Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 9 ^ Ráðstefna um íþrótta- og æskulýðsmál veröur haldin í Valhöll, laugardaginn 24. nóvember og hefst kl. 10—17. Á dagskrá er: Setning: Júlíus Hafstein. Æskulýösmól: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri æsku- lýösráös Rvík. Iþróttamól: Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi Akureyri. íþrótta- og æskulýðsstarf (landafjóröungum: Dóra Gunn- arsdóttir Fáskrúósfiröi, Ásdís Jónsdóttir Geldingaholti og Jóhannes Finnur Halldórsson Akranesi. Vörn gegn áfengi og fíkniefnum: Séra Birgir Ásgeirsson Mosfellssveit. Hádegisveröur: Ávarp hr. Albert Guömundsson fjármála- ráöherra. Hvaö er aö geraat i ráöuneytinu: Reynlr Karlsson iþrótta- fulltrúi ríkisins. Hópvinna: Niöurstööur umræöna. Kaffihlé. Almennar umræöur. Ráóstefnuslit. Ráöstefnustjóri er Hilmar Guölaugsson borgarfulltrúi. i li«desigr Uliarkápur, stuttar og síöar, loöfóöraöar tereline- kápur, tweedjakkar, stuttir, síöir. Stæröir: 36—48. Þér getið greitt meö afborgunum. Viö tökum Visa og Eurocard. Komiö og skoöiö. IvmpaT V Laugavegi 26, sími 13300. Glæsibæ, sími 31300 3JLi Tafírá framfarasókn Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstædisflokks- ins, segir ( forystugrein í FylkL „Þáttaskil hafa orðið f þeirri aihliða baráttu gegn verðbólgu og fyrir jafnvsgi { þjóðarbúskapnum er hófst í maí 1983. Eftir langt og hart verkfall opinberra starfsmanna er daglegt líf að fœrast í samt horf og áður. Niðurstaða kjara- samninganna hefur á hinn bóginn fært okkur aftur á bak í tíma. Við þurfum á ný að glíma við vaxandi verðbólgu og þær afleið- ingar sem hún hefur í for með sér, þji m. lífskjör. Fyrir vildð er nú óhjá- kvæmilegt að ráðast til at- lögu við viðfangsefni sem við höfum áður leysL Allt verður þetta til að tefja nauðsynlega og óhjá- kvæmilega framfarasókn f atvinnumáhim og endur- skipulagningu banka- og sjóðakerfisins. Aðalatriöið nú er að þannig verði hald- ið á máhim að verðbólgan geti farið lækkandi á nýjan leik tíl þess að unnt verði að treysta atvinnu og lífs- kjör. Þær ákvarðanir sem áður böfðu verið teknar í því skyni að marka um- gjörð efnahagsþróunar á næsta ári hafa því nú verið teknar til endurmats í þvf skyni aö festa verði á ný í stjómarháttum. Ljóst er að þjóðarbúið þolir ekki á næsta ári ann- að langvarandi verkfail né heldur verðbólgusamninga af því tagi sem gerðir voni fyrir skömmu. Á mikhi veltur þvf að unnt reynist að byggja brú milli stjóm- valda og samtaka vinnu- markaðarins þannig að þjóðarsátt geti orðið um endurnýjun kjarasamninga á sumar- eða haustmánuð- um 1985. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði forystu um að bjóða upp á nýjar leiðir til lausnar á kjaradeihinum með umfangsmikhim skattalækkunum f þágu launafólks. Á þann veg hefði verið unnt að ná þvf tvíþætta markmiði, að Treysta þarf atvinnu og lífskjör Þaö sem skiptir mestu máli í næstu framtíð er aö treysta atvinnu og lífskjör þjóöarinnar. Til þess þarf aö plægja svo akur atvinnulífs- ins, aö einstakir atvinnuvegír, gamlir og nýir, geti vaxiö aö vinnuframboöi og verömæta- sköpun. Byggja þarf upp veröbólguvarnir og stuöla aö stööugleika í efnahagslífi. I því efni skiptir ekki minnstu máli aö vinna upp traust milli stjórnvalda, atvinnuvega og almenn- ings. Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálf- stæöisflokksins, fjallar um þetta efni í for- ystugrein Fylkis í Vestmannaeyjum 15. nóv- ember sl., sem Staksteinar tíunda í dag. verja kaupmátt ráðetöfun- artekna og tryggja áfram- haldandi stöðugleika f efnahagsmáhim. Þvf miður náðist ekki samstaða um að fara þessa leið. Fyrir bragðið höfum við orðið að láta undan slga með befð- bundnum afleiðingum." Kaupmáttur og verdbólga Þorsteinn Pálsson kemst svo að orði um kaupmátt og verðbólgu: ,J byrjun októbermán- aðar sýndu hagtölur með ótvíræðum hætti að við höfðum náð tökum á þvi verkefni að treysta kaup- mátt með lágu veröbólgu- stigi. Framfænshivisitalan hækkaði um 16,4% frá þvf f október 1983 til sama mán- aðar 1984, en á sama tíma hækkuðu launataxtar á samningssviði ASÍ um 16,7% Þetta sýnir okkur að eina færa leiðin til þess að treysta raunverulegan kaupmátt launa er að halda niðri verðbólgu. f febrúar-samningunum tókst mjög viðtækt og traust samstarf milL stjómvalda og aðila vinnu- markaðarins um ráðstafan- ir í skatta- og trygginga- málum. Mikilvægt er að gott samstarf geti tekist með aðihim vinnumarkað- arins og stjórnvöldum þeg- ar vandasöm verkefni blasa við. Hagsmunir launafólks og atvinnulífs fara saman í þessum efn- um og reyndar er gifta þjóðfélagsins undir þvf orpin að ekki verði stöðugt hatrömm átök um kaup og kjör.“ Vandi undir- stööuatvinnu- vegarms Loks víkur Þorsteinn að vanda sjávarútvegs, sem er margþættur aflasamdrátt- ur, verðfall útflutnings- framleiðshi og samansafn- aður taprekstur liðinna ára í þunga skuldastöðu. Um vanda þessa undírstöðuat- vinnuvegar segir „Annar meginvandinn sem nú blasir við lýtur að þvf að treysta stöðu sjávar- útvegsins. Langvarandi kjaradeihir hafa tafið að- gerðir í þeim efnum. Að vísu er það svo að vandinn sem sjávarútvegurinn á við að glíma er svo margþætt- ur og af svo ólíkum toga að hann verður ekki leystur að öllu leyti með einfoldum ráðum. Þrátt fyrir nauðsyn þess að auka fjölbreytni f Lslensku atvinnulífl verður sjávarútvegurinn áfram megin uppistaðan í gjald- eyrisöflun þjóðarbúsins. Erfiðleikarnir f rekstri sjávarútvegsins stafa bæði af breyttum ytri skilyrðum og margháttuðum innri vandamáhim. Afli hefur minnkað, verðminni fiski- tegundir orðið stærri hhiti aflans en áður og eriendir markaðir hafa veiksL Við slíkar aðstæður er erfltt að glíma við innri vandamál, en stjórnendur sjávarút- vegsfyrirtækja hafa á und- anförnum mánuðum sýnt að þeir eru færir um að takast á við þau vekefni. Við erflðar aðstæður sem þessar eru margir til þess að blása að glæðum sundurlyndisbálsins f ís- lensku þjóðfélagi, en fram- tíð þjóðarinnar er nú undir þvf komin að unnt verði að kveða niður sundurlynd- isfjandana. Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur nú sem fyrr að hafa forystu um það að treysta raðir samstöðu og átaka um ný verkefni. Þorsteinn Pálsson.“ Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, gjofum og heillaskeytum á 90 ára afmœli mínu 1U- október sL Þakkir til bama, tengdabama og niója fyrir dýrlega veislu mér veitta, frændum og vinum. Bestu þakkir til ensk-íslenska félagsins Anglía fyrir veittan heiöur og gjafir, sömuleiöis þakkir til forstjóra og starfsfólks Hrafnistu fyrir aUa fyrirgreiöslu og vin- arhug. GuÖ blessi ykkur öU sem staöiö hafa aö því aö gera mér þennan dag ógleymanlegan. Fríðfinnur A. E. Kjærnested, Hrafnistu, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.