Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
18,8%aukning farþega í N-Atlantshafsflugi Flugleiða:
Undanþága til Bandaríkjaflugs
Flugleidir hafa fengið undanþágu
bandarískra stjórnvalda til áfram-
haldandi rekstrar DC-8-63-flugvéla
til Bandaríkjaflugs þrátt fyrir
ákvKÓi sérstakra hávaðareglna, sem
þar taka gildi um nsstu áramót.
Flugleiðir er fyrsta flugfélagið sem
hlýtur jákvsða afgreiðslu í þessu
málL
Alls hafa 105 flugrekendur sótt
um undanþágu af þessu tagi og
höfðu bandarísk stjórnvöld um sl.
Hljóðdeyfar á Flug-
leiðaþotur að ári
helgi lokið umfjöllun 52 umsókna
og hafnað þeim öllum.
í byrjun nóvember undirrituðu
Flugleiðir samning um kaup á
hljóðdeyfum á tvær DC-8-63-
flugvélar sínar, og fengu jafn-
framt kauprétt á búnað á tvær
slíkar flugvélar til viðbótar.
Búnaður af þessu tagi kostar 2,5
milljónir dollara fyrir hverja
flugvél, og er gert ráð fyrir af-
greiðslu hans í nóvember 1985.
Flugleiðir hafa réttindi til áætl-
unarflugs til fimm borga í Banda-
ríkjunum, og á fyrstu 10 mánuð-
um þessa árs hafa verið fluttir
221.506 farþegar í Norður-
Atlantshafsflugi félagsins, sem er
18,8% aukning miðað við sama
tímabil 1983.
SUKKULADIP
JZeyndardómur súíífiulaÓifionfeíítsins jrá Sviss er
meóal annars falinn í jessum fprem fcúlum.
Veldu þér „Irisfi Coffee", „Jiindbeer ‘ eóa „Jíazelnut"
fuílu meó kajfnu.
‘BragÓiÓ er afsfuiaaaplega gott.
JLaugavegi S, simi 24545
=*• . <>
THE NEW YORK T/MES. Sf,/11 SOVEMBEH 18. /»<
A City Ballet Dancer Adds to
His Role as Choreographer
By BURTON TAYl.OR
Andre Messager's music is
heard. aod the Nvw York
State Theater rurtain goes
up T’he atmosphere on
stage is sunny and elegant
A pale blue sky is framed by over-
head swags. and two crystal chande
hers glitter above The festivities be
gm. Spnghtly couples enter — the
women in knee-length tutus, the men
in light blue tunics and tights The
ballerína and her escort enter
dressed in white and gold There is a
roustng pas de cinq for men The cul-
mination is a grand pas de deux for a
regal Suzanne Farrell and Peter Mar
tins. It is June », 1983, and the New
York City Ballet 's pmduction of "Bal-
let d'Isohne" has introduced us to
Helgi Tomasson. choreographer
Many changes have occurred since
mediatel
panv rep#
the s<
was f
but h-
chanf
'Why
that
think it.' It was never, 'Oh. don 1
that,' which was wonderful What he
Greinin í New York Times á sunnudaginn.
New York Times:
Lofsamleg ummæli
um ballettverk
Helga Tómassonar
SÝNINGAR á nýjum baiiett eftir
Helga Tómasson sem nefnist
„Menuetto" hefjast hjá New York
City Ballet 28. nóvember en forsýn-
ing verksins var í Saratoga í sumar.
Þetta er fjórða ballettverkið sem
Helgi semur, en hann hefur þegar
lokið hinu fimmta, sem sýnt verður á
minningarhátíð um George Balan-
chine í Houston f maí á næsta ári.
Stórblaðið The New York Times
birti á sunnudaginn ýtarlega grein
um Helga Tómasson og verk hans,
og er þar farið mjög lofsamlegum
orðum um hann sem ballettdans-
ara og höfund ballettverka. Sagt er
frá fyrri verkum hans og starfs-
ferli og grein gerð fyrir nýja ball-
ettinum, sem er höfuðviðfangsefni
New York City Ballet fyrri hluta
vetrar.
1 viðtali við Helga, sem blaðið
birtir, kemur fram að hann hefur
mikla ánægju af því að semja
dansa fyrir ballett, en kveðst ekki
hafa gefið sér tóm til að sinna þvi
fyrr en á allra síðustu árum, þar
sem hann hafi helgað ballettdans-
inum og fjölskyldu sinni krafta
sína. Helgi, sem er 42 ára og hefur
verið aðaldansari New York City
Ballet frá 1970, segist hins vegar
ætla að dansa minna og semja
meira í framtíðinni.
Æviskrár samtíð-
armanna 3. bindi
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur gefið út þriðja bindið af
Æviskrám samtíðarmanna. í þessu
bindi eru um 2000 æviskrár karla og
kvenna sem bera nöfn sem byrja á
stöfunum S—ö, en auk þess er í þessu
bindi viðauki með æviskrám manna,
sem bera nöfn sem hefjast á stöfunum
A—R, en bafa af einhverjum ástsðum
ekki náð að senda inn svör sín á rétt-
um tíma. Þetta þriðja bindi Ævi-
skránna er lokabindi verksins. Alls
eru í þessum þremur bindum um eða
yfir 6000 æviskrár.
Betrí kaup
Grænar baunir
Maiskorn
Rauðkál
Gulræturog grænarbaunir
1/1 dós
verð:
kr. 27.90
kr. 51.95
kr. 46.90
kr. 35.90
1/2 dós
verð:
kr. 17.50
kr. 33.60
kr. 27.90
kr. 21.90
1/4 dós
verð:
kr. 12.70
kr. 23.20
kr. 20.50
kr. 15.80
HAGKAUP
ÆVISKRAR
SAMTÍÐARMANNA
sö
Fyrsta bindi ritsins hefur að
geyma æviskrár um 2000 manna,
sem bera nöfn sem byrja á stöfun-
um A—H og annað bindið er með
æviskrám álíka fjölda manna, karla
og kvenna, með nöfn sem byrja á
stöfnum I—R.
„Æviskrár samtíðarmanna hafa
að geyma um 6000 æviskrár öll þrjú
bindin. Þetta eru æviskrár núlifandi
tslendinga, karla og kvenna, sem
gegnt hafa meiriháttar opinberum
stðrfum í þágu ríkis, höfuðborgar,
bæjar- og sveitarfélaga. Einnig at-
hafnamenn, forstöðumanna og ann-
arra trúnaðarmanna fyrirtækja í
ýmsum starfsgreinum, forvíg-
ismanna í félagsmálum og annarri
menningarstarfsemi, rithöfunda og
listamanna, sem viðurkenningu
hafa hlotið og ýmissa annarra sem
ekki er unnt að gera grein fyrir f
stuttu máli,“ segir f frétt frá útgef-
anda.
„Þetta þriðja bindi af Æviskrán-
um hefur verið sent þeim áksrifend-
um ritsins, sem óskuðu eftir að fá
það sent gegn póstkröfu, en hinir
sem ætluðu að vitja þess til útgáf-
unnar, geta nálgazt bækur sfnar f
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu
31, Hafnarfirði.“
Æviskrár samtíðarmanna eru
prentaðar f Prisma, en bókband hef-
J ur Bókfell hf. annazt.