Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Sýning Einars G. Baldvinssonar Myndlist Valtýr Pétursson í galleríinu íslensk list að Vesturgötu 17 stendur nú yfir sýning á verkum Einars G. Bald- vinssonar. Hann sýnir þarna 22 olíumálverk og mun þetta vera 7. einkasýning Einars, en hann hefur um árabil tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis. Einar hefur unnið sér sess meðal fremstu málara okkar hægt og sígandi á seinustu áratugum og hlédrægni og hóg- værð hefur verið sérstaklega einkennandi fyrir þennan ágætis listamann. Það er ekki hávaðinn, þar sem Einar G. Baldvinsson fer. Engu að síður er eftir hon- um tekið og verk hans hafa öðl- ast ástsæld í hugum margra þeirra, sem þeim hafa kynnst, enda bera þau sterkt svipmót skapara síns og þurfa engan magnara til að komast í snert- ingu við fólk. Fyrir fjórum árum sýndi Ein- ar verk sín á Kjarvalsstöðum, og var það yfirlitssýning í tilefni sextugsafmælis listamannsins. Sú sýning varð mörgum eftir- minnileg, og nú fáum við að sjá framhaldið á sýningunni að Vesturgötu 17. Þessar nýju myndir sverja sig sannarlega í ætt við fyrri verk Einars, en samt eru þarna myndir sem eru sannarlega nýjung frá hans hendi. Það kemur fyrst og fremst fram í litameðferð, og notar málarinn fyrirmyndir af landslagi til að koma hinum nýja tón á framfæri. Það er grátt í góðum félagsskap, sem þar ræður ferð. Þá má benda á málverkið „Kona við saum“, sem er nokkuð einstætt frá hendi Einars, sem að öllu jöfnu fæst við hús, báta og sjávarsíðuna yf- irleitt. Ég nefni þessi viðfangs- efni hér aðeins til að gefa hug- mynd um, hvað Einar G. Bald- vinsson fæst við að staðaldri. Málverkið „Koma úr róðri" er einnig nokkuð nýstárleg frá hendi Einars, og ef til vill marka þessi tvö málverk, er ég hef minnst á, tímamót í málverki Einars, en annars er þarna allt í föstum skorðum, því að Einar er löngu fastmótaður málari, sem vinnur jafnt og þétt, örugglega og af mikilli innlifun að mál- verki sínu. Einar G. Baldvinsson hefur verið í sífelldum vexti sem málari í langan tíma. Hann er ekki maður umbyltinga og kú- vendinga, en öruggur og ýtinn í framsókn sinni. Hann er einn af þessum huldumönnum nútím- ans, sem á stundum falla í skuggann fyrir auglýsinga- þvaðri, og ekkert væri fjær Ein- ari en að æpa um ágæti sitt á torgum, eins og nú virðist vera í tísku. Hann er alvörumálari, sem Bretar mundu kalla „dedi- cated". Þetta er ein af bestu sýningum um langan tíma hér í borg, og það var sannarlega ánægjulegt, að Einar G. Baldvinsson fékkst til að fara út í þetta fyrirtæki. Hafi hann rniklar þakkir fyrir. Apinn Júlíus Bókmenntir Jenna Jensdóttir Höf.: Trygve Bj. Klingsheim Myndir: Arild Jakobsen Þýðing: Guðni Kolbeinsson Æskan 1984 Sagan af Júlíusi er sönn. Júlíus er simpans-api sem fæddist í Dýragarðinum í Kristiansand í Noregi á jólunum 1979. Þótt faðir- inn væri stór og sterkur simpans- foringi var móðirin lítil og ung, nánast táningur á simpansa vísu. Það var því uggur í mönnum varð- andi fæðingu afkvæmisins. Þetta litla kríli var aðeins 1 'k kíló ný- fætt og móðirin ekki viðbúin hinu stranga uppeldishlutverki er gilti innan simpansafjölskyldu. Það fór líka svo að þegar Júlíus litli var á öðrum mánuði fann gæslumaðurinn hann umkomu- lausan og vælandi fyrir utan búr móðurinnar, sem lét sig hann engu skipta. Það blæddi úr annarri hendi hans. Nú tóku þeir Edvarð Moseid forstjóri Dýragarðsins og Billy Glad læknir að sér uppeldi þessa litla simpansa. Hann þurfti á hjúkrun að halda — fingurgóm- ur vísifingurs hafði verið bitinn af honum. Og brátt var Júlíus kominn í fóstur til Glads og Moseids. Báðir áttu þeir börn sem tóku Júlíusi vel og hann varð eins og einn af þeim. Hann fékk bleiu og klæddist föt- um þegar kalt var. Honum var sýnt ástríki af fjölskyldunum og hann sýndi ástríki á móti. Hann lærði ýmislegt í samskiptum barna og fullorðinna og hann naut þess í ríkum mæli að vera eins og börnin á heimilunum. Hann burst- aði sjálfur tennur sínar á kvöldin. Hann málaði á blað með börnun- um, lék sér með þeim og naut úti- veru með fjölskyldunum. Þar kom að Júlíus var fluttur til sinnar upprunalegu fjölskyldu. Þá var hann kominn hátt á annað ár, stór og stæðilegur. Samband hans við fjölskyldurn- ar rofnaði ekki. Þær heimsóttu hann oft í Dýragarðinn. Sagan af Júlíusi er hugljúf og gefur innsýn í það hve margt er líkt með öpum og mannanna börn- um. Skemmtilegar ljósmyndir prýða bókina og segja sína sögu. Fiðrildi með bát í eftirdragi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eftir lát Gunnars Ekelöf hafa fá sænsk skáld vakið heimsathygli fyrir ljóð sín. Eina skáldið sem nefna má í þessu sambandi er Tomas Tranströmer. Það eru ekki síst þýðingar bandaríska skálds- ins Roberts Bly á ljóðum Tran- strömers, sem átt hafa þátt í að auka hróður hans. En varla fer á milli mála að fáir yrkja nú jafnvel eða betur en Tranströmer. Tomas Tranströmer fæddist ár- ið 1931 í Stokkhólmi. Fyrsta bók hans kom út 1954 og nefndist 17 dikter. Síðan hefur hann sent frá sér átta ljóðabækur, sumar þeirra aðeins kver. Nýjasta ljóðabók Tranströmers er Det vilda torget, útg. Bonniers 1983. Det vilda torget er fremur tor- ræð bók, ekki auðveld aflestrar. Skáldið er statt á meðal okkar, ýmist í hringiðu borgarlífs eða í auðnarlegu landslagi, jafnan eitt á ferð með minningum sínum. I ljóði sem kallast Minningarnar sjá mig er því lýst þegar skáldið vaknar of snemma í júní og verður að halda út í grænkuna „sem er hlaðin minningum". Minningarnar sjást ekki, en þær eru svo nærri að hann heyrir andardrátt þeirra. Skáldið er þreytt á þeim sem Tomas Tranströmer koma með orð, en ekki mál. Frá því segir í Frán mars — 79: Trött pá alla som kommer med ord, ord men inget sprák for jag till den snötMckU ön. Det vilda har inga ord. De oftkrivna sidorna breder ut sig át alla háll! Jag Ntöter pá apáren av rádjursklövar i snön. Sprák men inga ord. Hvaða eyja er það sem skáldið ferðast til og finnur það sem leitað er að. Kannski Island? í Det vilda torget er ljóð sem heitir Islándsk orkan. Það segir frá reynslu skáldsins af islenskum vetrar- stormi. Skáldið berst við storm- inn. Það líkir sjálfu sér við fiðrildi með bát í eftirdragi. Húsið bíður með skjól sitt og öryggi. En það virðist óraleið þangað. Skáldið er komið að drukknun á þurru landi. En loksins kemur það að dyrunum og tekst á við hurðina. Það sleppur inn og bak við stóra rúðu fylgist það með óveðrinu fyrir utan. Hví- lík uppfinning er ekki glerið! Fyrir utan er ógnin, en inni situr skáld- ið, kyrrt, þess eigin mynd. Þetta ístenska prósaljóð sem segir svo margt í fáeinum setning- um er dæmigert fyrir Tomas Tranströmer. Hann leitast oft við að sýna andstæður, draga upp myndir sem eru ólíkar, en þó skyldar. Stundum er eins og skáld- ið doki við á landamærum hvers- dags og draums, lífs og dauða. Skarpleiki myndanna gæðir hversdagslífið óvæntri merkingu. Det vilda torget er til marks um þróun Ijóðagerðar Tranströmers. Ljóðin eru mörg hnitmiðuð, stund- um líkust gátum. En í bókinni eru líka mælskari Ijóð, minna á frá- sagnir með sögulegu ívafi. Þótt Det vilda torget sé fremur stutt ljóðabók hefur maður á tilfinning- unni eftir lestur hennar að maður hafi nýlokið við mikið og flókið ritverk. Hver mynd, hver lína er þrungin lífi og sá möguleiki er fyrir hendi að túlka Ijóðin á marg- víslegan hátt. Jean Paul Chambas Myndlist Bragi Ásgeirsson „Mon Opera" eða réttara „óperan mín“, eins og nafnið út- leggst á íslensku er nafnið á kynningu á grafíkverkum franska myndlistarmannsins Jean Paul Chambas í Listamið- stöðinni við Lækjartorg og stendur til sunnudagskvölds 2. desember. Námsferill listamannsins er allóvenjulegur þar sem hann virðist ekki hafa gengið í gegn- um neitt almennt listnám heldur numið við Listasðgudeild háskól- ans í Toulouse. Þá hefur hann öðru fremur áhuga fyrir leikhúsi og óperulist og hefur starfað sem leiktjaldasmiður með ýms- um þekktum leikstjórum í Evr- ópu. Einnig hefur hann mikinn áhuga á ljóðlist og tónlist á víðu sviði. Öllum þessum áhugamálum sínum virðist listamaðurinn vilja gera skil i myndum sinum ásamt ýmsum fyrirbærum hvunndagsins í nútíð og fortíð. Á sýningunni i Listamiðstöð- inni eru ýmsar hugleiðingar i myndrænu formi við ljóð George Takl og hér notar gerandinn hina litógrafisku tækni á marga vegu. Ljósmyndir koma og mikið við sögu en mikið stílfærðar þó ásamt ýmsum tæknibrögðum til að hressa upp á heildina. Tækni- brögðin eru frekar almenns eðlis og ekki kom ég hér auga á neinar nýjungar en kenni áhrifa frá ýmsum þekktum frönskum nú- tímalistamönnum. Þá varð ég ekki sérstaklega var við þær óperustemmningar sem eiga að vera til grundvallar myndunum og hef ég þó séð fjölmargar slik- ar en þær geta verið mjög myndræns eðlis og nautn fyrir augað. En eðlilega er þetta hin sérstaka lifun listamannsins. Sýningin er ekki mikil að vöxt- um en er haglega komið fyrir og innrömmunin nýstárleg. Gerandinn hefur tekið þátt i fjölda samsýninga víða um heim og mun því þekkt nafn í lista- heiminum og er því sjálfsagt að mæia sérstaklega með sýning- unni við njótendur myndlista. Þá ber mjög að virða viðleitni Listamiðstöðvarinnar til kynn- ingar erlendri myndlist en þær eru yfirleitt i umtalsvert hærri gæðaflokki en hinar innlendu er þar hafa sést undanfarið. Mætti koma hér til meira samræmi. Spenna í Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Robert I.udlum: Svikamyllan. Þýð- andi: Gissur Ó. Erlingsson. Útg. Setberg 1984. Góðar afþreyingar- og spennu- sögur skyldu ekki vanmetnar og meðal þeirra höfunda sem nú eru hvað mest lesnir er Robert Lud- lum. Ekki man ég hvort ég las Eit- urlyfjahringinn, sem mun fyrst bóka Ludlums hafa komið út á ís- lenzku. Enda er engin ástæða til að ætlast til þess að afþreyingar- bækur sitji sem fastast í minn- isskrínu, langskemmtilegast er að geta gripið til þeirra stöku sinnum og upplifað „plottið" upp á nýtt og verða alltaf jafn undrandi á niður- laginu og hverjir eru sökudólgarn- ir. í Svikamyllan segir frá Tann- erhjónunum, sem lifa að því er virðist ósköp venjulegu lífi og um- gangast ósköp venjulegt fólk. Ostermanhjónin, Tremaynehjónin og Cardonehjónin. Að vísu hafa þau öll ívið meiri peningaráð en stöður þeirra gætu sagt til um, en því að fárast út af því. Tanner sem fæst við fréttastörf er kvaddur á fund Laurence Fassetts, hann er bersýnilega hátt skrifaður í ör- yggislögreglunni og hann þarf nú sárlega og mjög sannfærandi á því að halda að Tanner komi honum til hjálpar svo hægt sé að fletta ofan af svikamyllunni OMEGA í öllu sínu veldi. Tanner lætur til leiðast, er að vísu nánast þvingað- ur, en gerir sér heldur enga grein fyrir því, hvaða afleiðingar þessi ákvörðun hans muni hafa á líf Söðuldal Robert Ludlum venjulegu fjölskyldunnar sinnar og venjulegu vinanna þeirra. Hann gengur til liðs við Fassett og samtímis er grunur að falla á eitthvert hjónanna þriggja — gætu þau öll eða einhver þeirra verið Omega? Ekki alveg óhugs- andi, enda eru viðbrögð þeirra við kynlegum atburðum í meira lagi grunsamleg. Fer nú senn að draga til tíðinda. Vernd sú sem Fassett hafði heitið Tannerfjölskylduni virðist eitt- hvað bregðast og vinahjónaboðið sem er haldið að hvatningu Fass- etts endar með ósköpum. Ekki er rétt að rekja þráðinn í sögum á borð við þessa og þaðan af síður niðurlokin. En sem slík góð af- þreyingarlesning og þýðingin yfir- leit þjál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.