Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
Guðveia Stefáns-
dóttir —
Fædd 12. júlí 1906
Dáin 13. nóvember 1984
Góðar minningar geymast lengi,
gott sé þeim er fá skal segja.
í dag, föstudaginn 23. nóvember
1984, verður minningarathöfn og
útför Guðveigar Stefánsdóttur
gerð frá Langholtskirkju í Reykja-
vík kl. 3 eftir hádegi.
Guðveig var fædd úti í Málmey í
Skagafirði þann 12. júlí 1906. Þar
bjuggu foreldrar hennar þá. Þau
voru hjónin Dýrleif Einarsdóttir
og Stefán Pétursson. Dýrleif var
ættuð úr Borgarfirði syðri en Stef-
án úr Skagafirði. Þau hjón eignuð-
ust fimm börn, 3 syni og 2 dætur.
Elstur barna þeirra var Skafti,
svo Pétur og Indriði, þá Guðveig
og Friðþóra yngst.
Af þeim systkinum eru nú á lífi
Pétur vistmaður, á Hrafnistu í
Hafnarfirði, 86 ára að aldri og
Friðþóra, búsett á Siglufirði, 74
ára.
Þau Stefán og Dýrleif voru sem
fyrr segir í Málmey. Síðar bjuggu
þau á Litlu-Brekku á Höfðaströnd
og á Hofsósi, síðast á Nöf á Siglu-
firði.
Guðveig ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum. Barnung fór
hún að vinna foreldrum og heimili
þeirra gagn. Ung að árum fékk
hún að kynnast baráttu lífsins og
um leið fékk hún tækifæri til að
beita sínu góða og fórnfúsa eðli til
hjálpar öðrum. Stefán faðir Guð-
veigar missti heilsuna á besta
skeiði ævinnar og þurfti þá á mik-
illi og góðri hjálp að halda um
langa tíð. Var Guðveig hans stoð
og stytta ásamt móður sinni, um-
hyggjusöm og hlý. Var hún hin
styrka og góða dóttir foreldra
sinna er aldrei brást þeim til hins
síðasta. Þegar Stefán faðir Guð-
veigar dó árið 1932 hafði hann
verið sjúkur og óvinnufær í 26 ár.
Það sama ár og Stefán dó drukkn-
aði Indriði sonur þeirra hjóna, 29
ára gamall skipstjóri. Eftir lát
föður síns bjó Guðveig áfram með
Dýrleifu móður sinni og lét henni
allt sitt besta til sem hún hafði og
gert þeim báðum foreldrum sín-
um.
Minning
Guðveig fór til ísafjarðar er hún
var um tvítugt og var þar í Hús-
mæðraskólanum einn vetur.
Fyrir næri hálfri öld kynntist ég
Guðveigu fyrst. Það var í byrjun
vetrarvertíðar 1936. Þá kom hún
suður í Njarðvíkur ásamt Pétri
bróður sínum til þess að vera
ráðskona hans og skipsáhafnar
hans. Pétur bróðir Guðveigar var
þá skipstjóri á mótorbátnum Har-
aldi SI 18, 12 tonna báti er hann
átti á móti félaga sínum á Siglu-
firði. Á árunum 1935 og nokkuð
fram yfir 1940 voru norðlenskir
mótorbátar gerðir út frá Innri-
Njarðvík. Höfðu þeir að mestu
lendingaraðstöðu þar við bryggju
og verbúðir fyrir skipsáhafnir
voru þar skammt frá. Var Pétur
með sína skipsáhafnarmenn í einu
verbúðaplássinu. Var Guðveig
systir hans ráðskona þar. Ég var
einn þeirra sex manna er voru
landmenn við Harald, það er við
beittum línuna, tókum á móti
bátnum er hann kom úr róðri, tók-
um á móti fiskinum og gerðum að
honum.
Á þessum tíma var mjög lítið
um aðra vinnu en þá sem tilheyrði
sjónum og fiskvinnslunni og því
æði lítið um aura hjá almenningi.
Oft ekki hægt að kaupa brýnustu
nauðsynjar handa heimilunum.
Guðveig vissi og fann hvað klukk-
an sló þegar hún hélt að hún
þyrfti gott frá sér að láta. Það
fékk ég og mín fjölskylda vel að
reyna þessa vertíð sem hún var
ráðskona hjá Pétri bróður sínum
og ekki var hans hugur fjær góð-
vildinni en systur hans. Það var
sama hvort þeirra systkina var,
góðleiki og prúðmennska var
þeirra daglega viðmót.
Þessi vetrarvertíð 1936 var bæði
erfið til sjósóknar á þeim litlu bát-
um er þá voru og svo afar aflalítið
hjá mörgum. Þá þurftu margir
sem oftar áður að gera mikið fyrir
lítið bæði á sjó og á landi. Það var
ekki langur matartíminn í hádeg-
inu hjá landmönnum við beiting-
una. Hann var eins lítill og mögu-
legt var. Guðveig og félagar mínir
vissu að ég þurfti að fara mun
t
Þökkum innilega auösýndan vinarhug vlö andlát og útför bróöur
okkar,
HALLDÓRSHELQA JÓHANNESSONAR
frá Móbergi.
SvavarJóhanneaaon
og aystkini.
t
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
FRANZISKU KARÓLÍNU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Vatnsstlg 9,
Reykjavlk.
Fyrir okkar hönd og annara vandamanna.
Kristin Jónasdóttir, Árni Jónasson,
Sigurjón Jónasson.
mikið lengra heim til mín í mat-
inn en þeir þurftu í verbúðina. Var
mér því mjög oft boðið að borða í
matsalnum er Guðveig hafði með
að gera. Mér eru fornu minnin
kær frá þeim tíma og ég fæ aldrei
fullþakkað Guðveigu þá góðvild er
hún sýndi mér og minni fjölskyldu
þá vetrarvertíð.
Guðveig var aðeins þessa einu
vetrarvertíð hjá bróður sínum.
Næstu vertíð var Magrét Ás-
mundsdóttir kona Péturs ráðs-
kona hjá honum. Þessar tvær
vetrarvertíðar var ég landmaður
við Harald. Aldrei heyrði ég Pétur
mæla æðruorð hvað þá blóta þótt
ýmislegt væri mótdrægt, bæði
með veðráttu og aflabrögð. Þvílík-
ur sómamaður var hann og er.
Guðveig átti samt eftir að koma
í Njarðvíkurnar f annað sinn. Þá
til starfa þar um nokkurn tíma.
Þar kynntist Guðveig manni er
hét Egill Egilsson. Egill og Guð-
veig felldu hugi saman og giftust
3. júlí 1955. Egill var ættaður úr
Rauðasandshreppi í Vestur-
Barðastrandarsýslu, fæddur á
hinu sögufræga býli Sjöundaá.
Egill Egilsson var mikill ágætis-
og sómamaður. Það má með sanni
segja að þar hallaðist ekki á með
þeim hjónum með mannkosti og
góðheit til allra er þau þekktu og
höfðu við þau saman að sælda.
Eftir fimm ára búskap þeirra í
Njarðvíkum fluttu þau árið 1960
til Reykjavíkur og áttu þar heimili
í Meðalholti 13, meðan bæði lifðu.
Það voru 22 ár. Egill Egilsson
maður Guðveigar dó þann 14. maí
1982. Guðveig hafði verið heilsu-
lítil nokkru áður en Egill maður
hennar dó, en eftir lát hans hnign-
aði heilsu hennar mjög. Þurfti hún
þá á góðri hjálp að halda. Sigríður
systurdóttir Guðveigar var mikil
vinkona frænku sinnar og Egils
manns hennar og gagnkvæmt
þeirra á milli. Var Sigríður mjög
umhyggjusöm við þau hjón í veik-
indum þeirra og allt til hins síð-
asta hjá þeim.
Guðveig fór á elliheimilið
Grund í maímánuði síðastliðnum
og var þar við góða hjúkrun og
umhyggju að sögn Sigríðar
frænku hennar og þar dó Guðveig
þann 13. nóvember síðastliðinn.
Við hjónin þökkum Guðveigu
alla hennar góðvild til okkar frá
fyrstu tíð og óskum henni guðs
veraldarsælu í hennar nýju heim-
kynnum.
Blessuð sé minning vinkonu
okkar. Innilegar samúðarkveðjur
til systkina, frænda og vina hinn-
ar látnu heiðurskonu.
Guðmundur A. Finnbogason
Hinzta stund frænku minnar,
Guðveigar Stefánsdóttur, var að-
faranótt 13. nóvember sl., er hún
lézt í Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund farin að kröftum. Vista-
skiptin voru henni því lfkn við
þraut.
Frænka mín fæddist í Málmey á
Skagafirði 12. júlí 1906. Foreldrar
hennar voru hjónin Stefán Pét-
ursson, sjómaður, og Dýrleif Ein-
arsdóttir. Systkinin voru fimm;
Hákon Hafliðason
vélstjóri — Minning
Við skyndilegt fráfall Hákonar
Jarls eða Jalla eins og við æsku-
vinirnir jafnan kölluðum hann, er
manni óneitanlega lítið eitt brugð-
ið. Allt í einu er dauðinn farinn að
höggva í hóp jafnaldra. En þetta
er víst gangur lífsins sem við verð-
um að sætta okkur við, hvort sem
okkur líkar það betur eða verr.
Hákon var sonur merkishjón-
anna Hafliða Hafliðasonar vél-
stjóra, sem um árabil starfaði hjá
Eimskip, og eiginkonu hans Jón-
ínu Loftsdóttur, en þau létust með
stuttu millibili fyrir fáum árum.
Hákon var yngstur fjögurra systk-
ina en þau eru Loftur, Kristján og
Ásdís.
Er ég sest niður og rita þessar
fátæklegu línur til minningar um
Hákon, hvarflar hugurinn til baka
til áranna þegar fjölskylda hans
bjó á Miklubraut 32 hér í Reykja-
vík. Þetta var á árunum frá 1954
og allt fram á miðjan síðasta ára-
tug. Vorum við Hákon þá skóla-
bræður og nágrannar, sem seinna
leiddi til vináttubanda sem haldist
hafa til þessa dags. Eins og gengur
í lífinu lágu leiðir okkar ekki allt-
af saman. Jafnaldrar og sameig-
inlegir vinir fluttu sitt I hverja
áttina, giftust, áttu börn og sett-
ust að hér og þar, en þótt sam-
verustundum okkar fækkaði á
seinni árum hélst kunningsskapur
okkar einhvern veginn alltaf og
Hákon varð ekkert síður vinur
fjölskyldu minnar, enda var hann
með afbrigðum trygglyndur.
Hákon fór á sínum tíma í gegn-
um vélstjóranám með smiðju og
öllu því sem tilheyrði slíku námi í
þá daga, var til sjós og um tíma
vélstjóri hjá Eimskip. Hann starf-
aði nú síðustu árin í landi og sein-
asta skeiðið hjá Kúlulegusölunni
hf. (SKF) sem lagermaður.
Hákon starfaði um tíma í skáta-
hreyfingunni svo einnig þar lágu
leiðir okkar saman. Átti skáta-
starfið ákaflega vel við hann og
átti á þeim tíma hug hans allan og
marga góða vini eignuðumst við
þar svo og hann persónulega. Há-
kon minntist þessara ára ætíð
með ánægju og þakklæti og mér er
kunnugt um að skátahreyfingin
átti ætíð mjög mikil ítök í honum.
Veit ég að ég get fyrir hans hönd
Skafti, Pétur, Indriði, Guðveig og
Friðþóra. Að frænku genginni lifa
ein eftir systkinanna þau Pétur og
Friðþóra, móðir mín.
Afi fékk slag stuttu eftir að
frænka fæddist. Hann hafði fóta-
vist, en bjó við skerta starfsorku.
Amma flutti þá með börnin, sem
voru orðin fjögur, og afa að Nöf á
Hofsós og þar fæddist yngsta
barnið. Litlu síðar varð afi
ósjálfbjarga. Amma hélt heimil-
inu saman með dugnaði og áræðni,
hjálp eldri barnanna og guðlegri
forsjón. Hjá þeim var bænin kjöl-
festan. Guðsorðið var til halds og
trausts í daglegri önn, aflgjafi.
1920 flutti fjölskyldan til Siglu-
fjarðar, þar sem afi lézt 7. des-
ember 1932. Eftir það bjuggu
amma og frænka saman, þar til
amma lézt 2. febrúar 1950.
Frænka ólst upp í foreldrahús-
um. Þar reyndi fljótt á þrek henn-
ar og ósérhlífni. Hún annaðist föð-
ur sinn og veitti honum alla þá
aðhlynningu, er hann þarfnaðist,
jafnt til sálar sem líkama. Hún
var honum ótæmandi líknarlind.
Snemma bar á dugnaði og
myndvirkni frænku og þeir þættir
einkenndu allt hennar ævistarf.
Hún nam við Húsmæðraskólann á
ísafirði veturinn 1929—30. í Siglu-
firði starfaði hún fyrst við útgerð-
arfyrirtæki fjölskyldunnar og síð-
ar gekk hún að fiskvinnu og var
ráðskona fyrir mötuneytum. Sömu
atvinnu stundaði hún svo í Innri-
Njarðvík.
í Innri-Njarðvík kynntist
frænka Agli Egilssyni. Þau giftust
3. júlí 1955, bjuggu í Innri-
Njarðvík til ársins 1960, að þau
fluttu í Meðalholt 13 Reykjavík.
Agli og frænku varð ekki barna
auðið. Sambúð þeirra var innileg
og hlý allt þar til Egill lézt þann
14. maí 1982.
þakkað öllum viðkomandi þessi
samstarfsár og þá ævarandi vin-
áttu sem margir skátafélagar
hans sýndu honum.
Eins og áður sagði vorum við
nágrannar i Hlíðunum og leið
varla sá dagur á skólaárunum að
við hittumst ekki. Má segja að við
Hákon höfum verið eins og heima-
gangar á heimilum hvors annars.
Otal margt var brallað og ótelj-
andi eru þær myndir og minn-
ingar sem upp í huga mér koma á
þessari stundu. Er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast Hákoni og ekki síður því
prýðisheimili og því prýðisfólki
[ radauglýsingar — raöauglýsingar — raöaugjýsingar
Aðalfundur
Fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna á Akureyri veröur haldinn i Kaup-
angi laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00.
Dagskrá:
1 Venjuleg aóalfundarstörf.
2. Ræöa: Halldór Blöndal alþingismaöur.
3. ðnnur mál.____________________________Stjórnin.
Miöneshreppur
Sjálfstæöisfélag Miöneshrepps heldur aöalfund slnn sunnudaginn 25.
nóvembei nk. kl. 14.00 i Barnaskólanum í Sandgeröi.
Fundarefni 1. Venjuleg aóalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Frá kjördæmisráði
Vesturlands
Aöalfundur kjördæmisráöslns veröur haldlnn sunnudaginn 25. nóv-
ember kl. 15.00 í Hótel Borgarnes.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæölsflokkslns flytur ræöu um
stööuna i þjóömálunum.
Þingmenn Sjálfstæöisflokkslns i kjðrdæminu, Friöjón Þóróarson og
Valdimar Indriðason, mæta á fundlnn. S(yórn klördæmlsráóslns.
Sjálfstæðisfélag Greni-
víkur og nágrennis
heldur aöalfund sunnudaginn 25. nóv. í gamla samkomuhúsinu á
Grenivik kl. 2 e.h.
Venjuleg aöalfundarstörf. Björn Dagbjartsson. Mætió á fundinn.
Stjórnin.
Almennir stjórnmálafundlr veröa haldnir sem
hér segir:
Djúpavogi fimmtudaginn 22. þ.m.
Breiódalsvík föstudaginn 23. þ.m.
Stöövarfiröi laugardaginn 24. þ.m.
Egill Jónsson alþlngismaöur ræöir um stjórn-
málaviöhorfiö. Nánar í götuauglýsingum.
Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn
Fulltrúaráð Akureyri
Aðalfundur
Fulltrúaráös Sjálfstæöisfólaganna á Akureyri veröur haldinn í Kaup-
angi, laugardaginn 24. nóvember kl. Ih.OC
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Ræöa: Halldór Ðlöndal alþingismaöur.
3. Önnur mál. Stiórnln.