Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 íslendingar eru ótrúlega líkir írum nokkrar þjóðir í Evrópu. Þetta eru kannanir fyrir ríkisstjórnir m.a. um ferðamál og pólitískar skoðanir. Dr. Gallup, stofnandi Gallup- fyrirtækjanna, var formaður Gallup International þangað til hann lést sl. sumar 82 ára að aldri. Hann trúði því að rann- sóknir og skoðanakannanir myndu auka skilning milli þjóða. Einnig taldi hann að á þennan hátt gætu stjórnmálamenn feng- ið meiri vitneskju um skoðanir almennings og hagað gerðum sínum eftir því.“ En nú hefur Hagvangur bæst í hóp fyrirtækjanna í Gallup Int- ernational. „Já það er rétt. Við skoðuðum fyrirtækið og það stóðst allar okkar kröfur. Við erum ánægð með að Hagvangur hefur bæst í hópinn, því nú eru allar Norður- landaþjóðirnar meðlimir i Gall- up International." Rætt við Gordon Heald framkvæmda- stjóra bresku Gallup-stofnunarinnar Norman Webb, framkvæmdastjóri Gallup International, Lv. og Gordon Heald, framkvæmdastjéri bresku Gallup-stofnunarinnar. Mikilvægast að fyrirtækin innan Gallup International vinni saman Rætt við Norman Webb, fram- kvæmdastjóra Gallup International NORMAN Webb er framkvæmda- stjóri Gallup International. Hann var bér á landi í tilefni könnunar Hagvangs á gildismati og viðhorf- um íslendinga. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Norman Webb og spurði hann um stofnunina. „Þetta byrjaði allt árið 1935 með bandaríska Gallup-fyrir- tækinu. Við lok stríðsins bættust nokkur enskumælandi lönd við og var þá farið að hittast reglu- lega til þess að ræða um kannan- ir. Fyrst í stað var aðeins um vináttusamband að ræða. Smám saman bættust fleiri lönd við og það varð til þess að við urðum að stofna formlegan félagsskap. Nú er Gallup International með að- setur i Sviss auk skrifstofu i London og eru þátttökuþjóðir orðnar 37.“ Getur hvaða fyrirtæki sem er orðið meðlimur í Gallup Inter- national? „Nei, það er ekki svo. Aðeins eitt fyrirtæki frá hverju landi getur orðið meðlimur. Fyrirtæk- ið þarf að vera sjálfstætt. Það má ekki vera háð stjórnmála- flokki, fjölmiðli né ríkisstjórn. Fyrirtækið er skoðað rækilega til að athuga hvort það sé þess megnugt að framkvæma mark- aðs- og þjóðfélagslegar kannan- ir. Fyrirtækið verður að hafa verið stofnað áður, því við byggj- um ekki upp fyrirtæki. Mikil- vægast er þó að fyrirtækið vinni með öðrum fyrirtækjum innan Gallup International, því stofn- unin byggir á samstarfi." Hvernig er samstarfinu hátt- að? „Mörg lönd, aðallega stórþjóð- ir á Vesturlöndum, vinna mikið að alþjóðarannsóknum og könn- unum saman. Einnig er mikið skipst á hugmyndum. Við reyn- um að gera sömu kannanirnar í öllum löndunum, eins og þá um gildismat og viðhorf, en hvert fyrirtæki vinnur aðallega að verkefnum, sem hæfa best við- komandi þjóð. En smám saman hefur verið gert meira af al- þjóðakönnunum um viðskipta- og þjóðfélagsmál. Það er Ijóst að þessar þjóðir eiga alltaf meira og meira sameiginlegt, svo að samvinnan eykst. Þátttakendur hittast reglu- lega einu sinni á ári og frétta- bréf er sent út í hverjum mán- uði. Þátttakendurnir geta komið til Gallup International og feng- ið aðstoð og ráðleggingar og jafnvel uppástungur. Nú erum við stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar i heiminum og getum státað af því að þátttakendur tala ólík tungumál, koma frá ólíkum menningarsvæðum og við höfum yfir að ráða hæfi- leikafólki hvaðanæva úr heimin- um. Við vinnum nú í sameiningu að alls kyns verkefnum fyrir GORDON Heald er framkvæmda- stjóri bresku Gallup-stofnunarinn- ar. Hann sá um samhæfingu könn- unarinnar um gildismat og viðhorf í þeim 27 löndum, þar sem hún var gerð. Blm. Morgunblaðsins spurði hann hvort eitthvað hefði komið honum i óvart í niðurstöðum könnunarinnar hér á landi. „Niðurstöðurnar komu mér á óvart að mörgu leyti. Þær sýna að í 5 eða 6 atriðum eru íslend- ingar í efsta sæti. Svo dæmi sé tekið eruð þið hamingjusamasta þjóð í heiminum. Þið eruð jafn- vel hamingjusamari en írar, en þeir voru i efsta sæti áður. í könnuninni kemur reyndar fram að þið eruð ákaflega likir Irum. Þið eruð eiginlega Irar Norðurs- ins. Auðvitað eruð þið lik Norð- urlandaþjóðunum að mörgu leyti, en einnig írum og það kom meira á óvart. Þið eruð líka miklu trúaðri en hinar Norðurlandaþjóðirnar. 76% íslendinga trúa á lif eftir dauðann, en aðeins 30—35% á hinum Norðurlöndunum. Mun- urinn á ykkur og írum er sá, að þið trúið ekki á persónulegan guð eins og írar, heldur trúið þið á anda. Annað er svolítið merki- legt og það er að 41% íslendinga segjast hafa haft samband við framliðna. Þetta er hæsta hlut- fall í heiminum. Svo ég beri ykk- ur aftur saman við íra, þá trúa þeir líka á anda, en meira í kristilegri merkingu þess orðs. Annaö kom mér líka mjög á óvart og það er hve kirkjan virð- ist hafa lítil áhrif hér á landi. Aðeins 3% þjóðarinnar sækir kirkju og er það lægsta hlutfall i heiminum. Þetta er mjög und- arlegt þar sem 68% íslendinga segjast vera trúaðir, sem er tölu- vert meira en á öðrum Norður- löndum." En hvað með efnahag og slíkt? Ef við lítum á næstu 5 ár, þá virðast íslendingar vera bjart- sýnasta fólkið í öllum heiminum. Svo við vikjum aftur að írum, þá eru þeir það einnig. Þó er efna- hagslif í þessum löndum umdeil- anlegt. Það sem ég vildi segja er það, að það virðist sem hamingja og ánægja stjórnist ekki af efna- hag. Þetta hefur komið fram í könnuninni út um allan heim. Hamingja tengist miklu fremur því, hvort fólk er trúað eða ekki. Hinsvegar eru fslendingar mjög óánægðir með lifsafkomu sina. Ég veit ekki af hverju þetta stafar, en fólk segir að það hafi ekki nógu há laun, skattar séu of háir o.fl. Að þessu leyti eru Norðurlandabúar mjög ólíkir. fslendingar telja sig hafa mik- ið frelsi til að taka eigin ákvarð- anir i vinnunni, enda voru þeir i efsta sæti í könnuninni, hvað það varðar. Enn voru íslendingar í efsta sæti þegar þeir voru spurðir að því hvort þeim fyndist allt í lagi að kona ætti barn utan hjóna- bands. Þarna voru fslendingar langt fyrir ofan aðrar þjóðir. Þetta kemur mér á óvart, þvi 86% fslendinga segjast trúa þvi að hjónabandið sé ekki úrelt stofnun. f framhaldi af þessu er gaman að geta þess að fslend- ingar eru i öðru sæti hvað varðar fjölda barna. Þarna eruð þið einnig líkir frum þvi þeir eru í efsta sæti. En á fslandi er talið mjög eðlilegt að fólk eigi 3 börn. íslendingar bera mikið traust til kirkjunnar. Þetta finnst mér nokkuð skemmtilegt þar sem að- eins 3% fslendinga sækja kirkju. Samt bera 71% traust til henn- ar. En minnst traust bera fs- lendingar til blaðanna. fslendingar eru mjög stolt þjóð. Þar eru þeir í efsta sæti.“ Þú hefur mikinn áhuga á að bera okkur íslendinga saman við fra. „Já og að síðustu langar mig að benda á það atriði þar sem þessar þjóðir eru hvað líkastar. Fólk var beðið að velja á milli einstaklingsfrelsis og jafnréttis. 48% fslendinga voru hlynntir einstaklingsfrelsi og 47% jafn- rétti. Á öðrum Norðurlöndum voru 58% hlynntir frelsi, en 32% jafnrétti. Hér er fólk greinilega hlynntara jafnrétti. Álrlandi er þetta líkara fslandi. Þar eru 46% hlynnt einstaklingsfrelsi, en 38% jafnrétti." MAÐUR 0G gerist í Reykjavík og segir frá viðkvæmni sögumanns fyrir kvenlegum þokka og þeim hrakföllum er af þeirri áráttu leiðir. Auk þeirra kvenna, sem söguhetjunni verða hvað áleitnastar, sþretta ýmsar aðrar persónur upp af síðum bókarinnar, margar hverjar broslegar og þó með þeim hætti að lesendur fá ósvikna sam- úð með þeim, en allar með því yfirbragði að þær snerta verulega við lesendum. Sagt er af lifandi fjöri frá margvíslegum atburðum ýmist meinfyndnum eða dap- ÁSTKONUR urlegum. Tök höfundar á máli og stíl bregðast aldrei og hann leikur á alla strengi spaugs og angurs. Guðmundur Gíslason Hagalín sagði í Morgunblaðinu um bók sama höfundar, Glöpin grimm, meðal annars: „Og þess lengur sem ég las jókst hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir því að þarna væri ég kominn í kynni við veigamikið sagnaskáld. - Mér flaug í hug við lestur- inn að þarna væri komin íslensk hlið- stæða bókar Hamsuns, Konerne ved vandposten". Hin nýja skáldsaga Más Kristjónssonar, Maður og ástkonur, gefur fyrri bók hans ekkert eftir. Hún rígheldur athygli lesandans frá fyrstu til síðustu síðu. Þetta er bók sem gneistar af. M.K. Forlag. Simi 621507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.