Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 23 Sovétríkin: Fullkomnustu þotur í notkun á Sakhalin Tókýó, 22. nÓTember. AP. SOVÉTMENN hafa tekid nýjustu og fullkomnustu MIG-orrustuþotur sín- ar í notkun á Sakhalin-eyju norður af Japan í þeim tilgangi að stórefla loftvarnir sínar þar um slóðir, að sögn japanskra blaða. t flugstöð nærri Dolinsk, sem er skammt norður af helztu borg eyj- unnar, Yuzhno Sakhalinsk, eru þegar í notkun 10 Mikoyan MIG- 31 þotur, sem gefið hefur verið viðurnefnið „Foxhound" af Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu, NATO. Samkvæmt upplýsingum banda- ríska varnarmálaráðuneytisins er MIG-31 fyrsta bardagaflugvél Rússa, sem flogið getur i mikilli flughæð og séð og skotið á flugvél- ar og stýriflaugar, sem fljúga rétt yfir yfirborði jarðar. Þær geta einnig elt uppi háfleygar flugvélar og flaugar. Voru Bítlarnir hlunnfarnir? London, 22. nóvember. AP. BRESKU Bítlarnir voru hlunnfarnir í viðskiptum sínum við fyrirtækið, sem gaf hljómplötur þeirra út, ó þeim tíma er vinsældir þeirra voru hvað mestar, að því er lögfræðingur þeirra sagði við réttarhöld í London í gær. Það er fyrirtækið Apple Re- cords, sem er í eigu hinna þriggja eftirlifandi Bítla, Pauls McCart- neys, George Harrison og Ringos Starr, og Yoko Ono, ekkju John Lennon, sem stefnt hefur EMI Records, umboðsfyrirtæki Bítl- anna á árunum 1962—1970. Lögfræðingur Apple, Robert Gatehouse, segir að um verulegar vangreiðslur EMI á höfundarlaun- um sé að ræða. Forráðamenn EMI segjast hins vegar ekki skulda Bítlunum neitt. Talið er að rétt- arhöld i máli þessu, sem hófust í dag, muni standa í þrjár til fjórar vikur. ERLENT Jenkin í bílslysi Londoa, 22. oÓTember. AP. PATRICK Jenkin umhverfisráð- herra varð að gista í sjúkrahúsi í nótt vegna meiósla sem hann hlaut í umferðarslysi í austurhluta London í gærkvöldi er hann var á heimleið úr kjördæmi sínu f norðausturhluta London, Wanstead. Ráðherrabifreið Jenkins lenti í árekstri viö aðra fólksbifreið með þeim afleiðingum að Jenkin slas- aðist lítillega. Bílstjóri ráðherrans slapp nær ómeiddur, en Norman Miscampbell, þingmaður Ihalds- flokksins, sem var samferða Jenk- in, hlaut meiðsl á fótum og varð einnig að dveljast i sjúkrahúsi i nótt. Japanir segjast mega veiða hvali eftir 1988 Tókýé, 22.nó»ember. AP. JAPANSKIR embættismenn sögðu í dag að Bandaríkjastjórn hefði rang- túlkað nýgerðan samning um hval- veiðar og béldu því fram að Japanir hefðu rétt til að halda áfram hval- veiðum eftir 1988. Bandaríska viðskiptaráðuneytið tilkynnti í síðustu viku að sam- kvæmt málamiðlunarsamkomu- lagi við Japani fengju þeir að veiða búrhveli til 1988 án þess að missa rétt til fiskveiða á banda- riskum miðum, en skorað væri á þá að hætta hvalveiðum eftir 1988. Hiroya Sand, framkvæmda- stjóri japönsku fiskimálastofnun- arinnar, sagði að sendinefnd Jap- ana hefði einungis farið til Wash- ington til að ræða veiðar á búr- hvelum og ekki rætt hvalveiðar al- mennt. Shigeru Hasui, formaður jap- anska hvalveiðifélagsins, sagði að samkomulag Japana og Banda- ríkjamanna næði aðeins til veiða á búrhvelum og neitaði því að I sam- komulaginu væri skorað á Japani að hætta hvalveiðum eftir 1988. „Við höfum enga ástæðu til að hætta hvalveiðum," sagði hann. Bandarískt umhverfisverndar- fólk hefur gagnrýnt samkomulag- ið, en af öðrum ástæðum. Það heldur þvi fram að Bandaríkja- stjórn brjóti innlend lög, sem gera ráð fyrir ströngum refsiaðgerðum gegn þjóðum, sem halda áfram hvalveiðum. Japanir veiða mest af hrefnu og halda því fram að veiðar þeirra stofni ekki hrefnu eða nokkrum öðrum tegundum í hættu. Er MIG-31 búin fullkomnustu ratsjám, tölvubúnaði og sérstök- um flugskeytum til þessara hluta, auk þess sem hreyflarnir eru afl- meiri. Framleiddar hafa verið 50 þotur þessarar tegundar og talið er að auk Sakhlin séu þær helzt staðsettar í Murmansk og nærri Moskvu. Talið er að það sé Rússum keppikefli að efla loftvarnir sínar í austri, því margar sovézkar orrustuþotur brugðust í fyrra er þeim mistókst að elta uppi kór- ezku farþegaþotuna, sem Rússar skutu niður fyrir rösku ári. Send- ar voru upp orrustuþotur frá Kamtchaka, en þær náðu ekki þotu KAL. Það var ekki fyrr en kóreska þotan var búin að fljúga i sovézkri lofthelgi í 2lk klukku- stund að Sukhoi-15-þota frá Sakh- alin tókst að elta þotuna uppi. Orrustuþotan grandaði þotunni með 269 manns innanborðs, eins og víðfrægt er. Inn í Súdan Eþíópískir flóttamenn fara yfir landamæri Súdans með aleiguna. Ferð- inni er heitið í flóttamannabúðir. Þessi hópur fór rúmlega 250 km vegalengd fótgangandi og var níu sólarhringa á leiðinni frá bænum Sherato I héraðinu Tigre < Eþfópíu. Indland: 452 fórust í óveðri Delhí. 22. nóvember. AP. AFLEIÐINGAR fárviðris í síðustu viku og úrhellis sem því fylgdi eru betur og betur að koma í Ijós og er tala látinna af völdum veðursins komin í 452, að sögn yfirvalda. í fylkinu Andhra Pradesh fór- ust 393 og vitað er um 59 látna i nágrannafylkinu Tamil Nadu. Oveðrið sleit niður rafmagns- og símalínur og lagði 30 þúsund leirkofa í rúst. Rúmlega 64 þúsund nautgripir féllu, 65 þúsund íbúð- arhús stórskemmdust eða eyði- lögðust og mikið tjón varð á nær 87 þúsund hekturum akurlendis. Hjá okkur færðu öll tæki og efni til logsuðu og rafsuðu. Við bjóðum aðeins viðurkenndar, vandaðar vörur. tttf Sænska gæðamerkið GASMÆLAR margargerðir. Fyrir Acetylen, Oxygen, Kolsýru, Argon Blandgas og Própan. LOGSUÐUTÆKI til iðnaðar- og tóm- stundastarfa. Mjög hentugttil nota við allskonar viðgerðir og nýsmíðart.d. í landbúnaði. Mjög meðfærileg tæki. VANDAÐAR RAFSUÐUVÉLAR Marg- ar gerðir. Transarar, jafnstraumsvélar og Mig Mag vélar. Hentugartil nota í smiðjum og á verkstæðum. Litlar vélar til tómstundastarfa sem stórar iðnaðarvélar. Gott verð. RAFSUÐUVÍR margar tegundir. Pinnasuðuvírog vír á rúllum. Hátt í 40 tegundir. um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.