Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Kristín Ástgeirsdóttir: „Hópar lifa kóngalífi en segja skattyfirvöldum að þeir lepji dauðann úr skelu Hér fer i eftir kafli úr jómfrúr- redu KrLstínar Ástgeirsdóttur, þingmanns Samtaka um kvenna- lista, sem fhitt var í Sameinuðu þingi 20. þessa mánaðar í umræðu utan dagskrár um gengisfellingu krónunnar: „Gengisfelling um 12%, eða hvað hún nú endanlega verður, auk þess gengissigs sem á undan var komið, þýðir ekki annað en það að næsta haust verður launafólk að hefja nýja sókn á hendur rikisstjórn Steingríms Hermannssonar sitji hún enn. Hart var sótt í haust en harðari verður atlagan næsta haust, ef árangur samninganna 1984 verð- ur fokinn út í veður og vind. Það er undarlegt og umhugs- unarvert að íslenskar ríkis- stjórnir skuli alltaf grípa til sömu ráðanna þegar við efna- hagsvanda er að glíma, þrátt fyrir þá slæmu reynslu sem af þeim er. Hvað veldur? Jú, ein- faldlega það að þeir, sem sitja í stjórnarstólunum hverju sinni, ráðast alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur, en láta stóru steinana í þjóðarhleðslunni vera óhreyfða. Það er auðveldasta lausnin að ráðast á launin og skeröa þau og reyndar orðin við- tekin regla hjá gömlu flokkunum að það sé leyfilegt að skerða kjörin ef þjóðartekjur minnka. Þeir deila bara um það hvort skerða beri meira, jafnmikið eða minna en fallinu nemur. Aldrei virðist um neinar aðrar lausnir að ræða, aldrei er um það rætt að breyta skiptingu þjóðartekna, færa fjármagn frá þeim öflum sem endalaust skara eld að sinni köku. Engin ríkisstjórn I manna minnum hefur tekist á við þann vanda sem ég tel vera eitthvert mesta misrétti og efnahagsmein sem viðgengst I þessu landi, skattsvikin. Fólk sem nær varla endum saman og selur vinnuafl sitt, t.d. fiskvinnslunni eða ríkis- v&ldinu, má horfa upp á það ár eftir ár hvernig verslunareig- endur, sjálfstæðir iðnaðarmenn og sjálfsagt fleiri hópar lifa kóngalífi en segja skattayfir- völdum að þeir lepji dauðann úr skel. Engin tilraun er gerð til að takast á við milliliðina, t.d. olíu- félögin, sem hafa kverkatak á útgerðinni. Það er ekki einu sinni hægt að fá upplýsingar um það hverjir eiga þessi olíufélög, hvað þá meira. Meðan sjúklingar þurfa að greiða tvisvar og þrisv- ar sinnum meira fyrir lyf og læknisskoðun en áður en þessi ríkisstjórn tók við völdum fær verslunin að leika sér með álagn- inguna og bankarnir með vext- ina. Það sýnir hvað best hið und- arlega ástand sem hér ríkir að þrátt fyrir mikla kjaraskerðingu dregur lítið úr veltu og innflutn- ingi sem segir okkur einfaldlega það að hér á landi er stór hópur fólks sem hefur sand af seðlum enda hafa laun hækkað verulega á hinum almenna vinnumarkaði utan við samninga. Kjaraskerð- ingin hefur ekki komið við þann hóp. Það er þetta endalausa mis- rétti og dekur við gróðaöflin sem smám saman er að sporðreisa efnahagskerfið. Rangar fjárfest- ingar áratugum saman og at- vinnustefna stóriðjunnar er orð- in nógu dýrkeypt og mál að linni. En það mun ekkert gerast með- an stjórn Steingríms Her- mannssonar situr við völd.“ Ný þingmál: — Jarðgangagerð — Kröflumál Jafnrétti Jöfn staða og jafn réttur kvcnna og karla Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Helstu nýmæli þessa laga- frumvarps frá núgildandi lögum er að finna í 1. gr. Þar segir að tilgangur laganna sé að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. í nú- gildandi lögum er kveðið á um að „stuðla að“ jafnrétti ... Mikilvæg breyting er gerð á skipan Jafnréttisráðs. Samkvæmt 13. gr. frumvarps- ins er gert ráð fyrir að félagas- amtök sem hafa jafnréttisbar- áttu á dagskrá tilnefni fulltrúa í ráðið. Þessi breyting ætti að stuðla að því að í ráðinu sitji fulltrúar sem hafa sérstakan áhuga á að vinna farsællega að jafnréttismálum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á 10. gr. núgildandi jafn- réttislaga sem efnislega er 15. gr. frumvarpsins. Mikilvægasta breytingin kemur fram í 2. tl. greinarinnar en samkvæmt henni skal Jafnréttisráð vinna framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn þar sem kveðið skal á um aðgerðir til að koma á jafn- rétti kynjanna. Þessa áætlun skal leggja fyrir félagsmála- ráðherra sem síðan skal undir- búa stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki, sbr. 22. gr. Ákvæði 11. gr. frumvarpsins fjallar um sama efni og 8. gr. núgildandi laga. Hins vegar eru fleiri aðilar dregnir til ábyrgðar samkv. ákvæði frumvarpsins en nú er vegna brota á ákvæðum laga nr. 78/1976. Að lokum má benda á að við- urlög vegna brota á ákvæðum frumvarpsins eru ákveðnari en áður. Auk þess er gert ráð fyrir endurskoðun laganna eftir fimm ár frá setningu nái frumvarpið fram að ganga. Frumvarp þetta var lagt fyrir Alþingi á 106. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Frumvarp- ið er því lagt fyrir Alþingi á ný. Langtímaáætlun um jarðgangagerð Steingrímur J. Sigfússon og Sveinn Jónsson, þingmenn Al- þýðubandalags, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, þess efnis „að fela ríkisstjórninni að láta Vegagerð ríkisins I sam- starfi við aðra sérfróða aðila gera langtímaáætlun um gerð jarðganga á íslandi, í samráði við fulltrúa þingflokkanna." Við vinnslu áætlunarinnar skal eftirfarandi athugað og metið eftir því sem kostur er: 1. Hagkvæmni jarðgangagerðar borið saman við aðrar möguleg- ar lausnir þar sem samgöngur á landi eru erfiðar vegna að- stæðna: a. með tilliti til stofnkostnaðar, b. með tilliti til notagildis, c. með tilliti til viðhaldskostn- áðar, d. með tilliti til byggðaþróunar og félagslegra sjónarmiða. 2. Hagkvæmni þess að koma á fót vinnuflokki sérhæfðum í gerð jarðganga borið saman við útboð verkanna. 3. Hagkvæmni þess að hafa verkefni við jarðgangagerð sam- felld. 4. Hvaða tækjabúnaður til jarð- gangagerðar henti best íslensk- um aðstæðum. 5. Að hve miklu leyti Islend- ingar geti nýtt sér reynslu ná- grannaþjóða, svo sem Færeyinga og Norðmanna, í jarðgangagerð og hvaða viðmiðun er þaðan að hafa um kostnað o.fl. Yfírtekur Landsvirkjun Kröfluvirkjun? Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) hefur lagt fyrir iðnaðarráðherra fjölmargar spurningar varðandi Kröfluvirkjun, m.a., hvort fyrir- hugað sé að Landsvirkjun taki við rekstri Kröfluvirkjunar og þá hvenær? Spurt er um verð það, sem sett verði upp fyrir virkjunina. Ennfremur um áhvílandi skuldir, getu Kröflu- virkjunar til að greiða þær niður o.fl. Þá er spurt, hvort yfirtaka Landsvirkjunar á Kröfluvirkjun þurfi að leiða til breytinga á raf- orkuverði til almennra notenda? Endurmenntun vegna tæknivæðingar FRUMVARP til laga um endur- menntun vegna tæknivæðingar í atvinnulífinu hefur verið lagt fram í neðri deild Alþingis, og fylgdi fyrsti flutningsmaður, Jó- hanna Sigurðardóttir, Alþýðu- flokki, því úr hlaði síðastliðinn mánudag. Markmið laganna er eins og segir í 1. grein frum- varpsins „að koma á samræmdri og skipulagðri endurmenntun vegna tækniþróunar í atvinnulíf- inu og skapa öllum skilyrði til að aðlagast tæknivæðingu'*. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að félagsmálaráðherra skipi sjö manna endurmennt- unarráð, til fjögurra ára í senn, eftir tilnefningum frá ASÍ, BSRB, VSÍ, og Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna. Hlutverk ráðsins á að vera að gera heildaryfirlit yfir endurmenntun, sem í boði er, meta á hverjum tíma þörf fyrir hana, gera heildaráætlun til fjögurra ára í senn um skipulagningu endurmenntun- ENDURFLUTT hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um verðlagsráð sjávarútvegsins, þar sem lagt er til að lágmarks- verð á sjávarafla verði ákveðið í frjálsum samningum af full- trúum flskkaupenda og flskselj- ar, gera árlega kostnaðaráætl- un vegna hennar og úthluta styrkjum úr endurmenntun- arsjóði. Gert er ráð fyrir að stofnað- ur verði endurmenntunarsjóð- ur, en hlutverk hans er meðal annars að veita styrki, sem eru enda í Verðlagsráði sjálfu. Flutn- ingsmenn eru tveir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna, þau Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Benediktsson. í frumvarpinu er lagt til að að minnsta kosti jafnháir at- vinnuleysisbótum á hverjum tíma til þeirra er sækja viður- kennda endurmenntun. Þá skal sjóðurinn einnig veita styrki til námsgagnagerðar, námskeiðahalds og starfs- þjálfunar. yfirnefnd Verðlagsráðs með oddamann frá Þjóðhagsstofn- un verði lögð niður og þannig tekið fyrir bein afskipti ríkis- valdsins af verðákvörðun sjáv- arafla. Lágmarksverð sjávarafla gefið frjálst Björgunarhunda- sveit íslands: Flóamarkaður og kökubasar Björgunarhundasveit fslands, ein aðildarsveita Landssambands hjálp- arsveita skáta, heldur flóamarkað og kökubasar laugardaginn 24. nóv. í Skátahúsinu við Snorrabraut, til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Sveitin sérþjálfar fólk og hunda til leitar í snjóflóðum, skriðum og húsarústum. Fimmtíu ára afmælisfagn- aður gamalla Stokkhólmsbúa íslendingafélagið í Stokkhólmi er flmmtugt um þessar mundir og verð- ur af því tilefni haldinn afmælis- fagnaður fyrir gamla Stokk- hólmsbúa og aðra íslendinga sem í Svíþjóð hafa dvalist, í Hreyfllshús- inu við Grensásveg í Reykjavík í kvöld, (ostudagskvöldið 23. nóv., kl. 19.30. íslendingafélagið, sem I upphafi hét Félag fslenzkra stúdenta í Stokkhólmi, var stofnað 18. nóv- ember 1934 og starfaði fyrsta ára- tuginn einkum sem eins konar málfundafélag en upp úr síðari heimsstyrjöldinni færðist starf- semin æ meir yfir á svið skemmt- analífsins. Félagið hefur auk þess um langan aldur sinnt ferðamál- um íslendinga I Svíþjóð og gætt sameiginlegra hagsmuna þeirra og hagsmunamál stúdenta voru lengi framan af meðal helstu verkefna þess. Sólheima- salan á sunnudag „SUNNUDAGINN 25. nóvember verður hin árlega Sólheimasala hald- in í Templarahöllinni við Eiríksgötu í Reykjavík og hefst hún kl. 14.00. Sólheimar eru sjálfseignar- stofnun sem Sesselja Sigmunds- dóttir stofnaði árið 1930. Þeir eru því elsta starfrækta heimilið fyrir vangefna hér á landi. Starf á Sól- heimum hefur ávallt verið með nokkuð sérstökum hætti, t.d. hafa leiklist og tónlist verið snar þáttur í meðferðarstarfi. Á þessu ári fór Leikfélag Sólheima með lát- bragðsleikinn „Lífmyndir" víða um land og um Norðurlönd. Á Sólheimum í Grímsnesi dvelj- ast nú um 40 vangefnir einstakl- ingar, sem stunda þar vinnu eða sækja skóla eftir getu og hæfileik- um hvers og eins. Á Sólheimum er smíðastofa, vefstofa, kertagerð og ylrækt, auk lítilsháttar búskapar. Við ræktun og framleiðslu hefur ávallt verið leitast við að nota ómenguð og náttúruleg efni og er svo enn. Meðal varnings sem til sölu verður í Templarahöllinni eru tréleikföng, bývaxkerti, ofnir dúk- ar og mottur, aðventukransar, nýtt og súrsað grænmeti og margt fleira. Tombóla verður opin og Foreldra- og vinafélag Sólheima mun halda kökubasar og sjá um kaffiveitingar. Allur ágóði af sölunni fer til uppbyggingar starfsins á Sólheim- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.