Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
Jón S. Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson og Baldvin Halldórsson í hlutverkum sínum. Skugga-Sveinn, Erlingur Gíslason í hlutverki hans.
Skugga-8veinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld:
„Það á hiklaust að sýna
þetta leikrit reglulega“
— segir Árni Tryggvason,
sem leikur Grasa-Guddu
í KVÖLD frumsýnir Þjóóleikhúsið
Skugga-Svein eftir Matthías Joch-
umsson. Leikritið var fyrst frumsýnt
árið 1862 og hlaut strax mjög góðar
undirtektir og hefur verið sýnt oftar
hér á landi en nokkurt annað ís-
lenskt leikrit.
Brynja Benediktsdóttir er leik-
stjóri og leikmynd og búninga hef-
ur Sigurjón Jóhannsson gert, en
þau unnu jafnframt leikgerðina í
sameiningu. Ásmundur Karlsson
sér um lýsinguna.
„Skugga-Sveinn er mjög þjóð-
legrt leikrit," sagði Árni Tryggva-
son, sem fer með hlutverk Grasa-
Guddu, sem er ein minnisstæðasta
persóna leiksins, „það á hiklaust
að sýna þetta leikrit reglulega.
Gudda er þjóðleg og sönn per-
sóna, það er í henni þessi þjónu-
stulund, hún veit að hún er minni
máttar og sættir sig við það.
Gudda er samviskusöm gömul
kona og það er alveg stórkostlegt
að leika þessa manneskju."
I \ VVfj
»2$
Borgar Garðarsson í hiutverki Sig-
urðar í Dal og Pétur Einarsson í
hlutverki Lárenzíusar.
Eins og flestum er kunnugt
fjallar leikritið um útilegumenn
og viðureign þeirra við byggðar-
fólk þar til þeir eru handsamaðir,
sagan er samofin ýmsum þjóðleg-
um þáttum eins og ferð á grasa-
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
LESDOK
Uppgerðarlaus og óloginn
frumkraftur
Ritgerð Steingríms J. Þorsteinssonar um Skugga
Svein.
Eins og hvítur svanur
Smásaga eftir Kristínu Sveinsdóttur.
Settur yffir saltið og
brennivíniö
Úr jarðvistarsögu Jóa Vaff — Bókarkafli eftir
Guömund Daníelsson.
Endurheimt horfinna
landgæða
Síðasti hluti Ingva Þorsteinssonar og Siguröar
Blöndals um gróöur íslands.
Vöndud og menningarleg helgarlesning
fjall, galdratrú og óttanum við þá
sem í fjöllunum búa.
Skugga-Svein leikur Erlingur
Gíslason. „Það má segja að
Skugga-Sveinn sé fulltrúi hins illa
valds," sagði Erlingur, „hann bið-
ur til einhvers skuggavalds, sem
er einhvers konar heimasmíðuð
trúarbrögð, hann er hetjuímynd,
en þegar fslendingar fundu hvað
mest til eymdar sinnar og smánar
leituðu þeir til fornsagnanna og
gömlu hetjanna. Það má segja að
Skugga-Sveinn sé framhald af
Gísla og Gretti. Hann verður að
vera frjáls og honum halda engin
bönd, í staðinn fyrir að láta taka
sig af lífi velur hann að rífa sig
lausan og kasta sér í fossinn."
Sigurður i Dal er höfðinginn í
sveitinni, hann leikur Borgar
Garðarsson. „Sigurður er fulltrúi
veraldlega valdsins og hann verð-
ur að halda fast við sitt, kannski
hefur hann þó ekki búið betur en
þjóðin almennt, það var basl að
lifa þá sem nú. Hann er líka
góðhjartaður maður en hann er
með bæði Gvend og Guddu. Þetta
var hart þjóðfélag að lifa í, en þeg-
ar Ásta heitir Haraldi frelsi þá er
áhugavert að velta fyrir sér
spurningunni: frelsi inn í hvað?“
Inn í leikritið er fléttuð róman-
tísk ástarsaga Ástu dóttur Sigurð-
ar í Dal og Haralds útilegumanns,
með hlutverk þeirra fara Sigrún
Edda Björnsdóttir og Örn Árna-
son. „Þetta eru erfið hlutverk,"
segja þau, „þetta eru óskaplega
góðar manneskjur og þekkja ekk-
ert illt, þau eru mjög rómantísk og
saklaus. Af þeim sökum er
kannski dálítið erfitt fyrir okkur
að skilja þau núna þegar róman-
tíkin á ekki upp á pallborðið.
Með önnur hlutverk í leiknum
fara Ketill Larsen sem leikur Ket-
il skræk og Randver Þorláksson
sem leikur Gvend Smala. Aðrir
leikarar eru Pétur Einarsson, Ása
Svavarsdóttir, Hákon Waage,
Pálmi Gestsson, Karl Ágúst tJlfs-
son, Sigmundur Örn Arngrimsson,
Jón S. Gunnarsson, Sigurður
Sigurjónsson, Baldvin Halldórs-
son og Bjarni Steingrímsson.
- SN
„Tónlistin á að gefa sýn-
ingunni heildarsvip"
— segir tónskáldið, Jón Ásgeirsson
Jón Ásgeirsson hefur samið nýja tóniist við Skugga-Svein sem verður
frumsýndur í kvöld. Mörg laganna, sem notuð hafa verið í Skugga-Sveini frá
fyrstu uppfærslu þess, hafa öðlast miklar vinsældir, má þar m.a. nefna lagið
við „Geng ég fram á gnípu“. Var mikil þörf á að semja nýja tónlist við
leikritið?
„Upprunalega tónlistin i
verkinu er mjög ósamstæð", sagði
Jón Ásgeirsson, þegar blm. hitti
hann að máli. „Hún kemur úr öll-
um áttum, en Matthías notaði í
fyrstu uppfærslunni lög sem voru
vinsæl þá. Lögin voru eftir Weyse,
Kuhlau og Lumbye og síðan hafa
íslensk tónskáld bætt við lögum
eins og þeir Karl Runólfsson, Þór-
arinn Guðmundsson og Hallgrím-
ur Helgason, og iíklega enn fleiri.
Markmiðið með því að semja nýja
tónlist við verkið er að reyna að
skapa samstæða sýningu, en sem
dæmi þá hefur Hólatvísöngur
stúdentanna alltaf verið sunginn
við lag „Nú er sumar", en ekki tví-
söngslag eins og nú. Þetta er því
fyrst og fremst tilraun til að
skapa heild í sýninguna en ekki til
að útrýma gömlu lögunum.
Það má segja að hægt sé að
skipta tónlist minni í þrennt, það
eru tvísöngslög og gömul þjóðlög,
sem ég hef útsett, eins og t.d.
vögguvísa Grasa-Guddu, en það
þjóðlag var fyrst notað við „Sofðu
unga ástin mín“, einnig eru nokk-
ur lög í kvæðalagastíl, og þau lög
syngja útilegumennirnir, síðan
eru það rómantísk lög í
alþýðulagastíl sem byggðarfólkið
syngur.“
í þessari uppfærslu er hljóm-
sveit sem spilar á hverri sýningu.
„Það má segja að þetta sé lítil
„renaissance“-óperuhlj ómsveit,
sem ég stjórna og er með þrem
strengjum, einu óbói og einu
sembal, það er mikilvægt að hafa í
svona sýningu hljómsveit en ekki
niðursoðna tónlist!
Það er mjög gaman að fást við
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Laugardaginn 24. nóvember veröa til viötals Páll Gíslason formaöur
framkvæmdanefndar bygginga I þágu aldraöra, Guömundur Hall-
varösson varaformaöur i hafnarstjórn og Þóurunn Gestsdóttlr í
barnaverndarnef nd.
Jón Asgeirsson
þetta verkefni en það er ekki laust
við að ég sé töluvert kvíðinn fyrir
því að sjá hvernig þessu verður
tekið af almenningi; hvort fólk sé
sátt við að heyra þessi gömlu ljóð
í nýjum búningi."
Nú er tónlistin í mjög þjóðleg-
um stíl, en þú hefur einmitt feng-
ist mikið við þjóðlögin og útsett
fjölmörg þeirra, var þetta erfitt
verk?
„Það er rétt, ég hef fengist mik-
ið við þjóðlög, en ég er einmitt
alinn upp við kvæðasöng og það
sem maður lærir einu sinni verður
samofið tilfinningu manns, maður
er nú einu sinni aðeins bergmál af
því sem maður hefur lært.
Þetta verk gekk mjög misjafn-
lega, sum lögin voru mér ákaflega
auðveld en önnur mun erfiðari,
eins og t.d. að gera nýtt lag við
„Geng ég fram á gnípu“. En ein-
mitt vegna þess hvað leikritið er
lifandi meðal fólks hefur þetta
verið skemmtileg vinna.
Leikritið á erindi við fólk í dag,
kannski segi ég það vegna þess að
ég er svo gamaldags og íhaldssam-
ur, en við verðum að sjá framtíð-
ina í gegnum fortíðina."