Morgunblaðið - 10.11.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
15
Guttonnur Jónsson
1 Valgarður Gunnarsson og Böðv-
ar Björnsson sýna handmáluð ljóð
eftir Böðvar, en þeir félagar hafa
unnið þau í sameiningu. Myndirn-
ar eru unnar í olíu, akril og pastel.
Á sýningu þeirra eru einnig u.þ.b.
40 myndir eftir Valgarð sem eru
unnin í ýmis efni.
Á austurgangi sýnir Guttormur
Jónsson skúlptúr, 29 verk sem
hann hefur unnið úr tré, grjóti og
trefjasteinsteypu. Guttormur
stundaði nám í höggmyndadeild
Myndlistaskóla Reykjavikur á ár-
unum 1978—1981. Hann er hús-
gagnasmiður að mennt. Þetta er
fyrsta einkasýning hans, en hann
hefur áður tekið þátt i samsýning-
um á Akranesi og i Reykjavík.
Guttormur hefur mest unnið með
tré, en er nú að gera tilraunir með
trefjasteinsteypu, en það er
blanda af steypu og trefjum, sem
hann fékk úr Járnblendiverk-
smiðjunni. Guttormur sagði að
mjög skemmtilegt væri að vinna
með þetta efni og sagðist vera
ákveðinn í að halda því áfram.
Um síðustu helgi var opnuð sýn-
ing Steinunnar Marteinsdóttur i
austursal Kjarvalsstaða. Þar sýn-
ir Steinunn verk úr leir og postu-
líni.
Þessar sýningar standa allar til
25. nóvember og er opið alla daga
frá kl. 14-22.
Vetrarfundur
um málefni raf-
og hitaveitna
SAMEIGINLEGUR vetrarfundur
Sambands íslenskra rafveitna og
Sambands íslenskra hitaveitna verður
haldinn í Reykjavik dagana 15. og 16.
nóvember nk.
Á fundinum verða tekin fyrir
margvísleg mál sem snerta annars
vegar raforkufyrirtæki og hins veg-
ar hitaveitur landsins auk þeirra
mála sem sameiginleg eru fyrir
orkuveitur landsins.
Meðal sameiginlegra mála eru
tolla- og skattamál. Lögð verður
fram ný húshitunarspá til ársins
2015. Þá verður rætt um samnýt-
ingu hitaorku og raforku. Hitaveit-
urnar munu ræða sölufyrirkomulag
hitaveitna, sölumælingar og reglu-
gerðir hitaveitna.
Raforkufyrirtækin munu taka
fyrir stöðugleika Landsvirkjunar-
kerfisins og afhendingaröryggi raf-
orku, hönnunarforsendur raforku-
kerfis í þéttbýli og athugun Raf-
magnsveitu Reykjavikur og Lands-
virkjunar á aðferðum við álagsspá í
raforkukerfinu. Þá verður rætt um
gjaldskrármál raforkufyrirtækja,
bæði niðurstöður alþjóðafunda og
norrænna funda rafveitna og kostn-
aðarréttar gjaldskrár raforkufyr-
irtækja.
í fundinum taka þátt fulltrúar
hitaveitna og raforkufyrirtækja
landsins ásamt þeim opinberu
stofnunum sem hafa raforkumál á
sinni könnu.
Er þetta öðru sinni sem SÍR og
SÍH þinga saman um orkuveitumál.
(Fréttatilkynning.)
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Verið velkomin að lita inn
í verslun okkar á Smiðjuvegi 2
i Kópavogi
og kynnast SALIX að eigin raun.
Ný innréttuð verslun, sem full er
af góðum húsgögnum.
frésmidian
vidir
hf
HUSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI 2 - KÓPAVOGI SÍMI 45100
Karlaáhrif
Stórir, þægilegir jakkar. Vel sniðnar buxur. Einfaldar
skyrtur. Silkivasaklútur og endahnúturinn, breitt bindi.
Þetta haust og vetur leitar vel klædda
konan fanga í karlmannafatnaði og er
ófeimin að velja sér það bezta
þaðan.
Jakkaföt úr súkkulaði-
brúnu ullarefni, tví-
hnepptur jakki og djúpar
fellingar á buxum. Ryð-
rauð og beinhvít röndótt
silkiblússa og brún-
munstrað bindi
jZt**t*0*'*#*£y
* Tl^ eb 1
HANDAVINNUPOKINN
Öðruvísi borðmotta
með vasa
fyrir hnífapör
Efni: Mottuna má búa til úr einlitu
strigaefni eða einhverju öðru sterku
efni, 35x45 sm. Einnig má hafa hana
tvöfalda með þvf að leggja saman 2 stk.
af þunnu lérefti, og sauma saman röngu
á móti röngu. f vasann röndótt eða rós-
ótt efni, 12x12 sm. Einnig þarf 210 sm
skáband.
Rúnnið hornin á mottunni og bryddið
með skábandinu. Rúnnið einnig tvö af
hornunum á vasanum, og bryddið með
skábandi allar 4 hliðarnar. Saumið vas-
ann í eitt hornið á mottunni um 3 sm
frá kantinum. Gerið tvo sauma niður
eftir vasanum svo myndist þrjú hólf
fyrir hnífapörin.
Þetta er i eina mottu og svo getið þið
auðvitað búið til munnþurrkur úr sama
efni, ca. 30x30 sm, bryddað með ská-
böndum eða sigsag-saum og búið til
kögur ef efnið býður upp á það. Notið
hugmyndaflugið. Upplagt til gjafa.