Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 37 „Hægt að gera fleira en liggja í bankastjórum“ Segir Geröur í Flónni, sem hyggur á nokkurn útflutn- ing á fatnaði sínum, auk þess sem hún ætlar sér aö opna „boutique“ í Stokkhólmi Astæöan fyrir því að ég tók þátt í fatakauþstefnum bæöi í Stokkhólmi og Osló er að ég er aö reyna aö stækka viðskiptamannahóp minn, þvi það er dýrt aö framleiöa sýnishorn. Ég get heldur ekki boöiö ís- lensku kúnnunum upp á að fylla markaöinn af „spes“ flíkum. Ég vildi þvi athuga hvort ég ætti nokkurn sjéns á aö flytja út fatnaö- inn, sem viö hönnum," sagöi Gerður í Flónni meðal annars, þegar viö ræddum viö hana um þær erlendu pantanir, sem hún haföi upp úr krafsinu eftir umræddar kaupstefnur. Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar ís- lensk fyrirtæki pluma sig í erlendri sam- keppni, þá ekki hvaö síst þar sem sam- keppnin er hörö eins og í fataiðnaðinum. En aö sögn Geröar voru undirtektir mjög góöar viö flíkum hennar og bárust henni pantanir frá verslunum í Svíþjóö, Noregi og Finnlandi. HVERNIG FLÍKUR? Við spurðum Gerði hvernig fatnað hér væri um að ræða. „Viö hönnum þægilegan fatnaö en reyn- um aö brjóta hefðbundnar línur og viljum hafa húmor í flíkunum. Viö leggjum lika upp úr góöum frágangi en flíkurnar eru saum- aöar á saumastofunum Fasa, Nesver og Aquarius. FJÁRMAGN? Það þarf töluvert fjárhagslegt átak til að hefja útflutning á fatnaði, kaupa þarf efni í væntanlega framleiöslu, þaö þarf fjármagn til aukins framleiöslukostnaöar og markaösöflunar svo eitthvaö sé nefnt. Viö spuröum Geröi, hvernig hún hygðist mæta þessum aukna kostnaöi. „Meö bjartsýni fyrst og fremst, þaö þýö- ir ekkert annað. Ef ég hugsaði ekki þannig sæti ég ennþá úti á Lækjartorgi og nagaöi á mér neglurnar. En þaö verður aö segjast eins og er að það er ævintýri líkast að ætla aö fá einhverja fyrirgreiöslu í bönkunum, en ég trúi ekki öðru en aö þetta horfi til bóta. — Við búum jú í landi tækifæranna eöa hvað!“ — Og viö ræöum hvað þurfi, til að koma þessum málum í viöunandi horf. „Þaö þarf aö hjálpa fólki til aö hjálpa sér sjálft. Eg hef heyrt af stofnun í Bretlandi, sem veitir fólki aöstoö, sem vill koma nýrri framleiöslu á markaöinn. Þetta er einka- stofnun styrkt af ríkinu, sem leigir fólki aö- stööu fyrir lítið gjald i eitt ár meöan þaö er að koma undir sig fótunum. Auk þess aö vinna að eigin framleiðslu lærir fólkiö allt í sambandi við fjármál og rekstur fyrirtækja svo og markaössetningu. Þá er í Bretlandi hægt að sækja um styrk til ríkisins, til aö koma vörunni á framfæri erlendis. Aðstoð eitthvaö í líkingu viö þessa þyrfti aö koma til hér á landi. Einnig þyrfti aö koma á samstarfi þeirra, sem hafa fjár- magn og þeirra, sem hafa hugmyndir, ef þaö kæmist á yröi þetta í góöu lagi. Þar eð feröalög eru stór liöur í útgjöld- um, þegar út i útflutning er komið þá væri líka æskilegt aö geta gert samninga viö flugfélögin um ákveöinn fjölda feröa á ári á bestum fáanlegum kjörum." “BOUTIQUE“ í STOKKHÓLMI? Og nú er Gerður aö velta þvi fyrir sér, hvort hún eigi ekki aö setja á stofn verslun í Stokkhólmi, þar sem hún seldi fatnaö sinn svo og fatnaö frá enskum fyrirtækjum, sem hún selur i Flónni, sem eru meöal annars Body Map, Replay, Wild og Fotch. „Ég vildi gjarnan geta sýnt fólki fram á að þaö er hægt aö gera fleira en aö liggja í íslenskum bankastjórum tii aö fá lán, þess vegna hef ég tekiö þá ákvöröun að fara meira inn á erlendan markaö og affa mér þannig fjár,“ segir Geröur og þaö er ekkert hik á henni. I I i | I j I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.