Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 21 Morðingi fær líftrygg- ingu fórnarlamba sinna Stokkbólmi, 22. nóvember. AP. SVÍI nokkur, sem myrti konu sína og tvö börn þeirra, hefur fengið greiddar ríflega 200 þúsund sænskar krónur (sem er jafnvirði tæplega einnar milljónar ísl. króna) frá tryggingafélaginu, sem líftryggði þau, þar sem hann er hinn eini í fjölskyldunni, sem er i lífi. Það var Gerd Lundvall, sem er yfir greiðsludeild Polksam- tryggingarfélagsins í Stokk- hólmi, sem greindi frá þessu í dag. Hann sagði að samkvæmt sænskum lögum mætti arfur manns, sem myrtur hefur verið, ekki ganga til morðingjans, en frá þessu væri undantekning ef morðingi er ósjálfráður gerða sinna vegna geðveiki þegar hann fremur verknaðinn. „Við erum aðeins að sinna lagalegri skyldu okkar,“ sagði Lundvall. Nafn mannsins, sem er 41 árs að aldri, hefur ekki verið birt opinberlega. Hann var tekinn höndum í nóvember á síðasta ári eftir að hafa kyrkt konu sína og stungið börnin til bana með hníf. Konan hafði farið fram á skilnað skömmu áður. Maðurinn reyndi að fyrirfara sér eftir ódæðis- verkið, en lífi hans var bjargað. Dómstóllinn, sem fór með málið, sýknaði manninn af morðákæru, þar sem hann hefði verið sturlaður á verknaðar- stund, og úrskurðaði hann til ótímabundinnar vistar á geð- veikrahæli. Maðurinn var hins vegar látinn laus í september, aðeins níu mánuðum eftir að at- vikið átti sér stað. Rolf Moberg, sem er lögfræð- ingur mannsins, sagði í viðtali við Aftonbladet, að geðlæknar á hælinu, þar sem maðurinn dvaldi, litu svo á, að hann hefði engum verið hættulegur nema sjálfum sér þegar hann var út- skrifaður. Maðurinn hefur nú stefnt fyrirtækinu, sem hann starfaði hjá, kaupfélagi i litlum bæ í Varmalandi, fyrir að hafa svipt sig atvinnunni með ólögmætum hætti. Samkvæmt sænskum lög- um er óheimilt að víkja manni úr starfi vegna sjúkleika. Hefur maðurinn krafist þess að fá greiddar 66 þúsund krónur (jafn- virði um 300 þúsund ísl. króna) í skaðabætur. Vestur-Þýskaland: Kujau í gæslu- varðhaldi á nv Hmmborg, 22. nóvember. AP. ^ KONRAD Kujau, sem vidurkennt hefur að hafa falsað hinar svonefndu „dagbækur Hitlers“, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald á ný eftir að hafa gengið laus í eina viku. Réttarhöld standa enn yfir ( máli hans. Dómarinn í máli ákæruvaldsins gegn Kujau féllst á þá röksemd saksóknara, að Kujau kynni að reyna að komast úr landi og væri of mikil áhætta tekin með því að láta hann ganga lausan. Kujau, sem er 46 ára gamall minjasali, hefur setið í gæslu- varðhaldi í hálft annað ár. Gerd Heideman, fyrrum blaðamaður á vikuritinu Stern, sem kom hinum fölsuðu dagbókum á framfæri, sit- ur einnig í gæsluvist. Hann segist ekki hafa vitað að þær voru fals- aðar. Ef þeir verða sekir fundnir um fjársvik og blekkingar geta þeir átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm. Réttarhöldin yfir Kujau og Heideman hófust i ágúst og er ekki búist við að þeim ljúki fyrr en eftir um fimm mánuði. Stradivarius-fiðlan, sem í dag var seld á uppboði í London fyrir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir hljóðfæri fyrr og síðar: um 19 milljónir ísl. króna. Kaupandinn, sem er hljóðfærasali í London, segist hafa boðið í hana fyrir ónefndan mann á meginlandi Evrópu. „Sá leikur á fiðlu, en er ekki hljóðfæraleikari að atvinnu," sagði hann. Fiðla á 19 milljónir London, 22. nóvember. AP. UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Sotheby í London seldi í dag Stradivarius- fiðlu fyrir 3% þúsund sterlingspund (sem er jafnvirði rúmlega 19 milljóna íslenskra króna). Það er hæsta verð, sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir hljóðfæri. Kaupandinn var Peter Bidd- handverksmanninum Antonio ulph, sem er einn umsvifamesti Stradivari árið 1707 og hefur kaupsýslumaður með hljóðfæri í gengið undir nafninu „La Cathe- borginni. drale" vegna tónanna, sem hún Fiðlan var smíðuð af ítalska gefur. Noregur: Vínútsölur opn- ar á laugardögum Ösló, 22. nóvember. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. VÍNEINKASÖLUR norska ríkisins verða á ný opnar á laugardögum, en hafa verið lokaðar á þeim vikudög- um nú um hálfs árs skeið. Var það gert í því skyni að ganga úr skugga um, hvort draga mundi úr áfengis- neyslu við lokunina. Á sama tíma var áfram haft opið í áfengisútsölum í sex bæjum. Niðurstöður rannsóknar, sem gerð var af þessu tilefni, sýndu, að drykkjuskapur, drykkjulæti og misnotkun áfengis reyndist ekki minni í bæjunum sem höfðu lokað á laugardögum en í hinum sem höfðu opið í áfengisútsölunum. gMflígíL mMátm «ÍJ=jkI W'< " '/í toseam Wtotoi ú 11 i m ppmw Viltu rytjerupp stafsetninguna? Mjög margir finna til óöryggis þegar skrifa á bréf, útbúa skýrslu eða skrifa fundargerð. Margar og flóknar ritreglur þvælast fyrir og eru til eintómra leiðinda - á meðan víðkomandi hefur þær ekki á valdi sínu. Þessu viljum við breyta. Við viljum auka öryggi þitt gagnvart stafsetningunni og um leið frelsi þitt til að tjá þig skriflega. Þess vegna efnum við til 10 daga námskeiðs í stafsetningu dagana 26. nóvember - 9. desember. Kennt verður frá kl. 16.00-18.00 alla virka daga. Kennarar Kristín Jónsdóttir og Lilja Hilmarsdóttir. Verð kr. 3.500.- (öll kennslugögn innifalin). 20% afsláttur fyrir félaga í Stjórnunarfélagi íslands. VtSA MÁLASKÓUNN BRAUTARHOtTl 4 Pátttaka tilkynnist eftir kL 13.00 í síma 10004-11109 LfMrtíKl piW í!iiMíiö®a AMERÍKA PORT3MOUTH/NORFOLK Clty ot Perth 29. nóv. Bakkafoss 12. des. Laxfoss 19. des. City of Perth 28. des. NEW YORK City of Perth 27. nóv. Bakkafoss 11. des. Laxfoss 17. des. City ot Perth 26. des. HAUFAX Laxfoss 22. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 25. nóv. Álafoss 2. des. Wessel 9. des. Aiafoss 16. des. FEUXSTOWE Eyrarfoss 26. nóv. Alafoss 3. des. Vessel 10. des. Álafoss 17. des. ANTWERPEN Eyrarfoss 27. nóv. Álafoss 4. des. Vessel 11. des. Álafoss 18. des. ROTTERDAM Eyrarfoss 28. nóv. Álafoss 5. des. Vessel 12. des. Alafoss 19. des. HAMBORG Eyrarfoss 29. nóv. Alafoss 6. des. Vessel 13. des. Alafoss 20. des. GARSTON Helgey 26. nóv. U8SABON Skeiósfoss 12. des LEIXOES Skeiösfoss 13. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Lagarfoss 23. nóv. Skógafoss 30. nóv. Lagarfoss 7. des. Skógafoss 14. des. KRISTIANSAND Lagarfoss 26. nóv. Skógafoss 3. des. Lagarfoss 11. des. Skógafoss 17. des. MOSS Lagarfoss 23. nóv. Skógafoss 4. des. Lagarfoss 7. des. Skógafoss 18. des. HORSENS Skógafoss 6. des. GAUTABORG Lagarfoss k 28. nóv. Skógafoss 5. des. Lagarfoss 12. nóv. Skógafoss 19. des. KAUPMANNAHÖFN Lagarfoss 29. nóv. Skógafoss 7. des. Lagarfoss 13. des. Skógafoss 20. des. HELSiNGJABORG Lagarfoss 30. nóv. Skógafoss 7 des Lagarfoss 14. des. Skógafoss 21. nóv. HELSINKI írafoss 23. nóv. Irafoss 17. des. GDYNIA Irafoss 28. nóv. írafoss 21. des TORSHAVN Skógafoss 1. des N. KÖPING írafoss 26. nóv Iratoss 21. des T ; itrrr VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka fra REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.