt, sem samlagast Kristi alls ekki. Þar eru m.a. hinar lægri eigindir „sjálfsins". „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér.“ Kristján Jóhannsson Þingvöllum — Minning Fæddur 7. maí 1891 Dáinn 3. ágúst 1984 Hörðum höndum vinnur hölda kind, segir Jónas Hallgrímsson og sannindi þeirra orða fékk Kristján að reyna. Sístarfandi var hann meðan hann hafði heilsu. Hand- tökin hans vara lengi. Umskiptin sem urðu á Þingvöllum, þingstað Þórsnesinga til forna, eru mikil og sýna að ekki hefir alltaf verið sof- ið. Hitt er meira vert en það er drengskaparmaðurinn sem gat ekki hugsað sér annað en að standa við gefin loforð og það vissu samferðamenn að ekki þurfti að skjalfesta orð hans. Minni hafði hann gott og í skóla lífsins hafði hann numið þann kjarna, heiðarleika og kristindóms að betur varð ekki á kosið. Þessi einkenni hans drógu okkur Minning: Elísabet Hrefna Eyjólfsdóttir Fædd 8. júní 1913 Dáin 13. júlí 1984 Hún amma, Élísabet Hrefna Eyjólfsdóttir, er dáin. Það er erfitt að trúa þeirri stað- reynd, að eiga ekki eftir að hlaupa oftar til ömmu. ófá voru sporin okkar til ömmu, og aldrei fórum við tómhent þaðan. Óteljandi voru sokkarnir og vettlingarnir sem hún prjónaði á okkur. Alltaf var amma að dunda eitthvað fyrir okkur barnabörnin, og margar sögurnar las hún fyrir okkur. Að hafa átt slíka ömmu er ómetanlegt. Hennar er sárt sakn- að af öllum sem til hennar þekktu. Og biðjum við guð að blessa afa okkar sem hefur misst svo mikið. Megi hún hvíla í friði og hafa þökk fyrir allt og allt. „Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga i þinn náöarfaðm mig tak." Kagnar Ben., Elísabet Hrefna og Arnar Valgeir ósjálfrátt hvor að öðrum. Ég heimsótti hann þegar ég hafði tóm til, ræddi við hann um fyrri tíma, en þar var mikinn fróðleik að finna, um landsmál og það sem daglega var á döfinni. Hann var hress og kátur og þótt hann væri stundum veikur og liði ekki sem best, voru bros alltaf fyrir hendi. 1 hraða tímans og tækni tapaði hann ekki áttum. Varðveisla þess besta í lífinu var honum eðlileg. Ég hitti hann daginn áður en hann kvaddi og hafði hann þá fulla rænu. Við skiptumst á nokkrum orðum. Hann fór ekki dult með þrá sína eftir lausn og umskiptum fagnaði hann. Ég á margar skemmtilegar minningar frá sam- ferð okkar Kristjáns. Þær verða mér dýrmætar og þær skulu geymdar. Kristján var ekki víðförull um dagana, held að hann hafi látið landið sitt nægja og margt átti hann óskoðað af því, en hann las um það, hlustaði vel á útvarpið þegar þar var fræðsla um land og þjóðleg verðmæti, en blettinn sinn elskaði hann og að honum var hlúð. Verkin sýna merkin. En Kristján stóð ekki einn. Gæfa hans var eiginkona hans, María Kristjánsdóttir, sem lifir mann sinn 95 ára gömul. Hún dró ekki af sér og samstæð voru þau alla tíð. Þá má ekki gleyma börnum hans. Þau bera það sannarlega með sér úr hvaða jarðvegi þau voru sprott- in. Litríkur persónuleiki hverfur nú yfir móðuna miklu. Hans er saknað og þakklátur er ég fyrir að hafa átt hann að vini. Þegar ég byrjaði minn búskap skipti ég við Þingvallaheimilið. Þau viðskipti voru ábati beggja, það vorum við sammála um. Ég vil með þessum fáu línum þakka Kristjáni sérstaka sam- fylgd og óska landi og þjóð þess að það mætti eignast marga slíka. 1 hraða nútímans er þess mest þörf. Ég veit að Kristjáni verður að trú sinni á nýjum vettvangi og bið honum blessunar Guðs um alla framtíð. Minning um góðan dreng lifir. Árni Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.