Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Þing Palestínuaraba: Arafat á lokuð- um viðræðufundum Cheltenham-málið: Thatcher sigraði London, 22. nóvember. AP. ÆÐSTl dómstóll í Bretlandi kvað í dag upp þann úrskurð, að Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra, hefði til þess fulla heimild að banna starfsmönnum leyniþjón- ustumiðstöðvar að vera í verka- lýðsfélagi. Þjóðaröryggi réttlstti það fullkomlega. Dómsniðurstaðan þykir mik- ið áfall fyrir bresku verkalýðs- samtökin, sem hafa litið á málið sem prófstein á tilraunir Thatchers til að hemja völd verkalýðsfélaganna. Um er að ræða 7.000 starfsmenn við Cheltenham-stöðina, helstu hlerunar- og njósnamiðstöð bresku leyniþjónustunnar, þar sem verkföll hafa stundum teflt vörnum landsins og öryggi i tvísýnu. Verkalýðsfélögin eiga nú það hálmstrá eitt eftir að áfrýja til Mannréttindadóm- stólsins. Amman, 22. nóvember. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínuaraba (PLO), átti í dag langar viðræður við forystu- menn ýmissa stjórnmálasamtaka araba, áður en hið útlæga þing Pal- estínuaraba var sett af Hussein kon- ungi í Amman í Jórdaníu. Búist er við miklum átökum á þinginu og að framtíð Arafats, sem Iegið hefur undir mikilli gagnrýni undanfarin tvö ár, ráðist þar. Þetta er í 17. sinn sem þingið kemur saman. Þar sitja 379 full- trúar. Helstu gagnrýnendur Arafats eru samtök innan PLO, sem Sýr- lendingar styðja, en þau telja að hann beri ábyrgð á ósigri Palest- ínuaraba fyrir ísraelum í Beirut sumarið 1982. Erfðaverkfræðin: Tókst að einrækta blóðstorknunarefni London, 22. nóvember. AP. Vísindamönnum við tvær bandarískar erfðarann- sóknastofur hefur tekist að einrækta blóðstorknunar- efni, sem veldur því, að í framtíðinni verður engin hætta á að dreyrasjúklingar sýkist af lifrarbólgu eða AIDS eins og nú á sér stundum stað við blóðgjafir. Segir frá þessu í fjórum greinum, sem birtar voru í dag í breska blaðinu Nature. Blóðstorknunarefnið, þáttur 8 eins og það kall- ast, sem er alveg hreint vegna þess, að það er ræktað en ekki unnið úr blóði, verður þó ekki kom- ið á almennan markað fyrr en eftir þrjú til fimm ár eða þegar öllum tilraunum með það verður lok- ið. Mennirnir, sem unnið hafa að tilraunum með einræktunina í nokkur ár, eru 19 vísindamenn við erfðarannsóknafyrirtækið Genentech í San Franc- isco, 14 frá Erfafræðistofnuninni í Boston, þrír frá rannsóknastofnun í London og tveir frá Mayo- stofnuninni í Rochester í Bandaríkjunum. Ritstjóri Nature lofar vísindamennina mjög fyrir uppgötvunina og segir, að hún sýni vel hvers vænta megi af erfðaverkfræðinni. Hann bendir þó á, að sameindin í þætti 8 sé mjög flókin að bygg- ingu og spyr hvort hætta sé á að hún spillist í fjöldaframleiðslunni. Við einræktunina notuðu vís- indamennirnir upphaflega þátt 8 úr mannsblóði og svínsblóði. Dreyrasjúklingar þurfa reglulega á þætti 8 að halda til að þeim blæði ekki út við minnstu meiðsli en stundum hafa þeir fengið lifrarbólgu með sýktu blóði og einnig AIDS, sem einkum hefur lagst á kynvillinga og eyðileggur ónæmiskerfi líkamans. í fyrri viku lést 33 ára gamall dreyrasjúklingur, Terrence MccStay að nafni, úr AIDS og er hann annar maðurinn til að sýkjast af sjúkdómnum eftir blóðgjöf. HAGKAUP 85 kr. spólan HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík Ungfrú Alheimur, Astrid Herrera. Dýravinir úuðu á Ungfrú Alheim Birmingham, Englandi, 22. nóvember.AP. DÝRAVINIR úuðu á Astrid Herr- ara, bina nýkrýndu Ungfrú Alheim, þegar hún kom til Birmingham í dag til þess að gefa eiginhandará- ritanir. Bar fólkið mótmælaspjöld með spænskum áletrunum. Til þessara mótmælaaðgerða var stofnað vegna frétta um, aö hin 21 árs gamla þokkadís væri orðuð við „coleos“, sem er eins konar bolakálfaat og er ákaflega vinsæl íþrótt í landi hennar, Venesúela. Kalla þurfti til öryggisverði til að halda mótmælafólkinu í skefj- um, þegar fegurðardrottningin kom í stóra fataverslun og varð að forða stúlkunni út um hliðar- dyr á húsinu. Ungfrú Herrara segir, að ein- ustu tengsl sín við fyrrnefnda íþrótt séu þau, að hún hafi eitt sinn verið fengin til að afhenda verðlaun að lokinni keppni. Noregur: Tollverðir fundu 41,5 kg af hassi — Talið að IRA standi á bak við smyglið Ósló, 22. nóvember. Kri Jan Erik Laare, fréttaritara Mbl. NORSKIR tollverðir lögðu á sunnu- dag hald á 41,5 kfló af hassi, sem írsk hjón reyndu að smygla inn í landið í bænum Larvik, er Þau komu með ferju frá Danmörku. Margt bendir til, að hryðjuverkasamtökin IRA standi á bak við smyglið og hafi með því ætlað að afla fjár til starfsemi sinnar. Söluverðmæti hassins er metið á um 16 milljónir króna. Fjórir Irar og einn Englendingur hafa verið teknir höndum vegna þessa máls. Talsmaður írsku lögreglunnar ( Dublin sagði, að IRA hefði áður notað eiturlyfjasölu til að áfla tekna til vopnakaupa. Hassið var geymt í bíl, sem skráður er í írlandi. í bíl þessum sátu fyrrnefnd hjón og þriggja ára barn þeirra. Þegar hasshundur var látinn þefa af bílnum fór hann að gelta ákaflega, og var þá hafin leit. Hefur hundurinn áður þefað uppi um 70 kg af hassi. Enskir tollverdir Ekki er vitað hvort selja átti fíkniefnið í Noregi. Lögreglan telur ekki loku fyrir það skotið, að írarn- ir, sem sennilega hafa keypt efnið í Danmörku, hafi með þessu reynt að opna sér nýja ieið til Englands. Enskir tollverðir eru nefnilega afar tortryggnir gagnvart fólki sem kemur frá „fíkniefnalandinu" Danmörku, þar sem sala á hassi er meira og minna frjáls. Lögreglan tók einnig fasta brjá menn sem bjuggu á hóteli í Osió. Þeir biðu eftir þessari sendingu og höfðu staðið í víðtæku símasam- bandi við útiönd. Norska og írska lögreglan vinna nú að því f sameiningu að kanna hvort fleiri eru viðriðnir málið og hvort það er IRA sem stendur á bak við allt saman. í bílnum sem hassið fannst í fundust einnig hljóm- snældur með áróðurssöngvum IRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.