Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 27 Þá má teljast kaldhæðnislegt, að þessi „öldrunar“-sjúkdómur skyldi fyrst vera rann- sakaður hjá fólki á miðjum aldri, sem haföi tekið þessa veiki. Þannig var sjúklingur sá, sem dr. Alzheimer gaf sjúkdómslýsingu slna á, ekki nema fimmtlu og eins árs gamall. Það var svo ekki fyrr en fyrir réttum tveimur ára- tugum, að vlsindamenn uppgötvuðu taug- ungaþráðflækjur og aðrar sjúklegar þreyt- ingar áþekkar alzheimer-veiki I heilum háaldr- aðra sjúklinga, og höfðu þar meö fundiö tengslin milli alzheimer-veiki I yngra fólki og þessa hrörnunarsjúkdóms aldraöra. Enda þótt enginn viti með fullri vissu hvað þaö er sem orskar sjúkdóminn, hafa vlsinda- menn á sviði lífeðlisfræði að undanförnu unn- iö sleitulaust að frekari rannsóknum á mögu- legum orsakavöldum. Ein af þeim vls- bendingum, sem llfeðlisfræðingar og tauga- sérfræðingar telja einna sennilegasta, er það greinilega samband sem er á milli kemlskra breytinga I heilastarfseminni og framvindu vitsmunahömlunar af völdum alzheimer-veiki. Um nokkurt skeiö hefur sérfræðingum á þessu sviði verið kunnugt um að I heilum þeirra, sem látist hafa úr alzheimer-veiki, er að finna greinilegan skort á enslmi þvl eöa lífhvata sem nefnist cholin acetyltransferasi. I heilbrigðum heila gegnir þetta enslm mikil- vægu hlutverki við framleiðslu á acetylkóllni, en það er taugaboöefni, sem sér um að flytja á milli þau taugaáhrif, sem stjórna minninu. I fyrstu varö þessi uppgötvun til þess að hafnar voru tilraunir á fólki, sem bauð sig fram til þátttöku i þessum rannsóknum, og var sjálf- boðaliðunum gefin sérstök bætiefni eöa lyf, sem 1 var kóllnupþlausn og blandað var I fæöu þeirra. Kólln er annaö tveggja þeirra efna, sem nauösynlegt er til að acetýlkólln geti myndast. A sama tlma og þessar tilraunir með kóllngjöf I mat voru gerðar, tóku fjölmiðl- ar málið upp á slna arma og fóru að hvetja fólk almennt til að neyta kóllns I rlkari mæli I fæðutegundum eins og fiskmeti, eggjum og kjöti. Lechitln, sem breytist I kólln, var jafnvel kallað „minnisfæði". Þvl miöur er reyndin hinsvegar sú, að fátt þykir benda til þess aö þessi efni hafi I sjálfu sér minnstu áhrif á eflingu minnisgáfu manna. Jafnvel þeir vls- indamenn, sem notuðu næstum þvl eintómt lechitin við tilraunir slnar, hafa yfirleitt lýst, vonbrigðum slnum með árangurinn. En vlsindamenn, sem hafa unnið að rann- sóknum á orsökum alzheimer-veikinnar, hafa llka haft mikinn áhuga á annars konar breyt- ingum, sem fram koma á heila þeirra er veröa alzheimer-veikinni að bráð. Þessar breytingar eru I sambandi við uppsöfnun málma I ðrlitlu magni I heila alzheimer-sjúklinga. Það hefur löngum verið litiö á ál sem hættulegt eiturefni I taugafrumum, og þaö er vitað aö fjöimargar truflanir á eðlilegri starfsSföj heilans, og þá sérstaklega „dialysis dememteCs<eða greind- arskerðing af völdum heilafrurntjifiin|ar, einkennast af aukinni uppsöfnun á áli I heila- vefjum. í kringum 1975 birtu nokkrir kanad- (skir vlsindamenn niðurstöður úr vlðtækum rannsóknum slnum þar að lútandi, þar sem færðar voru sönnur á ótvlræö tengsl á milli aukins magns af áli I heilavefjum og greini- legra frumuskemmda I taugungum viö alz- heimer-veiki. Þessar rannsóknir leiddu I Ijós mikla uppsöfnun á alúminlum I vissum hlutum heilans hjá sjúklingum er þjáðust af alz- heimer-veiki. Þar sem beitt hefur verið allra nýjustu og nákvæmustu rannsóknaraðferð- um við aö greina álmagniö I heilavef fólks sem látist hefur úr þessum sjúkdómi og gerð- ur samanburður á álmagni I heilbrigðum heilavef, þykja skýlausar sannanir hafa veriö færðar á bein tengsl milli sjúkdómseinkenna alzheimer-veikinnar og alúminlummagns þess, sem safnast I heilann. Það er álitið nú að aukið álmagn I taugavef heilabilaðra sé afleiðing en ekki orsök sjúkdómsins, meöal annars vegna þess að hægt er að fá áleitrun án þess að nokkuð finnist I taugavef hjá fólki, sem ekki hefur sjúkdóminn. Þá finnst engin aukin tlðni heilabilunar meðal fólks sem vinn- ur í áliðnaði, svo dæmi séu nefnd. Nú eru I gangi athuganir og tilraunir til að fá úr þvl skorið hvort það sé heppileg, árang- ursrlk og örugg aöferö aö nota hring- myndandi efnasambönd til aö bindast álinu I taugafrumunum og fá það þannig fjarlægt úr llkamanum. VANTAR AUKINN SKILNING A EÐLI SJÚKDÓMSINS Þótt alzheimer-veikin sé nú viöurkenndur sjúkdómur þá hefur það ekki alltaf verið svo. Hafa heilbrigðisstéttirnar fremur viljað Ifta á hana sem félagslegt vandamál en læknis- fræöilegt. Og það er ekki fyrr en á slöari árum sem farið er að fjalla um þennan sjúk- dóm I læknaskólum. En I þeim löndum sem skilningur og þekk- ing á þessum sjúkdómi er kominn lengst heyrir hann undir geölæknisfræðina að sögn Arsæls Jónssonar, sem er sérfræöingur I lyf- lækningum með öldrunarlækningar sem und- irgrein. En þaö er einmitt vegna þessarar van- þekkingar eða skilningsleysis á sjúkdómnum, sem fólk meö alzheimer-sjúkdóm hefur orðiö aö fara á milli lækna án þess aö fá skýringu á sjúkdómi slnum fyrr en seint og slðar meir og jafnvel þurft aö þola alls konar misskilning, eins og frásögn dóttur Páls ber meö sér: „Þegar viö systkinin höfðum sannfært pabba um að hann yrði að leita til læknis, vildi hann fara til læknis, sem hann þekkti vel. Eftir að hafa rætt við pabba kvaðst hann ekkert finna aö honum, hann væri bara þreyttur af miklu vinnuálagi og þyrfti hvlld. I þess að rannsaka hann nákvæmlega lét hann pabba hafa beiðni um innlögn á sjúkra- hús, því það þyrfti að skera hann upp við æðahnútum. Þegar pabbl lagðist svo inn á sjúkrahúsiö þá sagði ég lækninum, sem átti að skera hann upp I fótunum, að pabbi væri það veik- ur I höföi aö hann gæti að ðllum llkindum ekki þolað svæfingu. Hartn svaraöí mér höstug- lega, að þáð væri ekkert að pabba. En leekn- irinn hringdi\vo skðmmu seinna og baðst afsökunar á framkomu sinni. Því eftir aö hafa rætt viö pabba og fylgst meö honum sahann að eitthvað var að. Pabbi haföi haft með sér bækur á spítalann en hafði ekki rtokkra eirð í sér til að lesa þær og sk'Hdi þær eftír hér og þar og mundi svo ekki hvar hann hafði lagt þær frá sér. Hann var llka farinn að hafa atls konar litla hluti I höndunum til dæmis teygjur, sem hann vaföi um hendurnar á sér og steina I vösunum. Hann reif niður blöð, sem hann fann eöa vöðlaði saman og hirti smádót og faldi. Læknirinn sem hafði hann undir höndum vegna æðahrtútanna aðstoðaði okkur við að koma pabba I heilarannsókn. Aö rannsókninni lokinni fengum við að vita að hann var með alzheimer-veikina og það væri ekkert hægt að gera tii að sporna við henni Okkur var bara sagt að hahn yrði smám saman að barni aftur og loks llkamlega ósjálfbjarga og myndi sjúkdómurinn draga hann til dauöa. Faðir okkar var aðeins 55 ára gamall. Við fengum enga nánari lýsingu á sjúk- dómseinkennum né var okkur sagt hve þróunin yrði hröð. Viö vissum þvl I raun og veru lítið sem ekkert um sjúkdóminn eða hvernig bregðast skyldi við honum. Og þessi 5 ár sem pabbi hefur veriö veikur befur hann aldrei verið kallaður I læknisskoöun, svo hægt væri að fylgjast meö framvlndu sjúk- dómsins. Þegar hann hefur farið tii iæknis þá hefur það verið að okkar frumkvæði. í upplysingabæklingi um sjúkdómi Alzheimer-stofnuninni er tekið skýrt það sé afar mikilvægt að aizheimer- njóti læknismeðferðar og aö læknírinn sér nægan tlma til aö hafa nákvæm reglubundið eftirlit með meöferðinni öllum þeim spurningum. sem hljóta i sambandi við framvindu sjúkdói þurfi einnig lækni til að veita ymsum öðrum líkamlegum kvillui alls annars gætu farið að hrjá gert alzheimer-veikina ennþá na Þá við auk íklinginn og ngbærari en flferð sem ella. En þennan þátt I heilbrigðisþjónustunni vantar algjöriega hér á landi. Viö spurðum Arsæf Jónsson hverju þetta sætti. ALZHEIMER-SJÚKLINGAR ÚTUNDAN í HEILBRIGÐISKERFINU „Þaö er rétt, (Dessi þáttur I okkar annars ágætu heilbrigöisþjónustu hefur oröiö lang-| mest útundan," sagöi ArsælL „Þaö er þó" áhugi hér á Borgarspftalanum a&koma á fót sérhæfðri öldrunargeðdeild, sem aHs staðar I nágrannalöndunum er taiinn ómissandi þátt- ur i heilbrigðisþjónustunni. í nágrannafðndun- um eru Ifka stofnanir og dagdeiidir, þar sem alzheimer-sjúklíngar geta fengið inni, en hér á landi er ekkert slíkt fyrir hendi. WOM w»l» .... , Algengast er að fólk dvelji hjá slnum nán- ustu. Meöan sjúkdómurinn er ekki orðinn al- varlegur þá nýtur fólkið þess að vera með öðrum. En þegar fólkið er orðið veikara þá á það ekki samleið með fólki sem ekki er heilsubilað. Að hafa alzheimer-sjúkling á heimilinu getur þvl reynst mjög erfitt. Fyrir þá sem vilja og treysta sér til að hafa sjúklingana heima hjá sér vantar stuðnings- þjónustu. eins og að sjúklingar séu rannsak- aðir heima hjá sér, dagvistun nokkra tlma á dag. ráðgjöf og lyfjaþjónustu. Það sem I boði er núna ..«r heimahjúkrun. En þegar sjúkdómurinn fer að ágerast get- ur það orðið aðstandendum ofviöa að hafa fóikið heima og er erfitt fyrir þá að sjá ekki p’am á neina lausn. Þegar svo er komið er f gjarnan bent á Elliheimiliö Grund og Hvlta- bandið. Athugun, sem ég hef gert ásamt öðrum á umsóknum á öldrunarlækningadeild Land- spitalans að Hátúni 10B, sem borist hafa frá heimilislæknum, leiddi I Ijós, að fjórði hver sjúklingur þjáðist af alzheimer-veikinni," segir Ársæll. Hver er reynsla aöstandenda alzheimer- sjúklinga varðandi aðstoð frá heilbrigöisþjón- ustunni? Dóttir Páls segir frá: „A þvl tlmabili sem faðir okkar veiktist reyndist það ómögu- legt fyrir nokkurt okkar systkinanna, sem er- um sex aö tölu, að taka hann inn á heimili okkar. Þeir, sem þekkja ekki til fjölskyldu- aðstæðna okkar eiga eflaust erfitt með að skilja þetta, en svona var það. Ég var nýfrá- skilin með tvö börn og var að koma á fót fyrirtæki, sem gaf ekki of mikiö I aðra hönd á þessum tlma, þrátt fyrir mikla vinnu. Ég var þó sú af systkinum mlnum, sem átti best meö aö hafa hann hjá mér. A þessum tlma var sjúkdómurinn á þyrjun- arstigi og faðir okkar ekki það illa farinn að hann gæti ekki búið einn. Við leigðum því fbúð fyrir hann og fengum tvær stúlkur til að hugsa um mat fyrir hann gegn gjaldi. En þetta endaöi með þvl að stúlkurnar sömdu viö eiganda íbúöarinnar um aö þær fengju hana leigða og fööur okkar var sagt upp. Þegar þetta gerðist var ég að flytjast I gamalt timburhús sem ég ætlaði að gera upp. Þarna var engin hreinlætisaðstaða og má segja aö húsið hafi verið ólbúðarhæft I því ástandi sem það var. Meðan ég var að koma húsinu I stand varð ég að koma pabba einhvers staðar fyrir. Það reyndist ekki auðvelt. Það endaöi með því aö ég fékk inni fyrir hann að Ási I Hveragerði. En þetta hentaði honum engan veginn. Hann kunni ekki við sig og rataði ekki um húsakynnin. Vegna þess hve ég var illa sett fékk ég inni fyrir hann á Reykjalundi, en ég þurfti að skrifa undir yfir- lýsingu þess efnis aö ég lofaði að taka hann eftir ákveðinn tlma. Honum leið vel á Reykja- lundi en þar fékk hann aöeins að vera skamman tíma. Eftir það flutti pabbi heim til mln. Honum fór smám saman aftur, eins og okkur hafði verið sagt. Þaö kom aö þvl að erfitt var að skilja hann eftir einan heima, hann var óör- uggur og hræddur. A nóttunni svaf hann illa og fékk ofskynjanir, en það er liðið hjá og nú sefur hann miklu betur. Við skiptumst á að vera hjá honum, börnin mln og ég, en þau voru varla nógu gömul til að gæta hans. Og ef ég ætlaði að vera heima og vinna þá reyndist það erfitt þvl hann þarfnaöist stöö- ugrar athygli. Hann getur klætt sig sjálfur en á það til að klæða sig úr og I mörgum sinn- ' um, ef ekki er fylgst meö honum. Reyndar á hann erfitt með að hneppa skyrtunni og hnýta skóreimarnar. Hann getur borðaö sjálf- ur en kann enga borðsiði lengur og grlpur það sem hendi er næst. Það sem bjargaði málunum vár að ég fékk dagvistun fyrir hann I Múlabæ. Fyrst var hann þar tvo daga I viku frá 8—4 á daginn en nú er hann þar alla daga á þessum tlma. En það eru ekki nema fáir aðstandendur sem eru svo lánsamir að geta komið alzheimer-sjúklingum I dagvistun, þó ekki sé nema öðru hvoru. Eftir að ég fékk fyrir hann dagvistunina kom ég alltaf heim um klukkan fjögur og tók hann slðan með mér hvert sem ég fór. En ef það voru veikindi I fyrirtækinu þá varð ég aö taka hann með mér þangað. Hann átti það þá til að rjúka á viðskiptavini, sem voru að koma, þvf hann hélt að þetta væru vinir slnir að koma I heimsókn. Ég hef haft pabba á heimilinu I 3 ár og hefur það verið glfurlegt álag. A þessum tlma hefur ekki verið hægt að tala um eölilegt heimilisllf og erfitt hefur verið aö komast I burtu, hvort sem það er að kvöldi eða degi. Ekki er hægt að taka hann með I styttri feröir, þvl hann hefur ekki úthald I sllkt. Hann situr bara allan daginn með hendur I skauti éða rápar um. Einfaldir hlutir eins og fara inn og út úr bíl vefjast fyrir honum. Pabbi var sérstaklega félagslyndur og hrókur alls fagnaðar, sérstakur „karakter". Ég segi var, þvl þessi persónuleikaeinkenni SJA NÆSTU SIÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.