Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 41 flokkur spariskírteina með 8,55% vöxtum umfram verðbólgu var besti kosturinn fyrir þá sem gátu notfært sér hann. Nú hefur verið gefinn út ný flokkur spariskír- teina (3. flokkur 1984) með 8% vöxtum umfram verðbólgu. Er ólíklegt að sparendum bjóðist betri tækifæri í svipinn að frátöld- um verðtryggðum veðskuldabréf- um á verðbréfamarkaði. Geti sparandinn ekki bundið fé sitt í þrjú ár koma reikningar í bönkum og sparisjóðum til sög- unnar. Verður að nefna sérstak- lega þá reikninga sem bjóða verð- tryggingu og jafnframt óverð- tryggð kjör, ef þau reynast hærri. Þessir reikningar eru Kaskóreikn- ingur Verslunarbankans, Tromp- reikningar nokkurra sparisjóða og reikningar í Iðnaðarbanka með IB-bónus. Tveir fyrrnefndu reikn- ingarnir bera sjálfkrafa þá ávöxt- un sem betri er af verðtryggðum og óverðtryggðum kjörum, en í Iðnaðarbankanum verða eigendur reikninganna sjálfir að giska á hvor kjörin muni reynast betur, verðtryggð eða óverðtryggð og færa á milli reikninga eftir því. Aðrir reikningar bankanna með hæstu vexti eru óverðtryggðir og áhættusamari en þeir sem þegar hafa verið nefndir. Enn hefur ekki reynt á það hve vel vextir á óverð- tryggðum reikningum fylgja verð- bólgu. Eftir nýgerða kjarasamn- inga og ráðstafanir í efnahags- málum gæti hækkun lánskjara- vísitölunnar á þremur mánuðum (þ.e. frá nóvember til febrúar, desember til mars og janúar til apríl 1985) orðið á bilinu 10 til 12%. Svarar það til a.m.k. 40 til 50% verðbólgu á heilu ári og gangi þetta eftir munu verðtryggðir reikningar með 6,5% vöxtum bera ávöxtun sem svarar til 47—57% ársvaxta á þessum þriggja mán- aða tímabilum. Vextir á óverð- tryggðum reikningum þyrftu að hækka til jafns við það til að kjör- in verði jafngóð og á verðtryggð- um reikningum. Avöxtun skipti- flokks spariskírteina ríkissjóðs með 8,55% vöxtum mun á þessum þremur mánuðum verða 50 til 60% miðað við heilt ár. Rétt er að taka fram að allt bendir til þess að verðhækkanir í kjölfar kjara- samninganna verði mestar fyrst í stað, en minni síðar á næsta ári. Spariskírteini ríkissjóös Spariskírteini ríkissjóðs hafa verið gefin út á hverju ári í tutt- ugu ár. Þau hafa jafnan verið verðtryggð og var verðtryggingin miðuð við vísitölu byggingar- kostnaðar í flokkum spariskír- teina útgefnum á árunum 1964 til 1979 en frá 1980 hefur verðtrygg- ingin verið miðuð við lánskjara- vísitölu. Til að glæða áhuga spar- enda voru kjörin á fyrstu flokkun- um sérstaklega góð því að spari- skírteini voru lítt þekkt sparnaðarform og verðtrygging mönnum ekki jafn töm og nú. Fyrsta árið sem skírteinin voru gefin út báru þau að meðaltali 7,2% vexti umfram verðbólgu og tvöfaldast upphæð sem ber slfka vexti að raunvirði á tíu ára fresti. f næsta flokki sem gefinn var út lækkuðu vextir umfram verðbólgu í 6% og héldust þannig til ársins 1970. Þá tók við nokkur lækkun raunvaxta og urðu þeir lægstir á skírteinum gefnum út árið 1981, þ.e. 3,2%. Ekki er þó að efa að spariskírteini ríkissjóðs eru ein- hver besti kostur sparenda nú og hafa verið svo allt frá upphafi. Nú horfir hins vegar illa um áframhald frjáls sparnaðar í spariskírteinum. í september sl. má ætla að skuld ríkissjóðs vegna spariskírteina að meðtöldum áföllnum vöxtum og verðbótum hafi verið á bilinu 4,5—5 milljarð- ar króna. Það sem af er þessu ári hafa spariskírteini ríkissjóðs verið innleyst fyrir tæplega 1.400 millj- ónir króna en spariskírteini hafa verið seld fyrir tæplega 400 millj- ónir króna. Sparnaður í spari- skírteinum hefur þannig rýrnað um nálægt 900 milljónir króna í ár. Frá 10. september til 12. októb- er voru skírteini innleyst fyrir 862 milljónir króna en aðeins höfðu selst ný skírteini (úr skiptiflokkn- um með 8,55% vexti umfram verð- bólgu) fyrir 263 milljónir króna. A næsta ári er innlausnarverð- mæti spariskírteina um 3,4 millj- arðar og er á fjárlögum gert ráð fyrir að 650 milljónir króna komi til innlausnar. Ef ekki tekst betur til en í september sl. gæti þó þann- ig farið að helmingur allra spari- skírteina yrði greiddur út. Ríkis- sjóður virðist ekki eiga annarra kosta völ en að taka erlend lán til að fjármagna endurgreiðslur á þessum sparnaði. Taflan um er- lend lán sýnir dæmi um þá vexti sem Islendingar hafa greitt árlega af erlendum lánum umfram hækkun lánskjaravisitölu á árun- um 1977 til 1983. Hluti þessara „vaxta“ er vegna gengisbreytinga, bæði hérlendis og í viðskipta- löndunum, én það breytir ekki því að jafnt hefði mátt greiða inn- lendum sparendum þessa háu vexti eins og erlendum sparend- um. Um tveir þriðju erlendra skulda eru opinberar skuldir og má ætla að ríkið skuldi erlendum sparendum um 28 milljarða króna. Ef svo fer sem horfir kynni spari- skírteinaeign að minnka í um 2—3 milljarða á næsta ári ef ekki verð- ur brugðist við. Ekkert mælir gegn því að ríkið bjóði nægilega háa vexti á nýjum flokkum spariskírteina til að eig- endur eldri skírteina sjái sér óhag í innlausn. Vextir í viðskiptalönd- um okkar eru afar háir og má ætla að raunvextir séu á bilinu 5—10%. Þessa vexti þyrfti ríkissjóður að greiða erlendum sparendum taki hann lán í útlöndum. Með réttri kynningu og fræðslustarfsemi má mikið vera ef margur velur ekki þann kostinn að kaupa spariskír- teini með 8% raunvöxtum (tvö- földunartími níu ár) og frestar öðrum kaupum í staðinn. Hæstu vextir í heimi? Margir ráðamenn, þ.á m. tveir núverandi ráðherrar, hafa opin- berlega lýst þeirri skoðun sinni að lækka beri vexti hér á landi. Rökin eru þau að atvinnuvegirnir séu að sligast; að húsbyggjendur séu komnir í greiðsluþrot; að háir vextir séu „stefna auðhyggjunnar í sinni verstu mynd, þar sem hags- munum fjöldans er fórnað í þágu auðmagnsins" (Ragnar Arnalds, alþingismaður, í Mbl. 13. nóvem- ber sl.). Auðveldast er að svara síðustu röksemdinni. íslenskir sparifjár- eigendur eru ekki stóreignamenn eða atvinnurekendur nema í litl- um mæli. Um þrír fjórðu hlutar innlána í bönkum og sparisjóðum eru í eigu einstaklinga og fjöl- skyldna sem að langstærstum hluta eru í hópi launþega. Fróð- legt er t.d. að velta þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort félagsmenn BSRB, sem nýlega lagði fram kröfu um vaxtalækkun í kjara- samningum, eru nettó í skuld í bönkum og sparisjóðum. Aðeins um fjórðungur innlána er í eigu fyrirtækja. Hins vegar er aðeins um fjórðungur útlána hjá einstakl- ingum og fjölskyldum; um þrír fjórðu hlutar útlána eru hjá fyrir- tækjum. Hækkun raunvaxta síð- ustu 12 til 14 mánuðina hefur því fyrst og fremst komið launafólki til góða. í henni felst mikill til- flutningur fjár frá atvinnurekstri til sparifjáreigenda og þannig hef- ur verið stöðvuð gegndarlaus upp- taka sparifjár sem viðgengist hef- ur um margra áratuga skeið en keyrði um þverbak á síðustu ár- um. Það væri heldur ekki' rétt að skella allri skuldinni af þungri greiðslubyrði skuldara, jafnt at- vinnuvega sem einstaklinga, á þá vexti sem nú gilda og eru fyllilega í samræmi við það sem gengur og gerist í umheiminum. Þessi þunga greiðslubyrði er að hluta vegna lána sem tekin voru þegar vextir voru svo lágir að lán voru ekki endurgoldin að fullu. Vanda þess- ara skuldara verður því að leysa méð öðrum ráðum en þeim að snúa aftur til þeirra tíma er spar- endur gátu ekki treyst bönkum og sparisjóðum fyrir sparifé sínu. Ljóst er af atburðum á síðasta ári að mikill hluti sparnaðar er afar næmur fyrir vöxtum. Á fá- einum vikum í fyrrahaust voru miklir fjármunir fluttir af verð- tryggðum reikningum á óverð- tryggða. í apríl er sparendum buð- ust banka- og sparisjóðsskírteini streymdu hundruð milljóna á fá- einum dögum yfir á það form sparnaðar af reikningum er báru lakari kjör. í september voru inn- leyst spariskírteini fyrir hundruð milljóna og er líklegt að verulegur hluti þess fjár hafi verið fluttur á bankareikninga, þar sem kjörin voru að vísu lakari en binditíminn styttri. Lækki vextir að ráði eykst hættan á því að sparnaður lands- manna rýrni stórlega og þá hafa lánatakendur ekki aðra kosti en að leita á erlendan markað og greiða markaðsvexti þar. Eins og fyrr segir eru þeir síst lægri en hér á landi og í mörgum tilfellum hærri. Innlánsreikningar í bönkum og sparisjóðum eru hinn eðlilegi far- vegur fyrir sparnað almennings til fjárfestingar og atvinnuuppbygg- ingar í landinu. Hér er engin hefð fyrir útbreiddri hlutafjáreign al- mennings og hlutabréfamarkaður og verðbréfamarkaður eru enn harla frumstæðir. Þess vegna ber að hlúa að því formi frjáls sparn- aðar sem til er; en þar vega inn- lánsreikningar í bönkum og spari- sjóðum og spariskírteini ríkissjóðs þyngst. Með því að leggja til hliðar og spara getur almenningur eign- ast hlutdeild í atvinnurekstrinum, beint eða óbeint. Með því móti er unnt að fjármagna framfarir í landinu með innlendu sparifé og losna úr klóm erlendra fjármagns- eigenda. Vaxtagreiðslur til út- landa nema nú um kr. 7.200 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða kr. 60 á mann á dag. Vextir á íslandi eru ekkert hærri en gengur og gerist með nágran- naþjóðunum; og þeir verða að vera a.m.k. jafnháir ef við eigum ekki að glata efnahagslegu sjálfstæði okkar alveg. Dr. Sigurdur R Stefánsson er hag- frædingur hjá Kaupþingi bf. í Reykjavík. Krakkarnir í Hraunborg undu sér hið besta í hinum nýja verustað sínum og létu fátt trufla leiki sfna og störf. stjórnarnefndar dagvista, sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins að á síðustu 10 árum hefði dagvistarrýmum fjölgað það mikið að nú væri hægt að taka við rúmlega 40% allra barna undir sjð ára aldri en í lok árs 1974 hefði sambærileg tala verið um 15 prósentum lægri. Sagði hún að þrátt fyrir þetta lengdust listar yfir þá sem biðu eftir dagvist og að nú væru alls um 1.500 börn sem biðu eftir plássi á annaðhvort dagheimili eða leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.