Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 61 6. þing hefst í 6. I>ING Bandalags háskólamanna veróur haldið í Borgartúni 6, Reykja- vík, fostudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember 1984. Að lokinni þingsetningu, ávarpi forsætisráðherra og annarra gesta og kjöri embættismanna þingsins mun Júlíus Sólnes flytja erindi um gildi menntunar og viðfangsefni samtaka háskólamanna. Þá munu Birgir Björn Sigurjónsson og Pét- ur Blöndal halda erindi um nettó- laun og ævitekjur. Auk þess verða nefndarstörf. Síðari dag þingsins verður flutt skýrsla stjórnar og reikningar, auk þess sem afgreiddar verða til- lögur um lagabreytingar og álykt- anir um margvísleg málefni. Meðal þeirra mála, sem 6. þing BHM dag BHM mun taka til meðferðar eru eftirtalin: Rannsóknir á íslandi, skattamál, jafnréttismál, endur- menntun, endurmenntun kennara, móðurmálskennsla, menntun i þágu atvinnuveganna, málefni Háskóla Íslands, málefni Kenn- araháskóla íslands, Háskólaforlag og Menningarsjóður. Fyrir þinginu liggja umsóknir um aðild eftirtalinna félaga að bandalaginu: Iðjuþjálfafélags ís- lands, Félags fréttamanna, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Fé- lags tölvunarfræðinga, Félags þjóðfélagsfræðinga og Stéttarfé- lags íslenskra félagsráðgjafa. Þinginu lýkur síðdegis á laug- ardag með kjöri stjórnar og ann- arra trúnaðarmanna. Ráðstefna um íþrótta- og æskulýðsmál RAÐSTEFNA um íþróttir og æsku- lýðsmál verður haldin á vegum Sjálfstæðisflokksins á morgun, laug- ardag 24. nóvember, f Valhöll við Háaleitisbraut og hefst hún klukkan 1°. Á dagskrá er setningarræða Júlíusar Hafstein, en síðan fjallar ómar Einarsson um æskulýðsmál og Hermann Sigtryggsson fjallar um íþróttamál. Því næst verður rætt um íþrótta- og æskulýðsstarf í landsfjórðungnum og verða frummælendur Dóra Gunnars- dóttir, Ásdís Jónsdóttir og Jó- hannes Finnur Halldórsson. Þá flytur séra Birgir Ásgeirsson er- indi, sem nefnt hefur verið „Vörn gegn áfengi og fíkniefnum." I hádegisverði flytur Albert Guðmundsson fjármálaráðherra ávarp og Reynir Karlsson íþrótta- fulltrúi ríkisins flytur ræðu, sem nefnd er „Hvað er að gerast í ráðuneytinu?" Ráðstefnunni lýkur svo með hópvinnu, niðurstöðum umræðuhópa og almennum um- ræðum. Ráðstefnustjóri er Hilmar Guðlaugsson borgarfulltrúi. Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir. Hvað vill fé- lagshyggjufólk? FYRIR nokkrum mánuðum efndi Sólrún Gísladóttir, Kristín Ást- hópur fólks til ráðstefnu í Gerðu- geirsdóttir, Margrét Björnsdóttir, bergi um efnið: „Island: velferðar- Stefán Benediktsson og Guðmund- ríki fyrir hvern?“. Sami hópur ur Árni Stefánsson. Ráðstefnu- boðar nú til ráðstefnu um efnið stjóri verður Ögmundur Jónasson. „Hvað vill félagshyggj ufólk?“. Ráðstefnan hefst á Hótel Borg á Framsöguræður flytja Ingibjörg morgun, laugardag, klukkan 13.30. Símahappdrætti Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatl- aðra efnir nú til hins árlega síma- happdrættis, en eins og alkunna er, gilda símanúmerin jafnt sem númer happdrættismiðanna. í þessu sér- stæða happdrætti er því ekki um það að ræða að gefa út ótakmarkaðan miðafjölda, heldur miðast fjöldi út- geflnna miða algerlega við skráð símanúmer, segir í fréttatilkynningu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra. í kynningarbæklingi sem fylgir miðunum, er greint að nokkru frá hinu fjölþætta starfi Styrktarfé- lagsins til hagsbóta fötluðu og lasburða fólki. Vinningar í símahappdrættinu að þessu sinni eru mjög glæsilegir: 5 mismunandi tegundir vinsælla bifreiða frá TOYOTA að verðmæti rösklega 2 milljónir króna. Verði happdrættismiðanna er stillt í hóf og kosta þeir kr. 150.00. Að sögn Sigurðar Magnússonar framkvæmdastjóra Styrktarfé- lagsins, er símahappdrættinu allt- af tekið með vinsemd af símnot- endum í öllum þeim aragrúa happdrætta og fjáraflana, sem jafnan eru í gangi. Þannig ættu simnotendur góðan þátt í upp- byggingu og eflingu félagsins. Jafnframt er ástæða til að leggja á það áherslu, að drætti er aldrei frestað. Ávallt dregið á Þorláksmessu og vinningsnúmer Áhuginn og dugnaðurinn skín út úr svip þessa litla snáða, þótt hann sé bæði fatlaður og veðrið ekki upp i það besta til útiveru. birt opinberlega daginn eftir og einnig er hægt strax á aðfangadag að hringja í simsvara sem til- greindur er á miðunum og fá þannig upplýsingar um vinnings- númer. x ^ SILVER-REED EXP 400 Gœðaletursprentarl fyrir aðeins kr. 11.800,- Þetta er prentarinn fyrir námsmanninn meö heimilistölvu — ómetanleg hjálp viö ritgeröir og skólaverkefni. Prentarinn fyrir fyrirtœkin sem ekki þurfa stööuga notkun gœöaletursprentara. Prentarinn fyrir kennara viö gerö verkefna og prófa. Prentarinn fyrir rithöfunda, blaöamenn ofl. ofl. Prentarinn hefur að sjálfsögðu íslenskt letur, feitletrun, super og subskrift ásamt undirstrikun. .♦iflgfc TOLVUDEILD SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. «1 Hvefflsgötu 33 - Sfml 20660 ^ Pósthótf 377 slær í gegn fyrir tæknilega hönnun, fallegt útlit og ótrúlegt verð! Stöðugur baðvatnshiti, handstýring á kaldasta og heitasta vatnshitanum. Barnaöryggi. Auðvelt í notkun, auðvelt að halda hreinu. Keramik þétting, drýpur því ekki. Allt þetta fyrir ótrúlegt verð. Endurnýjið með Danfoss það borgar sig - svo er það svo þægilegt. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.