Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Tap gegn ensku stórmeisturunum íslenska kvennasveitin gjörsigraði þá áströlsku Saloaiki, 22. ■Aranbcr. Prt Áakeli Erni Kármnjni, fréturitara Mbl. ÍSLENSKA karlasveitin á Ólympíuskákmótinu í Saloniki í Grikklandi tapaði fyrir stórmeistarasveit Englendinga með l'/i vinningi gegn 2'/i vinningi. íslenska kvennasveitin gerði sér hinsvegar lítið fyrir og gjörsigraði sveit Ástralíu, með 2'/2 vinningi gegn Vu Helgi ólafsson gerði jafntefli við Miles á 1. borði og Margeir Pétursson gerði jafntefli við Nunn á 2. borði. Skák Jóhanns Hjartar- sonar við Chandler á 3. borði fór í bið en Jóhann náði jafntefli þegar skákin var tefld áfram í kvöld. Guðmundur Sigurjónsson lenti í tímahraki á 4. borði og tapaði fyrir Mestel. Sovétmennirnir eru enn lang- efstir þó þeir hafi tapað sinni fyrstu skák í mótinu í dag er þeir tefldu við Hollendinga. Eftir að hafa lagt Portisch að velli í gær gerði Beljavski sér lítið fyrir og gersigraði Timman í dag. Ekki er að sjá að sjálfur heimsmeistarinn hefði gert betur á fyrsta borði. Englendingar eru í 2. sæti og Hol- lendingar og Rúmenar i 3. til 4. sæti. fslenska sveitin er með 11 'k vinning eftir 4 umferðir og er í 5. til 6. sæti ásamt Tékkum. Kvenna- sveitin sigraði þær áströlsku með 2'/2 vinningi gegn 'k. Guðlaug Þorsteinsdóttir og ólöf Þráins- dóttir sigruðu í skákum sínum og Sigurlaug Friðþjófsdóttir gerði jafntefli. Stúlkurnar eru nú i 15. til 18. sæti, en þátttökusveitir eru 50. Erró gefur Air and Space Museum málverkið Appolo 5 MÁLVERKIÐ „Apollo 5„ eftir Erró var nýlega sett upp í Air and Space Museum f Washington. Þetta safn tilheyrir Smithsonian Institution og eins og nafnið bendir til eru þar sýndir hlutir sem tengjast flugi og geimferðum. Blm. Morgunblaðsins hafði samband við Erró til að forvitnast um tildrög þess að málverkið er komið í safnið. „Það var Matthías Johannessen ritstjóri sem stakk upp á þvf við mig og bandarfska sendiherrann, Marshall Brement, að ég gæfi safninu mynd. Þessi hugmynd Matthíasar kom upp sl. vor, eftir að hann hafði skoðað safnið. Hann vildi endilega að mynd eftir mig væri á safninu, einhver sem tengdist geimferðum. Marshall Brement skrifaði síð- an til forstjóra safnsins, sem aftur skrifaði mér og stakk upp á þess- ari mynd, Apollo 5. Það var svolít- ið merkilegt, því þetta var eina myndin sem ég átti sjálfur eftir úr þessari seríu. Eg er mjög ánægður með að hafa mynd eftir mig á þessu safni því mér finnst þetta skemmtilegasta safn f heiminum og þangað kemur fólk f milljóna- tali. Það var gott að Matthiasi datt þetta i hug, þvf mér hefði aldrei dottið það f hug.“ — Við hvaða verkefni ert þú að vinna núna? „Undanfarna mánuði hef ég ver- ið að vinna fyrir Renault. Ég hef þegar lokið við að gera fjögur stór málverk og á eftir að gera önnur fjögur til viðbótar, 4x7 metrar að stærð, og margar minni myndir. Þessar myndir verða sýndar á einkasýningu í gömlu klaustri ná- lægt Arles í Suður-Frakklandi eft- ir u.þ.b. tvö ár. Og í tengslum við sýninguna verður gefin út lit- prentuð bók. Ég ætla að skreppa til Thailands núna og halda siðan áfram með þetta verkefni þegar ég kem aftur,“ sagði Erró að lokum. MorgunblmðiA/Árni Snberg Handsprengjurnar sem komu upp úr Reykjavíkurhöfn voru virkar og gátu sprungið hvenær sem var. Á myndinni sést greinilega f förin á einni sprengjunni f leðjunni sem upp kom þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar létu moka sprengjunum upp á hafnarbakka. Mynd til hægri sýnir hvar sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar hlóð mörgum kílóum af dýnamíti utan um skotin og sprengjurnar og sprengdi síðan í loft upp á afviknum stað. Reykjavíkurhöfn: TVö þúsund skot og fimm handsprengjur f GÆR héldu starfsmenn Landhelgisgæslunnar áfram að kafa eftir skot- færum í Reykjavfkurhöfn. Fundu þeir fjölda skota til viðbótar þeim sem þeir fundu í fyrradag og 5 handsprengjur. f allt fundust um 2 þúsund skot í hríðskotabyssur. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar sprengdi handsprengjurnar og skotin á afviknum stað í gær. Gylfi Geirsson sprengjusér- fræðingur Landhelgisgæslunnar sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að handsprengjurnar hefðu verið virkar. Handföngin hefðu verið brotin af þeim og öryggispinnarnir farnir af og það eina sem komið hefði f veg fyrir að þær spryngju væri ryð og sjáv- argróður sem sest hefði að þeim. Handsprengjunum var mokað upp á hafnarbakkann með krana og aftur þaðan upp á vörubifreið með stálpalli fullum af sandi, þvf óttast var að þær kynnu að springa þegar við þeim væri hróflað. Var hafnarsvæðinu lokað af á meðan á þessum aðgerðum stóð. Siðan var dótinu ekið upp á Sandskeið þar sem Gylfi sprengdi skotin og handsprengjurnar. Þor- valdur Axelsson hjá Landhelgis- gæslunni, sem stjórnaði köfun- inni, sagði að búið væri að kanna botninn í höfninni þar sem þessi hergögn, sem að öllum líkindum eru frá stríðsárunum, hefðu fund- ist og vonaðist hann til að þar væri ekki fleira af því tagi að finna. 14 % hækkun á tryggingabótum Mæðralaun og barnabætur hækka um 17 % MATTHÍAS Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, gaf út í gær reghigerð um hækkun bóta al- mannatrygginga. Hækkunin tók gildi 1. nóvember og nemur hún 14% á öllum bótaflokkum nema mæðra- launum og barnabótum, en þar nem- ur hún 17% frá sama tíma. Með þessum hækkunum er stefnt að þvf að ná upp kaupmátt- arrýrnun sem orðið hefur. Einnig er tekið mið af launaskriði og bót- um, sem fengust með samningun- um. Áður, eða þann 1. september, höfðu bótaupphæðir almanna- Viljum fá fólk metið á faglegum grundvelli — segir Friðbjöm Sigurðsson formaöur Félags læknanema um hugmyndir um inntökupróf f læknadeild „I SJÁLFU sér koma þessar hugmyndir okkur sem nú erum í læknadeild minnst við en við teljum að þetta hafi slík áhrif í skólakerflnu öllu, ekki síst fyrir nemendur menntaskólanna, að læknadeild geti ekki tekið slíka stefnu og þetta verði að ákvarðast við heildarstefnumótun í menntamál- um,“ sagði Friðbjörn Sigurðsson, formaður Félags læknanema við Há- skólann, í samtali við blaðamann Mbl. um þær hugmyndir að viðhafa inntökupróf í læknadeild sem til umræðu hefur verið að undanflfrnu. Friðbjörn sagði að öllum væri björn að ef til vill væri hægt að ljós nauðsyn þess að velja fólk til læknanáms en engin algild leið væri fyrir hendi til þess. Stjórn félagsins vildi að fólk yrði metið á faglegum grundvelli og það væri ekki hægt að gera fyrr en það hefði fengið tækifæri til að hefja læknisnám. Sagði Frið- stytta þennan reynslutíma eitthvað, til dæmis niður í hálft ár, en útilokað væri að meta fólk með neinni sanngirni fyrr en það væri komið inn í skólann. Þá gagnrýndi hann hugmyndir um inntökupróf á þeim forsendum að nemendur þyrftu að mennta sig sérstaklega fyrir það en það væri tímasóun og hefði fjár- hagslegt tap í för með sér fyrir þá, þar sem búast mætti við þvf að sumarið færi i námið. Þá sagðist hann vita til að margir rektorar menntaskólanna væru á móti inntökuprófi þar sem með því yrði stúdentsprófið gert ómerkt og ef Háskóli íslands tæki það ekki gilt, hvernig væri þá hægt að ætlast til að erlendir háskólar gerðu það. Friðbjörn sagði að stjórn Fé- lags læknanema hefði boðað til opins fundar um þetta mál undir yfirskriftinni: „Inntökupróf í Háskóla íslands?" Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Há- skólans næstkomandi fimmtu- dag, 29. nóvember. trygginga hækkað um 3%. Svo dæmi sé tekið voru mæðralaun með einu barni 1.288 kr. 1. júní, 1.327 kr. 1. sept. og 1.553 kr. frá 1. nóvember. örorkulífeyrir ellilíf- eyrisþega var 3.445 kr. 1. júní, 3.548 kr. 1. sept. og 4.045 kr. 1. nóvember. Að sögn Matthíasar Bjarnasonar mun þessi hækkun kosta ríkissjóð 62 milljónir króna fram til áramóta og um 373 millj- ónir á næsta ári. Á fundi, þar sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti reglu- gerðina, kom einnig fram að 1. júní hafi tekjumörk tekjutrygg- ingar verið endurskoðuð. Þá var frftekjumark ákveðið 41.670 krón- ur, en við 170.285 króna árslaun féll tekjutrygging niður. Eftir 1. nóvember fellur tekjutrygging niður þegar árstekjur fara upp fyrir 193.000 krónur. í þessum töl- um er miðað við bótahækkanir 1. sept og 1. nóv. sl. Að síðustu var kynnt reglugerð um breytingar á reglugerðum um greiðslur sjúkratryggðra. Helstu breytingar eru þrjár. í fyrsta lagi skal það verð, sem samlagsmenn í sjúkrasamlögum skulu greiða samlagslækni sínum, þ.e. 75 kr. fyrir hvert viðtal á lækningastofu og 110 krónur fyrir hverja vitjun læknis til sjúklings, verða óbreytt næsta árið. 1 öðru lagi verður sett fast verð á lyfjamagn, sem miðast við 100—120 daga notkun, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Nú greiða þeir 50 krónur fyrir lyf samkvæmt Lyfjaverðskrá I og 100 krónur fyrir erlend sérlyf samkvæmt Lyfjaverðskrá II. Áður greiddu þeir 50% af því verði, sem aðrir greiddu. í þriðja lagi er um að ræða breytingar á 3. gr. um greiðslur sjúkratryggðra á sérfræðihjálp f rannsóknum og röntgengreiningu. Þar er ítrekað að ekki er leyfilegt að krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir ekki máli hve margar teg- undir rannsókna ásamt viðtali er um að ræða. Morgunblaðið/Júllus Frá hlaóamannafundinum. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Lv. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Ingimar Sigurðsson, deildar- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.