Morgunblaðið - 10.11.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.11.1984, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Boy George dauflegur í saman- burði við bleiku fylkinguna Rætt við Peter Stringfellow, veitingamann í London, um íslandskynningu og skrautlið heimsborgarinnar Peter Stringfellow i góðum félagsskap { Broadway, Berglind Johansen, fegurðardrottning íslands ’84, til luegri og Brynja Nordquist, tískusýningardama, til vinstri. Mbi./Árni Sæberg. ÞÓTT úti væri rok og rigning var Peter Stringfellow klsddur eins og hér væri sól og sumarhiti i Lundúnavísu. „Þetta er sumarið, já,“ sagöi hann dauflega og horfði út um ghiggann. „I London upplifð- um við nú eitthvert besta sumar í manna minnum. Ég þarf aldrei að vera klæddur meira en þetta,” og hann benti i skyrtubolinn sinn, opinn niður í mitti. Samtalið fór fram í lok igúst sl. Stringfellow er veitingamaður í London, rekur þar tvo helstu tískustaðina fyrir diskó- og ný- bylgjufólkið, Stringfellow’s og Hippodrome. Hann staldraði hér við yfir helgi nýlega, leit yfir skemmtanalífið og undirbjó mikla íslandskynningu, sem fyrirhugað er að halda í Hippo- drome upp úr miðjum nóvember næstkomandi. Þá verður boðið upp á íslenskan mat, íslenska skemmtikrafta, íslenskt brenni- vín og Fegurðardrottning Is- lands 1984 verður viðstödd ásamt fleira stórmenni. Bæði Stringfellow’s og Hippo- drome þykja afburða glæsilegir skemmtistaðir. Þar eru á hverju kvöldi 1500—2000 manns á hvor- um stað fyrir sig og komast jafn- an færri að en vilja. Stringfell- ow’s er fjögurra ára gamall stað- ur en 17. nóvember verður haldið upp á eins árs afmæli Hippo- drome með vígslu nýrrar ljósa- vélar, sem á að taka öllu fram. Hippodrome er til húsa þar sem sá frægi Talk of the Town-klúbb- ur var áður. Nú er ekkert eftir af þeim forna glæsileika, 21. öldin hefur gengið þar í garð. „Talk of the Town var alltaf að versna og á endanum hrundi það alveg," sagði Stringfellow. „Ég keypti staðinn og byggði upp frá grunni á nýjan leik. Nú er klúbburinn eins og geimskip og er, þótt ég segi sjálfur frá, mjög glæsilegur. Það er Stringfellow’s reyndar líka. Þegar ég byggði Stringfell- ow’s þótti ég vera að leggja út í hreint brjálæði, þvi sá klúbbur kostaði milljón pund. Sam- kvæmt almennum hrakspám átti ég að fara strax á hausinn — ég var ekki einu sinni Lundúnabúi. En staðurinn gekk mjög vel og er enn eins og nýr. Hippodrome kostaði þrjár og hálfa milljón punda og gengur lika mjög vel enda hefur reynslan sýnt, að ef menn ætla að verða ofan á i þessari grein, verður að byggja betur en aðrir." Boy George dauflegur í samanburði... í klúbbum Stringfellows eru menn ýmist fastagestir með einskonar félagsskírteini, þ.e. borga 175 pund á ári, eða koma inn af götunni og borga 7,50—8,50 pund fyrir kvöldið. „Sumir vilja ekki einhverra hluta vegna borga nema einu sinni á ári, félagar geta tekið með sér gesti og svo framvegis. Svo viljum við líka geta valið úr röðinni fyrir utan eða hleypt ekki inn þeim, sem okkur líst ekki á einhverra hluta vegna,“ sagði Stringfellow og kroppaði í rækjur af sjávarréttaborðinu. „Og ég get sagt þér að fastagest- irnir eru ærið skrautlegur hóp- ur. Við hlið sumra þeirra myndi Boy George vera dauflegur.“ Klúbbarnir eru lokaðir á sunnudagskvöldum en strax á mánudagskvöldi fara tískuklæ- ddir gestirnir að flykkjast að Hippodrome. Á mánudegi koma hommarnir og þeirra fylgifiskar. Boðið er upp á „riské" skemmti- atriði, kynskiptinga og fleira í þeim dúr. „Það tók tíma að ná upp þessum markaði," sagði Stringfellow, „en það tókst og hefur gengið mjög vel. Það hafa engin vandræði orðið. Ég held að mér sé óhætt að segja að svona um fimmtungur allra gesta okkar eru hommar og kynskip- tingar, transvestítar. Bleikhærða fylkingin Á þriðjudagskvöldum er diskó „megamix“, þá koma diskódans- ararnir og troðfylla gólfið. Skrykkdansarar? Nei, það er bú- ið mál og var ekki mjög mikið hjá okkur — enda er ekki hægt að ailir á dansgólfinu séu að snúa sér á hvirflinum eða fara heljarstökk. Við bönnuðum það og nú er þetta búið. Það fer að koma nýr dans. Nú, á miðviku- dögum kynnum við nýjar hljóm- sveitir. Þá er boðið fulltrúum hljómplötufyrirtækjanna, blaða- mönnum og slíku fólki, sem fylg- ist með nýjungum á þessu sviði. Við erum gjarnan með fimm eða sex ný atriði og sumt er mjög gott. Við erum eiginlega eini staðurinn í Bretlandi, sem stendur að reglulegum kynning- um á nýjum hljómsveitum og söngvurum. Á fimmtudögum kemur skrautliðið, bleikhærða fylkingin og horfir á erótísk skemmtiatriði. Við höfum til dæmis verið með kynskiptinginn Divine en líka hljómsveitir á borð við Drifters og Frankie Goes To Hollywood. Boy George var mikið hjá okkur áður en allt varð vitlaust yfir honum. Gary Glitter hefur komið fram á þess- um kvöldum og skemmt frábær- lega vel. Hann er alveg einstakur — enginn maður hefur komið jafn oft aftur upp á toppinn og er jafn dýrlega glitrandi. Á föstudögum er svokallað Lundúnakvöld. Þá er troðfullt af unga fólkinu, um tvítugt, sem fer út að skemmta sér um helgar. Á laugardagskvöldum kemur fólk- ið frá úthverfunum, það kemur með lest inn í borgina og fer heim aftur að nóttu.“ -Og hvaða vikudag verður ís- landskvöldið í Hippodrome? „Væntanlega miðvikudags- kvöld. Þá eru kynningarnar og það væri gaman að geta sýnt Englendingum eitthvað af því, sem er svo sérstakt við þetta land. Englendingar vita afskap- lega lítið um ísland — við getum sýnt þeim fram á, að hér er sitt- hvað fleira að finna en bara snjóhús. Ég hef nú ekki verið hér nema stutta stund en ég sé strax að hér er ýmislegt, sem hefur aðdráttarafl. Fólkið hér er til dæmis fallegra en víðast hvar annars staðar, það sá ég svo vel í Hollywood og Broadway, sem ég heimsótti um helgina. Það ófríða fólk, sem maður sér hér á götun- um, það eru ferðamennirnir! Ha, ha, skrifaðu þetta! Ég held að það ríki velvild í garð fslendinga í Englandi — enginn hugsar lengur um þetta kjánalega þorskastríð. En ég held lika, að fólk hér drekki bæði sterkt og mikið. t klúbbunum í London sér maður ekki drykkju af þessu tagi... “ Basar Kvennadeildar Rauða krossins Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins heldur hinn árlega basar sinn í Félagsheimili Fóstbræðra að Langboltsvegi 109—111 sunnudaginn l.nóvember og hefst hann kl. 2 eftir hádegi. Þar verða konurnar með á boðstólum margskonar handavinnu, heimabakaðar kökur, jólakort félagsins og margt fleira. Allur ágóðinn rennur til bókakaupa fyrir sjúklingabókasöfn spítalanna. — Myndin sýnir nokkra af munum þeim, sem á boðstólum eru. Víkurkirkja 50 ára Vfk í Mýrdal, 6. nóvember. SUNNUDAGINN 14. október átti Víkurkirkja 50 ára afmæli. Afmælis- ins var minnst með fjölmennri guðs- þjónustu á afmælisdaginn. Ásamt sóknarpresti tóku þátt í guðsþjónust- unni biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, prófastur Skafta- fellsprófastsdæmis, sr. Fjalarr Sigur- jónsson, og 6 aðrir prestar sem þjón- að hafa Víkurkirkju um lengri eða skemmri tíma. Kirkjukór Víkur- kirkju söng undir stjórn Hauks Guð- laugssonar, söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar. Á eftir var afmælishóf í Félags- heimilinu Leikskálum og gaf Kvenfélag Hvammshrepps veit- ingarnar. Sóknarnefnd Víkur- kirkju veitti heiðursskjöl þeim Ólafi Jónssyni, fyrir hringjara- störf, en hann hefur verið hringj- ari frá upphafi, og Sighvati Gísla- syni, fyrir umhirðu kirkjunnar og kirkjugarðsins í fjölda ára. Þá bárust kirkjunni ýmsar afmæl- isgjafir, þar á meðal 20.000 kr. frá Ólafi Jónssyni og konu hans og hökull frá Kvenfélagi Hvamms- hrepps. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á pípuorgeli í kirkjuna og er hann til minningar um þá feðga Sigurjón Kjartansson, sem var fyrsti organisti kirkjunnar, og son hans, Kjartan Sigurjónsson söngvara. í tilefni afmælisins lét sóknar- nefndin gera veggplatta með mynd af kirkjunni eins og hún er nú eftir endurbætur og breyt- ingar. Plattinn er til sölu hjá sóknarnefnd og einnig fæst hann í Kirkjuhúsinu að Klapparstíg 25—27, Reykjavík, og verður ágóða af sölu hans varið til að standa undir áföllnum kostnaði við lagfæringu á kirkjunni. Núverandi sóknarprestur er sr. Gísli Jónasson og organisti ,er frú Sigríður Ólafsdóttir. R.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.