Morgunblaðið - 10.11.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.11.1984, Qupperneq 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 A US TURS TRÆTI22 INNSTRÆtl. SlUI 11633 HIEKKURI HBMSKHiU LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Askonin þings Sjómannasambandsins: Uppsögn samninga um næstu mánaðamót FJÓRTÁNDA þing Sjómannasam- banda íslands skoraði í gær á adild- arfélög sambandsins að segja kjara- samningum sínum upp fyrir 1. des- ember næstkomandi þannig að þeir verði lausir um næstu áramób Sam- hliða uppsögn samningsins afli stjórnir félaganna sér heimildar til verkfallsboðunar. í kjaramálaályktun þingsins er þess krafist að skerðing á kjörum sjómanna verði bætt þeim á nýjan leik. Þingið samþykkti að í kom- Riftun höfunda á útgáfusamningi: Krafist 7,4 millj. króna í bætur ísafoldarprentsmiðja hf. hefur höfðað skaðabótamál á hendur handhöfum höfundarréttar að ís- lensk-þýskri orðabók sem samin var á vegum fyrirtækisins en ekki befur verið gefin úb Handhafar samningsréttarins riftu samningi við ísafold um útgáfuna á síðast- liðnu ári, þar sem þeir töldu að ísafold befði vanefnt útgáfusamn- ing. ísafoldarprentsmiðja telur sig ekki hafa vanefnt samninginn, tel- ur riftunina ólögmæta og krefur stefndu um skaðabætur að fjár- hæð rúmlega 7,4 milljónir kr., auk vazta og málskostnaðar. Á árinu 1959, þ.e. fyrir 25 ár- um, tókst samkomulag milli Isa- foldarprentsmiðju og Ingvars G. Brynjólfssonar, menntaskóla- kennara, um útgáfu á íslensk- þýskri orðabók. Vann Ingvar einn að verkinu næstu árin en frá árinu 1965 unnu dr. Kjartan R. Gíslason, dósent, og Teitur Benediktsson, menntaskóla- kennari, að verkinu með honum en Ingvar lést árið 1979. Greiddi Isafold höfundunum vegna vinnu þeirra árlega á tímabilinu 1959 til 1980. 1 janúar 1982 urðu eigendaskipti að meirihluta hlutabréfa ísafoldar og byrjuðu hinir nýju stjórnendur að huga aö útgáfu bókarinnar á því ári, og festu kaup á setningartölvum meðal annars vegna orðabókar- innar. Stefnandi telur að þar sem höfundarnir hafi aldrei lokið við handritið og ekki skilað því til prentsmiðjunnar hafi ekki verið hægt að gefa bókina út. Leó E. Löve, stjórnarformaður ísafold- arprentsmiðju, sagði í samtali við Mbl. í gær að riftunin hafi verið ólögmæt og þar með skaðabótaskyld. Kjartan R. Gíslason, dósent, sagði að ástæður riftunar samn- ingsins væru vanefndir af hálfu ísafoldar. Sagði hann að það hefði dregist í mörg ár að byrjað væri á prentun bókarinnar, en handritið hefði verið tilbúið fyrir löngu þó eftir hafi verið að yifirfara það. Handritið hefði aldrei verið afhent vegna þess að aldrei hefði verið beðið um það. Aðspurður sagði Kjartan að höfundarnir hefðu leitað fyrir sér með orðabókarhandrit- ið hjá öðrum útgefanda. andi kjarasamningum verði þess krafist að kauptryggingarákvæði bátakjarasamninga hækki í 35 þúsund krónur á mánuði á samn- ingstímanum og að fastakaup há- seta á stóru togurunum hækki í 27 þúsund krónur á sama tíma. Þá er m.a. krafa um að sjómenn njóti frís fæðis við vinnu sína eins og aðrar stéttir, sem þurfa að stunda vinnu fjarri heimilum sínum. Far- ið er fram á löndunarfri, að greiðslur í lífeyrissjóð verði af öll- um launum fyrir alla sjómenn og fleiri kröfur eru settar fram í kjaramálaályktuninni, sem sam- þykkt var samhljóða. Á þinginu í gær var Óskar Vig- fússon endurkjörinn formaður Sjómannasambandsins, Guð- mundur Hallvarðsson varafor- maður og Guðjón Jónsson ritari. Þá var 12 manna framkvæmda- stjórn kosin eins og uppstillinga- nefnd hafði lagt til. Björgvin Bjarnason, bæjarfógeti á Akranesi (bv.), og fulltrúi hans, Ásmundur Vilhjálmsson, slá Krossvík hf. á Akranesi togarann Óskar Magnússon á nauðungaruppboði á Akranesi í gær. Sleginn heimamönnum Togarinn Óskar Magnússon AK- 177 var í gær sleginn útgerðarfélag- inu Krossvík hf. á Akranesi fyrir 98,5 milljónir krónur á nauðungar- uppboði. Togarinn var í eigu Útgerð- arféiags Vesturlands, sem aðilar á Akranesi og Borgarnesi stóðu að. Hinir nýju eigendur Óskars Magnússonar AK-177 eru Akra- nesskaupstaður og stór fyrirtæki þar í bæ. Auk Krossvíkur bauð Fiskveiðasjóður tslands í skipið, en sjóðurinn var stærstur kröfu- hafa í skipið. Sjá frétt á bls. 3. Bv. Óskar Magnússon MorgunblaÖid/Jón Gunnlaugsson Wtá At - Morgunblaöiö/Frióþjófur Ein hinna dönskn hjúkrunarfræðinga, Karcn M. Olsen, sem ráðin hefur verið í hjúkrunarfræðingaskortinum, hlúir að sjúklingi, Hjúknmarfræðingaskortur á Borgarspítalanum: 43 sjúkrarúm standa nú auð Ráðnir 5 erlendir hjúkrunarfræðingar NÚ ffTANDA 28 sjúkrarúm auð á almennum deildum og 15 rúm á öldrunardeild Borgarspítalans í Reykjavík vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum. Eru þessi 28 rúm um 13% af heildarsjúkrarúmafjölda á almennum deildum spítalans og á öldrunardeildinni er um helmingur rúma auður. Vegna þessa ástands hefur verið leitað út fyrir landsteinana eftir hjúkrun- arfræðingum og starfa þar nú 5 hjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndunum, flestir danskir. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, sagði í samtali við Mbl. að deild- um spftalans hefði verið lokað til skiptis í sumar vegna sumarleyfa og hefði ekki tekist að koma starfseminni í samt lag að nýju. Varðandi öldrunardeildina sagði hann að þar hefði ný deild verið tekin í notkun i haust og hefði strax í upphafi verið gert ráð fyrir að nokkrar vikur tæki að manna deildina þannig að hægt væri að nýta öll rúm. Fyrir utan tilfinnanlegan skort á hjúkrunar- fræðingum sagði Jóhannes að einnig væri skortur á sjúkralið- „Þetta skapar verulega erfið- leika í rekstri spítalans og kemur niður á þeirri bráðaþjónustu sem hann veitir," sagði Jóhannes. Sagði hann að svo gæti farið að ráða yrði fleiri erlenda hjúkrun- arfræðinga þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika því fylgjandi. Fylgdi þeim aukakostnaður því þó þeir væru á sömu launum og innlendir þyrfti að greiða ferðir þeirra og taka þátt í húsnæðiskostnaði. Sagði hann að þó nokkrar fyrirspurnir hefðu borist I framhaldi af aug- lýsingum erlendis, þrátt fyrir lægri laun hjúkrunarfræðinga hér, enda væri offramboð af hjúkrunarfræðingum á Norður- löndum. Jóhannes tók fram að ráðning erlendra hjúkrunarfræð- inga væri neyðarúrræði sem ekki væri neitt á byggjandi til fram- búðar. Ibúðarhúsnæði hefur hækkað um 25 % á árinu NÝTT fasteignamat tekur gildi 1. desember nk. Fasteignamat ríkisins hefur ekki gefió út hvað fasteignir verða hækkaðar mikið frá núgildandi fasteigna- mati en Stefán Ingólfsson, verkfræðingur hjá Fasteignamatinu, sagði í sam- tali við blm. Mbl. að samkvæmt athugunum stofnunarinnar hefði verð íbúðarhúsnæðis hækkað um nálægt 25% frá október í fyrra til október í ár, en ekki væri sjálfgefið að fasteignamatsstuðullinn nú yrði nákvæmlega sá sami. Atvinnuhúsnæði sagði Stefán að hefði hækkað mun meira, eða 40 til 50% á milli ára. hæst, 10—15% hærra en almennt verð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Sagði hann að það sama gilti reyndar um vesturbæinn í Reykja- vík, hann væri orðinn dýrasti bæjarhlutinn í Reykjavík. Væri fasteignaverð þar um 10% hærra en í öðrum hverfum borgarinnar. Sagði Stefán að söluverð íbúða hefði hækkað um 15% að jafnaði en Fasteignamatið áætlaði 10% hækkun til viðhótar vegna áhrifa minni verðbólgu en áður og væri raunvirðishækkunin, sem lögð yrði til grundvallar útreiknings á nýju fasteignamati, því um 25%. Sagði hann að ekki væri sjáanleg- ur munur á hækkunum söluverðs íbúðarhúsnæðis eftir landshlutum en hækkanirnar hefðu aftur á móti gengið ójafnt yfir tímabilið. Aðalhækkanirnar á höfuðborg- arsvæðinu hefðu orðið í byrjun þessa árs en nær engar hækkanir orðið síðan í mars. Aftur á móti hefði verið jöfn en hæg hækkun þennan tíma á landsbyggðinni. Stefán Ingólfsson sagði að íbúð- arverð væri nú að jafnaði um 30% lægra úti á landi en í Reykjavík. Af einstökum bæjum væri íbúðar- verð á Seltjarnarnesi áberandi Fulltrúaraðsfiindiir Kennarasambandsins: Stefnir í uppsagnir? „ÞAÐ EK að mínu mati ekki spurning um hvort, heldur hve- nær“, sagði einn kennaranna á fulltrúaráðsfundi Kennarasara- bands íslands, er blm. Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort niðurstaða fundar þeirra yrði sú, að þeir myndu ákveða fjöldauppsagnir kennara á næstunni. Fulltrúaráðsfundurinn hófst kl. 16 í gær og var reiknað með að hann gæti staðið allt fram á nótt. Honum verður fram haldið í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.